Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987
AN TITILS
Myndlist
Valtýr Pétursson
Kristinn Guðbrandur Harðarson
sýnir um þessar mundir í Gallerí
Svart á hvítu mikinn fjölda af smá-
myndum, sem unnar eru í olíulit,
og fer nokkuð aðrar götur í því
efni en siður hefur verið hjá ungum
myndlistarmönnum að undanfömu.
Hann hefur einnig gert sér lítið
fyrir og látið það vera að gefa sér-
stökum verkum nafn, en nefnir
sýningu 3Ína í heild Án titils. Ekk-
ert verður því sagt um einstök verk
í þessum línum, en þar sem verk
Kristins eru nokkuð misjöfn í eðli
sínu og útfærslu, verður að Qalla
um hlutina á ópersónulegri grund-
velli, ef svo mætti að orði kveða.
Þetta eru nokkuð misjöfn verk
eins og áður segir. Sumt er gert
af næmri tilfínningu fyrir litnum, í
annan stað er meiri áhersla lögð á
sjálft formið og innihald þess. Þama
er slegið á nokkuð fjölþætta strengi,
og auðséð er, að listamaðurinn er
í mikilli leit eftir vettvangi, þar sem
hann getur tjáð sig í samræmi við
þær hugdettur, er leita á hann í
það og það skiptið. Kristinn virðist
ekki vera neinn viðvaningur í lita-
meðferð, þegar bezt lætur, en hann
virðist ákveðinn í að fylgja engum
uppskriftum og gera hlutina að eig-
in geðþótta hveiju sinni. Við það
færist nokkurt §ör í heildarsvip
sýningar hans, og ég held, að full-
yrða megi, að hann rói á fleiri mið
en gerist og gengur hjá þeim, sem
aðhyllast líka myndgerð og Kristinn
og félagar hans. Stundum er hann
ljóðrænn, stundum nokkuð harður
í verkum sínum, allt eftir því, hver
undirstaðan er að því, sem fram-
kvæmt er hveiju sinni.
Kristinn G. Harðarson er með
menntun hér að heiman, en síðan
lá leið hans til Hollands og á hann
þegar nokkum sýningarferil að
baki, en listi yfír hann liggur
frammi í galleríinu og verður ekki
endurtekinn hér. Þar er einnig að
fínna kynningu á listamanninum,
ritaða af forstjóra sýningarstaðar-
ins, og eru það gagnleg skrif til að
nálgast listamanninn og gera sér
örlitla grein fyrir, hvert hann stefnir
í myndgerð sinni. Hér er leitað í
ýmsar áttir og meira en lítið leitað
fyrir sér. Sumt hefur heppnazt,
annað ekki, en eitt má fullyrða —
það er málari að baki þessum verk-
um.
Halldór Ásgeirsson
í Nýlistasafninu er sem stendur
verið að sýna verk eftir ungan
myndlistarmann, sem hefur stund-
að nám sitt í Frakklandij ef ég veit
rétt. Það er Halldór Asgeirsson,
sem hér á í hlut, og þetta er ekki
í fyrsta skiptið, sem hann sýnir á
þessum stað. Fyrri sýning Halldórs
er mér í fersku minni, og mér sýn-
ist, að þó nokkur breyting hafí orðið
á verkum Halldórs frá fyrri sýningu
hans.
Nú eru tuttugu númer á sýning-
arskrá hjá Halldóri, en hvert verk
er stundum meira en ein mynd og
getur jafnvel hlaupið á tugum
mynda það, sem skrásett er sem
eitt verk. í slíkum tilfellum er hver
og ein mynd samt sérstætt verk,
svo að það getur verið erfítt að
skilgreina, hvað hér er á ferð. Mik-
ið af þessum verkum er unnið í
akrýl á pappír og bómullarefni,
striga og fleiri efni, sem oft langt
mál yrði upp að telja hér. Sýningar-
skrá fylgir þessari sýningu og þar
geta menn rýnt f titla þessara verka,
sem margir hveijir eru óvenjulegir,
en hafa auðsjáanlega nokkra þýð-
ingu fyrir listamanninn. Halldór
Ásgeirsson vinnur á nokkuð þröngu
sviði, og þannig hefur skapazt smá-
gert formspil í teiknaðri, litaðri línu,
sem er nokkuð sjaldséð frá hendi
yngri manna hér á landi. Það er
einnig nokkuð sérstök tilfínning
fyrir teikningu og litameðferð í
þessum verkum, og ég er ekki frá
því, að um meiri festu sé að ræða
en áður var að fínna í verkum Hall-
dórs, sem virðist þó enn í mótun
sem málari. Ég er enda ekki viss
um, að hann hafí enn sem komið
er fundið sér þann farveg, sem
hæfír honum best. Það vaknar
nokkuð áleitin spuming, er þessi
myndlist er skoðuð: Er hér ekki
tilvalið efni fyrir myndvefnað?
Margt bendir í þá átt.
Það er auðséð á þessari sýningu
Halldórs í Nýlistasafninu, að hann
hefur orðið fyrir nokkrum áhrifum
af franskri hefð og ef til vill einkum
og sér í lagi af verkum hins mikla
meistara Matisse. Ég næ ekki alger-
lega endum saman með þessa
fullyrðingu, en samt læt ég það
flakka, sem mér kom í hug, þegar
ég skoðaði þessi nýjustu verk Hall-
dórs.
í heild er þetta fjörleg sýning,
heldur smágerð í mjmdbyggingu,
en þeim mun líflegri í fínlegum
formum sínum og hvellum litum.
Sýning Halldórs Ásgeirssonar er
nokkuð fyrirferðarmikil og spannar
alla sali Nýlistasafnsins. Það er
vaxtarbroddur í þessum verkum og
vor í Iofti.
