Morgunblaðið - 26.02.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 26.02.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 17 Phil Fearon & Galaxy í Evrópu hefur þá gjaman verið til þess vitn- að að einhver endurskoðun væri í gangi og svo er reyndar enn. Úr því að málið hefur ekki náð fram að ganga á Alþingi liggur beinast við að ganga úr skugga um stuðning almennings við málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna var tillaga okkar sú í vetur einmitt um það. Ef Alþingi vill taka á mál- inu og afgreiða það þarf ekki þjóðaratkvæði. Ef ekki, er eðlilegt að skjóta því til þjóðarinnar. Dómi hennar ætti Alþingi að vera tilbúið að lúta og framkvæma þann vilja sem þjóðin léti þannig í ljós. Niðurlagsorð Tillögur okkar alþýðuflokks- manna miða að því að tryggja öruggan rétt allra og virða rétt- ar- og kjarastöðu allra eins og hún er i dag. Við viljum að komið verði á fót sameiginlegum lífeyris- sjóði af því að kostir þess fyrir- komulags eru ótvíræðir, m.a. í minni tilkostnaði og þá meiri greiðslugetu sjóðanna. Þetta viður- kennir Þorsteinní reynd þegar hann segir að sjóðunum megi þó fækka til hagræðis. Það hagræði á auðvit- að að nota til fulls, þ.e. að fækka sjóðunum í einn sjóð. í annan stað heldur Þorsteinn því fram að tillaga okkar muni soga Q'ármagn suður. Sannleikurinn er sá að það er húsnæðislánastefna hans og fjármögnun á halla ríkis- sjóðs (sem hann hefur komið upp) sem sogar fjármagn suður. Okkar tillaga miðar hins vegar að deilda- skiptum sjóði með sjálfstasði deilda um ávöxtun til að tryggja hlut byggðanna öndvert við það sem nú er. Loks heldur Þorsteinn því fram að tillögur okkar gangi þvert á vilja eigendanna, aðila vinnumarkaðar- ins. Ég skal ekkert segja um áhuga núverandi sjóðsstjóma, en eigend- ur sjóðanna eru fólkið í landinu, sem í þá hefur greitt. Tillaga okkar gengur einmitt út á það að þessir eigendur, fólkið í landinu, fái að segja hug sinn og ákveða hvað það vill í þjóðaratkvæðagreiðslu. Höfundur er annar af alþingis- mönnum Alþýðuflokks fyrir Reykjaneskjördæmi. eflaust sómt sér vel í flutningi áhugaleikhúss. Ég varð ekki var við neinn leik sem skipti máli nema helst bams- lega túlkun Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur í Gættu þín. Andrés Sigurvinsson í hlutverki Nonna í sama þætti lék vel og þyrfti að fá að spreyta sig oftar. Það var líka gaman að fá að kynnast leikrænni túlkun Bryndísar Pétursdóttur í sama þætti, en hún er leikkona sem býr yfir miklum þroska og getur með hljóðlátum hætti speglað örlög. Elfa Gísladóttir var líka góð. Sigur- jóna Sverrisdóttir reyndi án árang- urs að blása lífsanda í sitt hlutverk. Um Drauma á hvolfi og hina fáu leikara þar gildir að allir léku þeir vel. Amór Benónýsson hefur mikla leikhæfileika og fær vonandi að glíma við eitthvað veigameira en hina gufulegu karlmannsímjmd sem kallast Ámi hjá Kristínu Ómars- dóttur. Ragnheiður Steindórsdóttir er að mínu viti ein af okkar bestu leikkonum, en ætti skilið eitthvað betra en Matthildi í Draumum á hvolfi. Ellert A. Ingimundarson er galvaskur leikari og á eflaust eftir að sýna hvað í honum býr. Tónlist, lýsing og leikmynd und- irstrikuðu tómleikann, sérstaklega var leikmyndin markverð. Ég verð að segja eins og er að þessi sýning á Litla sviði Þjóðleik- hússins veldur því að ráðamenn hússins þyrftu að fá góð ráð áður en þeir láta sviðsetja leikþætti af líku tagi. Því miður virðist sumt leikhúsfólk vera að fjarlægjast raunverulegar leikbókmenntir, en ég tel mjög nauðsynlegt að náin samvinna verði tekin upp meðal leikhúss- og bókmenntafólks. DAGANA 26., 27. og 28. febrú- ar nk. mun breski söngvarinn Phil Fearon ásamt Galaxy skemmta gestum veitingahúss- ins Evrópu, Borgartúni 32. Phil Fearon & Galaxy hafa á undanfomum árum átt vinsældum að fagna í heimalandi sínu sem og vfða annars staðar, þ. á m. á íslandi. Hann var aðalmaðurinn og reyndar eini fasti meðlimurinn í hljómsveitinni Galaxy sem kom þremur lögum á topp tíu í Bret- landi á ámnum 1983 til 1984. Það voru lögin „Dancing Tight" og „What do I do“, sem reyndar voru meðal þeirra fimm efstu um tíma, og „Everybody’s Laughing". Lög- in náðu öll vinsældum á íslenskum dansstöðum. Galaxy er nú, auk Fearons, skipuð tveimur söng- konum sem báðar koma með honum hingað til lands. Auk hljóðfæraleiks og söngs er Phil Fearon liðtækur upptöku- stjóri og þess má geta að hann stjómaði upptökum á laginu „He- artache" með Pepsi & Shirley sem nú situr í öðru sæti breska vin- sældalistans. Fyrsta skemmtun Phil Fearon & Galaxy hér á landi verður í Evrópu í kvöld. Þau skemmta síðan á sama stað á föstudags- Phil Fearon og laugardagskvöld. Phil Fearon & Galaxy skemmta einnig í Glaumbergi í Keflavík á laugar- dagskvöldið og verður það síðasta skemmtun þeirra hér á landi. (Úr fréttatílkynningu) • B«r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.