Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
Launanefnd ASÍ, VSÍ og VMS:
Launahækkun 1. mars skal vera 2 prósent
LAUNANEFND ASÍ, VSÍ og
VMS er sammála um þann úr-
skurð að launahækkun 1. mars
nk. skuli vera 2%, samanber
ákvæði kjarasamninga frá 6. des-
ember sl. Nefndin vísar til þess
að vísitala framfærslukostnaðar
hafi í febrúarbyrjun nánast
reynst á viðmiðunarmörkum
kjarasamnings, eða einungis
0.04% fyrir ofan þau.
Launanefndin hefur endurskoðað
verðlagsspá sína frá því í desember-
mánuði og eru nokkur frávik í
þessari spá frá nýrri verðlagsspá
Þjóðhagsstofnunar. Launanefndin
reiknar með að hækkun fram-
færsluvísitölu frá 1. janúar 1987
til 1. janúar 1988 verði 8-9%, en
spá Þjóðhagsstofnunar gerir ráð
fyrir 10.5% hækkun framfærsluvísi-
tölunnar á sama tíma. Launanefnd-
in spáir því að meðalhækkun
vísitölunnar frá 1986 til 1987 verði
12.5-13.5%, en spá Þjóðhagsstofn-
unar gerir ráð fyrir 14.5% hækkun
á milli ára.
„í verðlagsspá samningsaðila frá
desember var reiknað með því að á
síðasta ijórðungi ársins yrði hraði
verðlagsbreytinga um 4%, miðað
við heilt ár,“ segir í frétt launa-
nefndarinnar, „í fyrsta skipti um
áratugaskeið eygðu menn vonir um
að verðlagsþróun hér á landi yrði
komið á svipað stig og í helstu
nágranna- og viðskiptalöndum ís-
lendinga. Enn eru allar forsendur
til þess að þetta markmið geti
náðst, ef saman fer almennur vilji
sterkra hagsmunaaðila í þjóðfélag-
inu og ákveðin og markviss stefna
í efnahagsstjóm."
í niðurlagi fréttarinnar segir:
„Ekki þarf að fjölyrða um hvemig
mikil og stöðug verðbólga hefur
leikið efnahag heimila og fyrirtækja
á liðnum árum. Öllum er ljóst hvaða
þýðingu það getur haft fyrir efna-
hagslegar framfarir í landinu, og
þar með efnahag alls almennings,
ef því marki verður náð að verð-
bólga verði ekki meiri en í grann-
löndunum. Ekkert bendir bendir til
annars en að það sé nú fullkomlega
í eigin hendi okkar sjálfra hver nið-
urstaðan verður.“
Dr. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar:
Akureyringar gætu selt
sinn hlut í Landsvirkjun
DR. Jóhannes Nordal, formaður
stjóraar Landsvirkjunar, segir
stjórnina enga afstöðu hafa tekið
til hugleiðinga Akureyringa þess
efnis að Laxárvirkjun gangi út
úr Landsvirkjun, enda hafi
VEÐUR
r r r r
ÍDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær)
I/EÐURHORFUR I DAG:
YFIRLIT á hádegi f g»n Yfir norðaustartverðu Grænlandi er 1046
millibara hæð sem þokast austur. Milli Jan Mayen og Noregs er
1006 millibara djúp lægð sem fer norðaustur. Langt suðvestur í
hafi er önnur lægð, mjög víðáttumikil og 950 millibara djúp, og
hreyfist norðaustur.
SPÁ: Allhvöss (7 vindstig) austan- og suöaustanátt á landinu með
rigningu eða slyddu um sunnan- og vestanvert landið en éljum á
annesjum norðanlands. Hiti nálægt frostmarki um norðanvert landið
en á bilinu 2 til 5 stig sunnanlands.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR: Allhvöss austanátt víða um land. Vægt frost og
sums staðar dálítil snjókoma um noröanvert landið en hiti á bilinu
2 til 4 stig og skúrir sunnanlands.
LAUGARDAGUR: Suðaustanátt og heldur hlýnandi veður. Skúrir
sunnanlands og vestan en úrkomulítið norðaustanlands.
TAKN:
Heiðskírt
s, Norðan, 4 vindstig:
v Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V E1
— Þoka
= Þokumóða
Súld
?
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
stjórninni ekki borist neitt erindi
í þá veru. Hann bendir á að eig-
endur Laxárvirkjunar hafi á
sínum tíma óskað sjálfir eftir að
ganga inn í Landsvirkjun og gert
samning þar að lútandi.
„Eigendur Laxárvirkjunar höfðu
sjálfír frumkvæði að því á sínum
tíma að ganga inn í Landsvirkjun
og gerðu samning þar um,“ sagði
Jóhannes í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði að ef þetta yrði
eindregin niðurstaða norðanmanna,
þá yrðu þeir auðvitað að semja við
hina eignaraðilana um það.
