Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Jónína B. Kristins dóttir — Minning Fædd ll.júní 1935 Dáin 12. febrúar 1987 í dag fer fram frá Langholts- kirkju útför mágkonu minnar, Jónínu Brynju Kristinsdóttur, sem lést 12. febrúar sl. Jónína fæddist í Reykjavík þann 11. júní 1935, dóttir hjónanna Kristins Helgason- ar, vörubifreiðastjóra, og Ólafíu Margrétar Brynjólfsdóttur. Móður sína missti hún ( æsku, en ólst upp með föður sínum og systkinum. Upphaf kynna okkar Nínu var það, að vorið 1954 fluttist hún á æskuheimili mitt, Klausturhóla í Grímsnesi, þá nýtrúlofuð bróður mínum, Magnúsi Björgvinssyni. Þau hófu búskap í Klaustur- hólum, fyrst í félagi við foreldra mína, en tóku síðar við öllum bú- skap og bjuggu þar til ársins 1964. Eftir að foreldrar mínir hættu bú- skap var heimili þeirra Nínu og Magnúsar mitt annað heimili. Fyrst í Klausturhólum og síðar í Njörva- sundi 7, þar sem ég bjó með móður minni í sambýli við þau. Þessara ára minnisb ég með þökk í huga. Þar sem ég er langyngstur systkina minna veit ég að samveran við mágkonu mína hefur að einhveiju leyti mótað uppeldi mitt í æsku. Fyrir það er ég þakklátur, til henn- ar var ætíð gott að leita, bæði í gleði og sorg. Vorið 1964 fluttu þau Nína og Magnús til Reykjavíkur. Nína hafði þá átt við vanheilsu að stríða og oft verið langdvölum í sjúkrahúsi. En þau slitu þó ekki alveg tengsl- in við sveitina, þar sem þau héldu eftir nokkru landi og reistu sér þar sumarbústað. Nínu leið vél á þess- um stað og fór hún þangað síðast nokkrum vikum áður en hún dó. Nína var alla tfð afar hjálpfús kona, og í huga mínum ber þar hæst umönnun þá er hún veitti móður minni á síðustu æviárum hennar. Sú hjálp var svo mikil og ómetanleg að aldrei verður full- þökkuð. Veit ég að þar mæli ég einnig fyrir munn systkina minna. Böm þeirra Jóninu og Magnúsar eru §ögur, Björgvin, fæddur 11. september 1955, er nú við tækni- fraeðinám I Danmörku, Ólaffa Margrét, fædd 24. janúar 1957, býr í Minneapolis, þar sem maður henn- ar er við nám, Guðný Rósa, fædd 8. desember 1960, býr í Aratungu, og Erla, fædd 13. nóvember 1963, vinnur í Búnaðarbanka íslands. Fyrir tæpu ári kenndi Nína þess sjúkleika er nú hefur leitt hana til dauða. Ekki fór framhjá þeim er til þekktu að hún vissi að hveiju dró. Aldrei heyrði ég hana þó kvarta eða vera með uppgjöf. Veit ég að þar hefur trú hennar á Guð og æðri máttarvöld veitt henni styrk. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum þér bróðir minn og bömum þínum okkar dýpstu samúð. Björn O. Björgvinsson Nú þegar Nína systir er horfln frá okkur svo alitof fljótt er margt sem kemur upp í huga minn, og svo ótal margt sem ég og fjölskylda mín höfum að minnast og þakka fyrir. Ekki var haldin sú gleðistund í fjölskyldunni að ekki væri hún manna fyrst að bjóða fram aðstoð sína, og ekki síður ef eitthvað bját- aði á hjá mér eða öðmm henni nákomnum, og var þá sama hvem- ig heilsu hennar var háttað, um það var ekkert íjasað, heldur vom hlut- imir framkvæmdir af alúð og samviskusemi. Svo var það hin hliðin hennar Nínu sem við fengum svo oft að njóta, þar var hún búin í sitt fínasta skart tilbúin að gleðjast með okkur á góðum stundum, söngelsk og brosandi svo ekki var hægt annað en hrífast með, í þessu vom þau samhent hjónin eins og um margt annað. Á þessa samheldni reyndi oft, því fyrir utan hennar síðustu og erflðustu veikindi hafði hún átt við að stríða erflðan húðsjúkdóm frá unga aldri og var oft langdvölum í sjúkrahúsum sökum þess. Að sjálf- sögðu vom þessi veikindi mikið álag á þau bæði, en þau sýndu hvað í þeim bjó og iétu það ekki bijóta sig heldur unnu sig samhent frá því. Eflaust hafa þessi veikindi þrosk- að hana og aukið henni sýn á mannlega eiginleika, því bágt átti hún með að heyra orði