Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 32

Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Egill Jónsson: Framleiðslugj ald fellt niður - stofn- fjárgjald innheimt Egill Jónsson (S.-AI.) hefur flutt frumvarp til breytinga á lögum um Stofnlánadeild land- búnaðarins (nr. 45/1971). Fyrsta grein frumvarpsins kveður á um að niður falli svonefndt 1% fram- leiðslugjald sem tekjustofn deiidarinnar, en sú niðurfelling lækkar einnig framlag ríkissjóðs. Onnur grein frumvarpsins gerir hinsvegar ráð fyrir því að stofnfjárgjald verði innheimt af sömu vörum og landleigu og gjaldskyld er samkvæmt lögum um búnaðarmálasjóð. Gert er ráð fyrir að afurðastöðvar annist MMfMI innheimtu á stofnfjárgjaldinu og sjái um skil á þvi til Stofnlána- deildarinnar. í athugasemdum segir að setja megi reglur um örari skil söluaðila á gjaldinu en nú tíðkast um búnað- armálasjóðsgjald. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hver búvöruframleiðandi eða leigusali hafí sérstakan stofnfjár: reikning hjá Stofnlánadeildinni. í athugasemdum um þetta efni segir: „Þar sem frumvarpið gerir ráð fyr- ir tilteknum lögbundum sparnaði er eðlilelgt að umræddar innistæður beri vexti. Er lagt til að vaxtakjör- in verði í samræmi við þau kjör sem hveiju sinni eru á útlánum deildar- innar, en þar sem þau kjör kunna að vera mismunandi eftir lánaflokk- um verðar að taka mið að meðaltali þeirra". Frumvarpið gerir ráð fyrir að innstæður á stofnfjárreikningi „skuli nota til greiðslu gjaldfallinna afborgana, vaxta, verðbóta og Utanríkisviðskipti 1986: Á síðast liðnu árni námu heild- anitflutningsverðmæti Islend- inga 45 milljörðum króna og höfðu aukizt um 33% frá árinu áður. Aukningin varð hvað mest í sjávarafurðum, en útflutningur þeirra nam 35,5 milljörðum króna. Hlutdeild sjávarvöru í heildarútflutningi jókst úr 77% í 79%, en hlutur íslenzkra iðnaðar- vara minnkaði úr 20% í 18%, að því er segir í skýrslu utanríkis- ráðherra til Alþingis um ut- anríkisviðskipti. Heiidarverðmæti vöruinnflutn- ings jókst um 5,4%. Almennur innflutningur jókst um 5,6% en inn- flutningur á olívörum dróst saman um 37%. Líkur benda til að vöruskiptajöfn- uður 1986 hafí verið hagstæður um 3,980 m.kr., sem er frámfaraspor, en þjónustujöfnuður verði neikvæð- ur um svipaða fjárhæð, þann veg Ný þingmál: Breytt eftirlit með skipum Fimm umdæmisskrifstofur SigiingamáJastofnunar Fram hefur verið lagt frum- varp til laga um eftirlit með skipum í 11 köflum og 43 frum- varpsgreinum. Frumvarpskafl- ar fjalla um gildissvið, haffæri skipa, framkvæmd eftirlits, skoðun skipa, gerð og búnað skipa (smíði, innflutning og breytingar), hleðslu skipa og frágang farms, siglingadóm, gjöld til eftirlits, refsingar og sviptingu réttinda og loks er gildistökuákvæði. Gildandi lög um þetta efni eru__ rúmlega áttatíu ára gömul. Helztu breytingar, sem frumvarpið kveð- ur á um, varða samræmingu að breyttum lögum um Siglinga- málastofnun ríkisins (fimm umdæmisskrifstofur utan Reykjavíkur), gert er ráð fyrir að fella niður sjóferðarpróf, ákvæð- um um farbann er breytt, ákvæði um ábyrgð skipasmíðastöðva eru hert og loks eru breytt ákvæði um gildisstíma hæffærisskírteina, þ.e. um heimild til framlengingar. Af nám einokurarsölu á lyfjum Tillaga Áma Johnsen (S.