Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 48
V^terkurog kJ hagkvæmur mif Qj;BRUnnBÚT issegf' -aföryggisastædum auglýsingamiðill! HP ¥MIHJJW iiP Nýjungar ■ í 70 ár FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 50 KR. Lagafrumvarp viðskiptaráðherra: Bankastimplun jafnumin við erlend vörukaup BANKASTIMPLUNIN svonefnda vegna vörukaupa til lands- ins verður afnumin í haust, samkvæmt lagafrumvarpi Matthíasar Bjarnasonar, viðskiptaráðherra, þar að lútandi, sem kom fram á Alþingi í gær. Samkvæmt gildandi lögum um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála er óheimilt, að tollafgreiða vörur nema staðfesting gjaldeyr- isbanka liggi fyrir um það að greiðsla hafí verið innt af hendi eða greiðsla tryggð með öðrum ^iætti, t.d. með lántöku eða greiðslufresti. í samræmi við al- þjóðleg viðhorf um að draga úr beinum afskiptum stjómvalda af innflutningsverslun, er lagt til í frumvarpinu, að þetta eftirlit tollayfírvalda verði ekki lengur skylda. í athugasemdum við frum- varpið er tekið fram, að eftirlit með greiðslu fyrir innfluttar vör- ur fari í flestum tilvikum sjálf- krafa fram, þar sem farmflytj- andi sé oftast skuldbundinn til þess að afhenda ekki vöm fyrr en greiðsla hefur farið fram. Kortsnoj sneri á Margeir ÍSLENSKU stórmeistaramir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson máttu báðir lúta i lægra haldi fyrir erlendum andstæðingum sínum á IBM skákmótinu, sem hófst í gær á hótel Loftleiðum. Jóhann tap- aði fyrir Polugaevski. Margeir hafði lengi vel vænlega stöðu gegn Kortsnoj, en Kortsnoj sneri á hann er leið á skákina. Skákin fór í bið, en Margeir gaf hana eftir að aðeins 5 leik- ir höfðu verið tefldir til við- bótar. Það bar helst til tíðinda á mót- inu að Nigel Short, hinn ungi og efnilegi stórmeistari frá Englandi, sigraði Ljubojevic frá Júgóslavíu í aðejns 29 leikjum. „Þetta var nokkuð góð skák af minni hálfu, þó ég gerði mig sekan um nokkra ónákvæmni, en ég er mjög ánægður með úrslitin," sagði Short í samtali við Morgunblaðið eftir skákina. Aðspurður um hvort hann hyggðist endurtaka leikinn frá Wijk aan Zee skákmótinu, þar sem hann bar sigur úr býtum ásamt Kortsnoj, sagði hann hlæj- andi að hann myndi reyna það. „En ég er ekki mjög bjartsýnn, því þetta er mjög sterkt mót og andstæðingamir eru mjög sterkir." Sjá frásögn, skákskýringar og forystugrein á miðopnu. Bjamí fær boðs- miða á lands- leiki ævilangt. BJARNI Guðmundsson nær þeim áfanga á mánudag, fyrst- ur íslenzkra íþróttamanna, að leika sinn 200. landsleik. Handknattleikslandsliðið mætir þá Ólympíu- og heims- meisturum Júgóslavíu. HSÍ hefur ákveðið að heiðra Bjarna sérstaklega af þessu tilefni og verður honum afhent veg- leg stytta og boðsmiði ævilangt á landsleiki íslands í handknattleik. Frá upphafi hefur ísland leik- hefur hann leikið í 200 klukku- ið rúmlega 440 landsleiki í stundir í búningi íslenzka íþróttinni og hefur Bjami leikið landsliðsins. tæpan helming þeirra. Samtals Góður afli að undanförnu: Ævintýri líkast AFLABRÖGÐ hafa verið góð að undanförnu og útvegsmað- ur, sem rætt var við í gær sagði bátana hafa verið með afbrigðum fengsæla frá upphafi vetrarvertíðar. Jóhannes