hallað á aðra. Hún sá alltaf fyrst og fremst það góða í manneskjunni, þessi eig- inleiki hennar sem var svo sterkur gerði það að verkum að gott var að vera návistum við hana, og kom það vel í Ijós hjá ungum frænkum og frændum sem höfðu á henni mikið dálæti og áttu gott með að ræða við hana, því þar vom hlutim- ir ræddir fordómalaust. Að lokum Maggi minn votta ég og fjölskylda mín þér og bömunum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveéjur. Erla Sigurðardóttir Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér hræðstu eigi, Hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfír þér. Sig. Kr. Pétursson Ennþá einu sinni hefur fortjaldið fallið. Að þessu sinni skýlir það Jónínu Brynju Kristinsdóttur. Hún dvelur í birtunni að baki þess, við hin hímum hins vegar í rökkrinu fyrir utan, máttvana gegn mekt hins líkamlega dauða. Jónína lést í Borgarspítalanum hinn 12. þ.m. eftir um það bil eins árs baráttu við sinn banvæna sjúkdóm. Hún var þess fullkomlega meðvitandi að hveiju stefndi, en tók örlögum sínum með einstakri ró og æðm- leysi, áreiðanlega í fullvissu um annað og betra líf á nýjum leiðum á landi ljósanna. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju kl. 15.00 í dag. Jónína var innfæddur Reyk- víkingur, fædd 6. júní 1935. Dóttir hjónanna Margrétar Brynjólfsdótt- ur og Kristins Helgasonar bifreiða- stjóra. Móður sína missti hún aðeins sex ára gömul og ólst upp hjá föð- ur sínum sem hélt heimili með Erlu hálfsystur hennar og þremur öðrum systkinum, ásamt aðkeyptu vinnu- afli. Það hefur áreiðanlega oft verið erfítt fyrir svo lítið bam að njóta ekki móður-hlýju og móðurhand- anna mjúku, enda þótt eldri systir, faðir og aðrir reyndu að bæta það upp. Hún fór snemma að vinna fyr- ir sér, stundaði vinnu bæði í Reylqavík og úti á iandi. Árið 1956 var hún starfsstúlka við Bænda- skólann á Hvanneyri. Þar kynntist hún ungum námsmanni, Magnúsi Björgvinssyni frá Klausturhólum í Grímsnesi. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 2. ágúst 1956. Þau hafa því verið í hjóna- bandi í rúmlega þijátíu ár og það þyrði ég að fullyrða að vandfundin væri betri og samstilltari sambúð, þar sem öll verk og vandamál voru unnin og leyst farsællega með sam- stilltum huga og hönd. Þau hjón hófu búskap á Klaust- urhólum í samvinnu við foreldra Magnúsar, en þau voru Guðný Frið- bjamardóttir og Björgvin Magnús- son. Þessi félagsbúskapur hélst í sjö ár, eða til ársins 1962 að foreldr- ar Magnúsar fluttu til Reykjavíkur. Þau Jónína og Magnús bjuggu síðan ein til ársins 1964, en fluttu þá einn- ig til Reykjavíkur, keyptu sér íbúð í Njörvasundi 7 og hafa átt þar heima alla tíð síðan. Þegar faðir Magnúsar lést árið 1965, festi Guðný móðir hans kaup á kjallaraí- búð í Njörvasundi 7. Kom það í hlut þeirra hjóna og þá ekki síst tengdadótturinnar að hlúa að henni og hjálpa á alla lund á meðán hún Iifði, en hún lést 1984, þá 84 ára gömul. Hún hafði þá lengi verið mjög lasburða og þurfti mikla umönnun sem ávallt var veitt af alúð og umhyggju. Þeim hjónum Jónínu og Magnúsi varð fjögurra bama auðið sem öll eru mesta dugn- aðar- og myndarfólk og bera foreldrum sínum verðugt vitni. Þau eru Björgvin, byggingafræðingur, sem stundar nú framhaldsnám í Danmörku, kvæntur Björku Tiyggvadóttur hjúkrunarfræðingi. Ólafla Margrét, snyrtifræðingur, gift Sæmundi Pálssyni tannlækni, sem stundar framhaldsnám í Bandaríkjunum, Guðný Rósa, hún býr að Tjöm í Biskupstungum, hennar maður er Gunnar Guðjóns- son. Erla, bankastarfsmaður, sem býr ásamt manni sínum, Þórði Magnússyni, verslunarstjóra, í Njörvasundi 7. Bamabömin em orðjn fjögur. Ég hef nú stiklað á stóru varð- andi lífshlaup Jónínu eða „Nínu okkar“ eins og hún var jafnan nefnd í minni fyölskyldu. Ég á þó eftir að minnast þess