Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 28
oo MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Skráning ökutækja: Landið verði eitt skráningarumdæmi Umdæmaskráning lögð niður í athugasemdum með frum- varpi til umferðarlaga segir svo um skráningu ökutækja: „Tekið skal fram, að gert er ráð fyrir því að umdæmaskrán- ing ökutækja verði 1 ögð niður og að landið verði eitt skráning- arumdæmi". Samkvæmt þessu virðist sem staðbundin skrán- ingareinkenni verði úr sögu, hljóti frumvarpið lögfestingu óbreytt. 64. grein frumvarpsins hljóðar svo: „Dómsmálaráðherra setur regl- ur um: a) skráningu ökutækja og eigenda þeirra, b) tilkynningu um eigendaskipti, e) skráningar- merki, d) skráningarskírteini, sem ávallt skal fylgja ökutækinu, e) tímabudninn akstur skráningar- skyldra ökutækja án skráningar, og f) gjald fyrir skráningu og skráningarmerki". í skýringu á þessari frumvarps- grein segir: „Eðlilegt þykir að ákvæði um framkvæmdaatriði í sambandi við skráningu ökutækja verði sett í reglugerð en eigi bund- ið í lögum.... Tekið skal fram, að gert er ráð fyrir því að umdæma- skráning öktutækja verði lögð niður, og að landið verði eitt skráningarumdæmi". / dag og á morgun verður Kjötmarkaður SS í Glœsibœ. Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks nauta- kjöt á hagstœðu tilboðsverði. G LÆSIB Æ Páll Pétursson: Kosningalög samræmd stjórnarskrá Tækniágallar laganna lagfærðir ÁKVEÐIÐ hefur verið, að 25. aprfi verði kjördag í vor. Hins- vegar standa tillögur kosningala- garnefndar Alþingis, sem Páll Pétursson (F.-Nv.) mælti fyrir sl. miðvikudag, til þess, að kjördag- ur verði annar laugardagur í maímánuði eftir það. Kosninga- laganefndin flytur einnig tillög- ur um breytingar á gildandi reglum um úthlutun þingsæta þ.e. á 111. -114. grein kosninga- fb.e á 11 lagannaj )• Páll Pétursson sagði orðrétt um úthlutun þingsæta í framsögu sinni: „Þama á að styðjast við hugtak, sem nefnt er kjördæmistala og er hún skilgreind í hverju kjördæmi sem meðalfjöldi atkvæða að baki þingsæti. Hafi t.d. verið greidd 6000 atkvæði í 5 þingmanna kjör- dæmi telst kjördæmistala þess vera 6000:5, þ.e. 1200. Þá er úthlutað fyrst til þess lista sem er með flest atkvæði, t.d. lista sem fékk 25% eða 1500 atkvæði. Að lokinni út- hlutun er atkvæðatala listans lækkuð um kjördæmistöluna. í dæminu verður ný atkvæðatala list- ans 1500 mínus 1200 eða 300 atkvæði. Þess er væntst að úthlut- unarrelgur verði auðskildari og líkari eldri aðferðum með þessu móti. Einkum þykir hin breytta aðferð eiga betur við þegar verið er að úthluta fyrstu þremur §órð- ungum sæta til hvers kjördæmis. A hinn bóginn er ávinningurinn minni þegar komið er að úthlutun jöfnun- arsæta. Þá er óhjákvæmilegt að bera saman stöðu lista í mörgum kjördæmum vegna stærðarmunar kjördæma og mismunandi þing- sætatölu. Er þá ekki unnt að nota atkvæða tölu. í þess stað verður að styðjast við hlutfall atkvæða af kjördæmistölu. Öll rök hníga að því að endurreikna beri kjördæmistölur í hvert sinn sem landsframboð hljóta fullu tölu þingsætá eða koma ekki til álita við frekari úthlutun. Er það gert með því að