Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 54. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins J átningarnar taldar munu styrkja Reagan Washington, AP. Reuter. Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, með bendingar til blaðaljós- myndara rétt áður en hann ávarpaði þjóðina í beinni sjónvarpsræðu þar sem hann svaraði gagnrýni, sem sett var fram í Tower-skýrsl- unni. Stjórnmálaskýrendur voru á einu máli um að Ronald Reagan hefði alla möguleika á að endur- heimta fyrra traust eftir sjón- varpsræðu í fyrrakvöld, þar sem hann viðurkenndi að vopnasölu- málið hefði verið mistök. Það væri þó undir þvi komið hvernig hann héldi á málum í framliald- inu. Margir stjórnmálaskýrendur töldu að ekki væru öll kurl kom- in til grafar i vopnasölumálinu og sögðu að mörgum spurning- um væri enn ósvarað. í ræðunni boðaði Reagan frekari manna- breytingar innan stjórnkerfisins á næstu vikum og mánuðum. Þingmenn fögnuðu ræðu Reag- ans en demókratar sögðu að ein ræða dygði forsetanum ekki, hann Reuter Tyrknesk kona á leið frá bænastund í Bláu moskunni í gær. Allt athafnalíf lá niðri í borginni í gær vegna fannkomu. Klofdjúpur snjór þekur Istanbúl Istanbul, AP. Reuter. GÍFURLEG ofankoma og éljagangur var í vesturhluta Tyrklands annan daginn í röð og var í gær 75 sentimetra jafnfallinn snjór í Istanbúl. Allt athafnalíf í vesturhluta landsins lamaðist af völd- um veðursins. Flest fyrirtæki og verzlanir voru lokaðar í Istanbúl í gær, einnig skólar, enda nær ófært um götur borgarinnar vegna fann- fergis og snjóskafla. Fimm manns biðu bana og 25 slösuðust í um- ferðaróhöppum, sem rakin eru til veðursins. Samgöngur lágu að mestu niðri og var Ataturk-flugvöllurinn í Ist- anbúl lokaður annan daginn í röð vegna veðurs. Hundruð þorpa og margir smábæir voru einangraðir þar sem þjóðvegir voru flestir lok- aðir. Önnur eins snjókoma hefur ekki orðið í Tyrklandi í 60 ár. Kalsaveðrið teygði sig einnig til Grikklands og var höfuðborgin Aþena snævi þakin í gær. Tæp- lega 200 fjallaþorp einangruðust og fjórir menn biðu bana af völd- um veðursins. Gífurlegar truflanir urðu á samgöngum um land allt. yrði að efna það loforð að láta meira til sín taka í stjómun lands- ins og sýna fram á hver væri æðstur í Hvíta húsinu. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði að forset- inn hefði sagt þjóðinni það sem hún hefði viljað heyra, að mistök hefðu verið gerð og að hann bæri ábyrgð á þeim. í ræðunni sagðist Reagan viður- kenna að reynt hefði verið að skipta á vopnum fyrir bandaríska gísla í Líbanon. Sagðist hann vera bæði reiður og vonsvikinn vegna þeirra aðgerða sem gripið hefði verið til án vitundar hans í því sambandi. Fjölmiðlar í Vestur-Evrópu vom á einu máli um að Reagan hefði í sjónvarpsræðu sinni í raun játað að honum hefði farist vopnasölu- málið klaufalega úr hendi. Flestir þeirra lýstu þó samúð með forsetan- um. Embættismenn og stjómarer- indrekar sögðu í einkasamtölum að ræðan hefði verið „kröftug" en tals- menn ríkisstjóma neituðu að gefa umsögn sína þar sem um bandarískt innanríkismál væri að ræða. Sjá ennfremur fréttir á bls. 24 og 25. Reuter Hugsanlegt samkomulag um meðaidrægar f laugar: Sovétmenn sagðir samþykkir eftirliti Moskvu, Brussel, AP. Reuter. SOVÉTMENN hafa samþykkt hugmyndina um gagnkvæmt eftir- lit til að fylgjast með framkvæmd hugsanlegs samkomulags stór- veldanna um að fjarlægja meðal- drægar kjarnaflaugar frá Evrópu, að því er New York Times hafði eftir samningamönnum I Genf I gær. Blaðið sagði að Sovétmenn hefðu einnig tekið vel i hugmynd um að samkomulagið næði einnig til um 600 skammdrægra kjarna- flauga. Bandaríkjamenn lögðu í fyrradag fram uppkast að samningi stórveld- anna um fækkun meðaldrægra flauga í Evrópu og í gær lýsti Gennady Gerasimov, talsmaður ut- anríkisráðuneytisins í Moskvu, því sem „mjög jákvæðu" skrefi. Hann sagði þar í að finna mörg atriði, sem leiðtogar stórveldanna hefðu orðið sammála um á Reykjavíkurfundin- um. Hann sagði að helzt þyrfti að ljúka samningagerð innan hálfs árs til þess að samkomulag hlyti stað- festingu áður en kjörtímabil Reagans Bandaríkjaforseta lynni út. Samningamenn Bandaríkjanna í Genfarviðræðunum gáfu fulltrúum NATO skýrslu um viðræðumar í Bussel í gær. Héldu þeir að afloknum þriggja stunda fundi til Washington til fundar við Reagan forseta um framhaldið. Háttsettir stjómarerind- rekar í Brussel sögðu að fundurinn með samningamönnunum hefði verið „mjög uppörvandi“ og einn þeirra sagðist ekki hafa setið betri fund. Fundurinn í Brussel snerist að miklu leyti um skammdrægar kjamaflaug- SÆNSKA stjórnin ákvað í gær að skipa sérstakan rannsóknardóm- ara til að kanna meinta vopnasölu Bofors-fyrirtækisins til írans. Stjómarandstaðan krafðist þess í gær að óháðir aðilar yrðu fengnir til að kanna hvað hæft væri í stað- hæfingum þess efnis að íranskar hersveitir notuðu sænskar loftvam- arflaugar í Persaflóastríðinu. Fullyrt hefur verið að Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra, sem myrt- ur var fyrir rösku ári, hafi vitað um vopnasöluna. Vill stjómarandstaðan að rannsóknin á meintri vopnasölu fari fram í náinni samvinnu við þá, sem rannsaka morðið á Palme. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur krafizt þess af Preb- ar Sovétmanna og leiðir til að fylgjast með að samkomulag um meðaldræg- ar flaugar væri haldið. Sjá ennfremur „Sovétmenn segja svar Bandarikjamanna jákvætt" á bls. 25. en Möller Hansen, formanni danska sjómannasambandsins, að hann út- skýri hvað hann eigi við með þeim fullyrðingum sínum að Svíar hafi staðið í vopnaflutningum til írans. Hansen sagði í samtali við danska útvarpið að ef hann skýrði frá vitn- eskju sinni mundi það leiða til afsagnar ráðherra í sænsku stjóm- inni. Hann sagði að Olof Palme hefði átt leynifundi með sendiherra frans í Stokkhólmi um vopnasöluna. Hans Holmer, hinn umdeildi lög- reglustjóri í Stokkhólmi, sagði starfi sínu lausu í gær. Rannsóknin á morð- inu á Palme var tekin úr höndum hans fyrir skömmu, en hann hafði stjómað henni frá upphafi. Meint vopnasala til Irans rannsökuð Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, frá Reuter og Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgun- bladsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.