Morgunblaðið - 20.02.1987, Page 47

Morgunblaðið - 20.02.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 47 Þór vann Fram með 30 stigum ÞÓR, sem leikur f 1. deild, átti ekki í erfiðleikum með neðsta lið úrvalsdelldarinnar f fyrri leik lið- anna f 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ f gærkvöldi. Helmamenn sigr- uðu Fram með 30 stiga mun, en úrslit urðu 88:58. Leikurinn var skemmtilegur og sérstaklega voru heimamenn bar- áttuglaðir. Fyrri hálfleikur var frekar jafn, en Þór gerði út um leik- inn í byrjun seinni hálfleiks. Framarar byrjuðu þá á að skora þriggja stiga körfu, en skoruðu síðan aðeins sjö stig næsta stund- arfjórðunginn. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra hjá 1. deildarliði og hvað þá hjá úrvalsdeildarliði. Allir leikmenn Þórs léku vel og vörn þeirra var mjög góð og hreyf- anleg. Konráð Oskarsson og Guðmundur Björnsson voru bestir og ívar Webster komst vel frá seinni hálfleik. Þorvaldur Geirsson og Jóhann Bjarnason voru einna skástir hjá Fram, en Símon Ólafsson lék ekki með. Dómarar voru Magnús Jónat^ ansson og Rafn Benediktsson og þegar á heildina er litið komust þeir ágætlega frá leiknum. AS Körfubolti: Bikarkeppni KKÍ: Morgunblaðið/Einar Falur • Ólafur Rafnsson skorar hór án þess að Helgi Rafnsson koml nokkrum vörnum viö. UMFN slapp fyrir horn - er þeir unnu Hauka íframlengingu „HAUKAR hefðu örugglega unnið ef þeir hefðu tvo Pálmara," sagði Iftiíl snáði við blaðamann Morg- unblaðsins eftir leikinn og var greinilega ekki alls kostar sáttur við að liðið hans tapaði. Eflaust er þetta rétt hjá stráksa en það var aðeins einn Pálmar Sigurðsson og þó hann hafi skorað manna mest, eða 35 stig, þá brást hann tvívegis á loka mínútum leiks- ins og varð það til þess að fram- lengja varð leikinn. Njarðvíkingar voru sterkari í framlengingunni en höfðu verið undir mest allann leikinn. Með mikilli baráttu og frábærri vörn í lokin tókst þeim að krækja sér í jafntefli og vinna síðan í framleng- ingu. Hjá Haukum var Pálmar sterkur og Ólafur Rafnsson átti einnig góðan leik. Ungur nýliði, Tryggvi Jónsson, lék vel og sórstaklega var hann sterkur á taugum undir lokin þegar hann skoraði úr vítaköstum sem hann fókk. Hjá UMFN átti Teitur Örlygsson góðan leik og sérstaklega er líða fór á leikinn. Jóhannes Kristbjörns- son, Hreiðar Hreiðarsson, Helgi Rafnsson og Valur Ingimundarson léku einnig vel þannig að sjá má að liðið var jafnt. Valur fann sig þó ekki í leiknum fyrr en langt var liðið á hann. Dómarar voru Jón Otti Jónsson og Bergur Steingrímsson og ko- must þeir þokkalega frá leiknum. Sá síðarnefndi var þó ekki nógu sannfærandi í sumum dómum sínum. -sus. Leikurinn ítölum íþróttahúsiö í Hafnarfirdi 19. fabrúar 1987. Úrvalsdeildin f körfuboKa. Haukar - UMFN 103:113 (94:94) [64:60] 4:0, 9:2, 14:5, 21:10, 21:23, 27:31 39:39, 42:42, 51:46, 54:50, 58:58, 66:58, 66:63, 73:68, 73:73, 78:75, 82:77, 85:81, 89:85, 94:91, 94:94, 94:99, 96:109, 103:113. STIG HAUKA: Pálmar Sigurösson 35, Ólafur Rafnsson 20, Henning Hennings- son 11, ívar Ásgrímsson 10, Tryggvi Jónsson 10, Reynir Kristjánsson 9, Ingim- ar Jónsson 6, Sigurgeir Tryggvason 2 STIG UMFN: Jóhannes Kristbjörnsson 26, Valur Ingimundarson 24, Helgi Rafns- son 21, Hreiðar Hreiðarsson 21, Teitur örlygsson 12, Kristinn Einarsson 6, Ámi Lárusson 3. Leikurinn í tölum íþróttahöllin á Akureyri, 19. febrúar 1987. Bikarkeppni KKÍ, 8-liða úrslit (fyni leikur), Þór-Fram 88:68 (46:38) 9:8, 21:20, 28:30, 43:32, 45:38, 45:41, 54:45,68:47, 72:48,78:50,85:56,88:58. STIG ÞÓRS: ívar Webster 24, Konráö Óskarsson 20, GuÖmundur Björnsson 