Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 ÚT V ARP /SJÓN V ARP Grínland Eitthvað er hann Ómar blessaður að hressast í þættinum Spurt úr spjörunum en þar eru tvenn hjón afklædd vitsmunalega milli klukkan 19.30 og 20.00 á miðvikudögum, það er á sama tíma og fréttir Stöðvar 2 skoppa á öldum Ijósvakans. Sniðug er sú hugmynd Ómars að lofa áheyr- endum við og við að þreyta vitsmuna- brekkuna. Fróðlegt hið mannmarga fuglabjarg er þá stundina hljómar á ríkissjónvarpinu. Og hvert er svar þeirra Stöðvarmanna við mannvits- brekkuklifri Ómars? Bryndís Schram, eiginkona formanns ónefnds stjóm- málaflokks, situr við símann frá 20.00-20.15 og gefst þá áhorfendum kostur á að spyija Bryndísi og gesti hennar . . . spjörunum úr . . . ein- sog sagði í dagskrárkynningu. Hvar endar þetta? Lundurinn grœni Af framangreindu má sjá að hin fijálsa samkeppni virkar afar hvetj- andi á þá sjónvarpsmenn. Nýir þættir skjóta upp kollinum og sjónvarps- menn freista þess að fá áhorfendur með í leikinn. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að á sama tíma og dagskrárstjórar Stöðvar 2 geta hagað dagskránni að vild eru dagskrárstjór- ar ríkissjónvarpsins ofurseldir ák- vörðunum pólitískrar eftirlitsnefndar er færir til að geðþótta jafn mikil- væga dagskrárbúta og fréttir. Sg hef löngum hamast á hinu pólitískt kjöma Útvarpsráði og talið þá samkundu tímaskekkju. Væri ekki nær að setja einskonar Siðferðis- uefnd yfir allar íslensku útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar, nefnd er gætti þess að útvarps- og sjón- varpsmenn færu að lögum varð- andi íslenskt mál, óbeinar auglýsingar og kynningu póli- tíkusa. Slik nefnd yrði á vegum Alþingis og sætu hugsanlega í henni fuiltrúar frá Blaðamannafé- lagi íslands, Sambandi íslenskra auglýsingastofa, Lögmannafélagi íslands, Bandalagi islenskra lista- manna og þeirra er gæta höfund- arréttar, Samtökum móðurmáls- kennara, Kvikmyndaeftirlitinu, Baraavemdamefnd og að sjálf- sögðu yrði oddamaðurinn skipaður af hinu háa Alþingi. Sœlueyjan? Hið pólitískt skipaða Útvarpsráð er nú seilist inná starfsvettvang dag- skrár- og fréttastjóra ríkisfjölmiðl- anna er ekki bara tímaskekkja heldur verður ekki lengur unað við það órétt- læti er starfsmenn ríkisfjölmiðlanna búa við og birtist með ljósustum hætti í fréttatímadeilunni þar sem Ingvi Hrafn og félagar urðu að lúta f lægra haldi fyrir hinu pólitíska valdi. Deilan um augiýsingamennsku Ólafs Haukssonar er setið hefur á stóli umsjónarmanns þáttarins í takt við tímann sannar hins vegar gildi Siðferðisnefndar er vakir yfir hin- um' áhrifamiklu ljósvakaflölmiðlum líkt og hin vökula siðanefnd Blaða- mannafélags íslands er vakir yfir dagblöðunum. Minnumst þess að ætíð finnast einstaklingar og hópar manna f samfélaginu er sjást ekki fyrir. Ólafur Hauksson gékk óvenju hreint til verks í sinni auglýsinga- mennsku en hvað um Jón Hákon Magnússon er stýrði þættinum {takt við tímann í gærkveldi? Þátturinn sá var sendur út frá Hveragerði, vænt- anlega í gegnum ljósleiðarana, en ekki fengu Hvergerðingar mikið færi á að láta ljós sitt skfna því Jón Há- kon þurfti endilega að líta við á æfingu í öldurhúsi þar sem verið var að æfa rokkdagskrá. Jón ræddi nátt- úrlega við aðstandendur sýningarinn- ar og yfirstjómandann, Egil Eðvarðsson, en sá hinn sami tekur senn við dagskrárstjóm af Hrafni Gunnlaugssyni á ríkissjónvarpinu. Meðal spuminga er Jón Hákon beindi til rokkhátíðarstjómenda var þessi: Er þetta góð sýning, strákar? Já, það er vandratað meðalhófið á markaðs- torginu mikla. Ólafur M. Jóhannesson Rás 2: Morgunþáttur ■■■■ Að venju verður 9 00 Morgunþáttur Rásar tvö fyrst- ur á dagskrá hennar í morgun og kennir þar margra grasa. Meðal efnis í þættinum má nefna óskalög hlust- enda úti á landsbyggðinni. Þá verða leikin lög úr hin- um nýja söngleik þeirra Magneu J. Matthíasdóttur og Benóný Ægissonar, „Halló litl þjóð!