Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 17
„Þetta er síðasti dagurinn minn í Róm.“ Nú sá ég eftir að hafa ekki fyrir löngu farið einn á ráp, þá hefði ég lent í ævintýrum. Felix stöðvaði gamla manninn sem mér sýndist á öllu vera leikstjóri og þeir töluðu fram og aftur. Tveir aðrir ítalir bættust í hópinn og Felix rétti öðr- um þeirra gróft klámblað upp úr töskunni sinni. í hópinn bættist ung andlitsfríð kona. En hún var nauð- rökuð og var með kartnögl á hveijum fingri. Þau töluðu saman og gutu augum til mín. Þama stóð ég gegndrepa meðan leiklistarferill minn sem blóðsugu var ráðinn. Konan hafði breiðar kyssulegar varir og stór augu. „Þú kemur allt of seint, klukkan er 5 og það eru allir að hætta vinnu í dag,“ sagði Felix. Og ég tók eftir að flestir fóru út en enginn inn í kvikmyndaverið. „Geturðu alls ekki komið á morg- un?“ spurði Felix. „Nei, því rniður." Gamli maðurinn bandaði hendi. Fólkið kvaddist og hópurinn leystist upp. „Nei, það er ekki hægt að kalla alla inn, búið að slökkva á öllum tælq'um og allt,“ sagði Felix. „Það var leiðinlegt," sagði ég dapur, því mér Var farið að lítast á hugmyndina. „Má bjóða þér upp á hressingu?" spurði hann. „Já, já.“ Við gengum að pulsuvagninum. „Hvað má bjóða þér?“ „Kaffí," sagði ég og þráði eitt- hvað heitt og gott. Ég fékk staup fyllt með blek- svörtu kaffi, það var sterkara en það allra sterkasta. Það skar mig í magann. En Felix fékk kaffí með heitri mjólk. Það er misjafnt hvem- ig fólk skilgreinir orðið kaffí. „Hér er símanúmer," sagði hann og skrifaði í minnisbókina mína. „Þú biður um Doctor More og segðu að þú sért rithöfundur og þú viljir komast inn.“ „En hvað með viðtalið við Fell- ini?“ spurði ég. „Hringdu í mig í kvöld," sagði hann og veifaði bless. Hann hvarf eins fljótt og hann hafði komið. í símaklefa á bensínstöðinni hringdi ég í númerið en enginn skildi mig. Afgreiðslumaður á bensínstöðinni sem var með hvíta svuntu og steikti pylsur aumkaðist yfír mig og hringdi fyrir mig í klef- anum og náði tali af Doctor More. Þegar ég kom að hliðinu og sagði nafnið mitt settu verðimir upp snúð en hleyptu mér inn og einn fylgdi mér eftir. Inn í kvikmyndaverinu var ekkert að sjá nema stórar skemmur, ein merkt teatro 4. En ég varð að fylgja verðinum ná- kvæmlega og við gengum að brúnu húsi með grasfleti fyrir framan. Á grasfletinum var yfírgefinn kvik- myndatökukrani með stól efst. „Því miður, þú hefðir átt að gera boð á undan þér,“ sagði Doctor More, sem var forstjóri fyrirtækis- ins, mjög fínt klæddur við glansandi skrifborð. „Já,“ sagði ég og andvarpaði í uppgjöf, þar sem ég sat í djúpum leiðurstól og vörðurinn beið fyrir utan. „í dag em allir famir heim. Ann- ars var Fellini að ljúka við mynd í síðustu viku. Þú hefðir átt að koma þá,“ sagði forstjórinn og ritarinn sat þama skammt. frá, grönn kona með langar lakkaðar neglur. „Ég kem aftur, ég kem aftur," tautaði ég og var spældur út í sjálf- an mig. Hvorki forstjórinn eða ritarinn könnuðust við umboðsmanninn Fel- ix. Og forstjórinn sagði það útilokað með viðtalið, því Fellini talaði ekki einu sinni ensku. En ég fékk alls konar bæklinga og eintak af fá- gætu plakati sem sjálfur Fellini hafði málað til að gefa kvikmynda- fólki. „Gerðu boð á undan þér næst og þá færðu hlutverk, því þú hefur sérstakt andlit, sjáðu til,“ sagði Doctor More og tók í hönd mína. Ég gekk í átt að hliðinu í fylgd varðarins. Ekkert var að sjá nema tómar og dimmar skemmur. En þegar ég þreifaði upp í munni mínum fannst mér eins og augn- tennumar hefðu stækkað. