Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Sala ríkis-
fyrirtækja
Sjálfstæðisflokl
farvegnr nýrra
baráttuvettvan^
— sagðiÞorsteinn Pálssoní setningarræðuálandsfundiSjálfi
Athyglisvert var að lesa það í
viðtali við Pierre Ledoux,
aðalbankastjóra Banque National
í París, í viðskiptablaði Morgun-
blaðsins í gær, hve víðtsék
samstaða er um það í Frakklandi,
að sala ríkisfyrirtækja sé af hinu
góða. Hann segir, að jafnvel sós-
íalistar, sem hafa staðið fyrir
víðtækri þjóðnýtingu, séu ekki
lengur á móti þessari stefnu í
grundvallaratriðum. Þetta er enn
ein staðfestingin á undanhaldi
sósíalismans um heim allan; jafn-
vel í Sovétríkjunum og Kína eru
menn farnir að feta sig varlega í
átt til markaðsbúskapar og ein-
staklingsfrelsis.
Sala ríkisfyrirtækja, „einka-
væðingin" sem svo hefur verið
nefnd í umræðum upp á síðkastið,
þykir hvarvetna í hinum vestræna
heimi hafa skilað góðum árangri.
Afköst fyrirtækjanna hafa yfir-
leitt aukist, þjónusta batnað og
laun starfsfólks hækkað. Að baki
þessu búa einföld sannindi um
mannlega náttúru og lögmál
markaðsbúskapar, sem sósíalistar
skildu ekki eða horfðu framhjá —
með þeim dapurlegu afleiðingum,
sem við sjáum hvarvetna í mið-
stjómarríkjum.
Hér á landi hafa hugmyndir um
sölu ríkisfyrirtækja smám saman
verið að fá verulegan hljómgrunn.
Fullyrða má, að þau skref, sem
núverandi ríkisstjóm hefur stigið
í þessa átt, hafi almennt mælst
vel fyrir. Gallinn er hins vegar sá,
að hér hefur ekki verið sýnd næg
röggsemi. Ríkisstjórnin fór vel af
stað, þegar Albert Guðmundsson,
þáverandi fjármálaráðherra, vakti
máls á sölu ríkisfyrirtækja sumar-
ið 1983. Sverrir Hermannsson,
þáverandi iðnaðarráðherra, fylgdi
þeirri stefnumörkun eftir með sölu
á Landssmiðjunni og Siglósfld og
hlut ríkisins í Iðnaðarbankanum.
Albert Guðmundsson fylgdi svo í
kjölfarið með sölu á hlutabréfum
ríkisins í Eimskipafélaginu og
Flugleiðum. En síðan hefur fátt
eða ekkert gerst. Ríkisstjómin
hefur að vísu boðið til sölu nokkr-
ar graskögglaverksmiðjur. Ætla
hefði mátt að frumkvæði Alberts
Guðmundssonar yrði upphafið að
skipulegri viðleitni til þess að selja
ríkisfyrirtæki en svo virðist ekki
vera. Ekkert hefur komið fram,
sem bendir til þess að markvisst
sé unnið að þessu verkefni. Á við-
skiptaþingi Verzlunarráðsins gaf
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, að vísu almennar viljayfír-
lýsingar um málið, en af
framkvæmdum hefur ekki orðið
síðustu misserin. Þó er af nógu
að taka.
Rekstur ferðaskrifstofu og
sementsverksmiðju er t.d. augljós-
lega ekki verkefni ríkisins, eins
og málum er nú háttað. Alþingi
ályktaði fyrir tveimur ámm, að
selja bæri starfsfólki Ferðaskrif-
stofu ríkisins 30% hlutaijár fyrir-
tækisins. Þessu hefur ekki verið
hrint í framkvæmd, hvað sem
veldur. Og hvers vegna ekki að
selja fyrirtækið í heild?
Það er við hæfí, að sala ríkis-
fyrirtækja verði á dagskrá á
landsfundi sjálfstæðismanna, sem
nú er hafínn. Ekki er óeðlilegt,
að spumingum verði beint til ráð-
herra flokksins, hvers vegna þeir
hafi ekki sýnt meira framkvæði í
þessu efni, en raun ber vitni.
