Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 27 Fræðsla um vamir gegn tannskemmdum MARGIR aðilar aðstoðuð við að fræða um tannvernd í sambandi við tannverndardaginn 6. febrú- ar sl., ekki síst starfsfólk heilsu- gæslu og skóla. Stærsta átakið gerði þó aðstoðar- fólk tannlækna og önnuðust 78 Bókmennta- og tónlistarkynning á Kjarvalsstöðum í TENGSLUM við sýninguna ís- lensk abstraktlist verður haldin bókmennta- og tónlistarkynning á Kjarvalsstöðum laugardaginn 21. febrúar kl. 16.00. Á kynningunni mun Matthías Viðar Sæmundsson bókmennta- fræðingur flytja fyrirlestur um tengsl bókmennta og abstrakt- myndlistar, Guðný Ragnarsdóttir og Kristján Franklín munu lesa ljóð- ið „Tíminn og vatnið" eftir Stein Steinarr, Hjálmar H. Ragnarsson flytur aðfararorð um tónlist og Atli Heimir mun flytur verk eftir íslensk tónskáld. þeirra fræðslu og veittu upplýsingar í 14 stórmörkuðum víðsvegar um landið. Var þetta gert án endur- gjalds í tvo daga og sýndi aðstoðar- fólkið með því hve góðan skilning það hefur á mikilvægi fyrirbyggj- andi starfa í tannlækningum. Á hinum Norðurlöndunum gegnir aðstoðarfólk tannlækna mikilvægu hlutverki á þessu sviði og hefur Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, beitt sér fyrir því að menntun þess og rétt- indi komist í eðlilegt horf hérlendis. (Fréttatilkynning) Aðstoðarfólk tannlækna leiðbeinir á tannvemdardaginn. Bjarai Tryggva og Bjartmar Guðlaugsson. Bjarni og Bjartmar í hljómleikaferð ' TÓNLISTARMENNIRNIR Siglufirði, á laugardag á Hofsósi, Bjarai Tryggva og Bjartmar sunnudag á Skagaströnd og á Guðlaugsson halda nú um helg- mánudag á Sauðárkróki. Á þriðju- ina af stað í hljómleikaferð um dagskvöld verða siðan hljómleikar landið. á Hvammstanga, segir í frétt frá Á föstudagskvöld verða þeir á þeim félögum. Minning: Tryggvi Tryggva- son kennari Fæddur 24. október 1909 Dáinn 18. febrúar 1987 „Hin Ijúfa söngiist leiðir á lífíð fagran blæ.“ Þótt hartnær 60 ár séu liðin síðan við Tryggvi F. Tryggvason hitt- umst, man ég fullvel uppruna hans og umhverfi. Síðar bættust við tengdir Elíasar bróður míns og hans. Ungir menn kynntust þeir myndarlegum systrum, blómarós- um frá Bæjum á Snæfjallaströnd: Elías Hallfríði — Tryggvi Kristínu. Foreldrar þeirra voru Steindóra Steindórsdóttir og Jón Ólafsson. Báðir kvæntust þeir stúlkunum og nutu farsælla samvista á lífsleiðinni meðan öll lifðu, en Kristín lést 1972 og Elías 1978. Nú er blessuð Fríða ein eftir. Tryggvi og Kristín bjuggu sín fyrstu búskaparár hér í Reykjavík, en síðar nokkur ár vestra. Þau eign- uðust 3 mannvænleg böm, en þau eru þessi í aldursröð: Kristján Frímann, bifreiðasmiður, f. 24. júní 1940 — kvæntur Sólveigu Eyjólfs- dóttur, þau eiga 5 böm. Elín Rebekka, f. 15. júlí 1943 - gift Finnboga Emi Jónssyni, stórkaup- manni, böm þeirra em 3. Jólabamið Kristín, kennari, f. 25. des. 1951 — gift Sigurði Heiðarssyni. Þau eiga 2 böm. Tryggvi var einstaklega ástríkur og nærgætinn heimilisfaðir, svo leitun er að slíkum. „Mamma“ var ávarpsorð Tryggva gagnvart konu sinni. Má nokkuð af því marka andrúmsloftið og atlætið á heimil- inu. Kennaralaun vom auðvitað lág, Tryggvi gerði sér far um að auka tekjur fjölskyldunnar með auka- vinnu. Lerigi stundaði hann öku- kennslu fyrir vestan, einnig mörg sumur eftir að hann flutti suður, og innheimtustörf hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, og var auðvitað skæður sem slíkur, svo geðþekkur maður og hlýr í viðmóti sem hann var. Allmörg síðustu árin hér syðra, eftir andlát Kristínar, var Tryggvi í sambýli við frú Guðnýju Níels- dóttur. Tryggvi Frímann, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 24. októ- ber 1909 í Gufudal á Barðaströnd. Foreldrar hans vom hjónin Krist- jana Sigurðardóttir og Tryggvi Á. Pálsson, bæði