Morgunblaðið - 06.03.1987, Page 2

Morgunblaðið - 06.03.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Slys á Reykjanesbraut: Þrettán ára pilt- ur þungt haldinn ÞRETTÁN ára piltur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bifreið á Reykjanesbraut um há- degi á miðvikudag. Pilturinn var að fara í skíðaferða- lag ásamt öðrum grunnskólaböm- um af Suðurnesjum. Rútan sem flutti þau stöðvaði vegna bilunar á nýju Reykjanesbrautinni, til móts við Hnoðraholt í Garðabæ. Pilturinn ákvað þá að bregða sér í verslun í nágrenninu. Þegar hann kom til baka og hljóp yfir veginn að rút- unni varð hann fyrir fólksbíl, sem ekið var norður brautina, frá Hafn- arfirði. Pilturinn liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild Borg- arspítalans. Níu ára drengur er enn meðvit- undarlaus eftir slys sem varð á Reykjanesbrautinni til móts við Kaplakrikavöll í Hafnarfirði fyrir viku. Drengurinn var á hjóli og fór í veg fyrir bíl. INNLENT Lyfsalar funda 1 dag um greinargerð Arna Johnsen LYFSALAR og lyfjafræðingar ætla að halda fund í dag til að ræða viðbrögð við ásökunum á hendur þeim í greinargerð Árna Johnsen alþingismanns með þingsályktunartillögu sem hann, ásamt þremur öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, lagði fram á Alþingi um að lyfjasala verði gefin fijáls. í greinargerðinni, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, gagnrýnir Ámi Johnsen meðal annars verð- lagningu lyfja og segir að með skynsamlegri stýringu og afnámi einokunar í sölu lyQa megi spara milli 600 og 700 miljónir króna á þessu ári. I samtali við Morgun- blaðið sagði Ólafur Ólafsson landlæknir að þær upplýsingar um verðlagningu og fyrirkomulag á sölu ljfya sem fram koma í grein- argerðinni, væru réttar. Ólafur sagðist áður hafa skrifað ráðherra af því tilefni og í framhaldi af því var skipuð nefnd í vetur til að gera úttekt á lyfjamarkaði. Ólafur sagði að samkvæmt upplýsingum frá Lyfjaeftirlitinu væri smásöluálagning hér á landi mun hærri en í nágrannalöndun- um, eða milli 68-70%. í Svíþjóð og Noregi væri smásöluálagningin 33% og í Danmörku 50-54%. Hér tíðkaðist einnig að því dýrara sem lyfíð væri þeim mun meira væri lagt á það en á Norðurlöndunum væri stiglækkandi álagning eftir því sem lyfin væru dýrari. Þar hefði einnig verið sett á verðjöfn- unargjald til að auðvelda rekstur apóteka í dreifbýli og það hefði valdið lækkun á smásöluálagn- ingu. Ólafur gagnrýndi að í lyfjaverð- lagsnefnd, sem væri svipuð nefnd og verðlagsnefndir búvara eða sjávarútvegsins og hefði því end- anlegt vald óháð ráðherra, væru lyfjafræðipgar í meirihluta, eða 4 af 5 nefndarmönnum. Það væri því pottur brotinn víða en hann sagðist hafa trú á að hægt væri að koma þessu kerfí í lag og raun- ar væri fullur vilji til þess meðal lyfsala. Stefán Sigurkarlsson formaður Apótekarafélagsins sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vísa því á bug að lyfsalar réðu verðlagningu lyfja. Stefán sagði að í lyfjaverð- lagsnefnd sæti einn fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins, einn fulltrúi Hagstofunnar og þriðji fulltrúinn er skipaður af heilbrigð- isráðherra sem oddamaður. Síðan ættu Apótekarafélagið og Lyfja- fræðingafélagið sinn fulltrúann hvort. Þótt fulltrúar opinberu stofnanana væru lyfjafræði- menntaðir væri ekki þar með sagt að þeir gengju erinda lyfsala enda hefði ráðherra endanlegt vald í þessu efni ef nefndin kæmist ekki að samkomulagi. Stefán sagði síðan að ásakanir um að lyfsalar lægju á upplýsing- um um lyfjamarkaðinn ættu ekki rétt á sér. Rekstrarskýrslur apó- teka lægju frammi handa hveijum sem væri og lyfjaverðlagsnefndin byggði veðlagningu lyfja á þeim. Apótek væru bókhaldsskyld og þar væri engu leynt. Ef háttsettir embættismenn í heilbrigðiskerfinu þættust ekki geta fengið upplýs- ingar um lyf og lyfsölu þá gætu þeir sjálfum sér um kennt. Morgunblaðið/Eínar Falur Básúnuverk Atla Heimis frumflutt Sinfóníuhljómsveit Islands frumflutti í gærkvöldi Jubílus II, nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld og lék Oddur Björnsson, ungur básúnuleikari, einleik í verkinu. Á myndinni sjást Atli Heimir og Oddur taka við þakklæti tónleikagesta. Þeirra á meðal voru Hall- dór Blöndal alþingismaður og eiginkona hans, Kristrún Eymunds- dóttir, sem sjást á