Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: Taldi að málið ætti að fá þinglega meðferð Orð formannsins eru mér óskiljanleg segir Guðmundur J. Guðmundsson SVAVAR Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins segir að fræðslustjóramálið, frumvarp þeirra Ingvars Gíslasonar, Guð- mundar Bjarnasonar, Steingríms J. Sigfússonar og Kristínar HaUdórsdóttur, hafi ekki fengið þinglega meðferð með þvi að málinu var visað frá. Hann segir gagnrýni sina á flokksbræður sína, þá Guðmund J. Guðmunds- son sem greiddi frávisunartil- lögu sjálfstæðismanna atkvæði sitt og Garðar Sigurðsson, sem sat hjá, vera grundaða á þeirri skoðun. „Ég taldi einfaldlega að málið hefði ekki fengið þinglega meðferð, og það var það sem ég átti við þegar ég sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að mér væri þetta óskiljanlegt," sagði Svavar í samtali við Morgun- blaðið. Svavar var spurður hvort hann Iiti svo á að þingmennimir tveir, hefðu með afstöðu sinni gerst brotlegir við flokksaga Alþýðu- bandalagsins: „Ég veit nú ekki hvort ég á að vera að svara þess- ari spumingu," sagði Svavar, „en afstaða meirihluta þingflokks Al- þýðubandalagsins kom hins vegar skýrt fram í þessu máli.“ Guðmundur J. Guðmundsson var spurður álits á ummælum flokks- formanns hans og sagði hann einungis: „Mér em þessi orð hans óskiljanleg." Garðar Sigurðsson var sömuleið- is spurður og sagði hann: „Skilning- ur hans nær þá ekki lengra. Mér fínnst það mjög auðskiljanlegt, hvers vegna ég sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu," sagði Garðar. „Menn verða einfaldlega að greina á milli hins þrískipta valds í þjóð- félaginu: löggjafarvaldsins, fram- kvæmdavaldsins og dómstólanna. Málið er komið til dómstólanna, og hefur því ekkert að gera á Alþingi. Auðvitað hefði ég átt að greiða atkvæði með frávísuninni, og það má segja að það hafí verið hálfgerð- ur aumingjaskapur hjá mér að gera það ekki. En ég kaus að sitja hjá, til þess að teygja mig til móts við þau sjónarmið sem Steingrímur er búinn að hamast á undanfamar vikur, en lengra gat ég vitanlega ekki teygt mig.“ Steíngrímur Hermannsson, forsætísráðherra: „Hefði aldrei get- að orðið tilefni til stjórnarslita44 Morgunblaðið/Júlfus Drengurinn, sem leitað var að í Árbæjarhverfi, fannst látinn í lóninu fyrir ofan neðri stifluna í Elliðaám. Á myndinni sést yfir lónið í átt að Árbæ. Veikur ís er á lóninu og því hættulegur. Fannst látinn í Elliðaánum DRENGURINN sem leitað var að í Árbæjarhverfi fannst lát- inn í Elliðaánum í gærmorg- un. Hann hét Sigurjón Hallgrímsson, til heimilis að Hraunbæ 86. Siguijón var nýorðinn átta ára, fæddur 17. febrúar 1979. Lögreglan hóf leit að drengn- um á miðvikudagskvöld, en þá hafði ekkert til hans spurst síðan kl. 18 þann dag. Leit stóð yfír alla nóttina og tók allt tiltækt lögreglulið þátt í henni. Þá var og fengin aðstoð Hjálparsveita skáta í Hafnarfírði, sem hefur yfír sporhundum að ráða. Um klukkan 10 í gærmorgun fannst drengurinn látinn í lóni fyrir ofan neðri stífluna í ánum, rétt ofan við Höfðabakkabrú. Líklegt þykir að hann hafí hætt sér út á ís á lóninu og ísinn brostið undan þunga hans. Siguijón Hallgrimsson Útvegsbankafrumvarpið samþykkt í báðum stj órnarflokkum: Hlutafé ríkisins verði selt á nafnverði STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að fræðslustjóramálið hefði aldrei getað orðið tilefni til stjórnar- slita, sama á hvaða veg atkvæða- greiðslan um frávísunartillöguna hefði farið. „Ég tel að þetta mál hefði aldrei- getað orðið tilefni til sijómarslita," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið, „en