Húnvetningar að ættemi. Móðirin var mikil ágætis- kona, faðirinn litríkur persónuleiki, gleði- og fjörmaður. Hann var al- kunnur félagsmálamaður og lét hvarvetna mikið til sín taka á opin- bemm vettvangi í heimahögum, hvort sem var í Barðastrandar- eða Norður-ísafjarðarsýslu. Eftir bamaskólalærdóm gekk Tryggvi í Unglingaskóla ísafjarðar, sem mörgum reyndist hollur vegna óvenju samstæðs og mikilhæfs kennaravals. Litlu síðar lá leið Tryggva í Kennaraskólann, og það- an lauk hann kennaraprófí vorið 1934, 25 ára að aldri._ Kennarafer- ill hans hófst svo á ísafirði strax um haustið, eftir 3 ár fer hann suður og fer að kenna við Mið- bæjarskólann. Þar hættir hann kennslu eftir 3 ár og heldur vestur á ný, þar sem hann kennir um nokk- urra ára skeið á Suðureyri í Súgandafirði og f Hnífsdal. Árið 1946 flytur svo fjölskyldan alfarin til Reykjavíkur, þar sem Tryggvi hefur kennslu við Melaskólann og starfaði þar í áratug fram að eftir- launaaldri, eða langt á fjórða áratug. Einhveija svokallaða „stuðningskennslu" stundaði Tryggvi eftir það. Tryggvi var góður og samvizku- samur kennari, sem tók starf sitt mjög alvarlega. Umhyggja hans fyrir nemendum sínum var til fyrir- myndar, og nutu hennar ekki sízt „þeir smáu“ sem hann gjama tók ástfóstri við. Tryggva var sýnt um að laða að sér böm, einkum þau, sem á ein- hvem hátt áttu erfitt uppdráttar, og munu skólastjórar hans hafa fundið sérleik Tryggva að þessu leyti, og trúað honum öðrum fremur fyrir „erfiðum" bömum. Þess vegna m.a. ávann Tryggvi sér þakklæti og vináttu foreldra slíkra bama, sem töldu sig eiga honum skuld að gjalda. Þótt Tryggvi F. Tryggvason væri þekktur og vinsæll kennari, var hann þó almennt kunnari og dáðari sem söngvari, með sína hlýju og fögru rödd. Kom þar ekki til aðeins þátttaka hans í sönglífi ýmissa kóra, 'bæði vestra og hér syðra, heldur fyrst og fremst þátttaka hans og forganga árum saman í hugljúfum og kærkomnum sam- söng í hinum vinsæla útvarpsþætti „Höldum gleði hátt á loft“. A.m.k. eldra fólkið í landinu man þá gleði, sem ómþýður útvarpssöngur „Tryggva Tryggvasonar og félaga" við undirleik Þórarins Guðmunds- sonar tónskálds veitti því. Þama fluttu þessir geðþekku listamenn mörg af þekktustu og vinsælustu ljóðum og lögum, sem um ár og öld höfðu leikið á vömm almenn- ings, og alþýðufólk til sjávar og sveita omað sér við. Þau ljóð og lög hafa vissulega „gegnum tíðina" ásamt Hallgrímssálmum og hvers konar „guðsorði", verið þjóðinni ómetanleg. Þann eld glæddu þeir Tryggvi og söngfélagar hans flest- um lengur og betur og verðskulda því alþjóðarþökk. Þeir voru sann- kallaðir ljós- og ylgjafar. Tryggvi var mjög áhugasamur félagi í Frímúrarareglunni og gegndi embætti í stúku sinni langa tíð. Sem andlega leitandi maður fann hann þar mikilvæg sannindi, sem hann auðmjúkur tileinkaði sér. Horfinn er söngvasvanur, sem þó sætti þeim þungu örlögum að verða að þagna svo löngu áður en lífi lauk. En minningin um það, sem hann gaf áður en allt um þraut, lifír áfram í mörgum hjörtum. Ég trúi því að hinn hæsti höfuðsmiður fagni honum þegar hann um „heið- loftin blá“ hefur náð heill í höfn á landi lifenda.a Baldvin Þ. Kristjánsson Það má ekki minna vera en að ég sendi þessum mínum kæra vini hinztu kveðju mína og minna, líka vegna þess að mér er fyrirmunað að fylgja honum síðasta spölinn. Kynni okkar Tryggva eru orðin æði löng. Að marki kynntist ég honum árið 1952 er hann kenndi mér á bifreið vestur á ísafirði, en þá atvinnu stundaði Tryggvi um árabil á sumrum og undi vel hag sínum, enda bæði á ættarslóðum. Síðar urðu kynni okkar enn nánari, enda vinátta með náinni frændsemi milli fjölskyldna okkar. Meir að segja átti ég því láni að fagna að eignast föður hans að vini, Tryggva Pálsson frá Kirkjubóli, einhvem