Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 Minning: Sveinbjörg Helga- dóttir Hafnarfirði Kveðja frá Betu systur. Far vel heim heim í Drottins dýrðargeim náð og miskunn muntu finna meðal dýrstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim. Farl vel heim. (Steingr. Thorst.) Sá einn, sem reynir skynjar best og skilur, hve skin frá vinarhug er gott að finna. í hjarta þér bjó fegurð ást og ylur, sem innstu lífsins rætur saman tvinna, en kærleikurinn er það ljós á leið, sem lýsir skærast mannsins æfiskeið. (Ljóð og lausavísur Ág. Böðv.) Þessar ljóðlínur komu mér í hug, þegar hin kæra vinkona mín, Svein- björg Helgadóttir, kvaddi okkur hinstu kveðju. Líf okkar í þessum heimi er svo margþætt, þar skiptast á skin og skúrir, sólskinsdagar og svartar nætur, en í veðrabrigðum lífsins eru vináttan og kærleikurinn sterkustu þættimir til þess að styrkja vonina og stytta myrkrið, en einmitt þessa þætti átti Sveina í svo ríkum mæli. Er ég læt minningamar reika .allt aftur til bemskuáranna í bama- skóla og til ársins 1927, er við gengum saman til fermingar, hjá séra Áma í Fríkirkjunni, fínn ég best hve tryggð góðrar vinkonu er manni mikill auður í lífínu. Allt frá bemsku hefí ég notið gjöfullar vin- áttu Sveinu og eftir að hún giftist, hennar ágæta eiginmanns, séra Garðars Þorsteinssonar, á meðan hans naut við. í fjölda mörg ár komu þau hjón á aðfangadag jóla og færðu mér blóm og óskir um gleðileg jól, en eftir lát manns henn- ar kom hún ein sömu erinda. Þessi heimsókn var mér árvisst ánægju- efni og því saknaði ég hennar mjög um síðustu jól, en þá hafði sjúk- dómurinn tekið Sveinu herskildi. Ég trúi á framhaldið og gleðst því yfír, að þrautunum er lokið og að hún hefur nú fengið frið til þess að njóta launa ljúfmennsku sinnar í hlýrri og fegurri heimi. Jafnframt er mér í huga hjartans þakklæti fyrir þær óteljandi ánægjustundir, sem ég naut með henni og hinni ágætu fjölskyldu hennar, bæði á fallega heimilinu hennar og annars staðar, því þar hefí ég ávallt fund- ið,/ að kærleikurinn vermir eins og vor,/ um verönd sína dreifír ljúfu geði,/ og það fymist ei um farin vinaspor,/ sem fetuð voru til að skapa gleði. Fari kær vinkona vel. „Friður Guðs þér fylgi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V-Br.) Björg Sveinbjömsdóttir Andlát Sveinbjargar Helgadóttur markar tímamót. Um áratugaskeið þjónaði séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, bæði sem sóknarprestur og prófastur. Frú Sveinbjörg stóð dyggilega við hlið eiginmanns síns og studdi hann í hvívetna. í hugum okkar verða nöfn beggja jafnan f minni höfð. Þau voru samrýnd og samhuga um heill kirkjunnar og vildu veg hennar sem bestan. Heimili þeirra stóð öllum opið. Þau voru glaðir og veitulir gestgjaf- ar og greiðvikin. Frú Sveinbjörg var glæsileg kona og framganga hennar öll opinská, virðuleg en um leið vinsamleg. Söfnuðir og sóknarprestar í Kjal- amesprófastsdæmi þakka störf hennar og kynni öll. Við vottum ástvinum hennar samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Á gröf þeirra hjóna í Hafnar- fyarðarkirkjugarði hafa fyrri söfn- uðir þeirra reist þeim bautastein í þakkar- og virðingarskyni. En sjálf skilja þau eftir sig bjarta minningu góðra kynna, sem lengi mun geym- ast. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Bragi Friðriksson Síðsumars árið 1985 fór hópur Hafnfírðinga í ferð til Færeyja á vegum Rótaryklúbbs Hafnarfjarð- ar. Meðal ferðafélaganna var vinkona okkar hjónanna, Svein- björg Helgadóttir, fyrrverandi prófastsfrú. Þessi ferð var einkar vel heppnuð, enda gerðu gestgjafar okkar allt, sem í þeirra valdi stóð, til að gera okkur dvölina ánægju- lega og sem eftirminnilegasta. Sveinbjörg naut þessara dagar, sem aðrir, i ríkum mæli og hafði hún oft orð á því, þegar við hittum hana síðar, hve ánægjuleg og lærdómsrík ferðin hefði verið í alla staði. Því get ég þessa hér að engu okkar kom til hugar að aðeins liði 1 vika frá heimkomu okkar og þar til þessi hressa og lífsglaða kona var lögð inn á spítala til aðgerðar, haldin þeim sjúkdómi, sem nú hefur lagt hana að velli. Hún andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfírði 10. þ.m. Frú Sveinbjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 9. október árið 1913, dóttir hjónanna Friðrikku Pétursdóttur og Helga Jónssonar í Tungu og síðar útvegsbónda í Kot- vogi. Hún ólst upp í foreldrahúsum, en 19 ára að aldri giftist hún Kristni Olasyni og áttu þau eina dóttur bama, Hrafnhildi. Þa slitu sam- vistir. Árið 1943 giftist hún séra Garðari Þorsteinssyni, sóknarpresti í Hafnarfírði og síðar prófasti Kjal- amesprófastsdæmis. Eignuðust þau þijú böm saman, Aðalbjörgu, húsmóður í Hafnarfírði, gift Bergi S. Hjartarsyni, byggingameistara, Þorstein, stórkaupmann í Reylqavík, sem kvæntur er Áslaugu Sigurðardóttur og Friðrik, raf- virkjameistara í Hafnarfírði, en hann er kvæntur Ásthildi Flygen- ring. Auk þeirra ólu þau upp dóttur Sveinbjargar af fyrra hjónabandi hennar, sem fyrr segir, Hrafnhildi Kristinsdóttur, húsmóður í Reykjavík, gift Hjörvari Sævalds- symi, bryta. Nú era ömmubömin orðin 10 og langömmubömin 3. Sveinbjörg var einkar glæsileg kona, sem sómdi sér vel við hlið séra Garðars, enda tók hún, allt frá giftingu þeirra, fullan og virkan þátt í lífí hans og starfí. Hún setti sig vel inn í málefni kirkjunnar og gerði sér far um að kynna sér stefn- ur og strauma í trúmálum þjóðar- innar. Hún átti því auðvelt með að taka, af fullri reisn, þátt í umræð- um, bæði lærðra og leikra, þegar þau mál bar á góma, sem oft var. Gestkvæmt var oft á heimili þeirra, enda prestakallið víðfemt, þar sem séra Garðar þjónaði þrem kirkjum, frá Álftanesi til Vatnsleysustrand- ar. Á þeim ámm var það alvanalegt og raunar miklu oftar en nú er orð- ið, að presturinn framkvæmdi skímar- og giftingarathafnir á heimili sínu. Gefur augaleið að þá hefur ekki síst rejmt á húsmóðurina við allan undirbúning, því séra Garðar gerði miklar kröftir, bæði til sjálfs sín og annarra um að öil prestverk, sem hann innti af hendi, fæm vel og virðulega fram. Þetta sáu og vissu öll sóknarböm hans og kunnu vel að meta og þá ekki síður eiginkonan, sem jafnan lagði sig í framkróka svo að kirkjulegar athafnir, sem fram fóra á heimili þeirra, mættu verða fagrar og eftir- minnilegar öllum þeim, sem hlut áttu að máli. Eftir að séra Garðar tók við embætti prófasts árið 1954, fóm flest fundahöld prófastsdæmisins fram í Hafnarfirði. Mikill fjöldi sóknamefndarmanna og presta úr öllu prófastsdæminu þurftu að sjálf- sögðu að reka margskonar erindi saftiaðanna við prófast. Það var því oft margt um manninn á heimili þeirra á þeim áram. Gefur augaleið að það hefur ekki verið lítið starf, sem prestsfrúin lagði af mörkum við móttöku og umönnun svo fy'öl- margra gesta, auk þess sem hún sjálf hafði stóra heimili að sinna. Þrátt fyrir erilsamar embættis- skyldur, gáfu þau sér alltaf tíma til að sinna öðram áhugamálum sínum, innan kirkjunnar sem utan. Sveinbjörg starfaði mikið og lengi í Kvenfélagi Hafnarfyarðarkirkju og var formaður þess í mörg ár. Lét hún sér mjög annt um kirkju sína og búnað hennar allan, enda ekki litlir fjármunir sem kvenfélagskon- ur hafa látið af hendi rakna til fegranar kirlq'unnar og annars kirkjulegs