þáttar í lífí hennar, sem að mér og mínum sneri. Hún hóf störf í fyrirtæki því er ég veiti forstöðu, Kjötborg hf. í Búðargerði 10, í maí 1974 og starfaði hjá okk- ur, eða réttara sagt með okkur, samfleytt í átta ár eða til ársins 1982 er hún sneri til annarrar vinnu sem hentaði henni betur og var þá mikið skarð fyrir skildi í fyrirtæk- inu. Ég sagði áðan að hún hefði starfað með okkur, því að í litlu fyrirtæki sem mínu má ekki vera nein stéttaskipting, heldur verða allir að standa saman ef viðunandi árangur á að nást. Öllu máli skipt- ir því að í samstarflð veljist traust, ósérhlífið og skapgott dugnaðarfólk sem fært er um að umgangast sam- starfsfólkið eins og um eins fjöl- skyldu væri að ræða og viðskipta- vinina sem fjöiskylduvini, enda er venjiilega að mestu um sama fólkið að ræða frá einum degi til annars í hinum litlu hverfabúðum. Öllum þessum kostum var Nína búin og raunar mörgum fleirum sem gerðu samstarf með henni ánægjulegt. Sérstaklega vil ég minnast á útsjónarsemi hennar þeg- ar rúm þraut í versluninni til að koma fyrir öllum þeim vörutegund- um, sem við vildum hafa á boðstól- um. Þegar aðrir kunnu ekki ráð fann hún smugu einhversstaðar og ef ekki þá kallaði hún til sinn ágæta eiginmann sem með glöðu geði hjálpaði til við að bæta inn í hillum til betri nýtni og sást þá best hve auðvelt þeim veittist sameiginlega að vinna verkið sem hagkvæmast. Það sást einnig þegar þau voru að breyta, bæta og stækka íbúðar- húsnæði sitt í Njörvasundi og byggja tvö sumarhús í Seyðishólum. Þegar það fyrra var orðið of þröngt tóku þau til við byggingu annars. Orðin voru ekki mörg en einlæg verkin látin tala. Árangurinn varð einnig í samræmi við það og enginn var ánægðari eftir vel heppnað verk, hvort heldur það var í hennar þágu eða annarra. Þó að nú syrti að í hugum ást- vina og annarra samferðamanna Nínu og söknuðurinn sé sár, þá skulum við hafa það hugfast að aðeins er um stuttan viðskilnað að ræða. Hún varð aðeins örlítið á undan á leiðarenda og jafn örugg og við erum í vissunni um að nótt- in tekur við af kvöldinu þá er jafn víst að dagur rís á ný er nóttinni lýkur. Við getum glaðst yfir að sá dagur sem Nína lítur eftir vista- skiptin verður bæði bjartur og fagur og varir að eilífu. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum Nínu fyrir allar ánægju- stundimar, trausta og skemmtilega samfylgd og samvinnu á lífsleið- inni, sendum við ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu mætrar konu. Jónas Gunnarsson Það er undarleg tilfínning, sem grípur mann, þegar vinir manns hverfa á braut. Jónína, eða Nína eins og hún var alltaf kölluð af okkur skólasystrunum, er sú fjórða í röðinni sem deyr úr 35 manna hópi. En við vorum skólasystur í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni árið 1954-1955. Jónína Brynja faeddist í Reykja- vík 11. júní 1935. Foreldrar hennar voru Kristinn Helgason bifreiða- stjóri og Ólaffa Margrét Biynjólfs- dóttir húsmóðir, sem lést árið 1941 þegar Nína var aðeins 6 ára göm- ul. Það er mikill missir fyrir 6 ára gamalt bam að missa móður sína. En faðir hennar hélt heimilinu sam- an og ólst hún því upp hjá honum ásamt systkinum sínum. Systkinin t FaÖir okkar, tengdafaöir og afi KRISTINN ÁRNASON, fyrrum skipstjórl f rá Geröum veröur jarösungin fró Útskálakirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á dvalar- heimiliö Garövang eöa Slysavarnafélagið. Eyjólfur Kristinsson, Sigrföur Ólafsdóttir, Þorsteinn Kristlnsson, Helga Þorkellsdóttir, Guörún Kristinsdóttir, Vilhelm Andersen og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, LEÓ KRISTLEIFSSON, Bogahlíð 20, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 20. febrúar, kl. 13.30. Lilja Þorkelsdóttir, börn, tengdabörn, og barnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar TRYGGVA TRYGGVASONAR. Heildverslun Jóns Bergssonar, Langholtsvegi 82. voru alls 5, þar af 4 alsystkini. Nína fór snemma að vinna fyrir sér, bæði við saumaskap og önnur störf m.a. verslunarstörf. Hún réð sig ( vinnu að Bænda- skólanum á Hvanneyri í Borgarfirði og kynntist þar eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Björgvinssyni, sem stundaði nám í búfræði. Magnús er frá Klausturhólum í Grímsnesi og þar hófu þau búskap og bjuggu þar í tíu ár. Árið 1964 fluttu þau svo til Reykjavíkur og keyptu sér húsnæði í Njörvasundi 7 og hafa búið þar alla tíð síðan. Nína og Magnús eignuðust fjög- ur böm, en þau eru: Björgvin f. 11. september 1955, Ólafla Margrét f. 24. janúar 1957, Guðný Rósa f. 8. des. 1960 og Erla f. 13. nóvember 1963. Bömin era því öll uppkomin og gift og var Nína ánægð með að hafa fengið að vera með bömunum sínum alla tíð þar til þau vora sjálf orðin fær um að standa á eigin fótum, en hagur flölskyldunnar sat ávallt í fyrirrúmi hjá henni, enda íjölskyldan afar samheldin. Bamabömin era orðin 4, allt drengir, sem allir vora augasteinar ömmu sinnar og vakti hún yflr vel- ferð þeirra, enda var Nína sérstak- lega bamgóð kona og hændust böm mjög að henni. Hún var mikið fyrir að halda saman Qölskyldunni og var alltaf boðin og búin þegar hjálpar var þörf. Hún var fyrst og fremst móð- ir og mikil amma og hún hlakkaði alltaf til að fá bamabömin í heim- sókn og gerði sérstaklega ráð fyrir þeim í sumarbústaðnum þeirra, sem þau hjónin byggðu sér í landi Klausturhóla í Grímsnesinu. Þar undi hún sér vel og vora þau hjónin ákaflega samhent um að gera bústaðinn sem bestan, og áttu þau margar ánægjustundimar þar meðan á byggingu sumarbústaðar- ins stóð. Nína hafði miklar framtíð- aráætlanir í huga varðandi bústaðinn, enda sterkar taugar til þessa staðar, þar sem þau hófu búskap sinn. Nína var sterkur persónuleiki, félagslynd og vel liðin í vinnu og hreinlynd. Hún mátti ekkert aumt sjá og var ákaflega heiðarleg. Hún lét skoðanir sínar gjaman í ljós og þoldi ekkert fals né óhreinlyndi. Við kynntumst á Laugarvatni veturinn 1954—1955 og hefur sá kunningsskapur haldist síðan. Nína var alltaf tilbúin þegar eitthvað stóð til, og hrókur alls fagnaðar. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við stofnuðum hljómsveitina okkar, Brak og bresti, þegar Nina spilaði á glös með mismunandi miklu vatni í eða sló saman skeið- um, spilaði á trommumar eða sama hvað það var, alltaf var góða skap- ið fyrir hendi og það var alveg ábyggilegt að engum leiddist sem var í félagsskap Nínu. Alltaf kát og hress og tilbúin með brandara á vöranum þegar einhver var í vondu skapi. Enda mikið hlegið í þá daga og þurfti oft lítið tilefni til. Eftir að alvara Kfsins tók við höfum við hist öðra hveiju skóla- systumar. Og eftir að við stofnuð- um Nemenda- og kennarasamband húsmæðraskólans fyrir rúmu ári, lét Nlna sig ekki muna um að bjóða okkur öllum heim alveg fyrirvara- laust. Þannig var Nína, alltaf vinur vina sinna traust og góð og sú, sem alltaf var hægt að treysta á. Þó var húre aldrei heilsuhraust. í mörg ár þjáðist hún af psoriasis, sjúkdómi sem þjáði hana mikið. Allt síðastliðið ár, eða frá því í mars síðastliðnum, hefur hún háð baráttu við krabbameinið — gengið í gegnum erfíða læknismeðferð, en alltaf haldið rósemi sinni. Hún hef- ur fremur reynt að stappa stáli í fjölskylduna en kvarta sjálf. Með stakri prýði hefur hún gengið í gegnum meðferðina og hvatt fjöl- skylduna til að standa saman nú eins og endranær. Maggi minn, ég vona að guð gefl ykkur öllum styrk til að við- halda þeirri trú sem Nína átti svo mikið af. Það hefði hún viljað sjálf. Guð veri með ykkur. Valborg Soffía Böðvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.