Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 29 Læknavaktin sf Keyptu bíl yfir símann! Heilsugæslulæknar á Akureyri stofnuðu fyrir skömmu sameign- arfélagið Læknavaktin sf. Tilgangur félagsins er rekstur bifreiðar vegna vaktþjónustu heil- sugæslulækna í bænum, eins og það hét í Lögbirtingarblaðinu. Hjálmar Freysteinsson, yfirlæknir á Heilsu- gæslustöðinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að sex læknar hefðu í sameiningu keypt lítinn bíl til að nota á vaktinni - „aðaltilgangurinn með þessu var reyndar að fá farsíma á vaktina. Það má segja að við höfum keypt bíl utan um símam!" sagði Hjálmar. Áður var vaktlæknir á eigin bif- reið en nú, sagði Hjálmar, er öryggið og þægindin mun meiri. „Það er öruggt að hægt er að ná í vaktlækni strax, hann hefur símann í bílnum og getur síðan stillt hann á númerið þar sem hann er staddur ef hann fer úr bflnum." Skipsljóra- og stýrimannanám: Kennsla á 2. stigi á Dalvík næsta vetur Daivík. Næsta skólaár mun Dalvíkur- skóli bjóða upp á kennslu á 2. stigi skipstjóra- og stýrimannanáms og munu nemendur þá geta lokið fiski- mannsprófi á Dalvík. Menntamála- ráðuneytið hefur heimilað að þetta nám fari fram á Dalvík með tilliti til góðrar reynslu af starfrækslu 1. stigs skipstjómarbrautar sfðast- Iiðin 5 ár. Á þessu skólaári hófu 14 nemendur nám á 1. stigi og er mikill áhugi meðal þeirra að geta lokið 2. stigi á Dalvík. Þetta er sjötta árið sem 1. stigs skipstjómarbraut er starfrækt við skólann og hefur náðst góður Sjónvarp Akureyri FÖSTUDAGUR 20. febrúar §18.00. Undir áhrifum. Ný sjónvarps- kvikmynd frá CBS. Átakanleg mynd um þau áhrif sem ofneysla áfengis getur haft á fjölskyldulífið. 19.36. Teiknimynd. Glæframúsin. 20.00. Geimálfurinn. §20.30. Benny Hill. Breskur gamanþátt- ur. §21.05. Háskaleg eftirför (Moving Viol- ations). Bandarísk bíómynd frá 1976 með Stephen McHattie, Kay Lenz og Eddie Albert í aðalhlutverkum. Mynd- in fjallar um krakka f ökuskóla sem eiga í útistöðum við óheiöarlega menn. §22.40. f upphafi skal endinn skoða (The Gift Of Life). Hjón hafa árangurs- laust reynt að eignast barn. Vandinn leysist þegar þau fá konu til aö ganga með barnið fyrir sig. En engan hafði órað fyrir þeim siðferðislegu og tilfinn- ingalegu átökum sem fylgdu í kjölfar- ið. §00.15. Cabo Blanco. Bandarísk bíó- mynd með Charles Bronson, Jason Robards, Simon MacCorkindale og Camillu Sparv i aðalhlutverkum. Giff Hoyt ákveður að snúa baki við skark- ala heimsins og flytur til Cabo Blanco, lítils fiskiþorps við strendur Perú. En Adam var ekki lengi í paradís. 01.50. Dagskrárlok. árangur af starfseminni. Alls hafa 38 nemendur útskrifast frá skólanum. Aðstaða er góð á Dalvík, Qölbreytt útgerð og vinnsla er á staðnum og þá er góð aðstaða til að taka á móti nemendum, því við skólann er nýleg heimavist, en nemendur hafa komið víða að af Norðurlandi. Sjávarútvegs- fræðsla hefur skipað veglegan sess f starfi skólans undanfarin ár, þvf auk 1. stigs hefur nemendum 9. bekkjar verið boðið upp á að ljúka 30 tn skip- stjómarprófi, pungaprófi, og hefur stór hluti þeirra valið sér þá grein. Þá hafa verið haldin réttindanámskeið fyrir undanþágumenn nú í kjölfar nýrra laga um atvinnuréttindi skip- stjómarmanna. f haust kaus bæjarstjóm nefnd tii að gera tillögur og vinna að frekari uppbyggingu sjávarútvegsfræðslu á