starfs, bæði fyrr og síðar. Útivist stunduðu þau hjónin eftir föngum. Séra Garðar var mikill skógræktarmaður og lengi í farar- broddi þeirra Hafnfirðinga, sem að skógræktarmálum störfuðu. Einnig á þeim vettvangi haslaði Sveinbjörg sér völl og vora þær stundir áreið- anlega ófáar, sem þau hjónin helguðu þessu hugaðarefni sínu, svo sem garðamir þeirra bára best vitni um. Bæði höfðu þau mikinn áhuga og yndi af Iax- og silungsveiðum. Fóra þau í veiðiferðir saman á hveiju sumri og hefi ég fyrir satt að Sveinbjörg hafí verið kjarkmikill og slyngur veiðimaður og iðulega skákað „hinu sterkara kyni“ á því sviði. Hér að framan hafa verið dregn- ar örfáar myndir af lífi og starfi frú Sveinbjargar Helgadóttur, á því tímabili ævi hennr, er hún deildi kjöram sínum með sóknarprestinum okkar, séra Garðari Þorsteinssyni. Það er vart hægt að minnast svo annars þeirra að hins sé ekki getið, svo samofið var lífshlaup þeirra i flestum greinum. Það fer ekki hjá því að það hafí verið henni mikið áfall, þegar hún missti eiginmann sinn árið 1979, en hún var ekki þeirrar gerðar að hún bæri sorgir sínar á torg. Hún gerði sér vel grein fyrir þeirri staðreynd að ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. Kannski lýsir það Sveinbjörgu nokkuð, að þegar við hjónin heim- sóttum hana eftir lát séra Garðars, þá sagði hún að efst í huga sér við aðskilnaðinn væri þakklæti sitt til forsjónarinnar fyrir öll árin, sem þau hefðu fengið að vera saman. Nokkra eftir að hún veiktist af hinum banvæna sjúkdómi sínum, gerði hún sér ljóst að hveiju stefndi og var reiðubúin þegar kallið kom. Hún var ekkert í vafa um það að tekið yrði á móti sér, handan móð- unnar miklu. Sóknamefnd og aðrir stjómend- ur Hafnarfj arðarkirkj u vilja á kveðjustund bera fram á opinberum vettvangi þakkir fyrir líf og störf frú Sveinbjargar Helgadóttur. Þakkir fyrir áratuga störf hennar í þágu kirkju og safnaðar, en um- fram allt, þakkir fyrir það hversu vel og dyggilega hún ætíð stóð við hlið eiginmanns síns á farsælum embættisferli hans, hér í Hafnar- fírði. Fjölskyldu hennar og öðrum ætt- ingjum og vinum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Eggert ísaksson í dag er kvödd frá Hafnarfjarðar- kirkju Sveinbjörg Helgadóttir fyrrum prófastsfrú. Horfín er kona sem setti svip sinn á bæinn og er því sjónarsviptir að henni látinni. Kynni okkar urðu í gegnum starf eiginmanns hennar þar eð hann var sóknarprestur minn frá fermingu. Kynni okkar urðu meiri eftir lát hans. Sveinbjörg var nútímakona sem vildi lifa lífínu með reisn enda henni í blóð borið. Ég kom til hennar í sjúkrahúsið í desember, þá vissi hún að hveiju stefndi. Þá var bæði grátið og hleg- ið í gegnum tárin, það var erfitt að hugsa að hver dagur gæti orðið sá síðasti, en örlögin vora ráðin. Um leið og ég kveð Sveinbjörgu vinkonu mína þakka ég henni ógleymanleg kynni á liðnum áram. Ástvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaug Karlsdóttir Nú að Sveinbjörgu Helgadóttur genginni, ekkju séra Garðars Þor- steinssonar, sem þjónaði Hafnar- ijarðarkirkju í 45 ár, er mér efst í huga þakklæti fyrir hlýhug hennar til kirkju sinnar og stuðning við hana gegnum árin, sem ekki verður metinn, og hve ánægjulegt var að heimsækja hana og hitta fyrir og þá einnig við sjúkrabeðinn, því hún bjó ávallt yfír sérstæðum þokka, reisn og glæsileik. Húm hafði öðl- ast innri styrk og mikla lífsreynslu. Hún hafði staðið öragg og traust við hlið séra Garðars í erilsömu og kröfuhörðu preststarfi hans, kynnst þá að sjálfsögðu fjölbreyttum lífsmyndum, dýpstu sorg og gleði mannlífs, sem er vegsemd og vandi þess sem það