Við luktar dyr
þíns eigin hjarta
Byggingavísitalan
mælir 8,5% verðbólgu
Febrúarhækkunin stafar aðallega af
8% hækkun á verði innihurða
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Margrét Lóa Jónsdóttir:
Náttvirkið.
Teikningar eftir M.L.J.
Flugur 1986.
Leyniskjal Alexíu og Dagbók
Alexíu heita tveir ljóðaflokkar í
Náttvirki Margrétar Lóu Jónsdótt-
ur. Ljóðaflokkamir vitna um það
að Margréti Lóu lætur ekki vel slík
ljóðagerð, henni hættir til að segja
frá í staðinn fyrir að sýna. í þessum
flokkum og rejmdar á fleiri stöðum
í Náttvirkinu kemur fram eins kon-
ar ósjálfráð skrift sem ekki er
nægilega eftirtektarverð því að höf-
undurinn er háður rómantísku
myndmáli sem er orðið nokkuð ald-
urhnigið: „Ég heyri orgelhljóma
í/nóttinni: Tár og storknað blóð.
Öskur/í tungli." Og: „Þú læðist/inn
í svefninn og það glampar á hörund-
ið/eins og helgimjmd."
Rómantíkin er betri þegar henni
er haldið í skefjum með því að yrkja
sem styst ljóð, takmarka sig við
fáar mjmdir. Dæmi er Innreiðin:
Aldir þurrkast út hvemig
sem heimurinn dæmir þig.
Þú lítur til baka skynjar
fönnina í sálinni. Hörfar
Margrét Lóa Jónsdóttir
undan augliti misgjörðanna.
Spyrð ekki hvers vegna inn-
reiðin sé hafin heldur grætur
hljóðlega við luktar dyr þíns
eigin hjarta.
Þetta ljóð og fleiri eru fremur
myrk, enda talar höfundur um að
allt nema þunglyndi hafí verið
blekking. Dauði og blóð eru meðal
síendurtekinna jrkisefna. í Dauða-
fluginu er ort um blóðið „sem rann
úr/sárinu þegar þú/fyrirfórst þér“
og í Nýverið sker blóði drifín fönn
þögnina: „angar við rætur fölvans/
eins og liðin snerting við dauðann".
Sum ljóða Margrétar Lóu eru
þeirrar gerðar sem stundum má
lesa í póesíubókum greindra stúlkna
sem eru sæmilega að sér í skáld-
skap. En þótt Margrét Lóa máli oft
of skærum litum og sé dramatísk
í hugsun vandar hún málfarið og
gengur snyrtilega frá því sem hún
vill segja.
Ljóð Margrétar Lóu í Náttvirkinu
eru til marks um ljóðræna skjmjun
og geta vel verið upphaf annars og
meira en blasir við á blöðum bókar-
innar.
Leiðrétting
Laugardaginn 14. febrúar urðu
þau mistök í uppskrift að sykri var
sleppt úr hafrakexi.
Rétt uppskriftin svona.
200 gr haframjöl
*A 1 mjólk
100 gr smjörlíki
50 gr sykur
185 gr hveiti
2 tsk. hjartasalt
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um og þeim þakkað sem hringdu
til að benda á þetta.
VÍSITALA byggingarkostnaðar
í febrúar er 297,55 stig, sem er
0,68% hærra en í janúar, sam-
kvæmt útreikningi Hagstofunn-
ar, og stafar hækkunin aðallega
af 8% hækkun á verði innihurða.
Þessi hækkun vísitölunnar á milli
mánaða samsvarar 8,5% verð-
bólgu á heilu ári.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar hækk-
að um 15,2%. Undanfama þijá
mánuði hefur hún hækkað um 4,4%
og jafngildir sú hækkun 18,7%
hækkun á heilu ári.
Af hækkun vísitölunnar frá jan-
úar til febrúar stafa um 0,4% af
8% verðhækkun innihurða, en um
0,3% stafa af hækkun á verði ýmiss
byggingarefnis, bæði innlends og
innflutts.
í tilkynningu Hagstofunnar um
útreikning byggingarvísitölunnar
er tekið fram að við uppgjör verð-
bóta á fjárskuldbindingar sam-
kvæmt samningum, gildi hinar
lögformlegu vísitölur, sem reiknað-
ar eru út ijórum sinnum á ári, síðast
í desember síðastliðnum og næst í
Sendiráð,
starfsmannafélög
Þetta hús er til sölu
Stærð þess er u.þ.b. 140 fm, auk bílskúrs.
Húsið stendur að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu.
Staðurinn er tilvalinn til orlofsdvalar hvort heldur er að
sumri eða vetri.
Stutt er til allra merkustu skoðunarstaða norðaustan-
lands og samgöngur mjög góðar. Hitaveita er á
staðnum, svo og verslun, stórt íþróttahús og íþróttavöll-
ur. Þá er á lóðinni góð sundlaug og heitur pottur.
Allar upplýsingar veitir:
Sigurður Örn Haraldsson,
sími 96-43106.
mars.
Morgunblaðið/Bjami
Fyrsta vikunámskeiðið í reykköfun
Sextán brunaverðir, víðsvegar að af landinu, eru þessa dagana
á vikulöngu námskeiði f reykköfun, sem Brunamálastofnun ríkis-
ins stendur fyrir. Er þetta fyrsta stóra reykköfunamámskeiðið
sem stofnunin heldur en það kemur í framhaldi af styttri nám-
skeiðum sem haldin hafa verið. Myndin var tekin í Vökuhúsinu
í Reykjavík þar sem þátttakendur æfðu sig á miðvikudag.