-Sl.) og fleiri þingmanna, þessefnis, að ríkisstjómin skuli undirbúa fmm- varp til laga um afnám lagaá- kvæða er kveða á um að lyfjafræðingar einir geti haft lyfjasölu á hendi. Lyfjasala verði gefin fijáls, enda sé tryggt að lyfjafræðingur sé ábyrgur fyrir daglegum rekstri lyfjasölu. Réttur Norður- landabúa til að nota eigin tungu Fram hefur verið lögð tillaga til þingsályktunar um staðfest- ingu á Norðurlandasamningi um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eign tungu í öðru norrænu landi. Verndun plantna og dýra Magðalena M. Sigurðardóttir (F.-Vf.) og fleiri þingmenn flytja tillögu til þingsályktunar un und- irritun og fullgildingu samnings Evrópuráðsins um vemdun villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu. Alþingi í gær: Mál gariga til nefnda Þingskaparumræða um fámenni Egill Jónsson dráttarvaxta og annars kostnaðar af lánum eigenda hjá Stofnlána- deild". Nægi innstæða ekki til greiðslu á skuld fer innheimta eftir ákvæðum skuldabréfanna og al- mennum reglum. Innistæða á stofnfjárreikningi skal undanþegin löghaldi, fjámámi og lögtaki og enn fremur skal óheimilt að veðsetja hana eða ávísa á hana. I samningi um sölu jarðar eða bústofns, sem hefur verið veð- settur vegna lána hjá Stofnlána- deild, er þó heimilt að framselja innstæðu á stofnfjárreikningi, enda yfírtaki þá kaupandi áhvílandi lán frá deildinni. Neðri deild lauk fyrstu umræðu í gær um fimm stjórnarfrumvörp, þegar samþykkt í efri deild, og vísaði til þingnefnda: 1) um hluta- félagsbanka um Útvegsbanka Islands, 2) um veitingu prestakalla (afnám prestskosninga), 3) um skipan gjaldeyris og viðskipta- mála, 4) um útflutningslánasjóð og 5) um lögskráningu sjómanna. í effi deild gengu tvö stjómar- frumvörp til nefndar, að lokinni fyrstu umræðu: 1) um lengingu fæð- ingarorlofs og 2) frumvarp til breytinga á almannatryggingalögum (hliðarfrumvarp með fæðingarorlofs- málinu). Síðan hófst fundur í Sameinuðu þingi. Þar var á dagskrá nefndakjör og atkvæðagreiðsla um nokkur mál, sem síðar verður greint frá hér á þingsíðu. Guðrun Helgadóttir (Abl.-Rvik) kvaddi sér hljóðs um þingsköp á neðri deildarfundinum. Gerði hún að umræðuefni hve fáir stjómarþing- menn væru mættir. Spurði hún forseta hvort ætlaðst væri til að stjómarandstöðuþingmenn þokuðu málum áleiðis fyrir stjómarliða. Ing- var Gíslason, þingdeildarforseti, kvað þingdeildina mannaða til starfa, en allir þingmenn, bæði stjómarliðar og stjómarandstæðingar, bæru ábyrgð á að þingstörf gengju eðlilega fram. Skýrsla utanríkisráðherra: íslenzkt frumkvæði í öryggis- og vamarmálum Viðskiptajöfnuður á núllpunkti Vöruskiptajöfnuður hagstæður - þjónustujöfnuður óhagstæður að viðskiptajöfnuður verði nálægt núllpunkti. Af einstökum vömtegundum var langmest flutt út af frystum fisk- flökum, þá óverkuðum saltfiski, síðan áli úr Straumsvík og svo ferskum físki. Mest var aukningin í ferskum físki og frystri rækju. Útflutningur á