allra skemmtilegasta mann sem ég hefi kynnst, og kom ekki að sök þótt okkur skildi á um nær sextíu ár í aldri. Tryggvi Frímann eins og hann hét fullu nafni fæddist í Gufudal í Austur-Barðastrandarsýslu 24. október 1909, sonur Tryggva Ágústs Pálssonar, bónda þar, og konu hans Kristjönu Sigurðardótt- ur. Voru þau bæði húnvetnskrar ættar, en höfðu tekið við búi í Guf- udal 1908 af sr. Guðmundi Guðmundssyni, þegar hann fluttist til Isafjarðar. Það var einnig síðar að ráði sr. Guðmundar að Tryggvi festi kaup á Kirkjubóli í Skutuls- firði og flyzt þangað árið 1914. Þar vex Tryggvi yngri upp í foðurgarði við mikið eftirlæti móður sinnar, en bamaskóla stundaði hann hjá föður sínum, sem var kennari sveit- arinnar um árabil. Að því loknu nam hann við Unglingaskóla ísafjarðar, en kennaraprófi lauk Tryggvi frá Kennaraskólanum árið 1934. Hann kenndi við Bamaskóla ísafjarðar 1934—37, við Miðbæjarskólann í Reykjavík 1937—1940, Bamaskóla Suðureyrar í Súgandafirði 1941 og ’42. Síðan flyzt hann á fomar slóð- ir 1942 og kennir við Bamaskólann í Hnífsdal 1942—’46. Þá taka þau hjón sig upp og flytja búferlum til Reykjavíkur og eftir það gerðist Tryggvi kennari við Melaskólann. Við þann skóla starfaði hann síðan til aldursmarka, og raunar áfram sem sérkennari og einnig í því efni við Langholtsskólann. Þessi var í styzta máli starfsferill Tryggva. Tryggvi var samvizkusamur kenn- ari og vinsæll með afbrigðum af nemendum sínum. Einnig hefi ég heyrt margan samkennara hans ljúka á hann lofsorði. Árið 1957 gerðist Tryggvi í hjá- verkum innheimtumaður hjá Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur. Rækti hann það starf með sömu alúð sem önnur og átti sinn þátt í viðreisn VR, sem þá hófst. Tryggvi kvæntist 1939 Kristínu Jónsdóttur, Ólafssonar frá Bæjum á Snæfjallaströnd, en hann fluttist síðar búferlum til Hnífsdals. Kristín ándaðist langt um aldur fram árið 1972. Kristin var frábær kona til orðs og æðis. Hún var eiginkona og móðir með þeirri góðsemi og alúð að fáséð fannst þeim sem kynntust. Þeim Tryggva varð þriggja bama auðið. Iíristján, elztur, sölustjóri,- kvæntur Sólveigu Eyjólfsdóttur, Elín Rebekka, gift Emi Jónssyni, forstjóra, cg Iíristín verzlunarstjóri, gift Sigurjóni Heiðarssyni, lögfræð- ingi. Bamabömin eru orðin mörg og allt er þetta hið mannvænleg- asta fólk. Eftir lát Kristínar tók Tryggvi fljótlega saman við Guðnýju Níels- dóttur, sem þá var ekkja eftir Stefán Pálsson, tannlækni. Hún bjó Tryggva hið bezta heimili og reynd- ist honum stoð og stytta í langvinn- um veikindum hans. Enda sá Tryggvi ekki sólina fyrir þeirri konu. Tryggvi Tryggvason var mjög félagslyndur maður. Hann var söngvinn og starfaði lengi í kóram, en þekktastur mun ,hann á söng- sviðinu af stofnun og stjóm kvart- etts sem lengi skemmti á öldum Ijósvakans og kunnur var undir nafninu „Höldum gleði hátt á loft“. Tiyggvi var vel á sig kominn og þótti mikill fríðleiksmaður á yngri áram. Hann var hógvær maður í allri framgöngu og hófsemdarmað- ur í hvívetna. Þó var hann fastur fyrir ef því var að skipta og enginn veifiskati. Jafnvel harðdrægur og sérdrægur, sem hann átti nokkurt kyn til, sem þó kom aldrei að sök, því velviljaður friðsemdarmaður var hann umfram allt og alveg er útilok- að að hann hafi átt nokkum mann að óvini. Við Gréta frænka hans og bömin okkar öll kveðjum kæran vin með söknuði, en þakklæti umfram allt fyrir vináttu og tryggð, sem hann ’ ávallt auðsýndi okkur. Góð er þreyttum hvfldin. Göfugu ævistarfi er lokið og heimvon öragg hjá þeim sem öllu ræður. Sverrir Hermannsson t EMILÍA BLÖNDAL, Seyðlsflrðl, verður jarðsungin fró Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 21. þ.m. Fyrir hönd vandamanna Erla Blöndal, Pótur Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.