draga frá gildum atkvæðum þau atkvæði sem þeir listar fengu sem eru úr leik við úthlutun sæta. Jafnframt skal draga frá þingsætatölu kjördæmis þingsæti þau sem þessum lista hef- ur verið úthlutað. Mælir þá kjör- dæmistalan ávalt meðaltölu atkvæða að baki hveiju sæti hjá þeim listum sem enn eiga kost á þingsæti. Samtímis ber þá að ákveða á ný tölu þeirra ónotaðra atkvæða þeirra lista sem eftir eru. Er það gert sem fyrr með því að draga hina nýju kjördæmistölu frá upphaflegum atkvæðum hvers lista svo oft sem listinn hefur hlotið sæti. Hin stærðfræðilegu rök fyrir endurreikningi koma einna skýrast fram í því að summa ónotaðra at- kvæða er hveiju sinni í samræmi við tölu þeirra sæta sem eftir er að úthluta, þ.e. jöfn kjördæmistölu fyrir hvert 'uthlutað sæti“. Lágmarksákvæði Páll gerði og grein fyrir breyting- artillögum varðandi lágmarksá- kvæði við úthlutun kjördæmissæta. Samkvæmt þeim hefur listi ekki tilkall til sætis í þessari umferð, þ.e. við kjördæmaúthlutunina, „nema hann hafi hlotið atkvæða- fylgi sem nemur 2/3 af kjördæmis- tölu. Eftir þessa breytingu á efni laganna verður nokkuð auðveldara aö koma sérframboði að“, sagði Páll, „en að óbreyttum ákvæðum. A hinn bóginn er öllu erfiðara fyrir flokkslista að fá sæti út á mjög lítið fylgi. Þeir kunna á hinn bóginn að koma til álita við úthlutun jöfnunar- sæta“. Varðandi tillögur nefndarinnar um úthlutn jöfnunarsæta sagði Páll: „Hér er lagt til að sett verði al- menn hindrun, sem gildi í öllum áfögnum. Hún verður þá að miðast við hlutfall af kjördæmistölu en ekki atkvæðahlutfall. Er lagt til að hún nemi 1/3. af kjördæmistölu og taki einnig til úthlutunar á óbundna þingsætinu. Það er þó vilji nefiidar- innar að viðhalda 7% þröskuldinum óbreyttum í 2. áfanga. Hann er áhrifameiri en hinn nýji þröskuldur í þeim áfangi. Almenni þröskuldur- inn hefur því einvörðungu áhrif í 3ja áfanga, svo og við úthlutun á óbundna sætinu.... Ekki kemur til greina að láta 7% hindrunina eina gilda í öllum áföngum. Til þess er hún of há í tveimur stærstu kjör- dæmunum. Því er heldur ekki rétt að láta 7% hindrunina hafa áhrif á útreikning kjördæmistala". Flakkarinn „Þá kem ég að því sem virkar flóknast og órökréttast í allri laga- setningunni frá 1984“, sagði Páll, „þ.e. ákvæðanna um flakkarann. Við gerum tillögur um lagfæringu á þessu ákvæði og verður það efnis- lega jafngilt gildandi lögum, en byggist nú endurreikningi. Endur- reikningur verður nú með nokkuð sérstæðu móti, þar sem litið er á sama flokk í mörgum kjördæmum en ekki marga lista í sama kjör- dæmi. Að loknum endurrekingi fer sætið sem fyrr til þess lista fram- boðsins sem hæstan hefur hundr- aðshluta atkvæða af kjördæmis- tölu“. Meginatriði Þrem §órðu þingsæta verður út- hlutað eftir úrslitum í hveiju kjördæmi. Einum fjórða er úthlutað með hliðsjón af úrslitum í landinu öllu. Þingsæti í Reykjavík verða 18, þar af 14 kjördæmissæti, Reykja- nesi 11, þar af 9 kjördæmissæti, Vesturlandi, Vestuifyörðum, Aust- urlandi og Norðurlandi vestra 5 í hveiju kjördæmi, þarf af 4 kjördæ- missæti, Norðurland eystra 7, þar af 6 kjördæmissæti, og Suðurland 6, þar af 5 