Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987
Islensk getspá:
Eignaraðilar skipta
24 milljónum króna
EIGNARAÐILUM að íslenskri
getspá hefur verið úthlutað
ágóðahlut í fyrsta sinn frá því
getraunin hófst. Heildarupphœð-
inni, 24 miiyónum króna, var
úthlutað f hlutfalli við eignaraðild
og komu tæpar 11,3 miiyónir f
hlut íþróttasambands íslands, f
hlut Oryrkjabandalagsins komu
9,6 mil\jónir og tæplega 3,2 mil{j-
ónir komu f hlut Ungmennafélags
Islands. Þetta er tuttugufalt stofn-
framlag þessara aðila til íslenskr-
ar getspár.
í frétt frá íslenskri getspá segir
að sölukassar séu 126 og að 94%
þjóðarinnar hafi aðgang að leiknum.
Heildarsala fyrstu 12 vikumar voru
um 137 milljónir. Miðað við svipaða
þátttöku á þessu ári ætti Lottóið að
skila fþróttasambandinu um 90 millj-
ónum, Öryrkjabandalaginu 80 millj-
ónum og Ungmennafélagi íslands
um 26 miiljónum.
Sveinn Biömsson forseti íþrótta-
sambands Islands sagði við þetta
tækifæri að hagnaður af Lottóinu
ætti eftir að gjörbreyta öllu starfi
fþróttahreyfingarinnar á komandi
árum. Hann sagði að íþróttasam-
bandið hefði ákveðið að skipta
hagnaði Lottósins jafnt milli sérsam-
banda sinna og héraðssambanda.
Skipting milli sérsambanda verður
þannig að 10% verður skipt jafnt,
30% skiptast eftir flölda iðkenda,
55% skiptast eftir umfangi og 5%
renna í afreksmannasjóð. Skipting
milli héraðssambanda verður þannig
að 10% skiptast jafnt, 30% skiptast
eftir iðkendaflölda og 60% skiptast
eftir sölu lottómiða í héraði.
Amþór Helgason formaður Ör-
yrkjabandalas íslands, sagði að
peningamir frá Lottóinu yrðu banda-
laginu mikil lyftistöng. Bandalagið
sæi fram á að geta reist og rekið
íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja og rynnu
80% beint til Hússjóðs Óiyrkjabanda-
lags íslands. Hann sagði að milli 4-
til 500 manns væm á biðlista eftir
íbúðum og að undirbúningur að
byggingu íbúða væri þegar hafinn.
<5tal verkefni bíða úrlausnar hjá Ör-
yrkjabandalaginu og sagði Amór að
20% af hagnaðinu rynni beint þang-
að.
Pálmi Gíslason formaður Ung-
mennafélags íslands sagði, að ekki
hefði verið tekin ákvörðun um hvem-
ig hagnaði af Lottóinu yrði skipt
milli aðildarsambandanna en tillögur
um það yrðu lagðar fyrir þing sam-
takanna f haust. Hann sagði að
brýnasta verkefnið væri að gera öll-
um héraðssamböndum kleift að ráða
til sín starfsmann, sem hefði umsjón
með starfínu.
(Úr fréttatilkynningu)
I/EÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hódegl í gmr: Yfir norður-Grænlandi er 1033 millibara
hæð en grunnt lægðardrag við norðurströnd íslands. Við vestur-
strönd (rtands er 1028 millibara víðáttumikil hæð.
SPÁ: í dag lítur út fyrir suðvestlæga átt um mestan hluta lands-
ins, en líklega verður austan kaldi á annesjum norðantil á landinu.
Á norðaustur- og austurlandi verður þurrt að mestu, en víða rign-
ing eða súld í öðrum landshlutum. Hiti verður 4 til 6 stig, þó svalara
norðantil á Vestfjörðum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Suölæg eða suðvestlæg átt,
og hiti svipaður og f dag. Dálítil súld eða rigning um vestanvert
landið, en þurrt austanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
a
■Qb
Léttskýjað
Háffskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
v Skúrir
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
f * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * #
’ , » Súld
OO Mistur
-4- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hhl veður
Akurayri s skýjaó
Raykjavft 6 rlgning
Bergen -1 *ký|aó
Helslnld -6 snjókoma
Jan Mayen -21 þokafgr.