fagnaðarerindi boðar, sem lýsa á í gegnum tilvera manna alla. Þau höfðu feðast víða um heim- inn og þá komist í snertingu við mismunandi menningu og mannlíf og það aukið víðsýni og samkennd. Þau höfðu m.a. farið til Landsins helga og fetað þar í spor frelsarans og atburðir hálpræðissögunnar greipst þá enn frekar í hug og sál. En hver sem henni treystir fær greint grannkjama lífs, þá elsku Guðs, sem í Kristi opinberast og gefst, og upprisubjarma hans yfír öllu lífi. Þessi lífsskynjun, þessi trú, eykur fegurðarþrá og lífsgleði og hvort tveggja vora meginþættir í lífsaf- stöðu Sveinbjargar. Hún unni fegurð og list. Það sást á heimili hennar. Það var fag- urt, prýtt listaverkum. Og það kom fram í söngelsku hennar og -gleði. Sjálf hafði hún numið söng um skeið og séra Garðar var á sínum tíma einn okkar bestu söngvara, barítónröddin hans hljómmikil og þýð. Það hafði glatt Sveinbjörgu mjög eftir að séra Garðar var látinn að geta hlýtt á hljómplötur með hríf- andi söng hans. Hún hafði þá átt góðan stuðning bama og ástvina en fyrst og fremst fann hún hvfld í Guðsvitund sinni og trú. Og þegar dró úr lífsþreki hennar og kröftum skynjaði hún sannleik og leyndar- dóm þessara orða postulans: „Þótt vor ytri maður hrömi þá endumýj- ast dag frá degi vor innri maður" og fann að „líf hins trúaða er fólg- ið með Kristi í Guði“. (Kól. 3.3.) Hún þekkti þann skapara sem alla fegurð formar í lífi og litum og veitir mannlegu lífi styrk og reisn og í Jesú Kristi fullkomnar hljómkviðu lífs. GunnþórIngason í dag verður kvödd hinstu kveðju fyrram prófastsfrú Sveinbjörg Helgadóttir, eiginkona sóknar- prests okkar Hafnfírðinga um langt árabil, séra Garðars Þorsteinssonar, prófasts, en hann lést í apríl 1979. Við, sem þekktum til erilsamra starfa sóknarprestsins, séra Garð- ars, vissum vel hvem þátt frú Sveinbjörg átti í afar farsælu starfí þeirra. Ollum var ljóst að frú Sveinbjörg af mikilli alúð og miklum myndar- skap lagði sig fram um greiðasemi við þann mikla Qölda sem til sóknar- prestsins, eiginmanns hennar, * leituðu. Frú Sveinbjörg og séra Garðar áunnu sér mikið traust þeirra sem þeim kynntust og ég minnist þess er vinur minn, séra Garðar, var kvaddur hinstu kveðju „að þá sárin vora stærst var líka séra Garðar stærstur sem þjónn Drottins". Vinir þeirra hjóna minnast þeirra er leiðir skilja með virðingu og þakklæti og reyndar veit ég að þeirra er minnst með hlýhug um allt Kjalamessprófastsdæmi. Ég og fjölskylda mín kveðjum frú Sveinbjörgu Helgadóttur með þakk- læti og biðrjum henni Guðs blessun- ar. Við sendum bömum hennar og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar og afa, BJARNA HALLDÓRSSONAR, Uppsölum. Guö blessi ykkur. Börn, tengdabörn og afabörn. t Alúðar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför REYNIS EYJÓLFSSONAR. Ragnhelöur Frlöriksdóttlr, Jóhannes Valgelr Reynisson, Jóhann Reynisson, Reynir Eyjólfsson, Una Gísladóttir, Guörún EHsabet Árnadóttlr, Anna S. Bjarnadóttlr, Gfsll Eyjólfsson, Eyjólfur Reynisson, iris Árnadóttlr, Árnl Reynlsson. t Þökkum vinsemd og allar hlýjar kveðjur sem okkur bórust við fráfall SALBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR. Logi Krlstjánsson, Marfa Kristjánsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir, Andrós Kristjánsson, Katrfn Kristjánsdóttlr, og barnabörn. Ólöf Þorvaldsdóttir, Jón Aöalsteinsson, Eggert Lárusson, SJÖfn Haugsdóttlr, Olga Þórhallsdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð viö frófall og útför fööur okk- ar, tengdafööur og afa, SNÆBJ ARNAR THORODDSEN, Kvfgindisdal. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.