Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Fasteignaverð: íbúðir í fjölbýlishúsum í Reykjavík.
um verðsprengingu yrði að
ræða.
Þeir, sem lánin fengju, yrðu
leiksoppar örlaganna. Þeir
mundu kaupa íbúðir á upp-
sprengdu verði og steypa sér í
miklar skuldir vegna íbúða, sem
síðar myndu lækka í verði.
2) Ef allir, sem vilja byggja, fengju
til þess fullnægjandi lán í hvelli
yrði mikil eftirspumaralda á
byggingarmarkaði.
Iðnaðarmenn yrðu mjög eftir-
sóttir. Byggingarkostnaður
mundi ijúka upp.
Þeir, sem lánin fengju, yrðu
þannig leiksoppar örlaganna og
byggingarkostnaður þeirra
miklu hærri en ella. Verst mundi
þetta leika þá, sem úr minnstu
hafa að spila.
Byggingaraldan mundi síðan
snarfalla og byggingariðnaðar-
menn standa atvinnulausir eftir
uppsveifluna.
Málflutningur
alþýðuflokksmanna
Upphlaup alþýðuflokksmanna í
húsnæðismálum virðist allt byggt á
röngum forsendum og þar af leið-
andi röngum útreikningum.
Kröfumar, sem síðan em reistar
á þessum ranga gmnni, em síðan
vanhugsaðar og beinlínis skaðlegar,
því þær ganga þvert á hagsmuni
þeirra, sem þurfa að útvega sér
húsnæði.
Þær virðast reistar til þess að
skapa flokknum aðstöðu í kosning-
unum og þá i þeirri von og trú að
enginn hugsi málið til enda.
Þær lýsa þannig vantrú á kjós-
endur.
Allt stangast á:
1) Gerð er atlaga að þesta hús-
næðislánakerfi, sem íslendingar
hafa búið við. Húsnæðislána-
kerfi, sem alþýðuflokksmenn
hafa sjálfir nýverið samþykkt á
Alþingi.
Nú búa íslendingar í fyrsta
skipti við húsnæðislánakerfi,
sem sambærilegt er við það, sem
er í löndunum í kringum okkar.
2) Kvartað er undan að húsnæðis-
lánakerfið hafi valdið spreng-
ingu á fasteignamarkaði og
síðan krafist gífurlegra fjár-
muna til íbúðarkaupalána, sem
myndu óhjákvæmilega auka eft-
irspum gífurlega og valda
verðsprengingu.
3) Enginn greinarmunur er gerður
á eðli umsókna um lán frá því
sem áður var. Forsendur og út-
reikningar verða því hvom
tveggja rangar.
4) Á sama tíma og flestum er ljós
nauðsyn þess, að ríkisvaldið
hryndi ekki af stað eftirspumar-
öldum, raski jafnvægi á markaði
og vekji verðbólgu á ný krefjast
alþýðuflokksmenn að sett sé af
stað gengdarlaus eftirspumar-
alda eftir íbúðum.
Athyglisvert er og nokkurt um-
hugsunarefni, að þessar sundur-
leitu, röngu og vanhugsuðu kröfur
em settar fram af lista, sem nýtur
forystu helsta efnahagssérfræðings
Alþýðuflokksins, fyrrverandi for-
stjóra tjóðhagsstoftiunar.
Það vekur óneitanlega ýmsar
hugsanir.
Þvi miður virðist kosningabar-
átta Alþýðuflokksins allt of oft
einkennast af slíkum vanhugsuðum
og skaðlegum upphlaupum og útaf-
spörkum.
Tilgangurinn helgar meðalið að
því er virðist.
Auðvitað er þetta húsnæðislána-
kerfi ekki fullkomið. Félagsmála-
ráðherra lætur nú vinna að ýmsum
endurbótum á því.
Nauðsynlegt er, að sem flestir
setji sig inn í gang mála og láti
ekki berast af leið í múgæsingum
þeirra, sem sjá það eitt markmið
að valda óánægju.
Ekki á þetta síst við um frétta-
menn.
Höfundur er verkfræðingur og
efsti maður álista Framsóknar-
flokksins í Reykjavík.
_________________________17
Óttar Páls-
son plötu
snúður
ársins
NÝLOKIÐ er diskótekarakeppni
sem staðið hefur yfir frá því í
janúar. Var keppt í öllum sex
félagsmiðstöðvum í Reykjavík
ásamt félagsmiðstöðvum í Kópa-
vogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Eftir forkeppni og undanúrslit
komust fjórir áfram á úrslitakvöld
diskótekarakeppninnar sem fór
fram í nýju diskóteki félagsmið-
stöðvarinnar Frostaskjóls; Hilmar
Ámason Æskó Hafnarfirði, Grétar
I. Gunnarsson Þróttheimum, Kristj-
án Ásgeirsson Tónabæ og Óttar
Pálsson Þróttheimum.
Dómnefndin var skipuð þeim Vil-
hjálmi Ástráðssyni framkvæmda-
stjóra veitingahússins Evrópu, Jóni
Gústafssyni frá Bylgjunni og Stöð
og Magnúsi Þór Sveinssyni frá
skemmtistaðnum Hollywood.
Sigurvegari var Óttar Pálsson og
afhenti heiðursgestur kvöldsins,
plötusnúður ársins 1986, Hlynur
S. Jakobsson honum titilinn og
glæsileg verðlaun frá Japis; „4-rása
power diskómixer". Að áuki fengu
allir blóm og plötuverðlaun frá
íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur.
(Fréttatilkynning)
TOYOTA
Hl ACE 4x4, 8 manna með „de luxe“ innrétt-
ingu, vökvastýri, 5 gíra beinskiptur, 2.4 lítra dísil-
vél .. . sjón er sögu ríkari!
AKUREYRI
AKUREYRI
AKUREYRI
Við erum á leiðinni tH þínmeð
Toyotatröllin!
Um helgina geturðu tekið í Toyotatröllin og spurt okkur spjörunum úr.
Við rennum í hlað kl. 10.00 á laugardag og dveljum í Bílasolonni Stórholt
til kl. 17.00.
Á sunnudag byi'jum við aftur í sólskinsskapi kl. 13.00 en leggjum í hann
kl. 17.00.
Við vonumst til að sjá ykkur í góðu bílaskapi!
TOYOTA LAND CRUISER II, beinskiptur 5 gira,
vökva- og veltistýri, 2.4 lítra bensínvél eða dísil
turbo, breið dekk, driflokur...
TOYOTA LAND CRUISER STW. „torfærutröllið"
með 100% læsingu á drifum, 4 lítra, 6 strokka
dísil turbo, 5 gíra beinskiptur...
TOYOTA
AUK hl. 109.5/SÍA