Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 33 Minning: Magnús Kristjánsson fv. kaupfélagsstjóri Fæddur 30. janúar 1918 Dáinn 9. febrúar 1987 Tengdafaðir minn, Magnús Kristjánsson, er látinn. Það er er- fítt að trúa því að hann sé horfínn svona skyndilega. Að vísu var ald- urinn farinn að færast yfír hann, en hann var unglegur og bar aldur- inn ótrúlega vel þrátt fyrir þungar byrðar sem á hann voru lagðar á efri árum. Ég man fyrst eftir Magnúsi þeg- ar ég var að alast upp fyrir austan, þá var hann kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli og stjómaði umfangs- miklum atvinnurekstri Kaupfélags Rangæinga. Á þeim árum þegar hann var kaupfélagsstjóri voru miklir uppgangstímar á Hvolsvelli og undir hans stjóm varð Kaupfélag Rangæinga að stórfyrirtæki á sviði verslunar og þjónustu í héraðinu. Mér er minnisstætt gamla verslun- arhúsið hjá Amarhvoli og pakk- húsin sem þar vom, þetta var ævintýraheimur fyrir ungan dreng í verslunarferð. Síðar var byggt annað verslunarhús, stórt og glæsi- legt, suður við þjóðveginn og þar vom reist fleiri hús yfír ýmsa aðra þjónustu kaupfélagsins. Þessar byggingar spmttu upp á ótrúlega stuttum tíma og bera enn þann dag í dag ljósan vott um stórhug, dugn- að og framsýni Magnúsar sem forystumanns á þessum áram. í minningum mínum frá þessum tíma man ég líka vel eftir eiginkonu Magnúsar, Laufeyju Guðjónsdóttur. Þó ég sæi hana ekki oft fyrir aust- an er hún mér eftirminnileg sem glæsileg kona með mikið hrafnsvart hár. Síðan leið tíminn, ég fór að heim- an til náms og kom ekki austur í Rangárvallasýslu eftir það nema sem gestur. Löngu síðar höguðu atvikin því svo að leiðir okkar Magnúsar lágu saman á ný eftir að ég kynntist dóttur hans, Svanfríði. En þá höfðu mikil um- skipti orðið í lífí Magnúsar. Hann hafði orðið fyrir miklu áfalli vegna hjartasjúkdóms árið 1961 og skömmu síðar látið af störfum sem kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli. Nokkm eftir það, þegar hann var fluttur til Reykjavíkur, kominn til heilsu á ný og farinn að una hag sínum í öðm starfi, þá dundi annað áfall yfír Qölskylduna. Laufey kona hans veiktist alvarlega og lá síðan rúmfost í sjúkrahúsi í 17 ár. Þannig var ástatt hjá Magnúsi þegar ég kynntist honum og fjöl- skyldu hans. Þau kynni urðu að náinni vináttu og flölskylduböndum þegar við Svanfríður dóttir hans stofnuðum heimili og gengum í hjónaband. Þegar ég nú að leiðarlokum kveð Magnús tengdaföður minn er margs að minnast. Hann var höfðingi heim að sækja og á heimili hans áttum við Svanfríður margar ánægju- stundir. Eftirminnileg em mér mörg skemmtileg ferðalög með honum, sérstaklega var ógleymanlegt að vera með honum vestur í Kanada sumarið 1982 þegar við Svanfríður dvöldum með honum hjá Borgþóri mági mínum og fjölskyldu hans. Þeim sem til þekktu líður seint ur minni sú umhyggja sem Magnús sýndi Laufeyju konu sinni í hennar langa og erfiða veikindastríði. Lengst af fór hann nær því á hveij- um einasta degi til að heimsækja hana vestur á Landakotsspítala og ef hann þurfti að fara eitthvað í burtu sá hann ævilega til þess að einhver annar gæti farið til Laufeyj- ar. Sú ástúð sem Magnús sýndi henni var aðdáunarverð og ógleym- anleg. Nú em tengdaforeldrar mínir báðir horfnir af sjónarsviðinu með stuttu millibili. Laufey andaðist í október síðastliðnum og með henni missti Magnús það sem hann lifði fyrir síðustu árin. Heilsu hans hrak- aði og aðeins fjómm mánuðum siðar andaðist hann skyndilega á heimili sinu 69 ára að aldri. Að síðustu vil ég þakka Magnúsi fyrir samfylgdina og margar ánægjulegar stundir á heimili okkar Svanfríðar. í huganum geymast endurminningar um einlægan vin og sannan heiðursmann. Blessuð sé minning hans. Njáll Sigurðsson í dag er til moldar borinn frændi minn Magnús Kristjánsson fyrrver- andi kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli. Hann lést á heimili sínu í Safamýri 34 í Reykjavík hinn 9. þessa mánað- ar, 69 ára að aldri. Magnús var sonur hjónanna Am- laugar Samúelsdóttur og Kristjáns Ólafssonar bónda og oddvita á Seljalandi undir Eyjafjöllum. Hann er fæddur á Seljalandi og ólst