kjördæmissæti. AIMAGI „50 sætum er sem sagt úhlutad eingöngu skv. atkvæðastyrlc innan kjördæmis“, sagði Páll, „en 13 sæt- um til jöfnunar á milli flokka eftir heildarfylgi, en þó eru þau bundin ákveðnum kjördæmum. Við jöfnun- arúthlutun er meginreglan þessi: oráðstafað sæti gengur til þess lista sem á flest atkvæði eftir, svo fram- arlega sem flokkurinn eigi rétt á jöfnunarsæti og enginn frambjóð- andi í öðrum kjördæmum sé betur staddur hlutfallslega miðað við lqörtæmistöluna" Páll sagði meginregluna þessa: „Hlutfallsleg staða lista eftir kjördæmisúthlutun. I fyrsta áfanga. Ifyrst ganga sæti til þeirra sem eru með atkvæði sem nema 80% eða meira af kjördæmistölu, þ.e. oftast í Reykjavík eða á Reykjanesi. I 2. áfanga fer eitt sæti í hvert kjör- dæmi, sem ekki fékk úthlutun í 1. áfanga. í 3. áfanga er úthlutun lok- ið í hveiju kjördæmi og óbundna sætið fer til þess frambjóðanda sem bezt er settur við lok úthlutunar í öllum kjördæmum. Þá ber að geta þess að til þess að fá jöfnunarsæti þarf flokkur að hafa fengið kjörinn mann í kjördæmi, skv. móðurskips- reglunni. í öðru lagi að listar fá ekki jöfnunarsæti nema þeir hafi fengið þriðjung af kjördæmistölu eða 7% gildra atkvæða á 2. áfanga. Endurreikningur á jöfnunarúthlut- Páll Pétursson un þegar staða frambjóðandans er metin er sleppt atkvæðum og þing- sætum þeirra flokka sem þá eru úr leik og lágmark atkvæða sem til greina koma við kjördæimisút- hlun er 2/3 af kjördæmistölu". Fyrirspurn á Alþingi: Er Rás tvö í samkeppni? ÁSTA Ragnheiður Jóhannes- dóttir (F.-Rvk.), sem á þriðjudag- inn tók sæti á Alþingi í fjarveru Haraldar Ólafssonar, hefur þeg- ar beint tveimur fyrirspumum tíl menntamálaráðherra um mál- efni Ríkisútvarpsins. Fyrri spuming Ástu Ragnheiðar er, hvort Rás tvö sé ætlað að vera í samkeppni við útvarpsstöðvar í einkaeigu. Hin síðari er, hvort ráð- herrann hyggist beita sér fyrir því, (1) að sjónvarpsstöðvum í einkaeign verði gert að flytja íslenskt efni, sem verði ákveðinn hluti af dag- skránni eða (2) að ákveðnu hlutfalli af því fé, sem notað er til dagskrár- gerðar eða kaupa á dagskrárefni verði varið til íslenskrar dagskrár- gerðar í því skyni að standa vörð um íslenska menningu. Þingfréttir í stuttu máli Húsnæðismál Umræða um álit milliþinganefnd- ar um húsnæðismál hélt áfram í sameinuðu þingi í gær. Halldór Blöndal (S.-Ne) veittist hart að þingmönnum Alþýðuflokks fyrir meintan tvískinnung í húsnæðis- málum. Þingsíðan víkur að þessari umræðu síðar. Varaþingmenn Austur- landskj ördæmis Tveir varaþingmenn Austfirð- inga tóku sæti á Alþingi í gær. Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri, í fjarveru Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, og Guðrún Tryggvadóttir, meinatæknir, í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra. Yfirkjörstjórnarmenn Skúli Pálmason, hæstaréttarlög- maður, var kjörinn í yfirkjörstjóm Reykjavíkurborgar í stað Abrahams Ólafssonar, sakadómara. Bogi Sig- urbjömsson, skattstjóri, var kjörinn í yfirkjörstjóm Norð-Vesturlands í stað Guðmundar Ó. Guðmundsson- ar, skrifstofumanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.