Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 ɱ „G&ng] þér vel, Magnós.Kegndu o!5 koma. þér eicki i' vcxndræSl Ásí er. . . . að lifna öll við fyrsta kossinn. TM Rag. U.S. Pat OH.-all rlghta resarvad 01988 Los Angeles Times Syndicate Var það vodka, sem þú drakkst? HÖGNI HREKKVlSI Skólasundsraunír Ein ellefu ára skrifar: Ég er fjúkandi reið út í konurnar í Laugardalslauginni. Þær rífast við mann daginn út og daginn inn í skólasundinu. Ég er í Laugames- skóla og því í skólasundi í Laugar- dalslauginni. Annaðhvort er maður ókurteis eða fer inn of snemma. Og þetta er ekki bara í skólasund- inu. Einn daginn fór ég með Það er reifað 10. febr. hjá Vel- vakanda. í þorrabyijun árið 1939 biðum við eftir skipskomu til Flat- eyjar á Breiðafirði, Friðjón Júlíus- son og ég. Þá var haldið þar þorrablót, allsherjar samkoma, át- veisla með ræðuhöldum, skemmti- dagskrá og dansleik á eftir lengi nætur. Inneyingar sóttu þessa sam- komu frá flestum eyjunum, auk Flateyinga. Man fyrir víst eftir Látrurum og Sviðnurum og hvað allra helst eftir því, að þá sá ég Valdimar Ólafsson skipasmið í Hvallátrum í síðasta sinn, þegar Látrarar lögðu frá landi. Ekki veit ég hve lengi þorrablót höfðu tíðkast í Flatey eða hve lengi þau héldust, en held endilega að ekki hafi þetta verið í fyrsta sinn. Eyjafólk á mínum aldri og eldra ætti að geta sagt til um hvort þau hófust löngu fyrr. Væri fróðlegt. að sjá hvað það leggur til þeirra mála. í Reykhólasveit byijuðu þorra- blótin á Reykhólum seinna, líklega í eða eftir lok stríðsins 1939-1945. Þá kom fólk með hangikjöt og ýmsan annan hátíðamat hver heim- an frá sér og ruglaði saman reytun- um á matborðunum. Sú tilhögun breyttist smátt og smátt, uns farið var að borga sig inn á þær samkom- ur. Ætíð þóttu mér þorrablótin góð- ur mannfagnaður meðan mér auðnaðist að njóta mín á þeim. Það vinkonu minni í sund. Svona byij- aði þetta. Við borguðum okkur inn og báðum um efrí skápa, neðri skápar eru vanalega sér merktir. Þá byijar ein að rífast: Þið getið aldrei sætt ykkur við það sem ykk- ur er gefið. Við urðum pirraðar en létum ekki á því bera. Við fengum lykil sem ekki var merktur neðri skápur en var það þrátt fyrir það. mun Theódóri Þorlákssyni á Lauga- landi líka hafa þótt þegar hann lýsti hugrenningum sínum með þessum vísubotni: Nú er á borðum brauð og ket, borði hver sem getur. „Héðan ekki fer ég fet fyrr en seint í vetur.“ Játvarður Jökull Júlíusson Norðanmaður skrifar: Ég verð að lýsa ánægju minni með frammistöðu Sverris Her- mannssonar sem menntamálaráð- herra. Þetta er maður sem þorir að taka á þeim kýlum sem þörf er að taka á, enda all umdeildur fyrir vikið. Það ber vott miklu pólítísku hugrekki að ætla að láta sömu lög- mál gilda um starfsmenn ríkisins og okkur starfsmenn á hinum al- menna vinnumarkaði. Við erum ekki æviráðnir og ef við stöndum okkur ekki í vinnunni missum við hana. Auðvitað eiga þessar sjálf- sögðu reglur að gilda um ríkis- starfsmenn líka það er almenn skoðun meðal fólks. Ég hvet því Sverri til að halda ótrauðan áfram á þeirri braut sem hann er nú. Viö fórum í sund og ákváðum fyrir kurteisissakir aö láta þær vita að það væri neðri skápur sem við höfð- um fengið, svo að þær gætu merkt lyklana sem slíka. Þegar við vorum búnar í sundi sögðum við: Heyrðu, við ætlum að segja ykkur frá því að þetta eru neðriskápslyklar, sem var ekki það sem við höfðum beðið um. Þá fór ein konan að rífast og sagði að við gætum aldrei