Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 51 • VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI ■TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Mokkahúfa fannst í Hólagarði Starfsmaður Verslunarinnar Veftau, Hólagarði hringdi: í desember gleymdist grá mokka-bamahúfa hér í verslun- inni. Húfan er merkt Daníel F. Kjartanssyni og er á tveggja til ijögurra ára krakka. Við höfum leitað upplýsinga bæði á barna- heimilunum hér í kring og á Hagstofunni en ekki tekist að fínna Daníel.Síminn hjá okkur er 72010. Hringir í Breið- holti Ég tapaði þremur hringjum fyrir utan raðhús í Breiðholti rétt fyrir jólin. Þetta voru m.a. einn ying og yang hringur og einn með svörtum steini. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 688453. Stulli orðinn þreyttur Ung móðir hringdi: Mér fínnst Stulli í Stundinni okkar farinn að vera ansi þreytt- ur. Það er verið að gera þarna stólpagrín af þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Ég á tvö böm og finnst ekkert gaman að vera að láta þau horfa upp á þetta. Hver gerir við kaffivélar? Óli hringdi: Þarfasti þjónn heimilisins, kaffivélin, bilaði hjá mér nú um daginn og mér hefur ekki tekist að hafa upp á neinum, sem getur tekið að sér að gera við hana fyr- ir mig. Ef einhver veit hvar hægt er að fá gert við kaffivélar er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Velvakanda. Leikfimiþátt á laugardögum B.V. hringdi: Er ekki hægt að gera konum þann greiða áð hafa einn leik- fímiþátt í sjónvarpinu á laugar- dögum upp úr hádegi. Það em margir sem fylgjast með henni Jónínu í útvarpinu en það væri allt annað að geta séð æfíngarnar líka. Það er líka alveg óþarfi að sýna ekkert nema íþróttir allan laugardaginn. Umboðsmaður Alþingis öfugmæli Ingvar Kjartansson hringdi: Mér finnst þetta tal um um- boðsmann Alþingis vera öfug- mæli. í Svíþjóð heitir hann „Almánna ombudsmannen" og í Énglandi og víðar „ombudsman". Þar er hann umboðsmaður al- mennings en ekki Alþingis. Ef þetta hefði verið fyrir 1944 hefði hann samkvæmt þessu átt að heita umboðsmaður konungs. Og hvenær myndi almenningur leita til umboðsmanns konungs til þess að leita réttar síns gegn konungi? Ökumenn eiga að fjalla um umferðarlögin Jón skrifar: Þá er loksins útlit fyrir að breytt umferðarlög sjái dagsins ljós. Það var líka sannarlega kominn tími til þess. Eitthvert pukur virðist vera á hinu háa Alþingi um þetta mál enda er varla hægt að koma auga á hvers vegna alþingismenn eru að fjalla um það. Ökumenn ættu auðvitað að fjalla um það. Þeir vita hvar hundurinn er grafínn varðandi um- ferðarmálin. Nú virðist eiga að fá þingmenn til að samþykkja sektir á þá ökumenn og farþega í fram- sætum, sem eru lausir og fijálsir. Þar nær umferðarráð miklum árangri að það telur. Ekkert virðist gert til að vinna gegn því að skepn- ur gangi allan ársins hring á vegunum og í vegaköntunum, bíla- eigendur verða bara að borga kvikindi þessi hæsta verði ef þau geta troðið sér undir bflana og sjálf- ir bíða tjónið á ökutækinu sem oftast verður. Ekkert er að sjá eða heyra um rallaksturinn hinn form- lega og óformlega þó eitthvað sé talið. Sjálfsagt ætla þeir þingmenn, sem samþykkja niðurbindinguna, að leggja til að stofnaður verði sjóð- ur til að bæta þau slys sem verða vegna þess að fólkið er í þessum böndum, eða e.t.v. ætla þeir bara að greiða skaðabæturnar úr eigin vasa. Svo gæti líka hugsast að umferðarráðið okkar ætlaði að greiða þetta af launum sínum. Það skulu menn vita að það eiga eftir að koma fram háar og margar bóta- kröfur vegna slysa, sem hugsanlega má rekja til niðurbindingarinnar. Þeir þingmenn, sem samþykkja þessr sektir og telja rétt að siga lögreglumönnum á bílstjóra og láta