“, en Leik- félag Hafnarfjarðar sýnir hann um þessar mundir. Ekki verður látið þar við sitja og um miðbik þáttar- ins mun heyrast óvænt rödd, en það verður rödd Gunnlaugs Helgasonar, sem nú er staddur í Banda- ríkjunum. Gulli, sem kynnti vinsældalista Rásar 2 áður en hann brá sér vestur um haf, mun flytja hlustendum Rásarinnar Ameríkupistil. Þá mun Sigurður Sverr- isson segja okkur frá Skátatívolíi uppi á Skipa- skaga, en ef marka má fyrri viðtökur er það helsta hátíð þeirra Skagamanna. Síðast er talið að um 60% Sigurður Sverrisson. bæjarbúa hafí látið sjá sig. A milli þessara dag- skrárliða verður síðan leikin tónlist við allra hæfí. Stöð tvö: Sunnudagfurinn svarti Á læstri dagskrá stöðvar tvö í kvöld verður myndin Black Sunday, eða „Svart- ur sunnudagur“ eins og hún nefnist í íslenskri þýð- ingunni. Leikstjóri mynd- arinnar er John Franken- heimer, en sá hefur m.a. leikstýrt The French Connection, Birdman of Alcatraz, Seven Days in May og The Train. Með aðalhlutverk fara Robert Shaw, Bruce Dem,- Marthe Keller og Fritz Weaver. Myndin fjallar um arabísk hryðjuverkasam- tök, sem hyggjast koma Bandaríkjaforseta fyrir kattamef. Það ætla þau að gera á býsna myndrænan hátt, því til verksins á að nota loftskip mikið, en það á að fara fram á íþrótta- leikvangi í Miami. Þar verður forsetinn áhorfandi, umkringdur tugþúsundum manna. Hryðjuverkamenn- imir koma fyrir sprengu, sem húðuð er mörgþúsund stálflísum, í loftfarinu og er ætlunin að sprengja hana yfír miðjum leikvang- inum þannig að auk forset- ans falli a.m.k. fjórðungur áhorfenda í valinn, UTVARP FOSTUDAGUR 20. febrúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um dag- legt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fjörulalli" eftir Jón Viöar Gunnlaugsson. Dóm- hildur Sigurðardóttir les (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur Umsjón: Sigurður Einars- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Það er eitthvaö sem enginn veit" Líney Jóhannesdóttir lýkur lestri endurminninga sinna sem Þorgeir Þorgeirsson skráði (8). 14.30 Nýtt undir nálinni Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veöurfregnir 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir 17.03 Síðdegistónleikar Atriði úr „Leðurblökunni" eftir Johann Strauss. Ein- söngvarar Metropolitan- óperunnar í New York syngja með Robert Shaw- kórnum og RCA Victor- hljómsveitinni; Fritz Rainer stjórnar. 17.40 Torgið Viðburðir helgarinnar. Um- sjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erl- ingur Sigurðarson flytur. 19.40 Þingmál. Umsjón Atli Rúnar Halldórsson. 20.00 Lög unga fólksins Valtýr Björn Valtýsson kynn- ir. 20.40 Kvöldvaka a. Sönglistin. Torfi Guð- brandsson les grein úr gömlu sveitarblaöi eftir Sig- urgeir Ásgeirsson á Hey- dalsá í Steingrímsfirði. b. Vestan um haf. Síðari hluti frásöguþáttar eftir Ját- varð Jökul Júlíusson. Torfi Jónsson les. SJÓNVARP ■<Q> FÖSTUDAGUR 20. febrúar 18.00 Nilli Hólmgeirsson Fjórði þáttur Þýskur teiknimyndaflokkur gerður eftir kunnri barna- sögu eftir Selmu Lagerlöf um ævintýraferð dreng- hnokka í gæsahópi. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.25 Stundin okkar — End- ursáyning Endursýndur þáttur frá 15. febrúar. 19.05 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.10 Þingsjá Umsjón: Ólafur Sigurðsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Spítalalíf (M*A*S*H) Nítjándi þáttur Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist í neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustríðinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö Valin atriði úr þáttum á liönu ári. Umsjón: Halldóra Káradótt- ir. 21.05 Mike Hammer Fjórði þáttur Bandarískur sakamála- myndaflokkur gerður eftir sögum Mickey Spillane um einkaspæjarann Mike Hammer. Aðalhlutverk Stacy Keach. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.55 Kastljós — Þáttur um innlend málefni Umsjónarmaður Hallur Hallsson. 