Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 VEÐUR Hveragerði. Skáksnillingnrinn Viktor Korchnoi tefldi á miðvikudag í Eden i Hveragerði fjöltefli við 30 manns. Hann vann 27 skákir gerði tvö jafntefli og tapaði einni skák. Sá sem sigraði meistarann er Bjami Þór Jónatansson frá Eyrar- bakka, en jafnteflin gerðu þeir Sigurður Sólmundarson og Helgi Hauksson báðir úr Hveragerði. Kristján Jóhannesson, sveitar- stjóri sá um skipulagningu á þessu fjöltefli, sem var vel sótt af áhorf- endum sem skemmtu sér hið besta. Hér í Hveragerði var haldið Helgarskákmót á vegum tímarits- ins Skákar og Hveragerðishrepps og vaknaði þar sú hugmynd að fá einhvem hinna þekktu skákmanna sem tefldu á I.B.M. mótinu til þess að tefla fjöltefli hér í Hveragerði og rættist sú ósk í gærkvöldi. Vonast er til að þetta fjöltefli endurvekji skákáhuga manna hér svo að framhald geti orðið á fjöltefl- um hér í Hveragerði. Sigrún Heímild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 t gær) Í DAG kl. 12.00: P r F * . VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að fsl. tíma hiti voöur Akureyri 8 hálfskýjað Reykjavik 6 skúr Bergen 1 snjókoma Helsinki -13 skýjað Jan Mayen 1 alskýjaS Kaupmannah. vantar Narssarssuaq -18 lóttskýjað Nuuk -11 skýjaS Osló -8 lóttskýjað Stokkhólmur -9 léttskýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 20 skýjað Amsterdam -0 mistur Aþena vantar Barcelona 14 mistur Bertfn -3 mistur Chicago 3 heiðskfrt Glasgow 4 rigning Feneyjar 2 heiðsklrt Frankfurt -1 heiðskfrt Hamborg -1 léttskýjað las Palmas vantar London 7 mlstur LosAngeles 18 skúr Lúxemborg -2 mistur Madríd 18 mistur Malaga 21 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Miami 21 alskýjað Montrea! -18 þokumóöa NewYork -2 léttskýjað Paris 2 þokumóða Róm 7 skýjað V(n -7 mistur Washington 3 hálfskýjað Winnipeg -4 léttskýjað Kvöldsólin kost- aði 2,2 milljónir FJÁRHAGSLEGT tjón i umferð- aróhöppum er oft á tíðum mikið. Þannig varð kvöldsól við Kaldak- lifsá þess valdandi að bifreiðareig- andi og tryggingafélag urðu rúmum tveimur milljónum króna fátækari. Í lok síðasta sumars valt flutn- ingabíll á brúnni yftr Kaldaklifsá. Okumaðurinn hafði kvöldsólina beint í augun og þegar hann sá skyndilega bíl koma á móti sér sveigði hann til að forða árekstri. Flutningabílinn valt og lagðist þvert á brúna, svo hún lokaðist næstu átta klukku- stundimar. í Gjallarhomi, fréttabréfi Samvinnutrygginga, kemur fram að skemmdir á flutningabílnum voru metnar á 2 milljónir og 24 þúsund krónur, en þar af bar eigandinn helm- ing skaðans. Björgunarkostnaður nam tæpum 115 þúsund krónum, enda þurfti að sækja krana og annan búnað svo ryðja mætti brúna. Flutningabillinn lagðist þvert á Kaldaklifsárbrúna og varð tjónið af óhappinu tæpar 2,2 milljónir króna. Fiskverð féll í Frakklandi Upplýsingaskyldan að komast til framkvæmda FISKVERÐ er enn lágt á fisk- mörkuðunum í Þýzkalandi og verðfall hefur orðið í Boulogne í Frakklandi í kjölfar offramboðs- ins í Þýzkalandi. Verð í Bretlandi var fremur lágt á þriðjudag, en hækkaði er leið á vikuna. Fyrirsjá- anlegt er að minna verður af karfa héðan í næstu viku í Þýzkal- andi en undanfarnar tvær vikur. