Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Danski rithöfundur- inn Kirsten Thorup í Norræna húsinu FYRSTA bókakynning norrænu sendikennaranna við Háakóla ís- lands og bókasafns Norræna hússins á þessum vetri verður laugardaginn 21. febrúar kl. 16.00. Á þessum bókakynningum verða kynntar bókmenntir síðasta árs á ■^Kirsten Thorup hinum Norðurlöndunum og verður fenginn rithöfundur frá hvetju landi til þess að lesa upp. Á iaugardaginn verða kynntar danskar bækur. Danski rithöfund- urinn Kirsten Thorup kynnir bækur sínar og les m.a. úr nýrri skáldsögu sem hún hefur í smíðum. Danski sendikennarinn Keld Gall Jörgensen kynnir bókaútgáfuna í Danmörku frá síðastliðnu ári. Kirsten Thorup er fædd 1942 og á að baki langan rithöfundarferil. Þekktust er hún fýrir bækumar „Lille Jonna" (1977), „Den lange sommer" (1979) og „Himmel og helvede" (1982). Kirsten Thorup hefur einnig sent frá sér ljóðasöfn og smásögur. Hún hlaut hin al- þjóðlegu Pégasus verðlaun 1979 fyrir skáldsöguna „Baby“ (1973), en þá bók hefur Nína Björk Ama- dóttir þýtt og lesið í útvarpi. Bókakynningunum verður haldið áfram laugardagana 7., 14. og 21. mars og þá verða norskar, sænskar og fínnskar bækur á dagskrá. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Sýnir verk úr handspunnu togi í Gallerí Hallgerði ÁSLAUG Sverrisdóttir opnar sýningu í Gallerí Hallgerði, Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík, Iaugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Áslaug stundaði nám í vefnaði og leirkerasmíði við ríkisháskól- ann í Kansas Lawrence árin 1962-64. Lauk hún síðan vefnað- arkennaraprófí frá Mynlista- og handíðaskóla íslands árið 1973. Hefur hún starfað sem kennari hjá Heimilisiðnaðarfélagi íslands og í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á sýningunni í Gallerí Hallgerði verða sýnd textílverk úr hand- spunnu togi. Sýningin stendur til 8. mars og er opin daglega frá kl. 14.00-18.00. i.' raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar | ýmislegt Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Reykjavík í febrúar og mars 1987 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoð- unar 1987 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1986 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar sem eru meira en 1500 kg aö leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1 sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1984 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla verður birt síðar. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugar- daga frá kl. 08.00 til 16.00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík á tímabilinu frá: 17.02.-28.02. ökutækinr. R- 1-R- 5000 01.03.-31.03. ökutæki nr. R-5001 -R-25000 Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiða- skatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigubifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstanum L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1986. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 16. febrúar 1987. Böðvar Bragason. Borgarnes Fundur i Félagi ungra sjálfstæöismanna verður haldinn laugardaginn 21. febnjar kl. 14.30 i Sjálfstseöishúsinu. Þar ræöum við félagsmál- in og átakið í húsnæðismálunum. Baldrún mætir. Stjómin. Kópavogur — Kópavogur Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er í Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 9.00-19.00. Símsvari opinn allan sólarhringinn sími 40708. Sauðárkrókur Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks verður haldinn í Sæborg sunnudaginn 22. febrúar 1987 kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Mætum vel og ræðum málin á kosningaári. Stjórnin. Félagsfundur Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu heldur félagsfund i Sjálfstæöis- húsinu á Selfossi mánudaginn 23. febrúar nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning tveggja fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins. 2. Arndis Jónsdóttir, kennari, ræðir væntanlegar alþingiskosningar. 3. Haukur Gfslason, bæjarfulltrúi, segir frá bæjarmálum á Selfossi og Halldóra Ármannsdóttir talar um málefni aldraðra. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Sjálfstæðiskvennafólag Árnessýslu. Selfoss — Selfoss Félagsfundur sjálfstæðisfélagsins Óðins veröur haldinn á Tryggvagötu 8, Selfossi föstudaginn 20. febrúar og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Gestur fundarins verður Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. 3. Önnur mál. Allir félagar hvattir til þess að mæta. Muninn, Árnessýslu Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins Munans verður haldinn sunnudaginn 22. þ.m. kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Tryggvagötu 8, Sel- fossi. Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjómin. Barðastrandasýsla Fundur veröur i fulltrúaráði Baröastrandasýslu föstudaginn 20. febrú- ar kl. 21.00 i Dunhaga, Tálknafirði. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Fulltrúar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Akranes — kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins við Heiðargerði á Akranesi opnar föstudaginn 20. febrúar kl. 14.00 og veröur fyrst um sinn opin frá 14.00-17.00 alla virka daga. Breyting á opnunartima verður auglýst síðar. Kosningastjóri veröur Sigurbjörg Ragnarsdóttir. Mætum öll í kaffi opnunar- daginn kl. 15.30. Sjáumst hress og kát. Stjórn fulltrúaráðs. Landsmálafélagið Vörður Straumhvörf í íslenskum landbúnaði Landsmálafélagið Vörður efnir til ráöstefnu um landbúnaðarmál föstudaginn 20. febrúar nk. Ráðstefnan verður haldin í sjálfstæöis- húsinu Valhöll og hefst kl. 16.00 og lýkur kl. 20.00. Á ráðstefnunni verða eftirfarandi framsöguerindi flutt: 1. Þróun f landbúnaði selnustu irln. Doktor Sigurgeir Þorgeirsson. 2. Stjómkerfi landbúnaðarins. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson lögfræðingur. 3. Afleiðingar afurðasölu og verðlagssklpulagslns. Steingrímur Ari Arason hagfræöingur. 4. Staða bændastéttarlnnar. Jóhannes Torfason bóndi. 5. Áhrif kvótakerflslna og núverandi framleiðslustýringar. Guðmund- ur Stefánsson landbúnaðarhagfræðlngur. 6. Hvernig er hægt að leysa núverandi vanda? Ketill A. Hannes- son landbúnaðarhagfræðingur. 7. Stefnumörkun í landbúnaði. Jón Magnússon hdl. Að loknum framsöguerindum veröa umræður og fyrirspurnir. Ráð- stefnustjóri verður Sigurbjörn Magnússon lögfræðingur. Funda- og róðstefnunefnd Varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.