Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Í5 HELSTU ELDISSTÖDVAR Á ÍSLANDI O FERSKVATNSELDI • HAFBEIT A STRANDELDI ▲ SJÓKVÍAR fisktegundir en lax og silung. Þar koma einnig við sögu sjávarfískar, krabbadýr og skeldýr. Það sýnist þvi vera skynsamlegt að fella í einn lagabálk allt fískeldi hér á landi. Til þess að það geti fengið eðlilega meðferð þarf til að koma samstarf landbúnaðarráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis, sem fyrr segir. Sú verkaskipting var gerð á sínum tíma þegar atvinnu- málaráðuneyti var skipt upp í fýrmefnd ráðuneyti. Yrði sá háttur á hafður sem hér er verið að greina frá, gæti hvort ráðuneyti fyrir sig og stofnanir þess fjallað um þær tegundir í fískeldi, sem á dagskrá væru hverju sinni. Að lokum skal vikið að þeirri skoðun forystu landssambands veiðifélaga, sem telja að allir þætt- ir laxabúskapar eigi að vera undir sömu stjómunar- og leiðbeiningar- stofnun. Það sé mikilvægt til þess að þeim þáttum, sem samræma þarf, verði fundinn farsæll farveg- ur, sem stofnanir, ráðuneyti og hagsmunaaðilar geti sameinast í, en ekki verði mörg stjómunar- kerfi, sem mynda andstæða hópa, sem valdið gætu alvarlegum hags- munaárekstmm. Þeir aðilar sem landssamband veiðifélaga setur traust sitt á em landbúnaðarráðu- neyti og Veiðimálastofnun, svo vitnað sé í Böðvar Sigvaldason, formann samtaka laxveiðieigenda hér á landi. Höfuadur er skrifatofustjóri hjá Veiðimálastofnun. Biðskýlið á Hlemmi: Á það að vera samkomusalur? eftir ÓlafÞór Friðriksson Ég hef fylgst með þeirri umræðu sem fram hefur farið um biðskýli SVR á Hlemmi og utangarðsmenn þá sem þar viðhafast og flæma al- menning frá því að stíga fæti inn í skýlið. Mér er málið nokkuð skylt. Þegar Hlemmur var opnaður upphaflega hóf ég þar rekstur verslunar. Strax í upphafí bar á því að ákveðinn þjóðfélagshópur vandi komur sínar þangað og gerði sig heimakominn. Utangarðsmenn og vandræðaungl- ingar hvers konar héldu sig í biðskýlinu og létu dólgslega. Svo fór á endanum að almenningur hætti að bíða innandyra eftir strætó vegna þessa máls. Rótina að vandanum má rekja til opnunar skýlisins. Þegar í upp- hafí þegar bar á vandanum var ekki tekið á málinu sem skyldi. Það er heldur ekki gert í dag. Til þess að öflugu eftirliti sé haldið uppi verður að vera með hrausta menn. í gegnum árin hefur það ekki verið og roskið fólk hefur fengið vinnu við eftirlit. Eitthvað virðist lögreglan vfla fyrir sér að halda uppi eftirliti með staðnum og kann undirritaður eng- ar skýringar á því. Lögreglustöðin stendur í nokkurra tuga metra fjar- lægð en þegar kallað hefur verið á lögreglu líður allt upp undir hálftími áður en bólar á henni. Ég leyfi mér að skora á borgar- yfirvöld og jafnframt lögreglustjóra að sinna þessu máli betur og taka á því af festu og tryggja að skýlið verði notað á þann hátt sem upphaf- lega stóð til. Við stöndum orðið Ólafur Þór Friðriksson frammi fyrir því að annaðhvort verður þetta samkomusalur og af- drep útigangsmanna og vandræða- unglinga eða huggulegt skýli þar sem fólk