Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HEINRICH KARLSSON, Brekkubæ 20, Reykjavfk, lést í Landakotsspitala þriðjudaginn 24. febrúar. Guðný Hinriksdóttir, Lúðvfk Andreasson, Ásta Heinrichsdóttir Hampton, Gene Hampton, Haraldur Heinrichsson, og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GÚSTAF ÓLAFSSON, hæstaráttariögmaður, lést að kvöldi 24. febrúar í Landspítalanum. Ágústa Sveinsdóttir, Sigrfður Gústafsdóttir, Ólafur Gústafsson, Gústaf A. Gústafsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR KRISTNÝ STEFÁNSDÓTTIR BUTHEL lést 23. febrúar sl. í San Diego í Kaliforníu og veröur jarðsungin þar föstudaginn 27. febrúar nk. Karl Buthe, Örn Reynir Levfsson, Ásdfs Ragna Valdimarsdóttir, Karl Saevar Benediktsson, Helga St. Hróbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, ÁSDÍS PÉTURSDÓTTIR, Vfðimel 63, andaöist aðfaranótt 25. febrúar. Ólafur Þorgrímsson, Erna Ólafsdóttir, Kjartan Reynir Ólafsson. t Móöir mín og amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrverandi starfsmaður Sundhallar Reykjavfkur, Bergþórugötu 56, lést í Hafnarbúðum þriðjudaginn 24. febrúar. Erla Benediktsdóttir Bedinger, Benedikt Jónsson. t Föðurbróðir minn, BALDVIN ODDSSON frá Grænuborg, Vogum, er látinn. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Elfsabet Vormsdóttir. t Eiginkona mín, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, lést í Landspítaianum að morgni 23. þ. mán. Fyrir hönd aöstandenda, Sigtryggur Jónatansson. t Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, JÓHANNES BALDUR STEFÁNSSON, Kleifum, Gilsflrði, verður jarðsunginn frá Garpsdalskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Sigrún Gunnarsdóttir, Stefán Jóhannesson, Trausti Pétursson, Brynja Bernharðsdóttir, Ellert Þorkelsson, Hjörtur Stefánsson, Heiða M. Stefánsdóttir, Unnar Stefánsson, Sigrfður Sigurðardóttir, Arnar Kristinsson, Jóhannes Stefánsson, Unnur Guðjónsdóttir. Minning: Sigurlaugur Jón S. Þórðarson Fæddur 15. júlí 1931 Dáinn 18. febrúar 1987 í dag fer fram í Fossvogskirkju útför Sigurlaugs Jóns Sævars Þórð- arsonar. Sigurlaugur Jón Sævar eða Diddi frændi, eins og við kölluðum hann, fæddist í Reykjavík 15. júlí 1931. Foreldrar hans voru Bjömey Jóns- dóttir, sem lést árið 1956, og Þórður Bjamason, sjómaður, sem lést árið 1983. Diddi var yngstur þriggja systk- ina. Elstur er Pálmi, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur (látin), og Hjördís, gift Vilhjálmi Ólafssjmi, foreldrar undirritaðra. Tveggja ára lenti hann í bílslysi. Hann beið þess aldrei bætur og háði það honum allt hans líf. Diddi var fn'ður sýnum og hið mesta ljúf- menni. Þegar við systkinin vora lítil var Diddi á togara. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur krakkana að fara niður að höfn og taka á móti honum. Oft kom hann færandi hendi. Hann keypti handa okkur hjól, föt, leikföng og ýmislegt sem gladdi bamssálina. Kom þá vel fram hversu stórtækur og smekk- legur hann var í vali sínu. En svo kom að því að Diddi eign- aðist sína eigin fjölskyldu. Og má þá segja að við krakkamir höfum verið orðir heldur eigingjöm á hann Didda okkar, vildum hafa hann fyr- ir okkur. En að sjálfsögðu eltist það af okkur. Hann kvæntist 31. des- ember 1964 Maríu Jakobsdóttur eða Míu eins og hún er alltaf köll- uð, færeyskri dugnaðar- og myndarkonu. Áttu þau ásamt Kim syni Míu heimili sitt á Hringbraut 97. Þar hafði Diddi búið ásamt afa. Var nú allt í einu orðið mannmargt á Hringbrautinni hjá afa. Nú var hafist handa við að breyta og bæta. Allir lögðust á eitt að gera heimilið sem fallegast. Árið 1965 eignuðust Diddi og Mía sitt fyrsta bam. Það var Jóhann Jakob, sem býr með Unni Þormóðsdóttur, og síðan árið 1973 eignuðust þau dótturina Bjömeyju. Hún býr í foreldrahúsum og á að fermast í vor. Kim er kvæntur Sesselju Jóns- dóttur og eiga þau eina dóttur. í nóvember 1983 lést afí og var það mikill missir. Hann hafði reynst Didda, Míu og krökkunum alveg einstaklega vel og verið þeirra stoð og stytta. 