Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Löggjöf um fiskeldismál eftirEinar Hannesson Fiskeldi er skipaður sess í lög- gjöf um lax- og silungsveiði frá 1970 og í eldri gerð sömu laga. Sá rammi sem því var sniðinn var að sjálfsögðu miðaður við ástand mála á þeim tíma þegar lögin voru sett. En nú hafa menn talið nauð- syn á að setja í þessu efni sérstaka löggjöf. Það er eðliiegt í sjálfu sér svo ör hefur þróun í þessum efnum verið seinustu ár. Þannig eru nú tæplega 100 klak-eldis og haf- beitarstöðvar hér á landi. Þá er hafið tilraunaeldi með sjávarfiska og önnur sjávardýr. Allt fiskeldi í einni loggjof Umfang þessara mála hefur aukist mjög mikið á seinustu árum, svo að segja má að það sé ekki vonum seinna að setja fisk- eldi og hafbeit í verðugan lagabún- ing. Væri gert ráð fyrir að fiskeldi bæði með laxfiska og sjávarfiska yrði haft í einum lagabálki væri eðlilegt að samstarf yrði með þeim tveimur ráðuneytum, landbúnaðar og sjávarútvegs, sem fara með þessar fisktegundir. Fiskeldi á bás að norskum hætti? íslendingar vilja oft herma eftir eða gera eins og erlendar þjóðir haga málum á ýmsum sviðum. Hugmyndir og fyrirmyndir eru þannig sóttar út fyrir landstein- ana. Eitt af því sem sumir vilja eins og það er haft í Noregi, er að laxeldi verði á vegum sjávarút- vegsráðuneytis hér á landi. Þó er rétt að geta þess að fisksjúk- dómamál í Noregi heyra undir landbúnaðarráðuneyti. Rétt er að skoða þetta mál nánar. Fyrst er þess að geta, að lax- eldi í Noregi, til að slátra og selja á markaði, hefur nánast allt verið kvíaeldi í sjó. Allt fram að þessu hafa Norðmenn flutt inn mikinn fjölda gönguseiða, til frekara eldis í kvíum. Líklegt er að Norðmenn séu að verða sjálfum sér nógir á sviði seiðaframleiðslu. 90% laxveiðinnar í sjó í Noregi Einnig skulum við hafa í huga, að mestur hiuti af villta laxinum í Noregi hefur lengst af verið tek- inn í sjó við ströndina í svonefndar kálfanætur, króknet og í reknet úti á rúmsjó. Þannig hefur um 90 af hundraði laxveiði fengist með þessum hætti. Hinn hlutinn er veiddur í ánum, annað hvort í net eða á stöng. Það hafa því verið hagsmunir sjávarveiðimanna sem ráðið hafa ferð í laxveiðimálum í Noregi. Göngnseiðaslepping-ar til bjargar Á seinni árum hefur vaknað í Noregi aukinn skilningur á því að styrkja þurfi laxastofna í ánum, sem hafa verið ofveiddir. Þar hef- ur stofnun um nýtingu náttúru- auðlinda komið við sögu og hið sama er að segja um yfirstjóm umhverfismála í Noregi. I sumum tilvikum er verið að grípa til ráð- stafana, hreinlega til bjargar laxastofnum í einstökum vatna- kerfum, svo sem með skipulegum sleppingum gönguseiða. Einar Hannesson „Laxveiðinytjar hér- lendis hafa ávallt tengst fyrst og fremst ánum þar sem veiðirétt- ur hefur verið í höndum eiganda lands að veiði- vatni, þar sem höfuð- reglan er sú að veiðiréttur fylgir landi.