22.25 Seinni fréttir 22.35 Saklaus fórnarlömb (Cry of the Innocent) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1980 gerð eftir spennu- sögu eftir Frederick For- syth. Leikstjóri Michael O’Herl- ihy. Aðalhlutverk: Rod Taylor, Joanna Pettet, Nigel Dav- enport og Cyril Cusack. Maöur sem barist hefur í víkingasveitum Bandaríkja- manna í Víetnam missir fjölskyldu sína í hörmulegu slysi á !rlandi. Þegar hann kemst að því að slysið varð af mannavöldum ákveður hann að hafa hendur í hári ódæðismannanna. Þýðandi Stefán Jökulsson. 00.15 Dagskrárlok (í 0 STOD2 FOSTUDAGUR 20. febrúar 17.00 Myndrokk 18.10 Einfarinn. (Travelling man.) Breskur framhalds- þáttur. 19.00 Furðubúarnir. Téikni- mynd. 19.30 Fréttir 20.00 Opin lína. Nýr þáttur þar sem áhorfendum gefst kostur á að hringja í sima 673888 og spyrja um allt milli himins og jaröar. (sjón- varpssal situr stjórnandi fyrir svörum um mál unglinga og rætt verður við íslenskar poppstjörnur, unglinga, æskulýðsforkólfa og fleiri. 20.15 Um víða veröld. Fréttaskýringaþáttur í um- sjón Þóris Guömundssonar. ( þessum þætti verður fjall- að um fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch. § 20.55 Phil Collins („Live at Perkins Palace".) Tónleikar Phil Collins við Perkins-höll á Englandi. §21.55 Benny Hill. Breskur gamanþáttur. § 22.20 Á krossgötum (The Turning Point). Myndin fjall- ar um tvær upprennandi ballettstjörnur sem fara sín í hvora áttina. önnur leggur skóna á hilluna en hin held- ur áfram að dansa. Þær hittast mörgum árum síðar og bera saman bækur sínar. Aðalhlutverk: Shirley MacLaine, Anne Bancroft, Leslie Browne og Mikhail Baryshnikov. § 00.20 Sunnudagurinn svarti (Black Sunday). Bandarísk bíómynd frá árinu 1977 með John Frankenheimer, Ro- bert Shaw, Bruce Dern og Marthe Keller í aðalhlutverk- um. (þróttaunnendur eiga sér einskis ills vona þegar hryðjuverkasamtök hyggj- ast fremja ódæði á íþrótta- leikvangi. 02.40 Myndrokk 03.00 Dagskrárlok c. Stjáni blái. Úlfar Þor- steinsson les þátt úr Rauöskinnu séra Jóns Thor- arensen. 21.30 Sígild dægurlög 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Lestur ~*Passíusálma. Andrés Björnsson les 5. sálm. 22.30 Vísnakvöld. 23.10 Andvaka Þáttur í umsjá Pálma Matt- híassonar. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 1.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. át F0STUDAGUR 20. febrúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Óskalög hlust- enda á landsbyggðinni og getraun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Gunnlaugs Helga- sonar. 13.00 Bót [ máli. Margrét Blöndal les bréf frá hlust- endum og kynnir óskalög þeirra. 15.00 Sprettur. Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónjist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyði um helgina. 17.00 Fjör á föstudegi með Bjarna Degi Jónssyni. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin — Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Þor- geiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00; 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAYÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenrii — FM 96,5 Föstudagsrabb. Inga Eydal rabbarvið hlustendurog les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. 989 BYL GJAN F0STUDAGUR 20. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppið allsráðandi, bein lína til hlustenda, af- mæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síödegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-22.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað næturlífið hefur upp á að bjóða. 22.00-03.00 Jón Axel Ólafs- son. Þessi síhressi nátt- hrafn 8ylgjunnar kemur okkur í helgarstuð meö góðri tónlist., Spennandi leikur með góðum verölaun- um. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gisla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA Krlatlleg Étvar]MiUl. FM 102,9 FÖSTUDAGUR 20. febrúar 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 21.00 Ljóskorn. Stjórnendur: Alfons Hannesson og Eiöur Aðalgeirsson. 24.00 Á réttum nótum. Stjórn- andi: Andri Páll Heide og Óskar Birgisson. 4.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.