Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 fólk í fréttum Reksturinn miðast við áskrifenduma“ Heimsókn á Stöð tvö w Ioktóber síðastliðnum hóf ný sjón- varpsstöð, Stöð tvö, göngu sína. Sjónvarpsáhorfendur suðvestur- homs landsins hafa flestir hvetjir kynnst útsendingum hennar trufl- uðum sem ótrufluðum. En þegar rekstur sjónvarpsstöðvar er annars vegar býr fleira að baki en það sem augað nær að greina á skjánum. Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri stöðvarinnar var spurður hvað dag- skrá væri gerð langt fram í tímann. „Núna er hún gerð mánuð fyrir- fram og við stefnum á að þeir verði tveir. Vissulega breytist alltaf eitt- hvað, en nú eigum við að geta skipulagt hana þannig að sem minnst hnikist til.“ Nú hefur veríð rætt um að tíma- setningar í dagskrá stemmi illa. Hvað veldur þessu? „Það sem gerðist var það að við keyptum myndir að utan, sem okk- ur var sagt að væru svo og svo langar, en þegar þær bárust kom kannski í ljós að þær voru fímm mínútum lengri eða styttri. Vand- ræðin voru bara þau að myndimar bárust með svo stuttum fyrirvara að orðið var of seint að gera eitt- hvað í málunum. Þetta stendur þó allt til bóta, við höfum verið harð- ari á að fá nákvæman tíma uppgefinn og því að okkur berist myndimar með almennilegum fyrir- Stöð tvö er fyrst og fremst áskriftarsjónvarp Nú hefur langmest verið um bandarískt efni á dagskrár stöðvar- innar. Verðurþetta svona í framtíð- inni? „Það er rétt að bandarískt efni hefur verið rúmfrekt og það stend- ur til bóta. En hafa verður í huga að Bandaríkjamenn em óumdeilan- lega þjóða fremstir í framleiðslu á sjónvarpsefni og þess vegna verður þesslenskt efni alltaf algengast. Nú á næstunni verður þó meira um efni frá Evrópu — bæði megin- landinu og Bretlandi vitaskuld. Þá má ekki gleyma því að innlent efni eykst dag frá degi. Nú fara að byija spumingaþættir, skemmti- Þórir Guðmundsson umkringdur helstu nauðsynjum hins árvök- ula fréttamanns, tölvuvæddum sjónvarpsskermum, kaffi og símum. þættir og margt fleira, sérstaklega eftir að stóra stúdíóið verður tekið í notkun nú um mánaðmótin." Verður þetta innlenda efni læst? „Stöð tvö er áskriftarsjónvarp og við reynum að gera sem best við áskrifendur okkar, sem eru að borga fyrir þá þjónustu. Reksturinn miðast ailtaf við áskrifenduma. Þetta aukna innlenda efni verður að mestu leyti læst enda er stefna stöðvarinnar sú að þorri efnisins sé læstur." 60% lengri útsending Nú voruð þið með myndrokk fram eftir nóttu um helgar í bytj- un, en það hefur verið dregið úr því. Af hverju? „Það kom til vegna þess að við byijuðum að senda út bamaefni á morgnana og í sannleika sagt þá skortir okkur tæknimenn til þess að halda stöðinni opinni allan sólar- hringinn. Við emm að vinna að því að þjálfa fleiri menn svo að þeir sem fyrir em geti fengið að anda að- eins, þannig að þetta ætti að breytast eitthvað. Það vom fáir sem kvörtuðu undan því að myndrokkið styttist, en viðbrögðin við bamaefn- inu vom hreint prýðileg. Þama þurfti bara að vega og meta hvort skyldi víkja. Annars þá stendur til Sigurður K. Kolbeinsson, yfir- maður áskriftardeildar. að loka götum í dagskránni þannig að ekki verði um hlé að ræða. Fólk á að geta kveikt á tækjunum í trausti þess að það sé gott efni á Stöð tvö. Nú þegar er útsending- artími okkar 60% lengri en hjá ríkissjónvarpinu og við höfum verið að slípa helstu vankanta af. Fólk gerir miklar kröfur til stöðvarinnar og ég tel að við fömm langleiðina Starfsmaður stöðvarinnar, Þórarinn Sólberg Stefánsson, mundar hér eina af sjónvarps- tökuvélum myndversins. útsendingarstjórnklefa er nóg af tækjum, skjáum og rofum. Morgunblaðið/Bjami Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri, við töflu þar sem dagskráin er skipulögð fram í tímann. í grafísku deildinni starfa þau Steingrímur Eyfjörð, Sigríður Þóra Ardal og Guðný Richards. Þau sjá um að hanna hverskonar teikningar, leikmyndir, skýringarmyndir og línurit, sem stöðin notar. ' í* V *i*S. með að uppfylla þær. Hinu má ekki gleyma að Stöð tvö er aðeins fjög- urra mánaða gömul. Ríkissjónvarp- ið hefur haft 20 ár og það er eins og það er.“ Næstan fundum við Þóri Guð- mundsson, fréttamann. Hann sat við tölvuvæddan sjónvarpsskerm og skrifaði fréttir dagsins af miklum móð. Við spurðum hann um vinnu- tilhögun. „Við fáum erlendar fréttir okkar frá tveimur fréttastofum. Annars vegar frá Reuter, en þau frétta- skeyti fáum við inn á tölvu og getum kallað upp að vild. Þá fáum við telex, með þeim fréttamyndum sem okkur berast að utan frá WTN (Worldwide Television News), en svo reynum við að sjóða fréttimar saman úr þessu. Þessar frétta- myndir eru annaðhvort frá morgn- inum eða kvöldinu áður, en þær berast hingað um eftirmiðdaginn. Svo er náttúrulega talsverð pressa á manni að nota nú myndimar, því að ríkissjónvarpið gerði samning við sama fyrirtæki og við og þaraf- leiðandi með sömu myndir. Innlendar fréttir koma hins vegar ekki af sjálfu sér, þær gerast bara og þá ríður á að fylgjast vel með. Fréttimar emm við að skrifa þang- að til að fimm mínútur em til útsendingar og væmm lengur ef útsendingarstjóri krefðist ekki nær- vem okkar með fimm mínútna fyrirvara.“ 10.000 áskrifendur Sem fyrr sagði er Stöð tvö áskriftarsjónvarp og hittum við því yfirmann áskriftardeildar, en hann er Sigurður K. Kolbeinsson. Gengur að reka áskriftarsjónvarp á íslandi? „Já, tvímælalaust. Nú þegar em um 10.000 áskrifendur að stöðinni og þeim fer ijölgandi dag frá degi. Aðalvandi okkar hefur verið að út- vega nógu marga myndlykla, en það leysist nú vonandi með vorinu. Ég held að menn eigi ekki að þurfa að bíða meira en tvær vikur eftir myndlykli, en hörgli á meginlandinu er um að kenna." Hvar eru flestir áskrifendur? „Þeir era líkast til flestir í Keflavík og Njarðvík, enda fólk þar yfirleitt fljótt að tileinka sér nýjung- ar. Þar em húsfélagasamningar líka mjög algengir, en aðrir staðir t.d. Garðabær fylgir Keflvíkingum fast á hæla. Salan hefur aukist mjög upp á síðkastið og við tókum eftir því að salan rauk upp eftir að bamasjónvarpið byijaði um helgina 24. og 25. janúar. Þá fóm menn að bíða í röðum út á götu eftir myndlyklum." COSPER — Hérna segja foreldrarnir að við megnm ekki leika okk- ur. Ég var farinn að óttast að ég fyndi ekki staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.