getur komið og beðið eftir strætó. Undanfarin ár hefur nokkuð gengið í bylgjum hversu alvarlegt ástandið hefur verið. Þegar umræða hefur skapast hefur heldur dregið úr komum útigangsmanna en það hefur jafnharðan fallið í fyrra horf þegar umræðan hefur dottið niður. Nú er umræðan í hámarki í kjölfar blaðaskrifa og sjónvarpsfrétta. Nú hlýtur að vera rétti tíminn til þess að gera eitthvað varanlegt sem gæti orðið til þess að breyta því ástandi sem sýnist orðið viðvarandi. Ég.veit vel að huga þarf að úr- lausn fyrir vandræðaunglinga og þá sem erfitt eiga sökum áfengis- neyslu en lausnin er ekki fólgin í því að loka augunum fyrir því sem er að gerast á Hlemmi. Þar þarf að uppræta vandann og síðar að huga að öðrum lausnum. Höfundur er verslunarmaður í Reykjavík. T iit. Morgunblaðið/Þorkell Akureyrarmeistararnir í tvímenningi, Frímann Frímannsson og Pétur Guðjónsson, spila gegn Jóni Bald- urssyni og Sigurði Sverrissyni á Bridshátíð á Hótel Loftleiðum um helgina. Talið frá vinstri: Frímann, Sigurður, Pétur og Jón. Yfirlit um meðferð 1+ seiða Líkt og gert er í umræddri norskri grein, læt ég fylgja hér með tillögu um meðferð 1+ seiða: 1. Klak- og kviðpokatímabil: Vatnshiti 6—7°C; alltaf í myrkri. 2. Start-fóðrun (mars/apr.): Hiti 10—11 °C. Náttúrleg dagsbirta. 3. Sumarfóðrun (maí—sept.): Hiti 10—12°C. Náttúrleg dagbirta. 4. Haustfóðrun (sep.—l.jan.): Hiti 12—15°C. 20 klst. dagsbirta. 5. Vetrarfóðrun (l.jan,—1. apr.): Hiti 6—8°C. Nátturleg dags- birta. 6. Vetrarfóðrun (1. apr,—7. apr.): Hiti 4°C. Dagsbirta 4 klst. 7. „Smoltunar“skeið (7. apr.— júní): Hiti 8—10°C. Náttúrleg dagsbirta. Nokkur áhrif má hafa á „smolt- unar“-hraðann með lækkuðum eða hækkuðum vatnshita. Einkum ef nota á gönguseiði til hafbeitar, og ef aðstæður leyfa, má ætla að skynsamlegt væri að fara að sem hér segir í stað með- ferða nr. 6 og 7 hér að framan: 6. Fljótlega eftir að ísa leysir af hafbeitarsvæðinu, einkum ef um stöðuvatn eða lón er að ræða, verði seiðunum komið fyrir í búri eða kví, þar sem góð aðstaða er til fóðrunar, eftir því sem lyst seiðanna segir til um. Þegar seiðin yrðu flutt, ætti vatnshiti ekki að vera yfír 3°C. Eftir því sem vatnshiti vex, mun matarlyst seiðanna aukast. Skal náið fylgst með „smoltun- ar“-einkennum á seiðunum. 7. Þegar seiðin sýnast að kalla fullsilfruð skal búrið dregið nær sjó, ef unnt er á svæði þar sem sjávarseltu gætir nokkuð. Þeg- ar þau eru fullsilfruð ogef aðstaða leyfir, skal búrið dreg- ið á sjó út í fulla seltu. Þar skal fóðrun haldið áfram, eft- ir því sem seiðin taka við, allt þangað til hiti sjávar er orðinn 6—7°C og seiðunum er sleppt. Við framangreinda meðferð vinnst: 1) Það er fullvíst að seiðin „smolta". 2) Komist verður hjá flutninga- hnjaski á silfruðum seiðum. 3) Eftir að seiðin hafa aðlagast fullri sjávarseltu er engin hætta á að þau afsilfrist, jafnvel þó að bíða verði vikum saman eft- ir því að sjávarhiti verði 6—7°C. 4) Þegar svo vel undirbúnum seið- um er gefíð frelsi má ætla að þau verði ránfiskum eða fuglum að bráð í litlum mæli og að endurheimtur verði góðar. 