innfelldu myndinni, en tónskáldið tileinkaði Halldóri verkið. Grindvíkingnr GK: Loðnufarm- ur fyrir tæp- ar 8 milljónir Gríndavík. Grindvíkingur GK kom til hafnar í Grindavík í gær og landaði 80 tonnum af frystum loðnuhrognum og 400 tonnum af loðnuúr- gangi. Lætur nærri að farmurinn sé tæpra átta milljóna króna virði, ef Jap- anir samþykkja hrognin. Að sögn Willards Ólasonar, skipstjóra, tók túrinn um átta sólarhringa, en í millitíðinni var loðnuúrgangi landað á Akranesi. „Bestu loðnuna fengum við vestur af Þor- móðsskeri á Mýrum, en þar var 75% af loðnunni kerling og nýtingin mjög góð. A Breiðafirði lóðaði á mikla loðnu, en hrognin voru fastari í henni og lætur nærri að þar sé á leiðinni loðnugangan, sem fannst út af Vestfjörðum," sagði Willard. Kr. Ben. Sjá ennfremur frétt á bls. 31. Brotinn ventill talinn skýring olíulekans Eldisfiskur að verðmæti 45 milljónir króna í húfi Morgunblaðið/Þorkell „Svona óhöpp geta hent alla,“ sagði Óli Kr. Sigurðsson forstjóri Olíuverslunar íslands. Hann kannar hér opið á olíugeyminum á Grundarfirði þar sem ventill brast með þeim afleiðingum að 80.000 lítrar af gasolíu runnu í sjóinn. „VIÐ SLUPPUM með skrekk- inn,“ sagði Þorvaldur Ólafsson eftirlitsmaður Siglingamála- stofnunar í gær eftir að mengun frá olíuleka úr geymi Olíuversl- unar íslands á Grundarfirði hafði verið könnuð. Ekki kom til kasta flotgirðinga og hreinsibún- aðar sem stofnunin flutti til Grundarfjarðar aðfaranótt mið- vikudags. Suðvestan strekkingur hafði séð til þess að olíuna bar frá landi þar sem hún virðist hafa gufað upp eða hvarfast í hættuminni efni. Talið er að eldisfiskur í kvíum Snælax hafi ekki orðið fyrir spjöll- um en að sögn Svans Guðmunds- sonar fiskeldisfræðings fyrirtækis- ins koma áhrif mengunarinnar ekki fram í fiski fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Eldiskvíar Snælax eru í hafnar- mynni Grundarfjarðar. Þar eru nú um 76.000 laxar og 30.000 regn- bogasilungar auk klakfísks. Svanur sagði að fískurinn hefði verið settur í kvíamar á undanfömum tveimur árum. Snælax stefnir að fyrstu uppskeru sinni í haust og er fískur- inn metinn á um 45 milljónir króna. Mesta hættan felst í því að físk- urinn gleypti olíu og kafni. Hugsan- lega gæti olían brotnað niður í hættuminni efni og borist þannig í innyfli físksins. „Um þetta getum við ekkert sagt fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. Fóðurgjöf var hætt um leið og slysið uppgötvaðist og við munum ekki gefa fískinum fyrr en sannað er að vatnið sé laust við mengun," sagði Svanur. Það sem olli lekanum úr tanki Olíuverslunar íslands var brotinn ventill í botni geymisins. Tankurinn var fylltur á mánudag af 150.000 lítrum af gasolíu. Iekinn uppgötv- aðist ekki fyrr en á miðvikudags- morgun og einhvemtímann á því tímabili hefur óhappið orðið. 80.000 lítrar náðu að renna í sjóinn, en afganginum var dælt yfír í annan geymi. Óli Kr. Sigurðsson forstjóri olíufélagsins fór vestur í gær og kannaði aðstæður. Tjón OLÍS er tilfmnanlegt því söluverðmæti gas- olíunnar nam um hálfri milljón króna. Að sögn Ólafs Sverris Hilmars- sonar sveitarstjóra hefur skipulags- nefnd hreppsins ítrekað kvartað við OLÍS vegna slæms frágangs á geyminum. Núgildandi reglur kveða á um að í kringum olíutanka skuli vera þrær sem geti tekið við 60% af þeirri olíu sem í þeim er geymd. Tankurinn á Gmndarfírði er hins- vegar algjörlega óvarinn og því gat olían mnnið óheft í sjó fram. „Sigl- ingamálastofnun tilkynnti eiganda fyrirtækisins í morgun að notkun á tankinum sé bönnuð þar til búið er að ganga frá löglegri þró í kringum hann. Hann hefur fallist á þessi skilyrði enda vilja allir koma í veg fyrir að svona óhöpp hendi oftar,“ sagði Ólafur. „Af þessu óhappi verðum við að draga þann lærdóm að gagngerra endurbóta er þörf á stómm hluta þeirra mannvirkja sem notuð em til olíudreifmgar á íslandi. Við vor- um heppnir núna og höfum verið heppnir áður, en það er ekki víst að forsjónin verði svo hliðholl um alla framtíð," sagði Þorvaldur Ólafsson. Hann hefur á undanföm- um tiu ámm tekið þátt í fjölmörgum aðgerðum til þess að hefta olíu- mengun í sjó. „Við ráðum yfir tækni sem getur reynst vel við bestu skil- yrði en eina vitið er að fyrirbyggja skaðann," sagði Þorvaldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.