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 17 Asi út af öngvu Af kerf iskörlum o g kerfisbönum eftirJón Baldvin Hannibalsson Einhvem tima birtist í norsku blaði lesendabréf, sem frægt varð að endemum. Kvíðafull kona spurði hvort hægt væri að verða óléttur af því að drekka undanrennu. Svarið var, að svo gæti farið, þó því aðeins að und- anrennan færi fyrst i gegnum mjólkurf ræðing. Eins má spyija: Hvemig má það vera að tæpt dúsín mosagróinna kerfiskarla úr Sjálfstæðisflokknum — þ. á m. bankaráðsmaður úr Út- vegsbanka, hirðmaður Nordals úr Landsvirkjun og sjálfur Egill á Seljavöllum, jarl framsóknarkerfís- ins á Austurlandi — verða allt í einu „óléttir" af hugarfóstri, að leggja niður Þjóðhagsstofnun? Bankaráðsmaðurinn úr Útvegs- bankanum hefur að vísu reynslu af því að rústa ríkisstofnanir. Hafa mennimir dmkkið undanrennu? Hver er þá „mjólkurfræðingurinn"? Er það EYKON hrútabani, eða kannske Egill framsóknaijarl? •• Ofugrnælavísa Á Alþingi lét Eyjólfur Konráð í veðri vaka að undanrennutillagan væri sprottin af ærlegum hvötum. Þetta væri spamaðartillaga. Mein- ingin væri að koma í veg fyrir margverknað við hagsýslu; fækka ríkisstarfsmönnum, spara skatt- greiðendum óþörf útgjöld. í umræðum á Alþingi var sýnt fram á, að tillagan hefði þveröfug áhrif. Hún mundi í verki kalla á fjölgun starfsmanna, auka tvíverknað og kosta ómælda ijár- muni. Settur forstjóri Þjóðhags- stofnunar, Þórður Friðjónsson, hefur í Morgunblaðsviðtali (13. febr.) staðfest, að tillagan „feli í sér kostnaðarauka". Hvers vegna? Vegna þess að Þjóðhagsstofnun er í reynd hag- deild fyrir allt stjómarráðið og Alþingi. Þeir 20 einstaklingar, sem þar starfa, vinna verk fyrir öll ráðu- neytin og Alþingi. Augljóslega þurfa ráðuneyti eins og forsætis- ráðuneytið (sem bera ábyrgð á stjóm efnahagsmála), flármála- ráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytin (iðnaður, sjávarútvegur og land- búnaður), félagsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti o.s.frv. á þjón- ustu Þjóðhagsstofnunar að halda. Verði Þjóðhagsstofnun lögð niður munu smám saman spretta upp hagdeildir við því sem næst hvert einasta ráðuneyti. Tillagan þýðir þess vegna í reynd, þveröfugt .við það sem tillögumenn láta í veðri vaka, að starfsmönnum við þessi verkefni muni §ölga, margverknað- ur aukast og kostnaðarauki verða ófyrirséður. Tvíverknaður Tillögumenn segjast vilja færa öll verkefni Þjóðhagsstoftiunar inn á hagstofu. Það dæmi gengur held- ur ekki upp. Ástæðumar em tvær: Það mundi fyrirgera trausti hag- stofunnar sem hins hlutlausa gagnabanka. Og það mundi óhjá- kvæmilega hafa i för með sér aukinn kostnað og fjölgun starfs- fólks. Dæmi: Á Þjóðhagsstofnun vinna sérfróðir menn að gerð þjóðhags- reikninga, faglegri úrvinnslu úr þeim efnivið, og gerð þjóðhagsspár. Um leið leggja þeir mat á afleiðing- ar pólitískra ákvarðana, sem ráðherrar, ríkisstjómir og þing- flokkar taka. M.ö.o. sömu sérfræð- ingamir nýtast til margvíslegra verkefna. Ef Hagstofan tæki að sér gerð þjóðhagsreikninga þyrftu sérfræð- ingar Þjóðhagsstofnunar að fylgja verkefninu þangað. Eftir sem áður þyrfti efnahagsmálaráðuneyti ríkis- ins (nú forsætisráðuneyti, sem Þjóðhagsstofnun heyrir undir) að hafa í sinni þjónustu sérfróða menn í þjóðhagsreikningum, sem hefðu vald á faglegri úrvinnslu og gerð Áf engis varnarráð: ÁFENGISNEYSLA íslendinga jókst um 4,70% á síðasta ári og er nú meiri en nokkru sinni að þvi er segir í Ársskýsrslu áfeng- isvarnarráðs fyrir árið 1986. Hins vegar benda kannanir til að reykingar séu á undanhaldi. Áfengisneyslan á síðasta ári var 3,34 vínandalítrar að meðaltali á hvem íbúa og 4,5 lítrar að meðal- tali miðað við 15 ára og eldri. Er þetta meiri sveifla á milli ára en nokkur undanfarin ár. í fyrra var heildameyslan 3,19 vínanadalítrar á hvem íbúa og 4,3 miðað við 15 ára og eldri. í skýrslu áfengisvamarráðs kem- ur fram að neysla sterkra drykkja heldur áfram að aukast, en áfram dregur úr neyslu léttra