5) Þar sem eldisstöðvar hafa ekki til umráða kalt eldisvatn er þetta greið leið, og raunar sú einasta, sem er fær til að tryggja að seiðin „smolti". Á það má leggja áherslu, að „smoltunar“-breytingar eiga sér stað í fersku vatni og þurfa að vera langt komnar áður en viðkom- andi seiði eru sett í saltan sjó. Að „seltuvenja" eða „sjóherða" seiði sem eru enn lítið „smoltuð" er ótækt. Að vísu kann svo að fara, að þau drepist ekki þegar þau eru sett í fullsaltan sjó, en þau verða líffræðilega sködduð í svo ríkum mæli, að þau þrífast ekki og reyn- ast ónýt vara, hvort sem um ræðir hafbeit eða sjókvíaeldi. Að lokum ber að undristrika, að framangreind „formúla" er mjög svo ágiskanakennd. Ég get að sjálfsögðu ekki ábyrgst að hún skili kjör-árangri, en þó mun hún eflaust skárri en að láta reka á reiðanum. Augljóst er að umræddum hita- breytingum verður ekki við komið, þar sem eldisstöðvar skortir kalt eldisvatn. Höfundur er verkfræðingur og jarðvegsfræðingur. Hann starfaði um árabil hjá Þróunarstofnun SÞ íNew York. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Frímann Frímannsson og Pétur Guðjónsson sigruðu í Akureyrar- mótinu í tvímenningi sem lauk sl. þriðjudag. Ekki verður sigurinn al- veg átakalaus hjá þeim félögum, því keppnin hefír sjaldan eða aldrei verið meira spennandi. Skiptust 4 pör á að hafa forystu í síðustu umferðunum og t.d. þegar 2 um- ferðir voru eftir í mótinu skildu 10 stig að 1. og 4. par. í barometer er þessi munur enn minni en í venju- legum tvímenningi. Frímann og Pétur tóku þátt í Bridshátíð um síðustu helgi svo og parið sem varð í öðru sæti, Hörður Blöndal og Grettir Frímannsson, og ef vill geta menn getið sér þess til að þeir hafí sótt sér þangað fróðleik sem dugði þeim til efstu sætanna í mótinu. 7 'lilTnflflFriifcnffilfcÉir'* Lokastaðan: Frímann — Pétur 314 Gréttir — Hörður 303 Haraldur Sveinbjömsson — Jónas Karlsson 298 Símon I. Gunnarsson — Jón Stefánsson 273 Páll Jónsson — Friðfínnur Gíslason 163 Ámi Bjamason — Kristinn Kristinsson 155 Sveinbjöm Jónsson — Ólafur Ágústsson 153 Þórarinn B. Jónsson — J akob Kristinsson 151 Ragnar Steinbergsson — JóhannGauti 150 Reynir Helgason — Tryggvi Gunnarsson 142 Dísa Pétursdóttir — Soffía Guðmundsdóttir 142 Keppnisstjóri var Albert Sigurðs- son en reiknimeistari með meim Margrét Þórðardóttir. Næsta keppni verður Sjóvá- hraðsveitakeppni en það er Sjóvá á Akureyri sem gefur verðlaunin í þessa keppni. Skráning stendur til sunnudagskvölds 22. febrúar kl. 20 hjá stjóm félagsins. Spilað er í Félagsborg á þriðju- dagskvöldum kl. 19.30. Bridsf élag- kvenna Tólf umferðir em búnar í sveita- keppninni og er staða efstu sveita þessi: Guðrún Bengtsdóttir 245 Gunnþómnn Erlingsdóttir 239 Alda Hansen 227 Lovsa Eyþórsdóttir 220 Aldís Schram 220 Halla Ólafsdóttir 203 Guðrún Halldórsson 200 Anna Lúðvíksdóttir 197 Sigrún Pétursdóttir 195 Gerður ísberg 181 Spilað er í nýju húsi Bridssam- bandsins á márv.dögum kl. 19.30. JfÍlISjO-fejV'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.