Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 45 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS U-. L, ir Þessir hringdu . . Bröndótt læða týndist Sæmundur Bjaraason hringdi: Bröndótt læða ellefu ára dóttur minnar týndist í síðustu viku frá Þórufelli 6. Ef einhver í nágrenninu hefur orðið hennar var er hann beðinn um að hringja í síma 78967. Hverjir setja gúmmíþéttilista í ísskápa? Stella María hringdi: Hveijir eru það sem setja gúmmí- þéttilista í ísskápa? Það virðist vera voðalega erfítt að hafa upp á ein- hveijum slíkum. Þakkir til Guðríðar Kristín hringdi: Ég vil þakka Guðríði Magnús- dóttur fyrir grein hennar sl. sunnudag um nafn- og myndbirt- ingar. Hún var ágæt og tímabær. Minkaskinns* trefill týndist Kona hringdi: Minkaskinnstrefíll tapaðist fyrir jólin. Hann var ljósbrúnn og silki- fóðraður. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 14511. Fundarlaunum heitið. Gullarmband tapaðist Sonur hringdi: Móðir mín tapaði gullarmbandi, sem er henni mjög kært, í bytjun janúar. Líklega við Stórholt eða fyrir utan Reykjalund. Finnandi vinsamlegast hafí samband við Rögnu í síma 12080. Fann hatt Kristinn Eysteinsson hringdi: Ég fann gráan herrahatt með skrautborða 17. janúar sl. í Sól- heimum. Stærðin er sennilega 58 eða 59. Eigandi hattsins getur haft samband við mig í síma 686482. Kom með kápu í styttingu Sigurlaug hringdi: Það kom kona til mín með kápu í styttingu sem hún sagði að mamma sín ætti. Hún ætlaði síðan að koma aftur eftir nokkra daga að sækja kápuna. Síðan eru iiðnir Qórir mánuðir og ég hef ekkert heyrt frá konunni. Ef hún vill nálg- ast kápuna er síminn hjá mér 38156. BMX-Rotary hjól hvarf Erla hringdi: Hjól sem sonur minn á hvarf úr reiðhjólageymslu í Seljahverfí í bytjun janúar. Þetta er hjól af gerð- inni BMX-Rotaiy, hvítt með rauðum dekkjum og rauðu sæti. Á því var rauður talnalás og festing á stýrinu fyrir lukt. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 76499. Skilið myndunum Úr fannst í Stigahlíð er voru í veskinu Biraa Kristjánsdóttir hringdi: Ég tapaði svörtu seðlaveski, gömlu og lúnu, á leiðinni frá Grens- áskjöri að Espigerði 12 nýlega. Finnandi getur átt peningana sem í því voru en ég vil gjaman fá veskið og myndimar sem í því vora til baka, því ég get ekki fengið þær bættar. Heimilisfang mitt var í veskinu. Fann minkaskinn hringdi: íg er með minkaskinn, mjög vandað og fínt, í óskilum. Það fannst í vesturbænum. Eigandi get- ur haft samband í síma 14343. Sýnið beint frá Júgóslavíu Handboltaunnandi hringdi: Ég vil beina þeim tilmælum til Bjama Felixsonar að hann sjái til þess að sýnt verði beint frá báðum leikjunum í Júgóslavíu. Vantar síma- númer nuddarans Lesandi hringdi: Fyrir nokkra var viðtal við Ágúst Grétarson, nuddara, í Morgunblað- inu. Mér hefur ekki tekist að ná sambandi við hann neins staðar og vildi biðja hann um að setja síma- númer sitt einhversstaðar þar sem maður gæti séð það. Tapaði minkatrefli Helga Guðmundsdóttir hringdi: Móðir mín tapaði minkatrefli 13. febrúar sl., líklegast í leigubíl. Ef einhver hefur fundið hann er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 22949. Góð fundar- laun. Kona hringdi: Ég fann karlmannsúr í Stigahlíð nýlega. Eigandi getur hringt í síma 17348. Illa merkt við Bústaðaveg- Skógahlíð Gísli Jónsson, prófessor hringdi: Það er óskiljanlegt hvað þeim mönnum sem sjá um uppbyggingu vegamannvirkja era mislagðar hendur. Það var opnaður hér nýr vegur, Bústaðavegurinn, og gerðar tvær akgreinar frá nýju brúnni yfír Kringlumýrabraut út að Skógahlíð þar sem Bústaðavegurinn endar á blindhæð. Þegar maður kemur þama akandi út Bústaðaveginn er maður allt í einu kominn inn á einn- ar akreinar braut. Framan af vora engin aðvöranarmerki en það er víst búið að setja upp þau nú. En þau vora auðvitað sett upp hægra megin þar sem þar vora ljósastaur- ar til þess að festa þau á. Ef maður ekur við hliðina á stóram bíl sér maður ekki merkin. Það era ein- mitt þeir sem era á vinstri akrein sem þurfa að fá aðvöran í tæka tfð og færa sig yfír á hægri akrein. Svo lendir þetta allt í hnút þama uppi á blindhæðinni. Það er alveg makalaust að umferðaryfirvöld skuli ekki sjá svona lagað. Hvað höfð- ingjar hafast að 9439-2039 hringdi: Mig langar til að bera fram þá spumingu hvemig á því muni standa að fyrirfólk á íslandi lætur næstum aldrei mynda sig öðra vísi en með vínglas í höndunum. Er verið að auglýsa brennivín eða hvað? Væri ekki nær að reka áróð- ur fyrir einhveiju skemmtilegra fyrirbæri í þjóðlífínu? HEILRÆÐI Algengustu heimilistækin, sem daglega era í notkun og með öllu ómissandi geta sem best verið hinar mestu slysagildrur. Öll umsvif hinna eldri vekja forvitni og athafnaþrá bamanna. Leyfíð þeim að taka þátt í störfum ykkar og leiðbeinið þeim. Munið ávallt „að hnífur og skæri era ekki bama meðfæri". Allt of oft hafa böm hlotið djúp sár á egg- jámum þessum, sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. (>EW STOPP* STUTt pv\ þe\r eru a\K ' sen Santos hornsófi, 6 sæta. Áklæði. B 222 x L 278. Vigra lút. hornsófi. 6 sæta. Áklæði. B 210 x L 270. Pallas hgrnsófi. 6 sæta. Áklæði. B 245 x L 302. Bello hornsófi. 6 sæta. Áklæði. B 220 x L 285. Og þetta er aðeins hluti af úrvalinu. húsgagn»höllin O reykjavIk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.