vína. Neysla sterkra drykkja nemur nú 74,6% af heildameyslu áfengis samkvæmt sölutölum A.T.V.R., en var 70,9% 1985. Áfengi hækkaði tvisvar á árinu 1986, um 6-7% í apríl og 9-11% að jafnaði í desember. Gerðar vom kannanir á reykingavenjum 12 til 15 ára grunnskólanema og nemenda í tveimur bekkjum framhaldsskóla á árinu 1986. Sýndu kannanimar ÚRVALS FILMUR Kvnninaarverö Fást; jsta bensínstöovum m Jón Baldvin Hannibalsson þjóðhagsspár. Sérfræðingar sem um leið gegndu ráðgjafarhlutverki. Það hvarflar ekki að neinum manni í alvöru að fela Hagstofunni að gegna báðum hlutverkum. Hún á að vera hlutlaus gagnabanki — alls ekki ráðuneyti. Þetta þýðir m.ö.o. að í stað þess að sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar nýtast til þessara verka í heild mundi tvískipting þýða: Fjölgun sérfræðinga, þarflausan tvíverknað og stóraukinn kostnað. Þetta viður- kennir settur forstjóri Þjóðhags- stofnunar. Traustsyfirlýsing Hvers vegna er þá þessi undan- renna borin á borð? Hvað vakir fyrir tillögumönnum? Því svara þeir sjálf- ir í greinargerð: „Nú vill svo til að forstjóri Þjóð- hagsstofnunar er að láta af störfum vegna stjómmálaafskipta og er þá kjörið tækifæri til að afnema stofnun hans.“ Einmitt. Jón Sigurðsson er farinn í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. Víst vissi ég að Jón Sig- urðsson væri margra manna maki til verka. Hitt vissi ég ekki fyrr að hann væri 22ja manna maki. Þetta verður víst að teljast mesta traustsyfírlýsing sem nokkur emb- ættismaður íslenskur hefur fengið um sig prentaða á þingskjali. En ekki að sama skapi meðmæli með eftirmanninum. Og fremur kaldar kveðjur til starfsmanna, sem ráð- herrum — og jafnvel sumum tillögu- mönnum sjálfum — þykir gott að geta leitað til, jafnt á nóttu sem degi, til að koma einhveiju viti í tillögur sínar. Hinn marghöfða þurs Ef eitthvert vit hefði verið í til- lögu Eyjólfs Konráðs og félaga, hefði hún hljóðað eitthvað á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefjast þegar handa við endurskipulagningu á hagsýsluþjónustu rflds og ríkis- stofnana með það fyrir augum að koma I veg fyrir tvíverknað, fækka starfsfólki og spara út- gjöld.“ Þá hefði gervailur þing- flokkur Alþýðuflokksins stutt tillöguna. Þá hefði nefnilega verið vit í henni. í greinargerð hefði verið birtur listi yfír stofnanir og stöðugildi. T.d. hagdeild Seðlabanka, Byggðastofnun, Framkvæmda- sjóð, Fiskifélag, Búnaðarfélag, Framleiðsluráð, Fasteignamat, Landlæknisembætti, vinnumála- deild félagsmálaráðuneytis, Kjararannsóknanefnd, Orku- stofnun og einstök ráðuneyti. Tæmandi listi væri mun lengri. Tala hagsýslustarfsmanna væri þá sennilega á þriðja hundrað. Um margt af þessu höfðum við flutt tillögur. Sjálfstaeðismenn hafa fellt þær, þ. á m. Eyjólfur Konráð. Ein spuming í lokin: Eru þá allar tillögur Eyjólfs Konráðs svona vit- lausar? Nei, enda hefur hann ekki í annað hús að venda en í þingflokk Alþýðuflokksins til stuðnings tillög- um um ráðdeild í ríkisrekstri. í þessu tilviki munu hins vegar hand- gengnir menn framsóknarkerfinu hafa bamað fyrir honum tillöguna. Það er þetta með undanrennuna. Höfundur er 5. þm. Reykvíkinga og fommður AJþýðuflokksins. Áfengisneysl- an aldrei meiri Reykingar á undanhaldi ótvírætt að reykingar em á vem- legu undanhaldi í þeim árgöngum sem könnunin náði til. SYNING UM HELGINA Laugardag 10-4 Sunnudag 1 - 4 ★ ★ Viltu eiga notalegt kvöld við opinn arineld? Við bjóðum yfir 60 tegundir af frönskum örnum — alla úr ósviknum náttúruefnum. Einföld lausn á annars flóknu máli. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. P.S. Uppsetning tekur aðeins einn dag. INNRETTINGA BGÐIN ÁRMÚLA 17A - 108 REYKJAVÍK SÍMAR 91-84585 - 91-84461

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.