Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Irland: Leiðtogi, sem lætui' ekki áföll buga sig CHARLES Haughey, sem nú mun á ný taka við stjórnar- taumunum í írska lýðveldinu, er þekktur fyrir það að láta ekki áföllin verða sér fjötur um fót. Hann hefur m. a. lifað af bílslys, sem hefði getað orðið honum að fjörtjóni og hann komst naumlega af eitt sinn, er skúta hans lenti í sjávar- háska. Eitt sinn féll hann af hestbaki, svo að lá við stór- slysi. Tvisvar sinnum áður hefur hann náð því að verða forsætisráðherra, en stjórn hans mátti síðan lúta i lægra Iialdi, eftir að hafa staðið af sér hneykslismál og ásakanir um lögbrot. Nú hefur hann enn einu sinni sigrað andstæðing sinn, Garret Fitzgerald, fráfarandi forsætis- ráðherra og mun því í þriðja sinn taka við völdunum á Irlandi. Ástæðumar fyrir valdatöku hans nú má kannski fyrst og fremst rekja til þess efnahagsvanda, sem dunið hefur yfir írland í valdatíð FitzGeralds, en ótvíræðir leið- togahæfileikar og persónulegar vinsældir Charles James Haughey eiga ekki lítinn þátt nú í kosninga- sigri hans og flokks hans, Fianna Fáil (Hermenn örlaganna). Haughey er þekktur fyrir mikið skap og þróttmikla skipandi rödd, sem geislar af sannfæringar- krafti. Jafnframt kann hann vel að þóknast fjöldanum. Hversu vel þetta á eftir að duga honum í þeim erfiðleikum, sem nú blasa við írum, skal ósagt látið, en víst er, að hann má taka á öllu sínu. Þjóðin er að kikna undan erlend- um skuldum og nær fimmti hver maður er atvinnulaus. Oft hefur staðið styrr um Haughey og líklegt er, að svo kunni enn að verða, nú þegar hann verður forsætisráðherra í þriðja sinn. Árið 1970 lá við, að bundinn yrði endir á stjómmála- feril hans vegna Norður-írlands, en þá var hann sakaður um að hafa smyglað vopnum þangað, sem nota átti gegn Bretum. Haughey var að lokum sýknaður, en varð að segja af sér embætti sem fjármálaráðherra. Honum tókst þá að vinna sér vinsældir á nýjan leik og tók við sem forsætisráðherra, er Jack Lynch sagði af sér því embætti 1979. En einu ári og fimm mánuð- um síðar var hann aftur kominn í stjómarandstöðu og helzti and- stæðingur hans, Garret FitzGer- ald, orðinn forsætisráðherra. Haughey komst til valda á ný 1982, er stjóm FitzGeralds féll, en Fine Gael og Verkamanna- flokkurinn áttu aðild að henni. Minnihluta stjóm sú, sem Hug- hey kom þá á fót, var aðeins við völd í 10 mánuði og átti við hvert hneykslismálið á fætur öðm að stríða á þessum stutta tíma. Þann- ig varð dómsmálaráðherra stjóm- arinnar, Patrick Connolly, að segja af sér, eftir að maður, sem leitað var að fyrir tvö morð, fannst í íbúð hans. Ekki bætti það úr skák, er tveir blaðamenn leiddu sönnur að því, að símar þeirra hefðu verið hlerað- ir. Stærsta áfallið kom þó, er Desmond O’Malley, einn af sam- heijum Haugheys, yfirgaf Fianna Fáil og stofnaði klofningsflokk, Framfarasinnaða lýðræðisflokk- inn, en góður árangur þess flokks í þingkosningunum nú, kann ein- mitt að verða til þess, að Haughey og flokkur hans nái ekki alveg þeim hreina meirihluta, sem Haughey hefur svo lengi verið að bíða eftir. Haughey fæddist 16. septemb- er 1925. Hann er kvæntur dóttur fyrrverandi forsætisráðherra fr- lands og eiga þau eina dóttur og þijá syni. Stuðningsmenn Charles Haughey ldappa fyrir honum, eftir að hann hafði sigrað i kjördæmi sínu í þingkosningunum á þriðjudag. Selakösin stækkar óðum en þorskurinn lætur ekki sjá sig. Sjómennirnir kenna umhverfisvemdar- mönnum um en þeir segja, að ástæðan sé ofveiði og fæðuskortur hjá selnum af þeim sökum. Vísindamenn nefna aftur á móti til stórkostlega fjölgun í selastofninum og óvanalega hlýjan sjó við Jan Mayen. Er hann talinn hafa spillt fyrir hrygningu loðnu og síldar, sem em réttur dagsins hjá selaþjóðinni. Norður-Noregur: Netaaflinn er aðeins