Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 5 Flugslysið við ísafjörð enn í rannsókn: V onir bundnar við neðansj ávarmyndir HÆTT hefur verið við tilraunir til að ná af hafsbotni flaki flug- yélarinnar TF ORN, sem fórst í ísafjarðardjúpi í janúar síðast- liðnum. Myndir af flakinu á hafsbotni eru taldar geta varpað ljósi á orsakir þess að flugvélin hrapaði í sjóinn. Að sögn Karls Eiríkssonar for- manns flugslysanefndar var flakið leitað uppi á hafsbotni í ísafjarðar- djúpi með sérstökum tækjum frá Hafrannsóknarstofnun og neðan- sjávarmyndavél var síðan notuð til að ná videomyndum af því. Karl sagði að þessar myndir segðu rann- sóknarnefndinni talsvert mikið og því yrðu sennilega ekki gerðar til- raunir til að ná flakinu upp. Karl sagði að rannsóknin gæti tekið talsverðan tíma. Samsvarandi nefndir erlendar tæki stundum allt að 20 mánuði að komast að niður- stöðu og senda frá sér skýrslur, þótt þar störfuðu atvinnumenn. Is- lenska fluglysanefndin reyndi yfir- leitt að vera fljótari. Flugslysanefnd er skipuð af sam- gönguráðherra og í henni eru, auk Karls Eiríkssonar, Sveinn Bjöms- son flugmaður, Gylfi Jónsson yfir- flugstjóri, Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingur og Bjöm Þ. Guð- mundsson lagaprófessor. Löndunarbið á loðnuhöfnum LOÐNUVEIÐIN er mikil dag eftir dag, þrátt fyrir að mörg skipanna taki aðeins litla farma til frystingar. Löndunarbið er á flestum höfnum Iandsins frá Reykjavík og austur um til Rauf- arhafnar. Aflinn á miðvikudag varð 15.500 lestir og alls hafa frá upphafi vertíðar veiðzt 855.000 lestir og eru 160.000 eft- ir af kvótnum. Fáein skip hafa farið með aflann til Færeyja, en á miðvikudag hélt fyrsta skipið til Danmerkur með loðnufarm. Það var Eldborg frá Hafnar- firði, en þetta mun jafnframt vera síðasti túr hennar. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á þriðjudag; Kap II VE 300 í fryst- ingu, Rauðsey AK 260 í frystingu, Guðmundur Olafur ÓF 610, Helga II RE 400, Dagfari ÞH 530 í fryst- ingu og ísleifur VE 360 í frystingu. Á miðvikudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Gígja VE 300 í fryst- ingu, Sighvatur Bjamason VE 290 í frystingu, Harpa RE 300 í fryst- ingu, Víkurberg GK 400 í frystingu, Bjami Ólafsson AK 1.150, Öm KE 250 í frystingu, Sigurður RE 1.200 í frystingu, Súlan EA 800, Guð- mundur VE 880, H únaröst AR 250 í frystingu, Börkur NK 550 í fryst- ingu, Gísli Ámi RE 300 í frystingu, Hilmir II SU 600, Hákon ÞH 800, Höfrungur AK 870, Víkingur AK 1.300, Albert GK 300 í frystingu, Guðmundur Ólafur ÓF 600, Esk- firðingur SU 530, Helga II RE 530, Magnús NK 250 í frystingu, Guilberg VE 300 í frystingu, Jón Finnsson RE 1.200, Eldborg HF 1.300 til Danmerkur og Erling KE 250 í fiystingu. Um miðjan dag á fimmtudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Hilmir II SU 590, Gígja VE 300, Keflvíkingur KE 350, Sig- hvatur Bjamason VE 310, Kap II VE 300 og rauðsey AK 200. Afli allra þessara skipa nema Hilmis fór í frystingu. Morgunblaðið/Bemhard Frostrósimar sem myndast innan á gróðurhúsunum. Reykholtsdalur: Frostrósir dafna vel í kuldanum Kleppjárnsreykjum. ÞEGAR kólnar eftir hlýinda- kafla myndast fallegar frost- rósir innan á gróðurhúsunum á hverri nóttu, svo þegar sólin kemur upp bráðna þær og næstu nótt koma nýjar, enn fallegri. Gamán er að fylgjast með hvernig munstrið er síbreytilegt eins og hjá málur- unum. Við hverina, þar sem gufan lendir á strái eða girð- ingu, hleðst endalaust utan á svo minnsta strá verður að þverhandarþykkum ísklumpi. í gróðurhúsunum er nú verið að planta út tómötum og agúrk um. Heldur er þetta seinna en í fyrra þar sem birta hefur verið minni, munar aðallega um snjóbirtuna, en alauð jörð hefur verið siðan um áramót. — Berhard _ W Ipjf i f RÍ PTU El N N I N * U N A! ÞÚ FÆRD FULLBÚINN VOLVO Á GRUNNVERDI INNIFALIÐ I GRUNNVERÐI ER MA: 1. Skráning og ryðvörn (fyrstir með 8 ára ryðvarnarábyrgð). 2. Fimm öryggisbelti. 3. Upphitað bílstjórasœti. 4. Upphitað farþegasœti. 5. Þurrkur og sprautur á framljósum. 6. Ftatogen aðalljós. 7. Klukka. 8. Vindskeið að framan. (Spoiler.) 9. Þokuijós að aftan. 10. Aðvörunarljós vegna bilaðs bremsukerfis. 11. Finakkapúðar á framstóium. 12. Tauáklœði. 13. Tveir útispeglar. 14. Öryggisgrind um farþegarými. 15. Tvöfalt þremsukerfi. 16. Styrktarbitar í framhurðum. HAFiÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENNINA OG LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA Opið í Volvosal, Skeifunni 15, alla virka daga frá 9-18 og á taugardögum frá 10-16. VOLVO 340 DL Verð frá: 477.000." Við lánum allt að 50%. SKEIFUNNI 15. SIMI 91-35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.