Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 47. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fer Opec-samkomulagið út um þúfur? Olíuverðið farið að Vestur-Beirut: ORKUMLAMENN Reuter Níu afganskir skæruliðar komu í gær til Frankfurt í Vestur-Þýska- landi þar sem þeir munu gangast undir læknisaðgerð vegna örkumla, sem þeir hafa hlotið í stríðinu við sovéskan innrásarher í landi sínu. í gær hófust einnig ,að nýju Genfarviðræðurnar um Afganistan og er búist við, að þar verði lagðar fram nýjar tillögur um brottflutn- ing sovéska hersins. Noregur: Tvísýnt um líf Frydenlunds Fékk alvarlegt heilablóðfall á Fornebu-flugvelli Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsina. KNUT Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, fékk í gær alvar- legt heilabióðfall á Fornebu-flugvelli ( Ósló þegar hann var að koma heim frá þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. í gærkvöid var hann í öndunarvél á Ullevál-sjúkrahúsinu en læknar sögðu, að mjög’ tvísýnt væri um iíf hans. Frydenlund kom til Fomebu skömmu eftir kl. 10 í gærmorgun en skömmu síðar hné hann niður meðvitundarlaus. Nærstaddur læknir veitti honum fyrstu hjálp og sá strax, að alvara var á ferð- um. Svo vel vildi til, að sjúkrabif- reið var stödd fyrir utan flugstöðina og tókst því að flytja Frydenlund strax á Ullevál- sjúkrahúsið í Ósló. Erik Enger, læknir við sjúkra- húsið, sagði í gærkvöld, að mjög tvísýnt væri um líf Frydenlunds. Hann hefði fengið mikla heila- blæðingu og verið veill fyrir vegna meðfædds æðagalla. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra, sem nú er stödd í Japan á vegum Náttúruvemdar- á nýjan leik Opec-ríkin, samtök oliuútflutn- ingsrikja, hafa reynt að halda verðinu í 18 dollurum en offram- leiðsla sumra aðildarríkjanna er nú farin að segja til sin á yfirfull- um markaðnum. í gær var olía af Brent-svæðinu breska seld á 15,97 dollara fatið og hafði þá lækkað um hálfan doll- ar á einni nóttu. Hefur olíuverðið verið að lækka allan þennan mánuð og er meginástæðan sú, að menn telja desembersamkomulag Opec- ríkjanna um verð og framleiðslu vera að renna út í sandinn. Með samkomulaginu var verðið hækkað úr 14,50 dollurum í 18 og einnig skyldi framleiðslan minnkuð um 4%, í 15,8 milljónir olíufata á dag. Olíu- málasérfræðingar segja hins vegar, að framleiðslan sé nú á milli 16,3 16,5 millj. fata og eru helstu söku- dólgamir Kuwait, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Ecuador. Margir telja, að nú verði Saudi- Arabar að bjarga samkomulaginu með því að minnka sína framleiðslu eða horfast ella í augu við verðhrun þegar eftirspumin minnkar í vor. Tower-skýrslan um vopnasölumálið: Búist við harð- orðri gagnrýni Washington. AP, Reuter. SKÝRSLA, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ákvað, að tekin yrði saman um vopnasöluna til írans, verður birt i dag og er búist við, að í henni komi fram mikil gagnrýni á ríkisstjómina. í Tower-skýrslunni eins og hún kallast eftir formanni nefndarinnar, John Tower, er Qallað um vopnasöl- una til írans og um það hvemig andvirði vopnanna var að nokkru leyti komið í hendur skæruliða í Nic- aragua. Er nú orðrómur um, að Donald Regan, starfsmannastjóri, muni verða að segja af sér vegna málsins og telja sumir, að hann muni gera það eftir birtingu skýrsl- unnar. Á fréttamannafundi í gær lét Reagan forseti að þvi liggja, að hann myndi ekki hvort hann hefði sam- þykkt vopnasöluna þegar í ágúst árið 1985 eins og Robert McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafi, heldur fram. Sýrlendingar kunna að ná einhverjum gíslanna Reuter Skæruliðar Hizboliah-samtakanna, sem sýrlenskir hermenn felldu, voru bornir til grafar í gær. Fylgdu þeim mörg þúsund manna, sem báðu Sýrlendingum bölbæna og hrópuðu á hefnd. lækka London, New York. AP, Reuter. ÞAÐ sem af er mánuðinum hefur oliuverðið farið lækkandi og á skyndimarkaðnum er það nú komið niður fyrír 16 doilara. Beirut. AP, Reuter. Sýrlenskir hermenn girtu í gær af vigi Hizbollah-sveitanna i Vest- ur-Beirut en i fyrradag felldu þeir 23 félaga þeirra í hörðum átökum. Orðrómur er um, að Sýrlendingar ætli einnig að leggja undir sig úthverfin i suðurhluta borgarinnar en talið er, að þar séu flestir erlendu gisianna hafðir í haldi. Eftir átökin í fyrradag hefur sýr- lenski herinn aukið öryggiseftirlit í Vestur-Beirut, einkum í miðborg- inni þar sem allir, sem leið eiga um, eru krafðir persónuskilríkja. Eftir heimildum er haft, að Sýrlendingar hyggist einnig sækja inn í úthverfin í suðurhlutanum en almennt er tal- ið, að þar séu flestir útlendu gíslanna í haldi hjá skæruliðum Hizbollah-samtakanna. Eru liðs- menn þeirra af shíta-grein múharheðstrúarinnar og aðhyllast írani. „Ef og þegar sýrlensku hermenn- irnir fara inn í suðurhlutann má búast við, að einhverja gíslanna takist að frelsa," sagði einn heimild- armannanna, sem ekki vildu láta nafns síns getið, og eftir öðrum er haft, að Teny Waite, sendimaður ensku biskupakirkjunnar, sé haldið þar. Dagblaðið Al-Qabas í Kuwait sagði í dag, að Hizbollah-skærulið- amir hefðu flutt suma gíslana i íranska sendiráðið í Beirut og aðra til Suður-Líbanons í því skyni, að Sýrlendingar gætu ekki náð þeim á sitt vald. Fullyrti blaðið, að Terry Waite væri meðal þeirra, sem nú væru í íranska sendiráðinu, og að Sýrlendingar hefðu sérstakan hug á frelsa hann til að greiða götuna fyrir bættum samskiptum við Breta og Bandaríkjamenn. íbúar í suðurhlutanum segja, að Hizbollah-skæruliðamir þar séu greinilega við öllu búnir og virðist líklegir til að beijast ef sýrlensku hermennimir láta til skarar skríða. í gær báru þeir grafar þá félaga sína, sem féllu í fyrradag, og höfðu þá uppi heitstrengingar um að hefna sín á Sýrlendingum. m Knut Frydenlund, ráðs SÞ, ákvað strax að hætta heimsókninni og er hún væntan- leg heim á morgun, föstudag. Frydenlund gegndi forsætisráð- herraembættinu í fjarveru Brundtlands en nú hefur Hallvar Bakke, menningarmálaráðherra, tekið við þar til Bmndtland kemur aftur. Fréttimar um veikindi Fryden- lunds vom mikið áfall fyrir margan manninn enda er utanrík- isráðherrann einn vinsælasti stjómmálamaður í Noregi og nýt- ur mikillar virðingar í öllum flokkum. Stefnir í uppgjör við skæruliðana?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.