Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 19 Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands: Rætt um hjartaskurðlækning- ar og blóðbankastarfsemi AÐALFUNDUR Blóðgjafafélags íslands, sem jafnframt var fræðslu- fundur, var haldinn mánudaginn 2. febrúar í hinni nýju miðstöð Rauða kross íslands við Rauðarárstíg. Fræðsluefni fundarins var hjartaskurðlækningar og blóðbankastarfsemin og fyrirlesarar lækn- arnir Hðrður Alfreðsson, hjartaskurðlæknir og Soili H-Erlingsson, læknir í Blóðbankanum. Hörður gerði grein fyrir sögu nútímahjartaskurðlækninga. Hann lýsti þróun tækjabúnaðar síðustu 30—40 árin sem gert hefur hjarta- aðgerðir að mikilvægum þætti í nútíma skurðlækningum. í því sam- bandi minntist hann sérstaklega á þróun hjarta-lungnavéla og tilkomu hjartaþræðingatækja til nákvæmr- ar greiningar á kransæðasjúk- dómum. Hörður lýsti síðan í erindi sínu skurðaðgerðum á kransæðum. Hann lauk erindi sínu með stuttu yfirliti um árangur hjartaskurð- lækninga hérlendis frá því þær hófust á síðasta ári. Alls hafa 36 sjúklingar gengist undir aðgerð vegna kransæðaþrengsla. Hörður taldi líklegt 'að framkvæma yrði um Leiðrétting MARGAR prentvillur eru í grein Erlends Jónssonar, Frá konum á fyrri öld, sem birtist i blaðinu í gær. Víðast er unnt að lesa í málið. Á einum stað hafa þó fall- ið niður allmörg orð. Setningarn- ar áttu að vera svona: Fljótt á litið sýnist hins vegar svo sem dómarar á æðri dómstigum hafi gert sér furðulítinn mannamun eftir auði og völdum. Ófullkomnar rannsóknir og klaufalegir dómar í héraði, sem landsyfírrétturinn átaldi oft, bera því fyrst og fremst vott um almennt eymdarástand þjóðarinnar, réttarfarslegt, menn- ingarlegt og stjómarfarslegt. 120 aðgerðir hér til að þörfum væri fullnægt og ekki þyrfti að búa við langa biðlista sjúklinga eða senda þá til útlanda. I langflestum tilvikum óska sjúklingar frekar eft- ir að gangast undir aðgerð hér á landi en þurfa að fara utan til þess- ara aðgerða. Hörður minntist á þýðingu stoð- deilda sem sinna rannsóknum til sjúkdómsgreiningar, blóðbanka- þjónustu og gjörgæsluþjónustu. Slíkar deildir eru ómissandi hlekkir í keðju samvinnuhópa til að gera þessar skurðaðgerðir árangursrík- ar. Soili H-Erlingsson flutti síðan erindi um þátt blóðbankastarfsem- innar. Meiriháttar skurðaðgerðir eins og hjartaskurðlækningar gera æ strangari kröfur til skipulags og samvinnu milli skurðlæknanna og starfsmanna Blóðbankans. Allra síst má svo gleyma framlagi blóð- gjafanna, sem leggja til blóð sitt, en það gerir hjartaskurðlækningar og aðrar meiriháttar aðgerðir fram- kvæmanlegar. í sambandi við hveija hjarta- skurðaðgerð þarf að hafa ákveðið magn af blóði og blóðhlutum til tafarlausrar afgreiðslu. Visst magn af því sem haft er til reiðu er alltaf notað, oft þarf meira og stundum mjög mikið magn. Soili gerði nákvæma grein fyrir blóð- og blóðhlutaþörfum þeirra 36 sjúklinga, sem gengið höfðu undir hjartaaðgerð. I flestum tilfellum hafði það blóð, sem áætlað var að þyrfti í og eftir hjartaaðgerðina, Hamrahlíðarkór- inn fær^góðar við- tökur í Israel Tel Aviv^frá Heimi PáUsyni, fréttaritara SÖNGFÓR Hamrahlíðarkórs- ins til Israel hófst á sunnudag- inn með ferðalagi frá Reykjavík til Tel Aviv. Þar gisti kórinn fyrstu nóttina en hefur dvalist síðustu sólahringana á samyrkjubúinu Givat Brenner, sem er eitt hið stærsta í ísrael. Kórinn hélt fyrstu tónleikana í ísraelsferðinni á samyrlqubúinu á mánudagskvöld fyrir fullu húsi. Þar var saman kominn fullur þriðrjungur íbúanna á búinu að sögn heimamanna. Næstu tón- leikar voru í Tel Aviv-safninu á þriðjudagskvöld, einnig fyrir troð- Morgunbladsins. fullu húsi og hafði reyndar verið uppselt í sex mánuði. Á báðum stöðum hrifu kórinn og stjómandi hans, Þorgerður Ingólfsdóttir, áheyrendur með list sinni og fram- komu allri. Ferðalagið hefur allt gengið að óskum þótt stundum kenni þreytu, enda mikil ferðalög og margt nýstárlegt sem fyrir augu ber og eyru hér í ísrael, eins og síðar verður sagt frá hér í blað- inu. Veður er með afbrigðum gott, 20 gráðu hiti og meira á hveijum degi og appelsínumar glóa