Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 49

Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 49 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í_„íslenskum orðskviðum“ segir: Á aldri tvítugs rikir viijinn, þrítugs skarpleikinn og fertugs skynsemin. — „snilliyrði“ — Þetta var mjög skarpleg athugun. Menn ættu þó ekki að rökræða hana alvarlega nema yfir hollum máls- verði. Lifur er svo næringarrík að hún gæti, annarri fæðutegund fremur, gert allt í senn: aukið viljann, örvað skarpleikann og skerpt skynsemina — hjá hvaða aldurshóp sem er. Þessu til viðbótar er hún ódýr í innkaupum. Hér fylgir því enn ein ágæt upp- skrift með lifur. lifur með lauk 400—500 gr lambalifur, hveiti, 1 stór laukur, 4 msk. matarolía, 1 stór laukur, 1 bolli vatn, 1 lárviðarlauf, salt og malaður pipar. 1. Laukur er skorinn í þunnar sneiðar. Matarolía (2 msk.) er hituð á pönnu og er laukurinn steiktur í feitinni á pönnunni þar til hann hef- ur fengið ljósbrúnan lit. Hann er síðan settur til hliðar. 2. Á meðan laukurinn er að steikj- ast er lifrin hreinsuð og skorin í þunna strimla u.þ.b. 2 sm breiða. 3. Hveiti (‘/8 bolli) er sett í lítinn plastpoka ásamt 1 tsk. af salti og möluðum pipar. Lifrin er sett í pok- ann og hrist með hveitinu þar til hún hefur fengið þunnan hveitihjúp. 4. Matarolía (2 msk.) er hituð vel á pönnu og eru lifrarstrimlamir steiktir í feitinni. Þeim er snúið á meðan þeir eru að steikjast þannig að þeir nái að brúnast á öllum hlið- um. Lifrin steikist á 1—2 mín. 5. Laukurinn er síðan settur með lifrinni á pönnuna ásamt 1 bolla af vatni, lárviðarlaufi brotnu í sundur og 1 tsk. af ediki. Suðan er látin koma upp og er lifrin soðin í u.þ.b. 1 mín. Pannan er hrist á meðan sósan er að jafnast, en hveitið af lifrinni nægir til að þykkja á sósunni. Salti er bætt í sósuna ef þurfa þykir. Með lifrinni er ágætt að bera fram soðnar kartöflur og hrásalat. Verð á hráefni Lifur (450 g) kr. 85,00 1 laukur kr. 7,00 500gkartöflur kr. 20,50 kr. 112,50 Sanitas Eldur í barnavagni SLÖKKVILIÐIÐ í Reylgavík átti í talsverðum önnum á þriðjudag vegna brunaútkalla. Ekki var þó um mikinn eld að Erindi um róman- tísku stefnuna og nútímann HEIMSPEKIDEILD Háskóla ís- lands stendur fyrir málstofu um menningarbyltinguna 1880-1930 og hafa tvö erindi þegar verið flutt. Næsta erindi verður fimmtudaginn 26. febrúar kl. 16.15 í stofu 301 í Ámagarði. Þórir Óskarssor. cand. mag. flyt- ur þá erindi sem hann nefiiir „Rómantíska stefnan og nútíminn". Að loknu erindi verða umræður og er öllum heimill aðgangur. ræða í neinu þessara tilfella og engin slys urðu á fólki. A einum stað hafði pottur gleymst á eldavél og á öðrum hafði kviknað í bamavagni sem var í hjólageymslu í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Þá brann mannlaus sumarbústaður í nágrenni borg- arinnar, en hann mun hafa staðið lengi yfirgefínn og var talinn ónýtur fyrir. Þá fór slökkviliðið að Hótel Esju, þar sem viðvör- unarkerfi hafði farið í gang, sem orsakaðist af bilun í rafkerfí. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! jfHorgtmblabib Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. H Á. BERG ” SKEI FUNN 1 5A, SÍMI: 91-8 47 88 FUÓTLEGRI, HREINLEGRI, AUÐVELDARI! Dulux innanhússmálning frá ICI er nýjung á (slandi. Hún hefur ýmsa kosti umfram aöra málningu. TILBÚIN í BÖKKUM Dulux málningu færðu tilbúna í bökkum. Þú þarft hvorki aö hræra hana upp né þynna. SLETTIST EKKI Minni undirbúning þarf t.d. viö aö breiöa yfir húsgögn og gólf. LYKTARLAUS Dulux er lyktarlaus vatnsmálning. Dulux fæst í 5 litum. Einnig er hægt að fá sýnishorn af litunum, þaö auðveldar þér valiö. \ ÞEKUR VEL Dulux þekur sérlega vel og er snertiþurr á 30 mínútum. Skúlagötu 42,125 Reykjavík Pósthólf 5056, S (91) 11547 HARPA gefur lífinu lit! NÝ MÁLNING SEM KEMUR JAFNVEL FÆRUSTU MÁLURUM Á ÓVART 7 ÞÓRHILDUR/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.