Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 55

Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Minning: Birgir Guðjóns- son verslunarmaður Fæddur 26. október 1920 Dáinn 19. febrúar 1987 Lífið er margslungið og háð lög- málum, er nútíma þekking og vísindi kunna ekki skil á nema að hluta til, að því er varðar upphaf þess og lok. Kom mér þetta í hug, við fráfall vinar míns, Birgis Guð- jónssonar. Saga íslenskrar þjóðar hefir að geyma frásagnir og margvíslegar mannlýsingar um sonu sína. Kennir þar ýmissa grasa, getið er hetju- dáða þeirra, hreystleika, drenglynd- is og drengskapar og uppruni þeirra oft rakinn til víkinga og hefir því víkingablóð farið um þeirra æðar. Birgir, eða Bommi eins og hann var almennt kallaður, var sannur og ósvikinn • afkomandi þessara hetja, frumheija íslands byggðar, með víkingablóð í æðum í þess orðs sönnu merkingu. Hann reyndist mikill drengskaparmaður, hafði ávallt að leiðarljósi þær dyggðir og þá mannskosti, er góðan dreng prýðir. Þessi eiginleikar dugðu hon- um vel á glæstum ferli hans á vettvangi knattspymuíþróttarinn- ar. Þar vann hann þrekvirki og var um tíma einn þekktasti knatt- spymumaður okkar og sem Vest- urbæingur traustur liðsmaður KR. Mér em ógleymanleg tilþrif hans og frábær leiktækni á knattspymu- vellinum. Birgir hóf lífsstarf sitt ungur að árum og var sívinnandi til hinsta dags. Hann bar virðingu fyrir vinn- unni, skóla lífsins og reyndist hollur og gegn sínum húsbændum alla tíð. Hann vann verzlunarstörf sín, er hann helgaði starfskrafta sína, af alúð og samviskusemi, og komu þar að góðu gagni þeir eðlislægu þætt- ir í dagfari hans, er einkenndust af rósemi og ígrunduðu jafnvægi. Honum var einkar lagið að um- gangast fólk og var hann vinsæll og dáður af þeim, er til hans sóttu og hann hafði samskipti við. Birgir var gæfumaður í lífi sínu. Gimsteinn hans var eiginkonan, Gréta, mikilhæf sæmdarkona, er reyndist honum traustur og hollur lífsfömnautur til hins síðasta. Eign- uðust þau 4 mannvænleg böm, þau Jóhann, Hönnu Dóm, Ólínu og Grétu, sem öll era uppkomin. Að leiðarlokum er mér efst í huga tregi og djúpstæður söknuður við brottkvaðningu Bomma, langt fyrir aldur fram. Hann skilaði sínu dagsverki með sæmd og reisn. Æðmleysi var hans aðalsmerki. Það er hollt að minnast góðra drengja sem Bomma. Fyrir fölskva- lausa vináttu hans, drenglyndi og einlæg samskipti í minn garð og ijölskyldunnar, skal gjalda skuld þakklætis og virðingar. Grétu, bömunum og öðmm ást- vinum votta ég einlæga samúð á kveðjustund. „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it saraa, en ordstrirr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr.“ Gunnar Helgason hrl. Sumir menn hafa til að bera svo mikla lífsorku að samferðafólk þeirra vill helst ekki trúa því að nokkuð fái grandað þeim nema há elli. En þegar dauðinn leggur sína köldu hönd á menn er ekki spurt um líkamlega hreysti né andlega orku. Hinir sterkustu jafnt og hinir veikustu hníga að velli þegar kallið kemur. Dauðinn fer ætíð með sigur af hólmi, en þó auðnast mönnum stundum að vinna þann sigur að deyja með reisn. Birgir Guðjónsson, mágur minn, fæddist þann 26. október 1920, í Hildibrandshúsi, sem nú er nr. 13 við Garðastræti. Foreldrar hans vom Guðjón Jónsson, jámsmiður, og Halldóra Hildibrandsdóttir, kona hans. Birgir var bam að aldri þegar hann missti foreldra sína, fyrst föð- ur sinn og síðar móður sína. Hann var yngstur af 13 bama systkina- hópi. Eldri systumar héldu hópnum saman og ólu hann og systur upp af mikilli umhyggju og fómfysi, en þó varð hann snemma að fara að vinna fyrir sér, fyrst sem sendill og síðar sem verslunarmaður, sem varð hans ævistarf. Hann vann all- lengi við verslun Helga Magnússon- ar & Co. í Hafnarstræti og eftir að sú verslun hætti var hann hjá J. Þorlákssyni & Norðmann hf. í lok §órða áratugarins og í byij- un þess fimmta var ég, sem þetta skrifa, nemandi við Háskóla ís- lands. Einhver besta dægradvöl mín þá var að fara upp á Melavöll og horfa á knattspymu. Þá var að koma fram ný stjama í knatt- spymu, Bommi í KR, eða réttu nafni Birgir Guðjónsson, sem hér er minnst. Hann hljóp manna hrað- ast og úthaldið var ótrúlegt. Ég dáðist að tækni hans og það gerðu margir. Vera kann þó að hún hafi ekki fyllilega jafnast á við það, sem best þekkist nú meðal knattspymu- manna okkar, enda var minna um leiðbeiningar og æfingatíminn mun skemmri. Þegar Birgir var 17 ára komst hann í úrvalslið fullorðinna í KR og þótt ungur væri urðu KR- t Jaröarför bróöur míns, ÞORVALDAR SIGURGEIRSSONAR frá fsafiröi, veröur gerö fró Fossvogskapellu föstudaginn 27. febrúar kl. 10.30. Jarðaö veröur í Gufuneskirkjugaröi. