Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Einhver mesta bylting í skattamálum sem gerð hefur verið í mörg ár felst svo að kirkjugarðs- og sóknar- gjöld verða sameinuð tekjuskattin- um en það frumvarp hefur þó ekki enn verið lagt fram. Greiðsla skattsins mun fara fram með þeim hætti, að hver einstakl- ingur fær „skattkort" sent frá ríkissjóði sem hann afhendir vinnu- veitenda sínum. Vinnuveitandinn dregur síðan skattana, að frádregn- um persónuafslætti, frá tekjum viðkomandi einstaklings mánaðar- lega. Ef aðeins annað hjóna er útivinnandi er einnig hægt að af- henda skattkort maka og nýtist það Geir H. Haarde á fulltrúaráðsfundinum - sagði Geir H. Haarde á fundi hjá Fulltrú- aráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík „Þær breytingar sem nú er verið að gera á skattkerfinu eru ein- hver mesta bylting sem gerð hefur verið í mörg ár varðandi skatt- lagninu á einstaklinga og mikið framfaraspor og réttarbót“, sagði Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og sjöundi maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á fundi hjá fuUtrúa- ráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. „Breytingamar sem nú er verið að gera eru tvíþættar", sagði Geir. „í fyrsta lagi er verið að taka upp staðgreiðslu á sköttum og hinsveg- ar að einfalda skattkerfíð." Geir sagði það hafa verið orðið ljóst, að ekki yrði mikið lengur búið við nú- verandi skattkerfi, vegna þess hversu erfitt væri að ráða við þær sveiflur, sem væru innbyggðar í því, og hefðu menn verið komnir á þá skoðun að eina lausnin væri að taka upp staðgreiðslu. Þetta hefði verið rætt í forystu Sjálfstæðis- flokksins, að tilstuðlan Þorsteins Pálssonar, qármálaráðherra, og skipuð nefnd til að vinna að mál- inu. „Það var því kærkomin ósk“, sagði Geir,„þegar aðilar vinnu- markaðarins gerðu samkomulag síðasta desember, um að gerðar yrðu sömu breytingar og verið var að vinna að“. Fyrri tilraunir til að taka upp staðgreiðslu hefðu strandað á því, að alltaf hefði verið reynt að endur- spegla hið flókna kerfí, sem nú væri við lýði, og staðgreiðslan sjálf því orðið mjög flókin. Nú hefði því verið tekin sú ákvörðun, sagði Geir, að hugsa ekki bara um innheimtu hinna opinberu gjalda heldur væri líka tekið á sjálfrí álagningunni og skattalögunum og þess vegna yrði úr þessu mikill lagapakki, alls fímm frumvörp. Þetta gæti virst flókið en myndi leiða til þess, að álagning og inn- heimta yrði bæði auðskiljanlegri og einfaldari. Fyrsta frumvarpið sagði Geir fjalla um sjálfa staðgreiðsluna á opinberum gjöldum og allt það er varðaði framkvæmd á innheimt- unni. Þama væri hvergi farið inn á álagningarprósentur. Frumvarp númer tvö er um lög um gildistöku laga um staðgreiðslu. Þetta frumvarp flallar um allt það er lýtur að hinu „skattlausa ári“ og þótti nauðsynlegt, vegna þeirra tímabundnu vandamála, er hlytu að koma upp þegar gerðar væru svona miklar breytingar á skatt- kerfínu. Þriðja frumvarpið er að lögum um tekju- og eignaskatt. „Þama eru hinar raunveralegu breytingar á álagningunni", sagði Geir. Gert er ráð fyrir því, að skattprósentan verði 34,75% og að persónuafsláttur verði beinn afsláttur af skatti, 11.500 krónur. Þetta sagði Geir þýða að búið væri að setja nýtt þrep í skattstigann, þrepið 0. Ein- staklingar með tekjur undir 33.000 krónum á mánuði þyrftu ekki að borga neina skatta til ríkis og sveit- arfélaga. Hvar skattfrelsismörk hjóna yrðu væri breytilegt eftir bamaflölda og því, hvort annað eða bæði hjónin væru útivinnandi. En sem dæmi mætti nefna, að hjá bam- lausum hjónum sem bæði era útivinnandi verða mörkin 66.000 krónur og skattleysismörk ein- stæðrar móður, með tvö böm undir sjö ára aldri, verða um 60.000 krón- ur. „Þetta er veraleg hækkun á skattfrelsismörkunum", sagði Geir. Fjórða fi-umvarpið Qallar um tekjustofna sveitarfélaga og er í því gert ráð fyrir að hámarksálagning lækki úr 11% í 7%. Þetta er gert þar sem með því að taka upp stað- greiðslu þarf ekki lengur að gera ráð fyrir verðbólguhækkunum milli ára og einnig njóta sveitarfélögin góðs af því að verið er að breikka grannínn sem skatturinn er tekinn af. í fímmta og síðasta frumvarpinu þá að 4/5. I janúar er talið fram á venjuleg- an hátt og kemur þá í ljós hvort menn hafa greitt of mikla eða of litla skatta. Ef eitthvað vantar upp á þarf að greiða það til baka með verðbótum og á það sama við ef fólk á inni peninga hjá ríkinu. Geir sagði ríkissjóð tapa um 250-300 milljónum á þessari kerfís- breytingu sem væri ekki mikil áhætta miðað við það, að þetta kerfi ætti eflaust eftir að leiða til betri skila á opinberam gjöldum og hugsanlegs