„Þetta er að mínu mati, ekki
raunhæfur möguleiki," sagði Jó-
hannes, „og ég tel að Akureyringar
ættu fremur að hugleiða hvort ekki
sé rétt að þeir selji sinn hluta í
Landsvirkjun og afla sér þar með
fjármagns til þess að leysa hita-
veituvandamál sín.“
Jóhannes sagði að auðvitað væri
þetta mál á milli eignaraðila fyrir-
tækisins og engar beiðnir í þessa
veru hefðu borist stjóm Landsvirkj-
unar. Ljóst væri að Laxárvirkjun
væri skipulagslega og rekstrarlega
hluti af Landsvirkjun.
F m.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri -2 snjóél
Reykjavík 2 snjókoma
Bergen 3 súld
Helsinki -12 léttskýjað
Jan Mayen -17 rennlngur
Kaupmannah. 2 skýjað
Narssarssuaq -2 snjókoma
Nuuk -19 léttskýjað
Osló -5 alskýjað
Stokkhólmur -9 léttskýjað
Þórshöfn 6 alskýjað
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 2 hálfskýjað
Aþena 6 alskýjað
Barcelona 8 rlgning
Berlín 1 mistur
Chicago -1 léttskýjað
Glasgow 3 skýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt -1 ióttskýjað
Hamborg 2 léttskýjað
Las Palmas vantar
London S skýjað
LosAngeles 7 léttskýjað
Lúxemborg -1 skýjað
Madrid 11 súld
Malaga 19 láttskýjað
Mallorca 12 rigning
Mlami 22 alskýjað
Montreal -13 léttskýjað
NewYork -2 léttskýjað
París 3 akýjað
Róm vantar
Vín 1 léttskýjað
Washlngton vantar
Winnipeg 0 snjókoma
Gústaf Adolf Ólafsson.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Sævar Lýðsson, fulltrúi lög-
reglusfjórans á Keflavikur-
flugvelli, með báðar
stærðimar af skotheldu plöt-
unum, sem era út fíber og
keramiki.
Skotheldu
plöturnar:
Komu frá
Dubai, en
eru fram-
leiddar
í Banda
ríkjunum
SKOTHELDU hlífðarplötura-
ar, sem fundust í flugstöðinni
á Keflavíkurflugvelli, eru
framleiddar i Bandaríkj unum,
en lögreglan telur að þær séu
hingað komnar frá Dubai við
Persaflóa.
Plötumar fundust í byrjun
febrúar í herbergi sem starfs-
menn, er þrífa farþegarými
flúgvéla, hafa undir hreingem-
ingarvörur. Herbergi þetta er í
svokölluðum „fíngri", sem er sá
hluti flugstöðvarinnar sem far-
þegar koma fyrst inn í þegar
þeir koma frá borði. Að sögn
Sævars Lýðssonar, fulltrúa lög-
reglustjórans á Keflavíkurflug-
velli, voru plötumar í merktum
innkaupapoka frá Dubai.
Þorgeir Þorsteinsson, lög-
reglustjóri á Keflavíkurflugvelli,
sagði að enn væri óljóst hvemig
plötumar hefðu komist á þennan
stað. „Þessar plötur getur hver
sem er keypt í Bandaríkjunum
og eru þær notaðar í skotheld
vesti. Við vitum ekki hver eig-
andi þeirra er eða hvers vegna
hann hefur ákveðið að losa sig
við plötumar á þessum stað,“
sagði lögreglustjórinn.
Gústaf Adolf Ólafs-
son hrl. látinn
Gústaf Adolf Ólafsson hæsta-
réttarlögmaður lést síðastliðinn
mánudag á Landspítalanum í
Reykjaví, 82 ára að aldri.
Gustaf Adolf Ólafsson fæddist
20. júní 1905 í Stóraskógi í Dölum,
sonur hjónanna Ólafs Jóhannesson-
ar bónda þar og konu hans,
Guðbjargar Þorvarðsdóttur. Hann
lauk stúdentsprófí frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1928 og
lögfræðiprófi frá Háskóla íslands
1933. Strax eftir það opnaði Gústaf
lögfræðistofu í Reykjavík og rak
hana til ársins 1978. Gústaf fékk
málflutningsréttindi fyrir héraðs-
dómi 1939 og fyrir hæstarétti 1957.
Jafnframt málflutningsstörfum
hafði Gústaf með höndum um-
fangsmikla byggingastarfsemi frá
1941 og var formaður byggingafé-
lagsins Atla hf. um langt skeið frá
1941.
Eftirlifandi eiginkona Gústafs
Adolfs Ólafssonar er Ágústa
Sveinsdóttir og eignuðust þau þijú
böm.