Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Sýning Sigrún- ar Harðardóttur í Gallerí Borg við Austurvöll hef- ur verið opnuð sýning á málverkum og krítarmyndum eftir Sigrúnu Harðardóttur, sem nam myndlisf hér heima til að byija með, en stundaði framhaldsnám í Amster- dammi og er nú búsett þar í staðnum. Það er ekki langt um lið- ið síðan Sigrún kom fram í myndbandaþætti í Sjónvarpinu ásamt nokkrum ungmennum, sem stunda myndbandalistsköpun, og óneitalega er mikill munur á því, sem hún sýndi í þætti þessum og þeim verkum, er hún hefur valið á aðra einkasýningu sína, sem nú stendur yfir í Galerí Borg, enda mikill eðlismunur á þeim efnivið, sem úr er unnið. Á þeirri sýningu, sem hér er til umræðu, kemur Sigrún mjög sterkt fram sem í litameðferð sinni, og er engu líkara en að hún hafi átt við málverkið í lengri tíma, en sé ekki að byija feril sinn á því sviði. Hún velur sér sterka myndbyggingu og spennir litinn til mikilla átaka, en formið sjálft er ekki eins þroskað og litameðferðin. Sá heimur, sem hún skapar, á rætur sínar fyrst og fremst í tjáningu hennar með litnum og meðferð hennar á línunni. Þetta er ástríðufullt málverk í expressi- ónískum stfl, sem á stundum minnir svolítið á myndir De Koonings. Samt hafa þessi verk persónulegan tón, sem hlýtur að vera einkenn- andi fyrir listakonuna sjálfa. Olíumyndimar á þessari sýningu eru átján talsins, en þá eru einnig sýndar nokkrar krítarmyndir. Að mínu mati em olíumálverkin miklu meiri verk að öllu leyti en krítar- myndimar, og má fullyrða, að þau mynda þungamiðju þessarar sýn- ingar Sigrúnar Harðardóttur. Það er óvenjulegt að finna jafn mikið málverk í verkum eftir jafn unga listakonu og hér á í hlut, og hér er um meira en hæfíleika eina að ræða. Hér er eitthvað allt annað og meira en það, sem nefnt hefur verið nýja málverkið. Það liggur næst mér að nefna þetta sígilt málverk, og er þá mikið sagt. Það er sannarlega ánægjulegt að kynnast þessum verkum, og það er enginn vafi á að hér er listamað- ur á ferð, sem vert er að fylgjast með. Slíka litameðferð hef ég ekki séð lengi hjá ungum listamanni, og hér virðist framtíðin bjartari en oft áður. Til hamingju með þann árang- ur, er hér blasir við, og bestu óskir um ókomna framtíð. TOYOTA TOYOTA TOYOTA LAND CRUISER II, beinskiptur 5 gíra, vökva- og veltistýri, 2.4 litra bensínvél eða dísil turbo, breið dekk, driflokur... Hl ACE 4x4, 8 manna með „de luxe“ innrétt- ingu, vökvastýri, 5 gíra beinskiptur, 2.4 lítra dísil- vél . . . sjón er sögu ríkari! SELFOSS • KIRKJUBÆJARKLAUSTUR • HOFN HS TOYOTA LAND CRUISER STW. „torfærutröllið" með 100% læsingu á drifum, 4 lítra, 6 strokka dísil turbo, 5 gíra beinskiptur... Við erum á leiðinni til jMar með Toyotatröllin! Um helgina geturðu tekið í Toyotatröllin og spurt okkur spjörunum úr. Við verðum: • á SELFOSSI á laugardag kl. 10.00 - 12.00 við Bifreiðasmiðju Kaupfélags Arnesinga. • á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI á laugardag kl. 17.00 - 19.00 við Skaftárskála. • á HÖFN á sunnudaginn og byrjum ld. 10.00 hjá Vélsmiðju Hornafjarðar en leggjum aftur í hann kl. 17.00. TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.