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að tillög- ur LÍÚ ' um upplýsingaskyldu vegna gámaútflutnings til Þýzka- lands séu þegar að komast til framkvæmda. Útflytjendur séu þegar byrjaðir að tilkynna áætlað magn og boð séu farin að berast frá mörkuðunum. Þetta lofi því góðu um framhaldið. Viðey RE seldi 231 lest af karfa í Bremerhaven á miðvikudag. Heild- Leiðrétting í útvarpsþættinum Mál mála, sem fluttur var 4. þessa mán- aðar, var lesið upp úr greinar- gerð með þingsályktunartil- lögu á Alþingi árið 1984; en hún fjallaði um aukna rækt við íslenskt mál í skólum. Ég vil geta þess að það sem þar var eftir mér haft hef ég aldrei sagt, hvorki í ræðu né riti. Þar hlýtur einhver að hafa farið mannavillt. Hins vegar ræddi ég um þingsályktun þessa í blaðagrein, sem síðan birtist í bæklingnum Skynsamleg orð og skætingur árið 1985. Að sjálfsögðu gátu umsjónar- menn útvarpsþáttarins ekki varað sig á mistökunum. Helgi Hálfdanarson. arverð var 8,9 milljónir króna, meðalverð 38,44. Gámafiskurinn kom á markaðinn á fimmtudag og samkvæmt upplýsingum LÍÚ var meðalverð fyrir karfann um 43 krón- ur á kílóið. Alls woru seldar 400 til 500 lestir, en endanleg niðurstaða var ekki væntanleg fyrr en í dag. 80 lestir af gámafíski héðan voru seldar í Bretlandi á þriðjudag. Heild- arverð var 4,6 milljónir króna, meðalverð 56,97. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 54,96 krónur á kíló, 68,99 fyrir ýsuna og 51,45 fyrir kola. Á miðvikudag var selt úr einum gámi, alls 16 lestir. Fyrir þorsk úr honum fengust 60,23 krónur á kíló og 75,06 fyrir ýsuna. Vegna brælu í Norðursjó hefur verið lítið framboð af físki í Bretlandi og verð því haldizt uppi. Á fímmtudag seldi Náttfari ÞH 84 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heildarverð var 5,2 milljónir króna, meðalverð 62,59. Þá seldi Jökull SH 65 lestir í Hull. Heildarverð var 3,1 milljón, meðalverð 47,44. 27 lestir af karfa voru í afla Jökuls og fen- gust að meðaltali 30,97 krónur fyrir hann. Meðalverð fyrir þorskinn var 67,19. Birtingur NK seldi 139 lestir í Boulogne í Frakklandi á miðvikudag. Heildarverð var 5,9 milljónir króna, meðalverð 42,26. 62 lestir af karfa voru í aflanum og fengust að meðal- tali 33,59 krónur fyrir hann. Eitthvað af físki barst til Boulogne frá Þýzka- landi í upphafí vikunnar. Lítið verður um gámafisk héðan í mörkuðunum í Þýzkalandi í næstu viku vegna verðfallsins. Tvö skip, Ögri og Engey, selja þá í Þýzka- landi, en Ólafur Jónsson hefur hætt við siglingu. Sjá ennfremur frétt um tillögur LÍÚ á bls. 31. Prestkosningar í Prestbakkaprestakalli: Meirihlutíiin skilaði auðu Meirihluti kjósenda í Prestbakka- prestakalli f Húnavatnsprófasts- dæmi, skilaði auðu í prestkosning- um sem þar fóru fram i síðustu viku. Alls voru 244 á kjörskrá í pre- stakallinu og 136 kusu, sem er 54,6% kjörsókn. Jón ísleifsson cand. teol. hlaut 42 atkvæði, séra Hörður Þ. Áskelsson hlaut 1 atkvæði, 92 ski- luðu auðu og eitt atkvæði var ógilt. Kosningin var ekki lögmæt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.