Dalvík. Vinna nefndarinnar beindist að því f fyrstu að kanna möguleika á viðbót við skipstjómarfræðsluna. Nið- urstöður nefndarinnar urðu þær að ekkert væri þvf til fyrirstöðu að á Dalvík væri starfrækt fyrsta og ann- ars stigs skipstjómarbraut en skip- sfjóra- og stýrimannanám er hvergi hægt að sækja á Norðurlandi. Sótt var um heimild til ráðuneytisins og veitti ráðuneytið Dalvíkurskóla leyfi til að he§a kennslu á 2. stigi næsta skólaár enda fáist nægjanlegur nem- endaflöldi til þess. Jafnframt þessu hefur nefndin kannað möguleika á fiskvinnslunámi á Dalvík. Gerðu nefndarmenn sér ferð f Fiskvinnsluskólann f Hafnarfirði til að kynna sér starfsemi skólans og hugmyndir heimamanna. Urðu undir- tektir ráðamanna skólans mjög jákvæðar og 1 framhaldi af heimsókn nefndarinnar í skólann hefur þess verið farið á leit við menntamálaráðu- neytið að það tilnefni fulltrúa frá ráðuneyti, Fiskvinnsluskólanum og heimamönnum í nefnd til að vinna að athugun og undirbúningi á því að setja á stofti fiskvinnslunám á Dalvík og tengja það skipstjómamáminu. — Fréttaritarar. Gigtarfélag á Norð- urlandi eystra stofnað STOFNFUNDUR gigtarfélags á Norðurlandi eystra verður luild- inn á hótel KEA á sunnudaginn og hefst kl. 15. í fréttatilkynningu frá þeim sem ætla að stoftia félagið segir að á svæðinu sé stór hópur fólks, um 2.500 manns, sem á við varanlegan heilsubrest að stríða af völdum gigt- sjúkdóma. „Telja má að sameigin- leg hagsmunamál þessa fólks séu svo mörg og brýn að ástæða sé til að vinna saman að framgangi máls- ins,“ segir í tilkynningunni. Enn- fremur segir „Gigtarfélag íslands er að vísu til og hefur unnið mikið og gott starf, en sú uppbygging hefur fýrst og fremst miðast við suðvesturhomið og nýtist fólki hér takmarkað. Með stofnun gigtarfé- algs hér nyrðra er vonast til að geta flýtt fyrir uppbyggingu ýmiss- ar þjónustu fyrir gigtsjúka. Hér er enginn gigtarsérfræðingur starf- andi. Ef til vill er á einhvem hátt hægt að flýta fyrir því að slík staða fáist af fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri." í tilkynningunni segir að engin sérhæfð þjálfunar- eða endurhæf- ingaraðstaða sé á svæðinu og úr því þurfi að bæta, helst í samvinnu við aðra sem á slíkri aðstöðu þurfa að halda. Þeir tylltu sér niður í nýja salnum meðan Ijósmynbdari festi þá á filmu. Frá vinstri: Amfinnur Arnfinns- son, framkvæmdastjóri IOGT á Akureyri, Birgir Ágústsson, hönnuður hússins og framkvæmda, Sigurður Arnfinnsson, bíóstjóri og Ingimar Eydal, stjómarformaður IOGT á Akureyri. Nýi salurínn í Borgarbíói tekinn í notkun á morgnn: Bylting í bíómenningu á Akureyri - segja forráðamenn IOGT NÝI sýningarsalurinn í Borg- arbíói verður tekinn í notkun á morgun, laugardag. „Við tökum hann í notkun kl. 2, þá bjóðum við hingað þeim sem hafa unnið við nýja húsið, stjóm IOGT og nokkrum fleirum og höld- um prufusýningu," sagði Sigurður Amfinnsson, bíóstjóri, í gær er nokkrir forráðamenn Borgarbíós sýndu blaðamanni Morgunblaðsins hin nýju salarkynni. Annað kvöld klukkan 21.00 verður svo fyrsta sýningin fyrir almenning í nýja salnum - þá verður sýnd mjmdin Pirates í leikstjóm Romans Pol- anski. Eftir breytinguna verður gengið inn í Borgarbíó að vestan - frá bfla- stæði við Geislagötuna. Þar er rúmgott anddyri, sælgætissala, sal- emisaðstaða. Þaðan er gengið inn í nýja salinn og einnig