sætt okkur við það sem við fengjum. Ég varð reið og gekk út hálfblótandi. í annað skipti var verið að hleypa okkur inn í skólasund. Ég var sein- ust inn og hafði séð skilti sem á stóð að reykingar væru bannaðar. Og haldið þið að þá hafi ekki konan sem var að hleypa okkur inn haldið á sígarettu! Svona getum ég og stelpumar í mínum bekk ekki þolað. P.S. Grunna laugin er mjög skítug, full af sandi og lói. Hvenær er hún hreinsuð? Hvenær byrjuðu þorra- blótin sem nú tíðkast? Áfram Sverrir Yíkveiji skrifar Víkveija var bent á það fyrir nokkru, hveijum stakkaskipt- um umbúðir íslenzkra framleiðenda hefðu tekið undanfarin ár. Um leið var sagt, að gæðin og fjölbreytnin væru enn að vaxa. Víkveiji leit því vandlega í kring um sig í næstu verzlunarferð og mikið rétt: Margar umbúðir hreinlega glöddu augað. Við nánari athugun kom þó í ljós, að ýmsar upplýsingar vantaði á stöku stað, einkum varðandi fram- leiðsludaginn á umbúðum um matvöru. En svo mikil hefur breyt- ingin verið og hröð, að vart getur liðið langur tími til viðbótar, þar til algilt er orðið að merkja umbúðim- ar á fullnægjandi hátt. En þessi ánægjulega þróun virð- ist aðeins hafa átt sér stað innan- búðar, ef svo má segja, því athugun Neytendasamtakanna á verðmerk- ingum í gluggum verzlana við Laugaveginn í Reykjavík leiddi í ljós, að í meirihluta þeirra vom verðmerkingar ófullnægjandi eða engar. Er hér með skorað á kaupmenn að stilla upplýsingunum út í gluggann með vöranni. XXX Víkveiji hefur það á tilfinning- unni að þjónusta Strætisvagna Reykjavíkur líki betur nú en oft áður, a.m.k. ef marka má lesenda- dálka, en þar telur Víkveiji sig hafa séð minna af umkvörtunum að undanfömu en oft áður. Ekki ætlar Víkveiji að kvarta, en ábend- ingu varðandi leið 14 vill hann koma á framfæri. Víkveiji notar stundum leið 14, sem er hraðferð milli miðborgar og Breiðholts. Aukavagnar era settir inn á þá leið sem aðrar, þegar álag- ið er mest. Þannig koma aukavagn- ar inn á leið 14 á morgnana klukkan hálf átta og hálf níu. Víkveija sýn- ist í þau skipti, sem hann tekur áttavagninn ofan að, sem ekki veitti af aukavagni í þann tíma eins og hina. XXX Víkveija hefur borist eftirfar- .andi pistill frá Magnúsi Óskarssyni, Barðavogi 3, Reykjavík: „Nú leikur rétt einn blaðamaður- inn lausum hala, sem heldur að konur séu ekki menn.“ Svo hljóðar upphaf athugasemda Víkveija sunnudaginn 15. febrúar sl. við skrif blaðamanns sem hafði látið. sér um munn fara orðið „talskona" um forsvarsmann fyrirtækis. Pistlar Víkveija era nafnlausir og því komnir frá ritstjóm blaðsins eða a.m.k. birtir á ábyrgð hennar. Ritstjóminni vil ég því í vinsemd benda áað víða leika svona blaða- menn lausum hala, þ.á.m. í rit- stjóminni sjálfri. Morgunblaðið hefur tekið upp þá góðu reglu að segja deili á höfund- um greina í blaðinu. Er það venju- lega gert með því að tilgreina starfsheiti höfundar, og stundum eitthvað fleira um hann í örfáum orðum aftan við grein. Veit ég af eigin reynslu að þetta gerir blaðið sjálft án atbeina höfundar. Bið ég nú Morgunblaðið að líta í eigin barm og athuga hvemig á því stendur, að þegar alþingismað- urinn Sigríður Dúna (og e.t.v. aðrir þingmenn Kvennalistans) skrifar í blaðið, skuli standa fyrir aftan greinina: Höfundur er alþingiskona (eða þingkona) Kvennalistans. Það er ekkert svar að segja, að Sigríður vilji þetta sjálf. Morgun- blaðið hlýtur að ráða sínum eigin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.