“ En aðalaðgerðir vegna aukinnar verndunar laxins hafa verið fólgn- ar í banni á laxveiði á hafsvæðum úti fyrir Noregi og takmörkun á veiðibúnaði í sjó. Atvinnuveiði- menn sem nota laxveiðibáta hafa þurft að sækja um sérstakt leyfi til veiðiskapar. Þrefalt betra krónu- verð í stangveiði Fleirum en eigendum góðra veiðisvæða í laxveiðiánum í Noregi er að verða það ljóst með árunum að góðir möguleikar séu á að auka verulega verðmæti ánna, svo fremi að laxgegnd vaxi, með útieigu til stangveiði og sölu á margvíslegri þjónustu sem henni fylgir. Með þessum hætti er unnt að þrefalda a.m.k. krónuverðið í laxi, miðað við netveiddan fisk, auk greiðslu fyrir áðumefnda þjónustu í tengsl- um við veiðiskapinn. Þetta er ekki síður gott byggðamál en ýmislegt annað, sem menn hafa verið að vinna að til að styrkja atvinnulíf í strjálum héruðum Noregs. Augljóst ætti því að vera að fyrrgreind atriði um fyrirkomulag laxveiðimála í Noregi, með 90% veiði lax í sjó, skýra ástæðu þess að laxeldi er á vegum sjávarút- vegsmála í Noregi. Vissulega skiptir sjálfsagt máli hvað varðar fjárveitingar til stuðnings fiskeldi, að mun hærri tölur eru í umferð hjá sjávarútvegi en landbúnaði, ef til einstakra framkvæmda er horft. Víst er að ýmsir hér á landi meta það vafalaust þannig, að vænlegra sé, eins og málum er háttað í íslenskum landbúnaði að sjávarút- vegsgeiranum, þar sem meiri stuðnings sé að vænta. Svo einf- alt er það! Sjávarveiði á laxi bönnuð hérlendis Hér að framan hefur verið lýst fyrirkomulagi á nýtingu norska laxastofnsins. Allt öðru máli gegn- ir hér á landi með lögum árið 1932, einmitt um það leyti sem menn stefndu á að heíja verulega laxveiði í sjó hér á vestanverðu landinu. Laxveiðinytjar hérlendis hafa ávallt tengst fyrst og fremst ánum þar sem veiðiréttur hefur verið í höndum eiganda lands að veiðivatni, þar sem höfuðreglan er sú að veiðiréttur fylgir landi. Stefnumörkun í fiskeldi Hin öra þróun í fiskeldismálum hér á landi hefur fætt af sér kröf- ur um bætt skilyrði af hálfu hins opinbera fyrir þessa starfsemi. Menn hafa skynjað að gera þurfí stórt átak í lagasmíð um fiskeldis- mál, þar sem sett væri inn stefnu- mörkun með fyrirmælum um stuðning annarsvegar við fiskeldi og hafbeit og hins vegar einskonar umferðarlög fyrir starfsemina sjálfa. Sem fyrr greinir hafa verið skiptar skoðanir um hvar setja eigi þennan málaflokk í kerfið. Eins og er, tilheyrir hann land- búnaðarráðuneyti, enda hefur laxinn alla tíð verið landbúnaðar- fiskur. Verður ekki séð að þörf sé á að breyta þessu núna, þó farið sé að ala lax og silung í sjó. Þess- ar tegundir hafa alla tíð lifað hluta af lísferli sínum í sjó, svo að það er ekkert nýtt mál að laxinn sé í sjó! Þá er þess að minnast að stór hluti fiskeldis hér á landi er og verður bundinn við gamla og góða fyrirkomulagið, sem fyrstu klak- húsin byggðu á, að nota lindar- vatn, og eldið sem hófst hagnýtti það og jarðhita. Á þessu byggist einn þýðingarmesti þáttur fiskeld- is hér á landi þar sem seiðaeldi, en á því sviði hafa íslendingar náð mjög góðum árangri og skáka Norðmönnum í því efni. Samstarf um fiskeldi en verkaskipting Þegar talað er um að seta end- urbætta fiskeldislöggjöf núna er einnig verið að ræða um aðrar Framleiðsla eins árs sjógöngu- seiða er nákvæmnisverk eftirBjörn Jóhannesson Skilgreiningar: „Parr“-seiði: laxaseiði með „fingraförum", áður en þau taka að smolta eða silfrast. Þau drepast ef sett eru í fullsaltan sjó. Sjógönguseiði eða smolt-seiði: silfruð laxaseiði, án „fingrafara", sem tilbúin eru til sjávargöngu. Þau þola fulla sjávarseltu. 