Hafa ber í huga, að um þessar
mundir eiga hugmyndir um einka-
franitak byr meðal almennings,
svo flokkurinn getur ekki afsakað
sig með því að róðurinn sé erfið-
ur. Öðra nær. Baráttan fyrir sölu
ríkisfyrirtækja og fijálsræði í at-
hafnalífínu hefur líklega aldrei
notið meiri skilnings og velvildar
en nú. Framhjá því má Sjálfstæð-
isflokkurinn ekki horfa.
Reaganá
réttri leið
Ronald Reagan, Bandaríkja-
forseti, hefur styrkt stöðu
sína í embætti með ávarpinu til
bandarísku þjóðarinnar í fyrra-
kvöld. Hann viðurkenndi þar, að
vopnasalan til írans hefði verið
mistök, sem hann bæri fulla
ábyrgð á. Hann viðurkenndi jafn-
framt, að þótt ekki hafi verið
ætlunin að skipta á gíslum fyrir
vopn hafí sú orðin reyndin. Hann
hét því, að bæta fyrir þessi mistök
og eiga gott samstarf við báðar
deildir Bandaríkjaþings, þar sem
andstæðingar hans úr flokki repú-
blikana era nú í meirihluta.
Ummælum Reagans hefur ver-
ið vel tekið í Bandaríkjunum. Þau
þykja til marks um það, að hann
geri sér fulla grein fyrir alvöra
Iransmálsins og mikilvægi þess,
að forsetaembættið njóti trausts
bandarísku þjóðarinnar og sam-
herja Bandaríkjamanna erlendis.
Um vilja Reagans til að reisa for-
setaembættið til fyrri virðingar
og áhrifa og endurbæta fram-
kvæmd bandarískrar utanríkis-
stefnu verður ekki lengur deilt.
Að sjálfsögðu era það síðan verk-
in, sem munu skera úr um það,
hvort honum tekst á næstu tveim-
ur áram í embætti að ávinna sér
fyrri vinsældir og traust og skapa
sér jafnvel varanlegan sess í sög-
unni. Ýmsar forsendur eru fyrir
því, að svo geti orðið, en reynslan
ein leiðir í ljós, hvað verður.
Hér fer á eftir í heild setning-
arræða Þorsteins Pálssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins, á
landsfundi flokksins, sem hófst
síðdegis í gær:
Vinir og samheijar.
Þegar við komum saman til
landsfundar fyrir tveimur árum
vorum við á það minnt, sem segir
í Hávamálum, að veður ræður akri.
Nú er veður til að skapa. Kosningar
til Alþingis standa fyrir dyrum. Við
komum hér saman til þess að hefja
lokasókn kosningabaráttunnar:
— til þess að þétta raðimar,
— til þess að efla samstöðuna,
— til þess að skerpa brand mál-
staðarins og hugsjónarinnar.
Við höfum það hlutverk, sjálf-
stæðismenn, að skapa íslandi nýja
framtíð. Kosningabaráttan er ekki
íþrótt ein. Við greiðum ekki at-
kvæði í þeim tilgangi einum að
fullnægja stjómskipulegum skyld-
um. Við eram að varða leið til nýs
tíma, til nýrrar aldar. Við eram að
skipa málum okkar sjálfra; mæla
fyrir um það, sem til framfara og
farsældar horfír í íslensku þjóð-
félagi.
Fyrir tveimur árum kölluðum við
saman landsfund fyrr en skipulags-
reglu gerðu kröfur til. Það var gert
í þeim tilgangi að bregðast við
pólitískri óvissu og efnahagslegu
umróti, sem varð í kjölfar verkfalla
á öndverðum vetri 1984. Enginn
vafí leikur á því, að það mikla afl,
sem hér safnaðist saman fyrir
tveimur áram, gat eytt óvissu og
skapað á ný þá festu, sem hveiju
þjóðfélagi á framfarabraut er nauð-
synleg. Við náðum árangri með
samstöðu og einbeitni. Alþingi
starfaði fram á sumar til þess að
koma fram þeim málum sem lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins hafði
mælt fyrir um.
Nú erum við á réttri leið. En hlut-
verk okkar er eigi að síður viðamik-
ið og vandasamt. Við þurfum að
halda áttum, íslendingar. Kosning-
arnar munu sannarlega ráða úrslit-
um um það, hvort okkur auðnast
að halda áfram á braut framfara
og hagsældar. Sá kostur er fólginn
í sjálfstæðisstefnunni. Hinn kostur-
inn er vegvillur vinstri stjómar, með
verðbólgu og kjaraskerðingu. f
þessum efnum segja orð og fullyrð-
ingar minnst. Þar er reynslan
ólygnust.
