Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 13
T8Gi HAÚHasra .os auoAauTaöa .aiaAjaviuoíiOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 £í 13 Bíldudalur: Afli mjög góður og mikil vinna Bíldudal. MIKIL atvinna hefur verið á Bíldudal það sem af er þessu ári. Togarinn okkar, Sölvi Bjarnason, hefur aflað mjög vel og landaði hann fyrr í vikunni 130 tonnum af ufsa og karfa. Togarinn hefur fengiö rúm 500 tonn síðan verkfall leystist. Um 80 manns hafa unnið í hrað- frystihúsinu að undanfomu. Mjög mikil rækjuveiði hefur einnig verið, em það níu bátar sem róa héðan á rækju og kvótinn sem þeir mega veiða upp úr sjó er 400 tonn. Um síðustu helgi munu hafa verið eftir tæp 100 tonn. Sólarkaffi Bílddælinga verður dmkkið í félagsheimilinu næstkom- andi sunnudag’. Hér sjáum við ekki sólina frá því um miðjan nóvember til fyrstu daga febrúarmánaðar og er hún því kærkominn gestur og er haldið upp á slíkt með kaffi og meðlæti sem kvenfélagið Framsókn hefur séð um undanfarin ár. Veðrátta hefur verið mjög góð, eins og um allt land. Enginn snjór er í byggð, þó hefur aurbleyta ver- ið á flugvellinum og tafíð flugsam- göngur, þannig að Morgunblaðið kemur stundum stopult að sumum finnst. - Hannes Fræðslufundur aðstandenda Alzheimer- sjúklinga FÉLAG aðstandenda. Alzheimer- sjúklinga, FAAS, gengst fyrir fræðslufundi íi Hlíðarbæ, Flóka- götu 53, Reykjavík, nk. laugar- dag 21. febrúai-. Húsið verður opið frá kl. 13.00 tii 18.00. Erindi verða flutt um sjúkdóm- inn, umönnun sjúklinga, meðferð, félagslega þjónustu, þjálfun ofl. Alzheirnersjúkdómur (heilabilun) er algengastur þeirra sjúkdóma, sem valda alvarlegum elliglöpum, en getur einnig lagst á fólk á miðj- um aldri. Tónleikar í Keflavík NORA Kornbhien sellóleikari, Óskar Ingólfsson klarinettuleik- ari og Snorri. Sigfús Birgisson píanóleikari halda tónleika í Tón- listarskóla Keflavíkur laugar- daginn 21. febrúar nk. og hefjast þeir kl. 16.00. A efnisskrá tónleikanna eru ein- leiks- og kammerverk eftir Lut- oslawski, Webem, Schumann, Stravinsky og Beethoven. Auk þess flytur Snorri Sigfús nokkur lög úr barnalagaflokki sem hann samdi haustið 1984. Tónleikar á Hvolsvelli Elísabet Erlingsdóttir söng- kona Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari ELÍSABET Erlingsdóttir sópr- ansöngkona og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli laugardaginn 21. febr- úar. A efnisskrá. em sönglög eftir Pál ísólfsson, Karl O. Runólfsson, Ravel, Sibelius og Dvorak. Tón- leikamir hefjast kl. 14.00. á laugardögum Aukin þjónusta Bílavarahlutaverslun Heklu hf. veröur framvegis opin á iaugardögum frá kl. 1000-1300, auk venjulegs opnunartíma virka daga frá kí. 830-1800. Sérhsefð þjónusta í varahlutaverslun okkar eru sérhæföir afgreiðslumenn ávallt reiöubúnir til aðstoðar, hvort sem þig vantar varahluti, auka- hiuti eða upplýsingar varðandi viðhald bílsins. Til að tryggja gæðin verslum við eingöngu með viðurkenndar vörur með árs ábyrgð gagnvart göllum. Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar úti á landi, að fá alla algengustu bílavarahlutina, án flutningskostnaðar hvert á land sem er. Beinn sími sölumanna í varahlutaverslun er: (91) 695650. Verið velkomin. A RAIMGE RDN/ER HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sfmi 69 55 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.