spamaðar vegna ein- földunar á kerfínu. Þó þetta væri stórt skref mætti þó ekki láta staðar numið núna og tryggja þyrfti, að eftir komandi kosningar, yrði Sjálfstæðisflokkur- inn í forystu fyrir þeirri stefnu, sem tekin yrði varðandi tekjuöflun ríkis- ins og haldið yrði áfram að koma á réttlátara skattkerfí og lækka skattbyrðina. Sigurganga Greifanna hófst á Músíktilraunum í fyrra þar sem þeir báru sigur úr býtum. Tónabær og Bylgjan: Músíktilraunir ’87 verða í apríl TÓNABÆR og Bylgjan munu í aprO næstkomandi standa fyrir Músíktilraunum ’87, en tUraunir þessar eru nú orðnar árlegur viðburður í tónlistarlífi yngri kynslóðarinnar. Músíktilraunir ’87 era opnar öll- um upprennandi hljómsveitum alls staðar af landinu og munu aðstand- endur tilraunanna reyna að létta undir með ferðakostnaði hljóm- sveita utan af landi eins og hægt er. Músíktilraunir era hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistarmenn til að koma á framfæri framsömdu efni og ef vel tekst til að vinna að því í hljóðveri. Tilraunakvöldin verða 2., 9., og 23. apríl og úrslitakvöldið verður fostudaginn 24. apríl. Á hveiju þessara tilraunakvölda koma fram 5 til 7 hljómsveitir og flytur hver þeirra fjögur framsamin lög. Áhorf- endur og dómnefnd gefa síðan hljómsveitunum stig eftir frammi- stöðu. Tvær stigahæstu hljomsveit- imar af hveiju tilraunakvöldi keppa svo til úrslita. Þijá stigahæstu hljómsveitimar fá í verðlaun 20 tíma í hljóðveri hver og auk þess verður sú ný- breytni höfð á að gerður verður samningur við sigurvegara um spilamennsku við tilfallandi tæki- færi á vegum borgarinnar í 6 mánuði, auk framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Þær hljómsveitir sem hyggja á þáttöku í Músíktilraunum ’87 geta skráð sig í Tónabæ, þar sem allar nánari upplýsingar era veittar. (Ur fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/Þorkell Islenska sendinefndin, sem fer á Norðurlandaráðsþingið í Helsinki, á blaðamannafundi í gær. Á myndinni eru (f.v.) Pétur Sigurðsson, Eiður Guðnason, Páll Pétursson, Ólafur G. Einarsson, Snjólaug Ólafsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Friðjón Þórðarson. Norðurlandaráðsþing í Helsinki: Er Norðurlandaráðið vett- vangur fyrir utanríkismál? Flokkaskipting setur æ meira mark á þingið, segir Ólafur G. Einarsson 35. ÞING Norðurlandaráðs hefst í þinghúsinu í Helsinki í Finn- landi á mánudag og verður þar fjallað um 47 þingmannatillögur og sex tillögur ráðherranefndar ásamt áætlun Norrænu ráð- herranefndarinnar um samstarf á næstu árum, að því er fram kom á blaðamannafundi með islensku sendinefndinni í gær. Á þinginu verður lögð fram til- laga um sameiginlegan kvikmynda- sjóð Norðurlanda. Lagt hefur verið til að hluta af hagnaði Norræna ijárfestingabankans verði veitt til sjóðsins. Lagt verður til að skjálftarann- sóknir verði gerðar á Suðurlandi og að komið verð( á fót norrænni líftæknistofnun á íslandi. Að sögn Páls Péturssonar, sem leiðir íslensku sendinefndina, hafa há- skólar erlendis mótmælt því að slík stofnun verði hér á landi, en könn- un hafí leitt í ljós að hér væra fullkomin skilyrði fyrir því. Bæði væri íslensk náttúra sérstök og fræðimenn hæfir. Þá ber að nefna tillögur um að tvöfalda höfuðstól Norræna fjár- festingabankans og mengun sjávar. Pólitísk skipting setur sífellt meiri svip á störf Norðurlandaráðs. Fulltrúar flokka, sem era á sama meiði í stjómmálum, hittast á þing- inu og ráða ráðum sínum. Á blaðamannafundi í gær sagði Ólaf- ur G. Einarsson að hér væri um að ræða jafnaðarmenn, hægri flokka, miðjuflokka og vinstri sósía- lista. Hann kvað miðjuflokkana hafa lagt til að alþjóðamál yrðu rædd á þingum ráðsins, en málið hefði farið í annan farveg en ætlað var. Ýmis ríki á Norðurlöndum hefðu sérstöðu í utanríkismálum. Gæti það því haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef menn ætluðu að nota þennan vettvang til að gera tillögur um samnorræna stefnu í utanríkis- málum: Danir væra í Evrópubanda- laginu og Finnar í túnfæti Sovétríkjanna. Guðrún Helgadóttir sagði að tómt mál væri að hengja sig í norr- æna rómantík. Norðurlandaráð yrði að sýna styrkleika á alþjóðavett- vangi og „reka sóknarpólitík". íslensku sendinefndina, sem fer til Helsinki, skipa þingmennimir Páll Pétursson, forsætis- og efna- hagsmálanefnd, Ólafur G. Einars- son, forsætis- og fjárlaganefnd, Eiður Guðnason, menningarmála- nefnd, Pétur Sigurðsson, félags-, heilbrigðis- og umhverfísmála- nefnd, Guðrún Helgadóttir, rit- stjómamefnd, Friðjón Þórðarson, laganeftid, og Haraldur Ólafsson, efnahagsmála- og ritstjómamefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.