selur Ósló. Reuter. SJÓMENN í Norður-Noregi hafa nú fengið um 30.000 seU í netin og þykir viðbúið, að annar eins fjöldi hafi festst en losnað úr þeim. Minna fer hins vegar fyrir þorskinum þvf að selavöðuraar hafa rekið fiskinn af gmnnslóðinni og á dýpra vatn. Giskað er á, að selaherinn, sem ráðist hefur inn á miðin við Norð- ur-Noreg, telji um 300.000 dýr og verður sjómönnunum strax heitt í hamsi ef minnst er á græn- friðunga eða uir.hverfisvemdar- menn, sem þeir kenna um hvemig komið er. „Þúsundir sjómanna eru að verða gjaldþrota vegna selanna, þeim finnst ekki lengur taka því að leggja netin. Það eina, sem í þau fæst, er selur," sagði Hans Wiesener, forstjóri sjávarútvegs- fyrirtækis í Niðarósi. Bjame Mörk Eidem, sjávarútvegsráðherra, sagði fyrir nokkru, að reynt yrði að fækka selnum með því að auka veiðamar en grænfriðungar hafa hótað öllu illu ef selnum verður gert eitthvað til miska. Palme lét slökkva á öryggis- kerfi forsætisráðunevtisins Stokkhólmi, Reuter. OLOF Palme, fyrrum forsætis- ráðherra Sviþjóðar, hafði vanþóknun á öryggisráðstöfun- um. Af þeim sökum lét hann m.a. gera rafeindaviðvörunar- kerfi í skrifstofu sinni óvirkt, að sögn Per-Eriks Nilsson, umboðs- manns sænska þingsins. Nilsson stjómar rannsókn á opin- berri öryggisgæzlu sem ákveðin var í framhaldi af morðinu á Palme fyrir tæpu ári. Nefndinni var falið að fínna veikleika í öryggiskerfinu og gera tillögur um úrbætur. Er von á niðurstöðum frá henni í byij- un apríl. Nilsson sagði að Palme hefði verið afar fjarhuga og hefði t. d. eitt sinn lokast inni í forsætisráðu- neytinu því hann hafði gleymt lykilnúmeri að öryggiskerfi þess. Viðbrögð hans vom að láta taka viðvörunarkerfíð úr sambandi. Palme samþykkti aðeins öryggis- ráðstafanir við opinbera atburði. Vildi hann losna við þær í einkalíf- inu og var því ekki í fylgd iífvarða í bíóferðinni að kvöldi föstudagsins 28. febrúar í fyrra þegar hann var myrtur í miðborg Stokkhólms. „Hann gat orðið hinn versti út af öryggisráðstöfunum og þess vegna þorðu eiginlega engir að fylgjast með honum. Hann krafðizt þes3 að fá að labba einn og óstudd- ur milli „hins gullna þríhymings", þ.e. milli heimilis síns, skrifstofu sinnar og þinghússins. Hver sem er gat í raun og veru labbað sér inn á skrifstofu hans,“ sagði Niisson. Að sögn Nilssons var viðvörunar- kerfíð í forsætisráðuneytinu sett aftur í samband eftir Palme-morðið. FYRIR nokkrum ámm stóðu danskir aðilar fyrir því að reist var sementsverksmiðja í norður- hluta Víetnam. Rekstur verk- smiðjunnar hefur gengið erfiðlega en nýlega bárast fregn- ir um að forstjórinn hefði verið rekinn og nýskipuðum eftir- manni hans væri ætlað að rétta hag verksmiðjunnar. Áð sögn danska blaðsins Politi- ken, er verksmiðjan lokuð um þessar mundir vegna bilana og á síðasta ári voru aðeins framleidd 40% af því sementi sem hægt er að framleiða á einu ári. Karsten Þá var Ingvari Carlsson, forsætis- ráðherra, gert að flytjast í sér- stakan embættisbústað til þess að hægt yrði að vemda hann sem bezt. Er hann fyrsti forsætisráðherra Svíþjóðar sem býr ekki á heimili sínu meðan hann situr í embætti. Jolck, verkfræðingur sem starfað hefur við verksmiðjuna segir að ástæður þessarar litlu framleiðslu séu ýmsar s.s. skrifræðið í Víetnam, skortur á varahlutum, olíu og hrá- efnum. í frétt Politiken, er vitnað í skýrslu nokkra þar sem fram kem- ur að laun verkamannanna 2.300 er við verksmiðjuna vinna séu svo lág, að vonlaust sé fyrir þá að fram- fleyta sér á þeim. Þeir grípi því til þess að stela verkfærum, hráefnum og sementi í stórum stíl. Víetnamar eru taldir ein fátækasta þjóð verald- ar, þar em meðallaun um 7.000 kr. ísl á ári. Víetnam: Launin drýgð með þjófnaði MITSUBISHI FIOLHÆFASTA ---- FARARTÆKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.