1. desember 1964 hóf Diddi störf hjá Olíuverslun fslands í Laugamesi, og vann þar til dauða- dags. Hann lést í Borgarspítalanum að kvöldi 18. febrúar eftir stutta legu. Við systkinin viijum með þessum línum minnast góðs frænda með þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minn- ing hans. Við vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Bima, Laula, Óli og Öddi. Tómas Sigurgeirs- son - Kveðjuorð Fæddur 18. apríl 1902 Dáinn 17. febrúar 1987 Einn af síðustu hugsjónamönn- um dreifbýlisins hefur lokið hlut- verki sínu meðal okkar. Tómas fæddist að Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp í stóram systkina- hópi. Hann var búfræðingur frá Hólum 1926. Kvæntist Steinunni Hjálmarsdóttur 1929. Fyrst var hann bóndi á Miðhúsum og síðar á Reykhólum og kenndur við þann stað. Að Tómasi standa traustir þing- eyskir stofiiar og til þeirra eiga margir Austfirðingar ættir sínar að rekja. Tómas er minnisstæður þeim er honum kynntust um margt. Hann var greiðvikinn nágranni og gest- risinn. Félagshyggjumaður var hann mikill. Tómas var samvinnu- maður og framsóknarmaður, en mat þó ekki fólk eftir pólitískum litarhætti. Starf hans við Reykhólakirkju verður seint metið að verðleikum, en kirkjan var fastur punktur í til- vera hans. Hann var einn af stofnendum Kirkjukórs Reykhóla- kirkju og meðhjálpari síðustu 19 árin. Tómas vann mikið að kaupfé- lagsmálum. Lengi útibússtjóri á Reykhólum við erfíðar aðstæður. Póstafgreiðslumaður í áratugi og í sveitarstjóm. Einnig var hann í stjóm búnaðarfélags Reykhóla- hrepps og heiðursfélagi þess félags. Hér er ekki ætlunin að skrifa æviskrá Tómasar, en einn þátt má þó minnast á. Hann gekk 5 bömum Steinunnar í föðurstað og það eitt út af fyrir sig er stórt og mikið hlutverk. Þau Tómas og Steinunn eignuð- ust tvö böm, Sigurgeir bónda á Mávavatni og Kristínu Ingibjörgu, yfirljósmóður á Landspítalanum. Útförin var mjög fjölmenn og einn af færastu organleikuram landsins, Máni Siguijónsson kvaddi tengdaföður sinn með því að leika á orgel við athöfnina, sem fór fram t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og sambýlismaður, SAMÚEL TORFASON frá Kollsvik, Bólstaðarhlíð 7, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Hlff Samúelsdóttir, Pótur Stefánsson, Árni Samúelsson, Guðný Á. Björnsdóttir, Torfhildur Samúelsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Sigurlaug Sigurjónsdóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Lyngheiði 13, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent Selfosskirkju. Sigurgeir Gunnarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. í Reykhólakirkju laugardaginn 21. þessa mánaðar. Öllum var boðið til erfidrykkju í Reykhólaskóla. Fyrir hönd stéttar- félags okkar bændafólks hér, það er Búnaðarfélags Reykhólahrepps, sendi ég Steinunni Hjálmarsdóttur og bömum þeirra og stjúpbömum og öðram venslamönnum samúðar- kveðjur. Sveinn Guðmundsson Skreytum við öll tækifæri Reykjavikurvegi 60, •imi 53848. Alfheimum 6, sími 33978. ILONNl HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri Opið frá kl. 09—21 alla daganemasunnudaga frá kl. 12-18. Sími 21330.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.