Kaupntannah. -7 komsnjór
Naraaaraauaq -1 skýjað
Nuuk 1 alskýjað
Oaló -a akýjað
Stokkhólmur -6 heiðsklrt
Þórahötn 7 skýjað
Algarve 12 lóttskýjað
Amaterdam 1 lóttskýjað
Aþena 16 akýjað
Barcelona vantar
Berlfn -1 snjókoma
Chlcago -4 skýjað
Glasgow 7 skýjað
Feneyjar 6 rfgning
Frankfurt -1 tkýjað
Hamborg -1 skýjað
LaaPalmas 19 skýjað
London 3 snjóól
Loa Angeles 14 helðskfrt
Lúxemborg -3 skýjað
Madrid vantar
Malaga vantsr
MaDorca vsntar
Miaml 18 þokumóða
Montreal -19 Mttskýjað
NewYork -4 heiðskfrt
Paria -1 snjókoma
Róm 12 alskýjað
Vfn 4 mlstur
Washlngton -3 helðskfrt
Wlnnlpeg -6 alskýjað
Hvöt 50 ára:
Ólöf Benediktsdóttir
gerð að heiðursfélaga
Sjálfstæðískvennafélagið Hvöt hélt f gær hátfðlegt 50 ára af-
mæli sitt, f húsakynnum Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík, Valhöll.
Pjölmenni samfagnaði konunum og formenn hverfafélaga og
framámenn flokksins fluttu Hvöt kveðjur og færðu gjafir. María
Ingvadóttir, formaður Hvatar ávarpaði Hvatarkonur og gesti
'þeirra, og greindi að þvf búnu frá þeirri ákvörðun stjóraar Hvat-
ar að gera Ólöfu Benediktsdóttur að heiðursfélaga Hvatar. Ólöf
var formaður Hvatar frá 1972 til 1976 og átti jafnframt sæti f
stjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna frá árinu 1958 til 1975.
Hér eru þær Ólöf og Marfa eftir að Ólöf hefur tekið á móti heið-
ursfélagaskjalinu.
Menntamálaráðuneytið:
Uttekt á stöðu
fræðsluskrifstofa
- og samskiptum þeirra við ráðuneytið
í KJÖLFAR þeirra umræðna sem
fram hafa farið að undanförnu
um samskipti fræðsluyfirvalda í
Norðurlandsumdæmi eystra og
menntamálaráðuneytisins hefur
ráðuneytið ákveðið að láta fara
fram heildarúttekt á stöðu
fræðsluskrifstofa landsins og
samskiptum þeirra við mennta-
málaráðuneytið.
Markmið úttektarinnar er að fá
heildarmynd af starfsháttum og
samskiptum þeirra er með fræðslu-
mál fara í fræðsluumdæmum og
flármálalegri stöðu einstakra
fræðsluumdæma, að því er segir í
frétt frá menntamálaráðuneytinu.
Af hálfu ráðuneytisins munu þeir
Helgi Ólafsson og Kristjón Kolbeins
annast ofangreinda úttekt og mun
þess farið á leit að tilnefndir verði
úr sérhveiju fræðsluumdæmi tveir
fulltrúar til samstarfs við úttekt
þessa. Fyrirhugað er að niðurstöður
ofangreindrar úttektar liggi fyrir
um miðjan apríl næstkomandi.
Valur Amþórsson, stjómarformaður SÍS:
Reikna með að þeir
haldi sínum störfum“
„Ég fagna þvi að sjáifsögðu að
forstjóri Sambandsins er sýkn-
aður en harma það hins vegar
að aðrir starfsmenn Sambands-
ins sem ákærðir voru hlutu
dóma,“ sagði Valur Araþórsson
stjóraarformaður Sambands
íslenskra samvinnufélaga í sam-
tali við Morgunblaðið um
dómsniðurstöður Sakadóms í
kaffibaunamálinu.
„Sérstaklega finnst mér að
dómurinn yfir Hjalta Pálssyni sé
miklu harðari en ég hafði reiknað
með að búast mætti við,“ sagði
Valur. Hann kvaðst vera undrandi
á aðfararorðum að dómsorðum
yfir Erlendi Einarssyni: „Erlendur
er sýknaður, en í aðfararorðunum
er honum núið um nasir, að hann
sé í raun og veru sekur. Þetta
finnst mér mjög furðulegt, og tel
að slík meðferð á manni í dómi,
hljóti að orka mjög tvímælis og
þetta hljóti að verða mjög umrætt
í réttarfarssögu landsins, að svona
sé farið að, gagnvart manni sem
er sýknaður," sagði Valur.
Valur var spurður hver framtíð
starfsmanna Sambandsins sem
hlutu dóm, yrði hjá fyrirtækinu:
„Sljóm Sambandsins kemur sam-
an til síns venjulega marsfundar
um miðjan mars, og þá verður
væntanlega eitthvað drepið á þetta
mál. Ég hef ekki vald eða umboð
til þess að segja fyrir hönd Sam-
bandsstjómar hvort eitthvað
verður gert. Persónulega á ég hins
vegar alls ekki von á því að stjóm
Sambandsins geri neitt sérstakt
gagnvart þessum mönnum. Ég
reikna með því að þeir haldi sínum
störfum og að stjóm Sambandsins
muni ekki vilja gera þeirra hlut
verri heldur en ella, í ljósi þess
að málið fer sennilegast áfram til
Hæstaréttar og þar fellur hinn
endanlegi dómur," sagði Valur.