1+ seiði: seiði sem alin hafa verið eitt sumar í eldisstöð en eiga síðan að verða smoltuð eða silfruð sjógönguseiði næsta vor. 2+ seiði: seiði sem vaxa hægar og eru í eldisstöð í tvö sumur og tvo vetur áður en þau ganga til sjávar. Meðferð seiða í eldisstöðvum Galdurinn við að undirbúa seiði fyrir sjávargöngu nægilega vel í eldisstöðvum er sá, að fylgja sem næst náttúrlegum árstíðasveiflum varðandi vatnshita og dagslengd. Þetta er auðvelt með 2+ seiði, sem seinni veturinn eru jafnan höfð í útikeijum með náttúrlegum vatns- hita umhverfísins. Vandinn er hins vegar miklu meiri, þegar um ræðir það hraðeldi sem nauðsynlegt er til að framleiða 1+ seiði. í þessu tilviki birtast tvenns konar vanda- mál: 1) Nokkuð af „parr“-hængum verða kynþroska og smolta eða silfrast þá ekki og ganga ekki úr fersku vatni. Þeir drepast séu þeir settir í fullsaltan sjó og eru ónýt vara. 2) Oft mun meðferð seiða svo ábótavant, eða svo fjarri því sem á sér stað í náttúrunni, að þau smolta ekki, ganga því ekki úr fersku vatni til sjávar, og drepast séu þau sett í full- saltan sjó. Atriði þau sem um ræðir í máls- greinum 1) og 2) hér að ofan hafa verið könnuð talsvert og margt verið um þau ritað. Þar eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Eg hef átt þess kost að lesa nokkrar nýlegar ritgerðir um þetta efni, en vísa þó hér aðeins til einnar, sem birtist í tímaritinu Norsk Fiskeopp- drett, desemberhefti 1986 og janúarhefti 1987, eftir rannsókna- mennina Skjennum og Vahl. Er hvort tveggja, að þetta tímarit er vel þekkt meðal íslenskra laxeldis- manna og að ritgerðin er að mínu mati að ýmsu leyti gagnleg yflrlits- grein. Skal nú drepið á þá þætti, sem annars vegar er talið að valdi einkum kynþroskun „parr“- hænga, og sem hins vegar hafa helst áhrif á smoltun. Kynþroska „parr“-hæng-ar Vísindamenn virðast nánast sammála um það, að tiltöiulega hár vatnshiti, eða skilyrði sem valda örum vexti, snemma á vaxt- arskeiði „parr“-seiða auki að mun líkumar fyrir því, að umtalsverður hluti hænganna verði kynþroska. Því er varað við háum vatnshita á fyrsta sumri seiðanna. eftir að þau % Dr. Björn Jóhannesson „Galdurinn við að und- irbúa seiði fyrir sjávar- göngn nægilega vel í eldisstöðvum er sá, að fylgja sem næst náttúr- legum árstíðasveif lum varðandi vatnshita og dagslengd.