verður geng- ið úr þessu sama anddyri inn í þann gamla þegar honum hefur verið „snúið við“ - þvi verki ætti að vera lokið eftir um það bil einn og hálfan til tvo mánuði að sögn Birgis Ágústssonar, sem hannað hefur breytingar á húsinu og haft yfirum- sjón með verkinu. Nýi salurinn tekur 132 manns í sæti. Mun meira bil er á milli sæta- raða en nú er í gamla salnum og verður honum breytt á sama hátt. Honum verður einmitt breytt mikið; verður með sama sniði og sá nýi.w „Nú getum við loks boðið upp á alvöru bíó,“ sagði Ingimar Eydal, stjómarformaður IOGT, í gær. Hann sagði að þetta yrði bylting í bíómenningu í bænum og tóku aðr- ir undir það. Eins og áður hefur komið fram em tæki í nýja salnum hin fullkomnustu sem fáanlega eru - Dolby-hljóðkerfi og sitthvað fleira. Séð yfir nýja salinn. Úr nýja anddyrinu í Bórgarbíói. Þeim gremst að fund- ur þeirra féll í skugg- ann vegna okkar -segir kosningastjóri J-listans sem segir nú of seint að tala við forsætisráðherra „SONUR minn er þarna að senda mér kveðju sína. Þetta gengur hægt og rólega en menn eru ekkert að hætta við. Ég veit að visu ekki hvað mikið þetta verður en það er í gangi,“ sagði Harald- ur M. Sigurðsson, kosningastjóri J-listans, sérframboðs Stefáns Valgeirssonar, f samtali við Morgunblaðið í gær. Haraldur sagði þetta í tilefni af ummælum kosningastjóra Fram- sóknarflokksins, Sigurðar Haralds- sonar, í Degi í gær þar sem hann segir að engar úrsagnir úr flokkn- um hafi borist á flokksskrifstofuna og sér vitanlega væri engin hrejrf- ing í gangi í þá átt. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, hefur nú haft samband við Stefáns-menn og bauðst til að koma norður og ræða við þá, en Haraldur og félagar höfn- uðu því. „Það er of seint að ræða við hann um kosningamál núna því við erum búnir að ákveða okkar innri mál. Við viljum tala við Steingrím, en ekki um kosninga- mál. Hann vildi ekki „spandera" þremur mínútum á okkur á Hótel KEA um síðustu helgi og því óþarfi að bjóðast til að tala við okkur núna. Það er bara tímaeyðsla,“ sagði Haraldur. Á sunnudaginn halda stuðnings- menn Stefáns fund í Vín í Eyjafirði og sagði kosningastjórinn að þar ætti að leggja helstu drög að stefnu- skrá framboðsins. Menn Stefáns Valgeirssonar voru ákafiega óhressir er forsætisráð- hera vildi ekki tala við þá er hann fundaði á Hótel KEA um helgina. Sigurður Haraldssonar, kosninga- stjóri B-listans, ségir i Degi í gær að hvorki Steingrímur né aðrir úr forystu flokksins hafi viljað „trufla vinnufundinn á Hótel KEA með því að taka þátt í einhverri fjölmiðla- sýningu með sérframboðsmönnum utandyra." Haraldur var spurður álits á ummælum sonar síns, hvort það væri rétt að hann og félagar hans hefðu ætlað að vera með ein- hvers konar „fjölmiðlasýningu" um helgina - hvort þeir hefðu ekki ætl- að að tala við Steingrím í alvöru. „Hann er að rejma að stæla pabba sinn svolítið. Það er gott að vita að hann er vakandi," sagði Haraldur um ummæli sonarins, og bætti við: „Nei, þetta átti ekki að vera nein sýning. Við ætluðum að- eins að nota tækifærið og sýna forsætisráðherra að við erum fram- boð. Þeir eru svo að grípa í rassinn á sjálfum sér núna og vilja tala við okkur, en það er tímasóun. Þeim gremst að fundur þeirra féll f skuggann vegna okkar," sagði Har- aldur M. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.