Sigurðsson, skipstjóri á togaranum Þórhalli Daníelssyni, kom að landi á Homafírði á mið- vikudag með fullfermi og sagðist aldréi hafa lent í eins góðu fisk- eríi á þessu skipi. „Þetta var ævintýri líkast," sagði hann. Hjá Fiskifélagi íslands fengust þær upplýsingar að afli virtist mikill frá öllum verstöðvum. Magnús Bjamason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss EskiQarðar, sagði að togarinn Hólmanes hafði landað mjög góð- um afla í gærmorgun, 165 tonnum, og Hólmatindur væri væntanlegur eftir helgina með vænan feng. Morgunblaðið/Einar Falur Kortsnoj virtist hafa eitthvað við skákklukkuna að athuga í upp- hafi viðeignarinnar við Margeir. Sjúkrahúss- iæknar semja LAUSRÁÐNIR sjúkrahússlækn- ar hafa undirritað kjarasamning við ríkisvaldið, sem gildir til næstu tveggja ára eða til ára- móta 1988. Samningurinn verður borinn undir atkvæði félags- fundar á þriðjudag. Samningur- inn gildir frá 1. febrúar. Sverrir Bergmann, sem er fyrir samninganefnd lækna, taldi ekki rétt að gefa upp innihald samnings- ins fyrr en hann hefði verið kynntur rá félagsfundi, en sagði að samn- ^nganefndin teldi þetta vel viðun- andi samkomulag. Hann sagði að samningurinn væri þríþættur og samkomulag um tvo þætti hans, starfsaldursfyrirkomulag og ráðn- ingarfyrirkomulag, ætti að liggja fyrir annars vegar 1. júní og hins vegar 1. október. Sverrir sagði að viðræður um samninginn hefðu hafíst fyrir áramót, en stífar samn- ingaviðræður hefðu hafíst fyrir stuttu. Sjúkrahússlæknar eim ekki aðilar að BHMR og semja sérstaklega við ríkisvaldið. Samningurinn tekur til allra aðstoðarlækna og sérfræðinga á sjúkrahúsunum og talið er að um sé að ræða tæplega 400 manna hóp. Borgarstjóri um sölu Borgarspítalans: Allt er tilbúið nema lífeyris- og lóðamál „EFTIR því sem ég veit best er allt það er varðar sölu Borg- arspítaians tilbúið til að verða lagt fyrir borgarstjórn og rikis- stjórn að undanskildum nokkrum atriðum er varða lífeyrismál starfsmanna, svo sem greiðslur í fortíð og skuldbindingar í framtíð og afmörkun á lóð spítal- ans, en að þessum málum er nú unnið,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri á fundi borgar- stjórnar í gærkvöldi. Davíð sagðist hafa rætt þessi mál við Ragnhildi Helgadóttur heilbrigð- isráðherra þennan sama dag og væri þetta einnig sá skilningur sem hún legði i málið. Þetta kom fram í svari við fyrir- spum um ummæli heilbrigðisráð- herra þess efnis að borgin hefði hafnað því að spítalinn yrði gerður að sjálfseignarstofnun. Davíð sagði að ávallt hefði verið gert ráð fyrir því í umræðum um sölu spítalans að borgin héldi 15% eignarhlut sínum en ríkið greiddi borginni til baka það sem lagt hefði verið fram umfram það. Það sem ráðherra ætti við með þessum ummælum væri líklega það, að til hans hefðu komið læknar af spítalanum og farið þess á leit að borgin gæfí eftir 15% eignarhlut sinn í spítalanum, sem eignarhlut í sjálfseignarstofnun. Þá hefði legið fyrir að ríkið myndi ekki greiða til baka sinn hlut, en það hefði í för með sér 5 til 700 milljóna tekjutap fyrir borgina, því hefði verið horfíð frá þessum hugmyndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.