“ eru komin af stigi byijunar-fóðr- unar (start-fóðrunar). Er hér um að ræða tímabilið frá maí til sept- ember. Svil úr 9 cm löngum „parr“-hæng geta fijóvgað hrogn úr 15 punda hrygnu. Kynþroski „parr“-hænga er sumpart erfan- legur eiginleiki, og því getur reynst óhagstætt að sleppa miklum fjölda þeirra í laxár. Stærð og „smoltun“ sj ógönguseiða Til þess að tryggja kjörstærð 1+ seiða (50—60 g), er lagt til að herða á eldi að hausti og fyrri hluta vetrar (frá um 15. sept. til 1. jan- úar) með því að hækka vatnshit- ann. Jafnframmt er nauðsynlegt að „lengja" daginn í ca. 20 klst. með raflýsingu. Með þessum hætti næst aukinn vaxtarhraði. í fyrr- nefndri norskri ritgerð er lagt til að lækka síðan „vetrarhitann" nið- ur í 8—10°C, og giska ég á að hér sé um að ræða tímabilið frá 1. janúar til 1. apríl. Hér vil ég skjóta inn í breytingartillögu: Að hitinn á tímabilinu 1. janúar til 1. apríl verði ekki yfir 8 gráður, en að 1. apríl verði hann lækkaður í um 4 gráður og dagurinn „styttur" um 4 klst. um vikutíma. Á öðrum tíma- skeiðum verði náttúrleg birta látin ráða ríkjum allt frá 1. janúar. Til- lagan um þessa lághita-„vetrar- meðferð" er byggð á því mati mínu, að þar með verði tryggt að viðkom- andi seiði taki ákvörðun um að „smolta" á komandi vori. Annars er ekki öruggt að seiðin „smolti", eins og kom fram í athugun sem ég gerði í Straumsvíkurlónum sumarið 1966, og svo sem ég tel að eigi sér alloft stað í íslenskum eldisstöðvum. Að lokinni „vetrar- meðferðinni" skal svo viðhafður tiltölulega lágur eldishiti, þar til seiðin eru flutt til sleppingar fyrir hafbeit ellegar sjókvíaeldi. Varað er við mjög snöggum hitabreyting- um í eldiskeijum. Akvörðun á „smoltunar“-stigi Það er mjög mikilvægt að geta ákvarðað „smoltunar“-stig sjó- gönguseiða. Hvort þau séu hæfi- lega „smoltuð" til að þola fulla sjávarseltu og hvort þau þoli flutn- ing, ef um er að ræða mikið hreisturlos. Hér má í fyrsta lagið styðjast við útlit seiðanna, en „fingraför" „parr“-stigsins verða að vera að kalla horfin. Góð mynd- skreytt lýsing á útlitseinkennum mismunandi „smoltunar“-stiga er að finna í Norsk Fiskeoppdrett, maí-hefti 1979. Útlitseinkenni verða ekki metin með viðhlítandi öryggi nema viðkomandi seiði séu deyfð eða aflífuð. En seltuþolsmælingar eru áreið- anlegri en útlitseinkenni. Er þá kannað, hve lengi seiðin lifa í 40%o (4%) matarsaltupplausn í loftuðu keri. Þessi meðferð mun ekki hafa verið reynd og stöðluð hér á landi, en tveim erlendum stöðlum, sem ég hef séð lýst, ber ekki nægilega vel saman. Hér giska ég á, að seiði þurfi að iifa í 20 klst. í nefndri saltupplausn, svo að þau geti talist nægilega „smoltuð". Fyrir 1+ seiði kann seltuþols- prófim að reynast sérstaklega mik:,væg. í nýlegri ritgerð er greint frá samanburði á seltuþoli 2+ og 1+ seiða í Skotlandi. 2+ seiðin höfðu hámarks seltuþol í 7 vikur (frá mars til maí), en 1+ seiðin aðeins í 2 vikur (frá því síðast í maí til miðs júní). Kannan- ir af þessu tagi hafa ekki verið gerðar hérlendis, og því óvíst hvort ámóta samanburður á við 'um íslensk sjógönguseiði. Það á við um öll „smoltuð" seiði, að þau glata „smoltuninni" eða hæfninni til að þola fulla sjávarseltu (afsmoltast), sé þeim haldið of lengi í fersku vatni. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.