Sögnlegt hlutverk
Það hefur verið sögulegt hlutverk
Sjálfstæðisflokksins, að tryggja
festu í stómarháttum á íslandi;
veita aðhald og hafa forystu um
framfarir og nýsköpun:
— Það er ekki tilvi^un, að 12
ára ferill viðreisnarstjómar var tími
aukins frelsis, festu í stjómarhátt-
um framfara og Iágrar verðbólgu.
Þá nutum við forystu Ólafs Thors,
Bjama Benediktssonar og Jóhanns
Hafstein.
— Það er ekki tilviljun, að
verðbólgan fór af stað á nýjan leik
á tíma vinstri stjórnarinnar í.byijun
síðasta áratugar, rétt eins og á tíma
vinstri stjómar sjötta áratugarins.
— Það er ekki tilvljun, að það
var fyrst með tilkomu Sjálfstæðis-
flokksins undir forystu Geirs
Hallgrímssonar, að spymt var við
fæti á ný.
— Það er ekki tilviljun, eftir
að sú tilraun var brotin á bak aftur
með kosningasigri vinstri flokk-
anna, að verðbólgan fór á ringul-
reiðarstig.
— Það er ekki tilviljun að við
eram nú á réttri leið á nýjan leik,
eftir fjögurra ára stjórnarþátttöku
sjálfstæðismanna.
í vor ganga fleiri nýir kjósendur
að kjörborði en nokkra sinni fyrr.
Kosningaaldur hefur verið lækkað-
ur. Unga fólkinu í landinu hefur
verið sýndur aukinn trúnaður, en
um leið leggjast á það auknar skyld-
ur. Kosningamar snúast ekki
einungis um stundarhagsmuni og
dægurflugur venjubundinna stjórn-
málaátaka. Þær snúast öðru fremur
um framtíð þessa unga fólks, þeirr-
ar kynslóðar sem mun leiða Island
á vit nýrrar aldar.
Sumum þykir sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafí farið of geyst við
að mæla fyrir breytingum og rífa
hluti úr þeim skorðum, er þeir áður
voru í. En ef við hefðum ekki gert
þetta væram við ekki trúir skyldu
okkar sem brautryðjendur, ekki
sannir málsvarar þeirra sem vilja
sækja fram á við og ekki stjóm-
málalegur vettvangur þeirrar ungu
kynslóðar, sem á að móta ísland
framtíðarinnar.
Skoðanakannanir gefa vísbend-
ingu um að staða okkar sé hvað
sterkust á meðal unga fólksins í
landinu. Það er í sjálfu sér mikil
örvun og hvatning. En þetta er
ekki einasta ánægjuefni, heldur
leggur það okkur á herðar meiri
skyldur en ella. Sjálfstæðisflokkur-
inn á að vera farvegur nýrra
hugmynda og baráttuvettvangur
ungs fólks, sem oft og tíðum vill
rífa hluti úr viðjum vanans.
Tími uppgjörs og-
nýrraáforma
Kosningar eru í senn tími upp-
gjörs og nýrra áforma. Ríkisstjórnin
leggur fram verk sín og stjórnar-
flokkamir lýsa áformum sínum með
skírskotun til fenginnar reynslu.
Stjómarandstaðan leggur á hinn
bóginn fram gagnrýni sína og
áform, en reynir að gleyma minn-
ingunni um þann tíma þegar hún
sjálf bar ábyrgð á stjóm landsmála.
Engum blöðum er um það að
fletta, að það stjórnarsamstarf sem
stofnað var til við framsóknarmenn
í maímánuði 1983 hefur í öllum
meginatriðum verið árangursríkt.
Eftir síðustu alþingiskosningar
voru styrkleikahlutföll á Alþingi
þannig, að útilokað var að mynda
starfhæfa ríkisstjóm án þátttöku
sjálfstæðismanna. Ljóst var þá að
ný ríkisstjóm yrði að ráðast til at-
lögu við einhveijar alvarlegustu
meinsemdir, sem grafíð höfðu um
sig í efnahagslífí þjóðarinnar í ára-
tugi. Ef árangurs átti að vera að
vænta var ljóst, að menn yrðu að
hafa kjark og úthald til þess að
standa að ákveðnum og um margt
sársaukafullum aðgerðum. Augljóst
var að Alþýðubandalagið var með
öllu ófáanlegt til ábyrgrar stjórnar-
þátttöku. í fyrstu sýndist Alþýðu-
flokkurinn hafa vilja til þess að eiga
aðild að nýrri ríkisstjórn. En þegar
á hólminn var komið þorði forysta
Alþýðuflokksins ekki að takast á
við þau vandasömu verkefni, sem
við blöstu.