á tijánum. Beztu kveðjur til allra heima. Sem kunnugt er af fréttum varð einnig brani í húsi við Freyjugötu í Reykjavík og þar missti ung kona allt sitt. Af hálfu Rauða kross ís- lands hafa verið lagðar fram fímmtíu þúsund krónur til ekki nægt. Þannig þurfti þriðji hver hjartasjúklingur blóðflöguþykkni, sem safnað er úr 10 blóðgjöfum fyrir hveija gjöf af þessu tagi. Að meðaltali þurfti tvöfalt meira af plasma, en áætlað var. Það plasma er unnið úr fersku blóði og geymt frosið. Væri hjartaaðgerðum fjölg- að úr 2 í 3 á viku má áætla að nota verði milli 17—18% af því blóði, sem safnað er í Blóðbankan- um fyrir þessa einu tegund skurðað- gerða. Að lokum sagði Soili H-Erlingsson frá því, sem gert hefði verið til að mæta hinu aukna álagi á blóðbankastarfsemina, vegna þessara nýju skurðlækninga. Hún minnti á, að talað væri um að fjölga vikulegum aðgerðum vegna kransæðasjúkdóma, og fyrir- hugað að gera kransæðavíkkunar- aðgerðir og aðgerðir á hjartaloku- göllum. Núverandi starfsgeta Blóðbankans setur slíkum fyrirætl- unum augljósar skorður. Til þess að hægt sé með viðunandi öryggi að auka skurðlækningastarfsemina í þessari grein, þarf, hvað blóð- bankastarfseminni viðvíkur, bæði að auka húsnæðið og bæta tækja- búnað. Einnig er nauðsynlegt að styrkja starfslið Blóðbankans bæði með því að fjölga því og bæta kjör þess. Langvarandi kreppa er nú hjá rannsóknarstofum vegna óánægju með laun eins og alkunnugt er. Stjórn Blóðgjafafélags íslands. Talið frá vinstri: Hólmfríður Gísla- dóttir ritari og varaformaður, Logi Runólfsson gjaldkeri, Hrafn- hildur Gunnarsdóttir og Jóhann Diego Arnórsson meðstjórnendur, Ólafur Jensson formaður. Ifyrirlesarar svöraðu mörgum fyrirspumum fundarmanna. Á þessum aðalfundi var stíómin endurlqörin. Hana skipa: Olafur Jensson, formaður, Hólmfríður Gísladóttir, ritari og varaformaður, Logi Runólfsson, gjaldkeri og Jó- hann Diego Amórsson og Hrafn- hildur Gunnarsdóttir meðstjómend- ur. Endurskoðendur voru kjömin Þorsteinn Kragh og Halberg Sig- geirsson. Ýms viðfangsefni félags- ins til eflingar blóðbankastarfsemi voru rædd. Meðal þeirra helstu var efling blóðsöfnunar með auknu fræðslu- og kynningarstarfi svo og með bættum tækjakosti Blóðbank- ans. Grímuball skáta í Tónabæ GRÍMUBALL verður í Tónabæ við Miklubraut sunnudaginn 22. febrúar frá kl. 14.30 til 17.00. Er það St. Georgs-gildið Straum- ur sem stendur fyrir þessum grímudansleik. Grímudansleikurinn er haldinn fyrir skáta og aðstandendur þeirra. Á dansleiknum verða skemmtiatriði og leikir, veitingar verða einnig í boði. Fyrir bestu búningana verða síðan veitt verðlaun. Safna fyrir fólk sem missti allt sitt í eldsvoðum UM TVÖ hundruð og fimmtíu þúsund krónur hafa nú safnast til fólksins sem missti aleiguna í brunanum á Völlum í Mýrdal. Strax daginn eftir að bruninn varð lagði Rauði kross íslands fram eitt hundrað þúsund krónur til Rauðakrossdeildarinnar í Vik og deildin setti þá um leið af stað söfnun i héraðinu. Rauðakrossdeildin á Kirkjubæjarklaustri fylgdi svo fordæminu og safnaði líka. Loks var tekið við fijálsum framlögum á aðalskrifstofu Rauða kross íslands i Reykjavík. Reykjavíkurdeildarinnar og mun hún taka við frjálsum framlögum næstu daga. Reykjavíkurdeildin er til húsa á Óldugötu 4 og sfminn þar er 28222 á venjulegum skrifstofu- t.íma. Fréttatilkynning: Málverk eftir Karcn Agncle Þórarinsson af stofnfundi Sanibandsins að Ystafclli hinn 20. fcbrúar 1902. Talift frá vinstri: Steingrímur Jónsson, Bencdikt Jónsson á Auðnum, Sigurður Jónsson í Ystafclli, Petur Jónsson á Gautlondum, Helgi 1-axdal i Tungu, Arni Kristjánsson í Loni og Friðbjorn Bjarnason a Grvtuhakka. LIFANDITRÉ FJÖLGAR LENGI GREINUM Hi nn 20.febrúar 1902stofnuðu kaupfélögin í landinu með sér samband til að sinna ýmsum sameiginlegum verkefnum. Það hlaut nafnið Samband íslenskra samvinnufélaga - og er fyrirtækið í eigu kaupfélaganna. Sambandið hefur með höndum fjölþættan atvinnurekstur - innanlands og utan - og annast margvísleg verkefni fyrir samvinnufélögin um land allt. VINNUM S/V/ViyVISI SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.