vissulega hefði það getað haft slæm áhrif á sam- starf flokkanna." Forsætisráðherra var spurður hvort framsóknarmenn hefðu ekki lagt á tæpasta vað í atkvæða- greiðslunni um frávísunartillöguna, þar sem einungis ráðherrar flokks- ins og Ólafur Þ. Þórðarson hefðu greitt henni atkvæði sitt, þannig að atkvæði Guðmundar J. Guð- mundssonar og hjáseta Garðars Sigurðssonar, tveggja alþýðu- bandalagsþingmanna hefðu ráðið úrslitum: „Málið þróaðist talsvert frá því það var lagt fram og til þess tíma að atkvæðagreiðsla fór fram, því í millitíðinni var stefnt í málinu og það orðið dómsmál. Því fannst ýmsum þingmönnum Fram- sóknarflokksins sem málið gæti farið til nefndar og dáið þar. Þeir töldu frávísunina því óþarfa og töldu óþarft að vera að ganga yfír ágæta þingmenn." Forsætisráðherra var spurður hvort hann og aðrir ráðherrar flokksins hefðu ekki misst stjóm þingflokksins úr höndum sér, með þessari afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins: „Nei, það held ég nú ekki. Er maður ekki alltaf að sigla milli skers og báru, en auðvitað höfðum við nokkra hugmynd um það hvemig menn myndu greiða atkvæði, og þá jafn- framt um það hvemig atkvæðin myndu falla hjá þingmönnum Al- þýðubandalagsins." FRUMVARPIÐ um stofnun hlutafélags um Útvegsbankann gerir ráð fyrir því að 800 miUjón króna hlutafjárframlag rikisins verði þegar til sölu á nafnverði. „Nafnverðið byggist á þvi að Útvegsbankinn verði að eigin- fjárstöðu eigi lakar settur en svo að eignir bankans og skuldir standist á,“ sagði Geir Hallgríms- son seðlabankastjóri i samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að það sem umfram kynni að verða kæmi rikinu sem eiganda til góða, en það sem neikvætt kynni að verða, yrði ríkið að bæta upp. „Hluthafar sem skrá sig fyrir hlutafé, ættu því að vera öruggir um að fá fullt gildi sins fram- lags,“ sagði Geir. Geir sagði, að miðað við undir- tektir stjómar Fiskveiðasjóðs, þá væri ástæða til bjartsýni, hvað varð- ar 200 milljón króna hlutafjárfram- lag sjóðsins í Útvegsbankann, við lagabreytinguna. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ríkið leggi fram 800 milljónir krónaf hlutafé, sem þegar yrði til sölu á almennum markaði. Geir sagði að helst væri þess vænst að fyrirtæki tengd sjávarútvegi og sparisjóðir gerðust hluthafar, auk almennings. Alls yrði hlutaféð því einn milljarður króna og er gert ráð fyrir að erlendum banka verði heim- ilt að eiga allt að 25% eignarhlut í bankanum, eða 250 milljónir króna. Matthías Bjamason viðskipta- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að báðir þing- flokkar stjómarflokkanna hefðu samþykkt frumvarpið óbreytt og var það lagt fram á þingi í gær. INNLENT Morgunblaðið/Ámi Sœberg Krisljáni vel fagnað Kristján Jóhannsson óperusöngvari söng einsöng á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands i Háskólabfói í gærkvöldi. Uppselt var á tónleikana og var honum frábærlega vel tekið. Hér tak- ast þeir í hendur Kristján og Szymon Kuran konsertmeistari hljómsveitarinnar. Tónleikarnir verða endurteknir á iaugardag- inn kl. 14.30. Tveir fundir hjá ríkissáttasemjara SAMBAND byggingarmanna átti sinn fyrsta fund með við- semjendum sinum hjá ríkis- sáttasemjara í gær. Fundurinn hófst klukkan 10 og honum lauk á sjöunda tímanum. Annar fundur hefur ekla verið boðað- ur. Leiðsögumenn og viðsemjendur þeirra áttu einnig viðræðufund hjá ríkissáttasemjara í gær. Skipaður var vinnuhópur og kemur hann * ■ \r # STOFNAOOO ,917 .. I 1 iiuinii á i AlþýðubandalagiðJ bjargar stjórninn J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.