19, Eiríkur Sijaurðsson 10, Bjöm Sveinsson 5, Bjarni össurarson 4, Hólmar Ástvalds- son 2, Ólafur Adolfsson 2, Jóhann Sig- urösson 2. STIG FRAM: Þorvaldur Geirsson 21, Jó- hann Bjarnason 14, Ómar Þráinsson 12, Jón Júlíusson 8, Auðunn Elíasson 3. Handbolti: Stórleikir í Höllinni tFirmakeppni Þróttar Leikur Víkings og UBK hefst klukkan 19 TVEIR stórleikir f 1. deild karla f handknattleik verða í Laugardals- höll í kvöld. Fyrst leika Vfkingur og Breiðablik og hefst lelkur þairra klukkan 19. Strax á eftir, klukkan 20.15, leika Valurog KA. Þessir leikir skipta liðin miklu máli og ekki er að efast um að hart verður barist í Höllinni í kvöld. Breiðablik og Víkingur eru bæði í toppbaráttunni og KA menn ætla sér ábyggilega að leggja sig alla fram til að leggja Valsmenn að velli. Blak Það er einnig mikið um að vera hjá blakmönnum. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni er nú í há- marki og í kvöld leika Víkingur og HK í Hagaskóla. HK verður að vinna leikinn til að vera öruggir um að komast í keppnina og Víkingar myndu anda léttar ef þeir bæru sigur af hólmi. Leikurinn hefst klukkan 18.30. Strax að þeim leik loknum leika nafnarnir í deildinni, Þróttur og Þróttur. Á Laugarvatni leika HSK og KA í karlaflokki klukkan 20.30 og í Digranesi leika UBK og KA í kvennaflokki klukkan 20. Allir sterkustu koma heim TVEIR landsleikir f handbolta varöa vlö heims- og ólympfu- meistara Júgóalava í Laugardals- höll á mánudag og þrlðjudag. Báölr leiklrnir hefjast klukkan 20.30. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvílíkur kvalreki það er B-keppnin: Naumt hjá Sviss FJÓRIR lelkir voru f B-keppninni f handbolta f gærkvöldi. I C-rlöll unnu Danir Túnismenn 28:15 og Svias vann Búlgarfu 17:16. í D- riðli unnu Tékkar Bandarfkja- menn 25:16 og Vestur-Þýskaland vann Braailfu 35:23. að fá sjálfa heimsmeistarana í handknattleik hingað til iands. Aliir okkar bestu menn koma í þennan leik en óvíst er hvort Sig- urður Gunnarsson og Einar Þorvarðarson nái fyrri leiknum á mánudaginn. í landsliðshópnum eru annars eftirtaldir leikmann: Einar Þorvarðaraon Kristján Slgmundsson Brynjar Kvaran Guðmundur Hrafnkelsson Þorgils Öttar Mathlesen Bjami Guðmundason Karl Þráinsson Sigurður Gunnarsson Páll Ólafsson Guðmundur Guðmundsaon Krlstján Araaon Gelr Svelnason Slgurður Svelnsson Atll Hilmarason Jakob Sigurðsaon JúKus Jónasson Alfreð Gíslason Þorbjöm Jensson Já Þorbjörn Jensson er kominn í hópinn á nýjan leik og á örugg- lega eftir að styrkja liðið. [ júgóslavneska liðið vantar nokkra af þeirra bestu mönnum frá því á HM í Sviss en engu að síður tefla þeir fram mjög sterku liði. Sumir af „gömlu" mönnunum eru ekki lengur í hópnum og verða trú- lega ekki með í undirbúningi þeirra fyrir Ólympíuleikana. Tveir af þeirra sterkustu mönnum eru meiddir og leika því ekki með. 1, deild kvenna: ÍS tapaði ÍBK vann ÍS 61:40 í 1. deild kvanna í körfubolta í gærkvöldi. Þar með skaust ÍBK f 2. sætið, sn KR hefur tryggt sór fslands- meistarat'itilinn. verður haldin dagana 28. febrúar og 1. mars, 7. og 8. mars. Þátttökutilkynningar: Eiríkur í síma 685380 á skrifstofutíma og 667288 eftir skrifstofutíma og Gunnar í síma 36816 á kvöldin. Stjórnin. sima tjóNusm GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! 1 X 2 1 Stoke - uoventry1 2 Tottenham - Newcastle1 3 Walsall - Watford1 4 Wigan - Hull1 5 Aston Villa - Liverpool2 6 Charlton - Oxford2 / cnelsea - Man. United2 8 Brighton - Oldham3 9 Derby - W.B.A.3 iu Huddersfield - Portsmouth: 11 Ipswich - Birmingham3 12 Reading - Crystal Palace3 Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.