þar upp hjá foreldram sínum með fimm systkinum, sem náðu fullorðins- aldri, einum bróður, Ólafi, sem var bóndi og oddviti á Seljalandi og látinn er fyrir nokkmm ámm, og fjórum systmm, Sigríðir, húsfreyju á Seljalandi, Þuríði, húsfreyju á Hvolsvelli, Aðalbjörgu, húsfreyju í Reykjavík, og Mörtu, húsfreyju á Seljalandi. Tvö systkini Magnúsar létust í æsku. Heimili Amlaugar og Kristjáns á Seljalandi var mikið rausnarheimili og vom þau hjónin einstaklega gestrisin og hjálpfús, en þess nutu ferðamenn í ríkum mæli, því Selja- land var í þjóðbraut og mikill áningastaður, sérstaklega vegna Markarfljóts, áður en það var brúað 1933. Mikil aðstoð og leiðsögn var á þeim tíma innt af hendi frá Selja- landi við þá sem leið áttu yfír fljótið. Á Seljalandi var einnig gestkvæmt vegna félagsmálastarfa Kristjáns og vegna þess að þar var mjög lengi verslunarútibú frá Kaupfélagi Hall- geirseyjar. Systkinin á Seljalandi ólust upp í anda félagshyggju og samvinnu- hugsjónar, sem hafði sterk áhrif á lífsviðhorf þeirra. Sérstaklega átti þetta við um Magnús, sem stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni hjá Bjama Bjamasyni og síðar í Samvinnuskólanum hjá Jónasi Jónssyni. Magnús fór ungur að starfa fyrir Kaupfélag Hallgeirseyj- ar, fyrst með föður sínum við útibúið á Seljalandi, síðar í sumar- vinnu á skólaámnum ogþegar hann lauk námi í Samvinnuskólanum 1941 réðst hann til framtíðarstarfa hjá því. Hann varð fljótlega fulltrúi kaupfélagsstjóra og 1946 var hann ráðinn kaupfélagsstjóri, en þá lét Sveinn Guðmundsson kaupfélags- stjóri af því starfí eftir 5 ára starf á Hvolsvelli og tók þá við kaup- félagsstjórastarfí hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sem hann gegndi rpjög lengi. Ég kom til starfa þjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar vorið 1946 og fékk því gott tækifæri til þess að kynn- ast starfsháttum Magnúsar og þeirri uppbyggingu og þróun sem átti sér stað undir hans forystu á vegum kaupfélagsins í tæp 20 ár sem hann var kaupfélagsstjóri. Þegar Magnús var ráðinn kaup- félagsstjóri var Sigurþór Ólafsson oddviti í Kollabæ formaður kaup- félagsins. Hann var ömmubróðir Magnúsar, traustur og mikilhæfur félagsmálamaður. Þeir frændur vom samhentir að vinna að upp- byggingu samvinnustarfs í Rangár- vallasýslu, sem þá var í mótun. Árið 1948 var Kaupfélag Hallgeirs- eyjar og Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk sameinað í eitt félag með aðalstöðvar á Hvolsvelli. Eftir sam- eininguna, og með tilliti til annarra aukinna umsvifa félagsins á þeim tíma í verslun og þjónustuiðnaði beitti Magnús sér fyrir því, að félag- ið byggði myndarlegt iðnaðarhús, sem gerði mögulegt að koma á fót bflaverkstæði, vélsmiðju, rafmagns- verkstæði og trésmiðju. í framhaldi af því beitti hann sér fyrir því að hafíst var handa um að byggja gott verslunarhús, sem svaraði vel kröfum þess tíma og staðsett er við Austurveg sem er hraðbrautin er nú liggur um Suðurland. Með til- komu þess húss 1957 varð bylting í verslunaraðstöðu félagsins, því gömlu verslunarhúsin vom orðin óviðunandi á allan hátt og úr þjóð- braut. í kjölfar þessara fram- kvæmda og umsvifa þróaðist byggð í Hvolsvelli og myndarlegt sveita- þorp tók að myndast. Magnús var duglegur og farsæll athafnamaður og stjómaði kaup- félaginu af varfæmi og framsýni og gætti hagsmuna þess af mikilli kostgæfni, en hann lét fleiri verk- efni til sín taka. Hann vann að uppbyggingu sveitarfélagsins í Hvolhreppnum, sem var í ömm vexti á þeim tíma, og var um skeið oddviti þess og átti stóran þátt í að þar var byggt myndarlegt félags- heimili. Hann gegndi mörgum öðmm störfum í þágu atvinnuupp- byggingar. Hann átti lengi sæti i stjóm Olíufélagsins svo og Meitils- ins hf. í Þorlákshöfn, einnig átti hann um skeið sæti í stjórn sérleyf- ishafa og var áhugamaður um ferðamál og umbætur í samgöngu- og flutningamálum. Magnús naut mikils trausts allra sem áttu viðskipti við hann og kaup- félagið í hans kaupfélagsstjóratíð. Þetta átti bæði við félagsmenn í kaupfélaginu og ekki síður þau fyr- irtæki og þá kaupsýslumenn sem höfðu viðskipti við kaupfélagið. Þetta