þá skoða í bíla þeirra hvemig bind- ingunni sé háttað ættu að gá að því að kosningar fara í hönd. Svo almenn andstaða er gegn þessum sektarákvæðum að það væri næg ástæða til að krefjast þess að þeir þingmenn sem samþykkja þessa ijarstæðu ættu að bera áberandi merki í barminum, þegar þeir fara að betla út atkvæði, þar sem á væri letrað: „Samþykkti niðurbind- ingu". Einkum ættu þeir þingmenn, sem hæst tala um frelsi og fá vissu- lega mikið fylgi út á það, að athuga sinn gang. Það var talsvert fróðlegt að hlusta á umræður á rás eitt um þessa breytingu og þá einkum vegna sektarákvæða á þá sem ekki eru í þessum beltum eða ólum í framsætunum. Þama skiptust menn í tvo hópa, annars vegar of- stækismenn og fór þar maður í broddi fylkingar og flutti framsögu- ræðu og svo hins vegar menn, sem fluttu sitt mál af hógværð og án fordóma og gátu um kosti og lesti svo sem vera ber ef vitið er látið ráða en ekki fordómar. Það er ekki nokkur vafi á því að þessar ólar geta gert gagn ef um beina ákeyrslu er að ræða en í ýmsum öðmm til- fellum getur notkun þeirra verið til Mig langar að þakka Torfa Hjart- arsyni fyrir hina ágætu þýðingu hans á kafla úr bókinni Papalagi — Sá sem brauzt gegnum himininn, sem birtist í Morgunblaðinu þann 13. febrúar sl. Þetta er einstök grein, spegill fyrir Evrópubúa og reyndar nútíma- menn yfírleitt, sem bmgðið er á loft af polynesískum ættarhöfðingja frá því seint á síðustu öld. Þama er fjallað um tímann og kapphlaup- ið við hann á óviðjafnanlegan hátt, Ungur rútufarþegi skrifar: Þann 23. febrúar sl. ákváðum við nokkrir vinir að fara saman á skíði upp í Bláfjöll og lögðum við af stað frá Seljahverfí (Kjöt og físk) með rútu frá Guðmundi Jónassyni kl. 14.00 og fómm til baka með rútunni kl. 18.00 í bæinn. Þegar við voram komnir að Árbæ eða langleiðina þangað var góður vinur minn að tala við strákana sem vom með okkur og sátu í sætinu fyrir aftan okkur. Vinur minn sneri því öfugt í sætinu og vom stígvélin alvarlegs tjóns. Um það er fjöldi manna reiðubúinn að vitna og færa fyrir þeirri skoðun óyggjandi rök. Þess vegna kemur varla til mála að skipa fólki að binda sig. Það er alvarlegt mál. Miklu stærra en svo að þar eigi ofstækisfullir menn að ráða ferðinni. Löggæslumenn hafa án efa mörgum þarfari störfum að gegna í umferðarmálum en þeim að stöðva bíla og athuga hvort fólk sé í beltum. Undanþágur frá notkun ólanna verða líka Qölmargar og gerir það starfíð og eftirlitið stómm erfiðara. Það er líka tilgangslaust að skylda menn til að aka í böndum við hin verstu ökuskilyrði að vetrar- lagi, þeir gera það ofureinfaldlega ekki vegna þess að þeir telja að það geti verið lífshættulegt. einfaldan og djúpan í senn. Það sjónarhorn, sem þarna er lýst er bæði óvenjulegt og athyglisvert. Ég er Torfa Hjartarsyni þakklátur bæði fyrir kaflann sem hann þýðir og fyrir að vekja athygli mína á þessari merkilegu bók. Það væri ekki lítill fengur í þýðingu bókinnar allrar ef aðrir hlutar hennar em svipaðir því sem birtist í Morgun- blaðinu í fyrri viku. Sigurður H. Friðjónsson hans því aðeins upp í sætinu. Bílstjórinn kom auga á þetta og sagðist ætla að henda stráknum út en ekki bjóst ég nú við að hann léti verða af orðum sínum, en annað kom á daginn; hann henti drengn- um út og hann var þá fjarri heimili sínu og þurfti að koma sér sjálfur heim. Bflstjórinn skeytti því engu þótt vinur minn væri með grátstaf- inn í kverkunum. Það mætti halda að þessi bílstjóri væri með öllu til- fínningalaus. Þakkir til Torfa Hjartarsonar Henti drengnum út REYKJAVlK 1521 1530 jjl og^fe°iki,kótÓ' fást i bf:neny, sVörtti og húsgagnajiöllin 1520 ALÍ-T FIILLU 1536 1547 1542 - f :ml

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.