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag (s- lands. Fyrir hönd aöstandenda, Karvel Sigurgeirsson. ingar ekki fyrir vonbrigðum með hann. Auk þess að vera sterkur og hæfur leikmaður var hann góður drengur og félagi. Eftir að Birgir kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Grétu Jó- hannsdóttur, hætti hann að stunda knattspymu, en þá var hann trúlega á toppnum. Öll orka hans fór nú í að skapa konu sinni og bömum fagurt og hlýlegt heimili. Böm þeirra sem lifðu urðu fjögur. Þau hjónin vom samtaka að láta böm sín njóta alls hins besta, veita þeim þá menntun sem hugur þeirra stóð til og hjálpa þeim með ráðum og dáð til að skapa sér góða framtíð. Lengi áttu þau hjónin fagurt heim- ili að Lindarbraut 4 á Seltjamamesi og þar átti hann heima þegar hann var kvaddur héðan. Fyrir nokkmm ámm fór Birgir að kenna sér þess meins, sem að lokum dró hann til dauða. Hann gekkst þá undir uppskurð og virtist allt hafa tekist vel og við, vinir hans og frændur, trúðum því að aðgerðin hefði borið tilætlaðan ár- angur, en svo fór sjúkdómurinn aftur að gera vart við sig og af meiri ofsa en áður. Þótt hann væri kvalinn vann hann störf sín þar til orkan bilaði. Meðan hann lá bana- leguna var hann hrókur alls fagnaðar og lét gestina, sem komu að heimsækja hann, gleyma því að þeir vom við dánarbeð. Þó vissi hann vel til hvers dró. Hjá J. Þorlákssyni & Norðmann hf. fékk hann að vinna fram undir það síðasta þótt kraftar væm að þverra. Ég veit að honum þótti vænt um þessa tillitssemi, þar sem hann þoldi illa aðgerðarleysi. En að lokum; þegar mátturinn var þorrinn lagðist hann inn á Landa- kotsspítala og þar dó hann með reisn 19. febrúar sl. Með Birgi Guðjónssyni fellur í valinn góður drengur, afburða knattspymumað- ur og góður verslunarmaður, en umfram allt ástríkur faðir, eigin- maður, bróðir og vinur. Við sem eftir lifum hefðum svo gjaman vilj- að njóta návistar hans lengur, en örlögin ráða. Ég votta eiginkonu hans og bömum sérstaka samúð og bið guð að blessa minningu hans. Jón Eiríksson SIEMENS Siwamat580þvotta- vélin frá Siemens fyrirvandláttfólk • Frjálsthitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott. líka ull. Mesti vindu- hraði: 1100 sn./mín. •Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vél. •Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annaö sem lítið er búið aö nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæðl, endlng og fallegt útllt ávallt sett á oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, BIRGIS GUÐJÓNSSONAR, verslunarmanns, Lindarbraut 4, Seltjarnarnesi, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Gréta Jóhannsdóttir, börn og barnabörn. t Móðursystir mín, GUNNFRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR frá Uppsölum, Seyöisfiröi viö ísafjaröardjúp, veröur jarösett frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 27. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Hrefna Samúelsdóttir Tynes. t Þökkum innilega auösýnda samúö við fráfall og útför MATTHÍASAR KJARTANSSONAR, Sólheimum 30. Jóhanna Matthíasdóttir, Matthildur Ólafsdóttir, Ingólfur Guðbrandsson, Vilhjálmur Georgsson, Lilja Guöbrandsdóttir. t Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúö viö fráfall og jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa, KRISTINS ÁRNASONAR, fyrrum skipstjóra frá Geröum. Eyjólfur Kristinsson, Sigrföur Ólafsdóttir, Þorsteinn Kristinsson, Helga Þorkelsdóttir, Guörún Kristinsdóttir, Vilhelm Andersen og barnabörn. Lokað Vegna útfarar BIRGIS GUÐJÓNSSONAR verða verslun og skrifstofa okkar lokaðar frá kl. 14.00-17.00 í dag. J. Þorláksson & Norðmann hf. Birting a fmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stj'órn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.