Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
45
fAO geriði
lo göimlu
TÆKIN? r
SGROHE RANNSOKNIR - ~
- ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR -
NOTUÐ BLÖNDUNARTÆKI FRÁ ÍSLANDI ERU HEPPILEG TIL
RANNSÓKNA OG ÞRÓUNAR NÝRRA BLÖNDUNARTÆKJA FRÁ
E3GROHE
Stykkishólmur:
Von á góðri
grásleppuvertíð
Stykkishólmi.
ÞORRAÞRÆLL sýnir sig með
snjóéljum, eftir þessa góðu tíð
undanfarið. Nú er sem sagt hvítt
yfir öllu og þótt svo sé eru sam-
göngur enn i góðu horfi og ekki
vist að haldi áfram með snjó og
hríðar.
Bátar eru senn að búast á neta-
veiðar og tveir þegar famir en aðrir
í undirbúningi og vonandi verður
góð veiði eins og oft áður.
Um grásleppuveiði eru margir
að hugsa þrátt fyrir lítinn afla í
fyrra. Sagði athugull maður mér
að hann ætti von á því að grásleppu-
vertíð yrði góð og kvaðst byggja
það á því að rauðmagi hefði fengist
í net og hefði hann sjálfur notið
þess. Þetta væri góðs viti.
gengcsskr 14.1.87
Skutlan frá Lancia kostar nú frá aðeins 266 þúsund krónum.
BILABORG HF
Smiðshöfða 23sími 6812 99
^tSÍÍiÍÍsM
MHtí : Öfeí
Guðrún Eysteinsdóttir og Gunnar Hansson í leikritinu Hólpin sem
Leikfélag MH frumsýnir 28. febrúar nk.
Leikfélag MH frum-
sýnir leikritið Hólpin
LEIKFÉLAG Menntaskólans við
Hamrahlíð frumsýnir laugardag-
inn 28. febrúar nk. leikritið
Hólpin (Saved) eftir enska leik-
ritaskáldið Edward Bond.
Þýðandi verksins er Úlfur Hjör-
var. Leikritið verður sýnt í
hátiðarsal skólans.
í kynningu á leikritinu segir m.a:
„Leikrit þetta er eitt hið umdeild-
asta í leikhússögu síðari ára. Það
var á sínum tíma bannað í Eng-
landi og aðeins sýnt í lokuðum
klúbbum eftir upphaflega frumsýn-
ingu þess í London 1965. Leikritð
var sett upp af Leikfélagið
Reykjavíkur 1971 undir nafninu
Hjálp.
Verkið dregur upp dökka mynd
af nútíma þjóðfélagi og þeirri firr-
ingu og örvæntingu sem iðnaðar-
samfélag hefur skapað meðal
fólks."
Leikstjóri er Ingunn Ásdísardótt-
ir. Lýsingu annast Vilhjálmur
Hjálmarsson, leikmynd og búninga
hannaði Hlín Gunnarsdóttir og leik-
hljóð er í höndum Hilmars Arnar
Hilmarssonar og Orra Jónssonar.
Stykkishólmur:
Afmælisfagriaður Kven-
félagsins Hringsins
Stykkishólmi.
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í
Stykkishólmi minntist 80 ára af-
mælis með veglegri veislu í
Félagsheimilinu f Stykkishólmi
laugardaginn 21. febrúar og var
þar fjöldi manns að samfagna.
Formaður félagsins, Marfa Bær-
ingsdóttir, bauð fólk velkomið
og síðan stýrði Þórhildur Páls-
dóttir fagnaðinum.
Fjölda gjafír bárust félaginu,
m.a. vegleg peningagjöf frá Stykk-
ishólmshreppi sem oddviti, Ellert
Kristinsson, afhenti með ámaðar-
óskum og þakklæti. Sesselja
Pálsdóttir rakti í nokkrum atriðum
sögu félagsins. Ýmsir tóku til máls
og fluttu ámaðaróskir og nokkur
atriði voru þama til skemmtunar.
Hafsteinn Sigurðsson lék á hljóð-
færi bæði undir borðhaldi og svo
dansi en hann var stiginn um stund
eftir að borðhaldi lauk.
Ein félagskona var gerð að heið-
ursfélaga. Var það Unnur Ólafs-
félagi
dóttir sem hefír verið
Kvenfélagsins í 50 ár.
Kristín Bjömsdóttir formaður
Sambands snæfellskra kvenna flutti
ámaðaróskir frá sambandinu. Fal-
leg blómakarfa barst frá þrem
heiðursfélögum, nú búsettum í
Reykjavík.
— Árni
« ■
21610 G/B/L/T
|
25610 G/B/T/L \ 33050 L/Y/t^ | 21277 L
SGROHE
UMBODSMENN UM LAND ALLT
BILUNN
Letturog lipur
i bænum!
FYRI