Morgunblaðið - 26.02.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 26.02.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Equitana ’ST: Disneyland hestamannsins HESTAR Valdimar Kristinsson Heimssýning hestanna hefur hún verið kölluð „Equitana“-sýningin í Essen, en hún verður haldin dagana H.—17. mars næstkomandi. Sýn- ingar þessar hafa verið haldnar frá 1972 og hefur umfang þeirra auk- ist með hverri sýningu og nú er stærð salanna sem sýninguna hýsir um 70.000 fermetrar og búist er við að um 300.000 manns muni sækja sýninguna að þessu sinni. Þá er reiknað með að um 650 aðil- ar frá 25 löndum muni taka þátt í sýningunni. Þáttur íslands eða öllu heldur íslenska hestsins hefur verið mikill í þessari sýningu og nú í fyrsta skipti er íslendingur við stjómvölinn hjá íslandsdeildinni. Er það Herbert „Kóki“ Ólason fyrrum búhöldur á Falkenhorst, en honum var falin stjóm deildarinnar eftir að hann hafði haldið vel heppnað „Meistara- mót Þýskalands" á Falkenhorst síðastliðið haust eins og kunnugt er af fréttum. Var Kóki á ferðinni hér á íslandi fyrir stuttu og náði umsjónarmaður „Hesta" tali af honum. Sagði hann að íslandsdeildin fengi til umráða 500 fermetra og væri í ráði að skipta því niður í 20 bása. Sagði Kóki þetta helmings aukningu frá því sem verið hefur áður enda taldi hann að nú væru óvenju góðar að- stæður til að auglýsa landið á allan hátt; fólkið, hestinn og íslenskar vörur. „Hreint og ómengað land er það sem fólk vill í dag,“ sagði Kóki. En erindi Kóka hingað til lands var að kynna íslenskum fyrirtækj- um og ýmsum aðilum möguleika til auglýsinga á sýningunni. Sagðist hann hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með undirtektir, að vísu hafí mönnum litist vel á þetta en síðan þegar á reyndi var viðkvæðið að ekki væra til penigar til að standa straum af þátttöku að þessu sinni. Benti Kóki á að reiknað væri með að daglegt gegnumstreymi í íslensku deildinni yrði um 70.000 manns. Þá sagði hann að í ráði væri að bjóða upp á íslenskan mat og yrðu fengnir matreiðslumenn héðan svona til að tryggja að ekk- ert færi úrskeiðis við matseldina. Þess má geta að Kóki bauð upp á íslenskan mat á mótinu á Falken- horst í haust og féll það mótsgest- um vel í geð. íslenski hesturinn slær ávallt í gegn Allt frá því að íslenskir hestar komu fram á þessum sýningum hafa þeir verið vinsælasta atriðið á svokölluðum „Hot Top Show" sem Kjarkur og æðruleysi þýsku lögregluhestanna er með ólíkindum og hér stökkva tveir þeirra í gegnum logandi ramma. ingargesta. Má helst líkja því við þá tilfínningu sem allir þekkja þeg- ar „landinn" vinnur góða sigra í handboltanum eða öðram íþrótta- greinum. En það er fleira sýnt en íslenskir hestar og skal hér reynt að telja upp sitthvað af því sem fyrir augu ber. í stóram dráttum má skipta þessari sýningu í tvo meginhluta, annarsvegar hestar og reiðmennska og hinsvegar vörasýning. Þessir tveir meginhlutar eiga það svo sam- eiginlegt að þar er sýnt bókstaflega allt sem hugsast getur í heimi hestamennskunnar. Öll helstu hestakyn heimsins koma þama fram, og má þar nefna Andalúsíu- hesta, Haflinger, Frisian, Fjarðar- hestar, Connemara, New Forrest, Welsh-pony’s, Lusitano-hestar, Pasofíno-töltarar og að sjálfsögðu Arabar. Segja má að flestar ef ekki allar tegundir reiðmennsku sjáist á Equ- itana og má þar nefna hindrana- stökk, Westem-reiðmennsku, söðulreið hefðarkvenna að fyrri tíma hætti, kerraakstur ýmiskonar, þá era ungversku staðgenglamir ógleymanlegir þar sem þeir sýna glæfrareið á beislis- og hankklaus- um hestum og enda svo með því að láta hestana stöðva snarlega í miðjum spretti og henda sér niður sem dauðir væra og knapinn stend- ur á síðum hans og hneigir sig auðmjúklega fyrir áhorfendum. Þýskir lögreglumenn hafa jafnan verið með ekki síður eftirminnilegt atriði þar sem þeir sýna kjark og æðraleysi hesta sinna. Meðal ann- ars láta þeir hestana stökkva í gegnum eld og vegg og slcjóta úr byssum. Hér er fátt eitt nefnt en ekki má sleppa því að nú í fyrsta skipti verður haldin þama heims- meistarakeppnin í dressur eða hlýðnikeppni eins og það kallast á íslensku. Má þar búast við stjömum eins og Anne Grethe Jenssen núver- era á kvöldin og era þar bestu sýn- ingaratriðin frá deginum. Hafa verið notaðir sérstakir mælar til að kanna undirtektir áhorfenda, vænt- anlega klapp og annan hávaða sem fólk sýnir til að láta í ljós hrifningu sína og hafa íslensku hestamir þar jafnan verið á toppnum. All nokkur hópur íslendinga hefur farið á þess- ar sýningar í gegnum árin og ber öllum saman um að það sé ólýsan- leg tilfínning sem grípi um sig meðal íslendinganna þegar fslensku hestamir vinni hug og hjörtu sýn- Andalúsíu-hestarnir hafa veitt (slensku hestunum harða samkeppni um vinsældir sýningargesta. Snilli spænsku reiðmannanna virðist ekki eiga sér nein takmörk og hér hefur einn þeirra látið hestinn setjast á afturendann og sjálfur stendur hann í hnakknum. MorgunblaðiðAT aldimar Kristinsson Og þeir minnstu ná ekki fullvaxnir eðlilegri stærð folalda af islensku kyni og að sjálfsögðu eru þeir ekki notaðir til reiðar. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Sunnudaginn 1. mars í Laugardalshöll ^etta er stórviðburður sem enginn unn- MBk, andi samkvæmisdansa ætti að missa af. jjBfc ISLANDSMEISTARAKEPPNI Bp ,Æmr í samkvæmisdönsum Bolludagskaffi — um kvöldið „allar veit- ingar'1. Komið og sjáið hrífandi og spennandi keppni. DansráA íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.