Enginn annar kostur var því fyr-
ir hendi, en að mynda stjóm með
framsóknarmönnum. Sjálfstæðis-
menn vora ekki allir á eitt sáttir
um það. Þó að samstarf flokkanna
hafí skilað miklum árangri undan-
farin fjögur ár þarf enginn að fara
í grafgötur um að í ýmsum efnum
er verulegur pólitískur ágreiningur
á mílli stjómarflokkanna. Báðir
aðilar hafa á hinn bóginn kappkost-
að að leggja meir upp úr því að ná
árangri, þar sem samstaða hefur
verið fyrir hendi, en að eyða tíma
og afli í að mikla ágreiningsefnin.
Loforðalisti ríkisstjómarinnar
var ekki langur. En hann tók til
því viðameiri verkefna. Og það er
fagnaðar- og ánægjuefni nú, við lok
kjörtímabilsins, að við getum með
rökum sýnt fram á, að í öllum
meginatriðum hafa þau markmið
náðst, sem samið var um að stefna
að í byijun kjörtímabilsins. Það er
æði iangt síðan ríkisstjóm hefur
skilað slíkri niðurstöðu.
Óðaverðbólgan var auðvitað
meginviðfangsefnið. Það er mönn-
um enn í fersku minni, þegar
verðbólgan var orðin 130% og við
blasti, að höfuðatvinnuvegir þjóðar-
innar voru að stöðvast af þeim
sökum. Þar á ofan bættist gífurleg-
ur viðskiptahalli og stöðug aukning
erlendra skulda. Allt þetta stefndi
efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar
í voða. Efnahagslegt umhverfi hafði
verið þannig áram saman, að engar
líkur vora á að víðtækar sættir
gætu tekist á vinnumarkaði um það
viðamikla verkefni, að skipta upp
þjóðarkökunni í kjarasamningum.
Nú þegar komið er að lokum
kjörtímabilsins liggur fyrir sá
árangur að verðbólgan er komin
niður í u.þ.b. 10 af hundraði. Með
nokkram sanni má segja, að þessi
árangur sé forsenda þess að þjóðin
geti haldið áfram á framfarabraut.
Það næst enginn árangur í al-
mennri efnahagsstjóm hvorki á
sviði atvinnumála, né heldur í fé-
lags- og menningarmálum, nema
við getum búið við stöðugt verðlag.
Sterk vígstaða
Þó að ekkert annað hefði gerst
undanfarin fjögur ár væri þetta eitt
út af fyrir sig nægjanlegt til þess
að við getum gengið til kosninga
með máiefnalega sterka vígstöðu.
Við heyrum andstæðinga okkar
segja: þetta var nú auðvelt, það er
góðæri í landinu — og þegar sakir
eru með þeim hætti gerist það af
sjálfu sér að verðbólga lækkar. Við
þetta er tvennt að athuga:
í fyrsta lagi náðist árangur í
baráttu við verðbólguna strax í
upphafi kjörtímabilsins, þegar þjóð-
in gekk í gegnum einhveija dýpstu
efnahagslægð í þijá áratugi. Við
sýndum fram á það í kreppu, að
það var unnt að ná tökum á þess-
ari alvarlegu meinsemd. Hitt er svo
bæði satt og rétt, að góðæri síðustu
tveggja ára hefur auðveldað okkur
að festa þann árangur í sessi og
ná öðrum mikilvægum efnahags-
legum áformum.
í öðru lagi er rétt að hafa í
huga, að upp úr góðæriskaflanum
í kringum 1980 spratt mesta óða-
verðbólga sögunnar, mesta erlenda
skuldasöfnun sögunnar og mesti
viðskiptahalli sem við höfum glímt
við. Stjómarstefna þeirra ára var
þannig, að þjóðin missti af góðær-
inu. Bæði Alþýðubandalag og
Alþýðuflokkur komu við þá sögu.
Einmitt þessar staðreyndi sýna
glöggt, að það skiptir máli hvemig