fann ég mjög vel þegar ég tók við kaupfélagsstjórastarfinu af Magnúsi og þessa nýtur kaupfélag- ið jafnvel enn í dag. Það þurfti mikið þrek og karl- mennsku til þess að ryðja þá braut og stjóma þeirri uppbyggingu sem varð hlutskipti Magnúsar Kristjáns- sonar á Hvolsvelli. Aðstaðan í Rangárvallasýslu var ekki sérlega góð. Afurðasalan var ekki á vegum kaupfélagsins til styrktar rekstrin- um, eins og hjá mörgum öðmm kaupfélögum í dreifbýlinu, og auk þess var neytendaverslunin klofín í tvennt vegna stjómmálaskoðana, en slíkt er óhagkvæmt og torveldar eðlilega uppbyggingu og hag- kvæma þjónustu í héraðinu. Árið 1942 kvæntist Magnús Laufeyju Guðjónsdóttur frá Fremstuhúsum í Mýrarhreppi í Vestur-ísafiarðarsýslu, mikilli ágætiskonu, sem reyndist honum góður lífsförunautur. Böm þeirra em Kristján Öm bifreiðastjóri, bú- settur í Hvolsvelli, Svanfríður hjúkmnarfræðingur, búsett í Reykjavík, og Guðjón Borgþór líffræðingur, búsettur í Reykjavík. Árið 1962 veiktist Magnús alvar- lega af kransæðastíflu, sem lamaði heilsu hans í mörg ár, og raunar gekk hann aldrei alveg heill til skóg- ar eftir það. Hann gegndi þó kaupfélagsstjórastarfi í 3 ár eftir að hann veiktist, en 1965 kaus hann að láta af því starfí og flutt- ist þá til Reykjavíkur og hóf störf hjá Dráttarvélum hf. og starfaði þar í mörg ár, lengst af sem skrif- stofustjóri. Fyrir nokkmm ámm vom Dráttarvélar hf. sameinaðar Búnaðardeild Sambands ísl. sam- vinnufélaga, eftir það starfaði Magnús þar, allt til dauðadags. Þremur áram eftir að þau Laufey og Magnús fluttust til Reykjavíkur veiktist Laufey mjög alvarlega og lá rúmföst í spítala ætíð eftir það. Hún lést í október sl. 67 ára að aldri. Veikindi Laufeyjar vom þung- bær, ekki aðeins fyrir hana, líka fyrir Magnús, börn þeirra og aðra ættingja og vini. Magnús reyndist Laufeyju einstakur vinur og hjálp- arhella í hennar þungbæm og langvinnu veikindum. Hann kom til hennar í sjúkrahúsið alla daga, þeg- ar hann gat því við komið, og létti henni lífið með einstakri fómfysi og alúð. Nú þegar Magnús er allur og þau hjónin bæði vil ég færa þeim mínar bestu þakkir fyrir löng og góð kynni. Ég þakka Magnúsi gott og mikið samstarf frá liðnu ámnum sem við áttum saman hjá Kaup- félagi Hallgeirseyjar og Kaupfélagi Rangæinga. Einnig þakka ég marg- ar góðar ánægjustundir sem ég átti með þeim hjónum bæði á heim- ili þeirra og með þeim á glöðum stundum í góðra vina hópi. Ég votta bömum þeirra, tengda- bömum, bamabörnum og öðmm ættingjum og vinum innilega samúð mína og minnar fjölskyldu. Guð blessi þau og minningu þeirra. Ólafur Ólafsson t Móðir okkar, ANNA THEÓDÓRSDÓTTIR, Digranesvegi 24, Kópavogl, lést í Landspítalanum 18. febrúar. Jón Zophonfasson, Sigurlaug Zophonfasdóttir, Sesselja Zophonfasdóttlr, Kristinn Zophonfasson. t Hjartkær eiginmaður minn, QUÐNI SVEINSSON, Suðurgötu 23, Keflavfk, verður jarðsunginn fró Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Quðrfður Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, Hverfisgötu 68a, andaðist þann 7. febrúar sl. Otförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Victor Jacobsen, Þórhlldur Jónsdóttir, Aðalheiður Jacobsen, Jón K. Jacobsen. t Eiginkona mín, móðir og amma, MARGRÉT SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Safamýri 57, andaðist á Hjartadeild landsspítalans aö morgni 19. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Alexander Stefánsson, Ester Alexandersdóttlr, Margrót S. Alexanders. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, ODDUR ODDSSON, Hrafnlstu, Reykjavfk, áður Vesturgötu 37, lést í Borgarspítalanum 18. febrúar. Erna Magnúsdóttir, Gunnar Oddsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma RIGMOR KOCH MAGNÚSSON, lést í Borgarspftalanum 17. febrúar. Magnús Óskarsson, Elfn Sigurðardóttlr, Óskar Magnússon, Eydfs Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, faöir okkar, stjúpfaðir, tengdafaöir og afi, SIGURLAUGUR JÓN SÆVAR ÞÓRÐARSON, Hrlngbraut 97, andaðist í Borgarspftalanum aö kvöldi 18. febrúar. Marfa Jakobsdóttir, börn, tengdabörn og barnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.