loðnulýsi og ullar- vömm dróst hinsvegar saman. Langmest var selt af frystum fisk- flökum til Bandaríkjanna en mest af óverkuðum saltfíski til Portúgal og Spánar. Ferskfiskmarkaður var stærstur í Bretlandi og V-Þýzkal- andi. Góður helmingur eða 54% út- flutnings okkar fór til ríkja Evrópu- bandalagsins (12 að tölu). Bandaríkin em hinsvegar stærsta kaupandaland íslenzks útflutnings og námu kaup þeirra á árin 1986 9,8 milljörðum króna. Viðskiptin við A-Evrópu dróust saman á árinui 1986; útflutningur til þessa mark- aðssvæðiðs minnkaði úr 7,8% 1985 í 5,5% 1986 sem hlutfall af heildar- útflutningi. Stigin hafa verið fyrstu skrefin í þá átt að til verði innlend sér- fræðiþekking á herfræðilegum og hertæknilegum málum. I þessu skyni starfar nú sérstök vamar- málaskrifstofa innan utanríkis- ráðuneytisins, en þar starfa nú tveir varnarmálafulltrúar, en ráðning þeirra skapar skilyrði til að leggja hlutlægt mat á varnar- stöðu landsins og fyrirkomulag varnanna, segir í árlegri skýrslu utanrikisráðherra um utanríkis- mál. I skýrslunni segir að íslendingar hafí og tekið virkari þátt í umræðu um öryggismál á N-Atlantshafi og reynt í ríkara mæli en áður að búa í haginn fyrir eigið mat og ákvarðan- ir, sem snerta öryggishagsmuni þjóðarinnar. „Einn þáttur þessa íslenzka fmm- kvæðis er aukin hlutdeild íslendinga sjálfra í vörnum landsins, t.d. munu íslendingar koma til með að annast rekstur hinna fyrirhuguðu ratsjár- stöðva á Vestfjörðum og Norðaust- urlandi. Ný stefna hefur verið mörkuð um upplýsingastreymi til almennings, hvað varðar vamarsamstarf og vam- arliðsframkvæmdir. Bygging nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli er að ljúka. Aðstaða vamarliðsins til að gegna eftirlitshlutverki sínu hefur verið vemlega bætt. Starfandi er nefnd til að meta stöðu „innra öryggis“ þjóðarinnar, en þar er öðm fremur átt við vamir gegn alþjóðlegum hryðjuverkum, svo og gegn ólöglegri upplýsingastarf- semi. Nefndin hefur þegar skilað bráðabirgðaáliti, sem er til athugun- ar í ríkisstjóminni, en fullnaðamiður- stöður hennar munu liggja fyrir fljótlega. Kísilmálmverksmiðja í Reyðarfirði: „Arðsemi ófullnægjandi“ Unnið áfram að verkefninu Iðnaðarráðherra hefur lagt fram skýrslu til Alþingis um stöðu samninga við RTZ Metals um kísilmálmverksmiðju í Reyð- arfirði. í þeim kafla skýrslunnar, sem ber yfirskriftina staða máls- ins, segir m.a.: „Arðsemi kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði er ófullnægjandi miðað við nú- verandi aðstæður, sem breytzt hafa mjög hratt til hins verra siðan samningaviðræður hófust við RTZ Metals í janúar 1986.“ „Þrátt fyrir þetta em báðir samn- ingsaðilar sammála um að vinna áfram að verkefninu og leita leiða til þess að lækka stofnkostnað verk- smiðjunnar og kanna frekar aðrar leiðir til þess að auka arðsemi fjár- festingarinnar. Þá er heldur ekki talið útilokað að á næstu mánuðum hækki verð á kísilmálmi þannig að afkomuhorfur verksmiðjunnar batni. Rétt er að fram komi að samn- inganefnd RTZ Metals hefur eindregið mælst til þess að staðið verði að málinu með ofangreindum hætti og það verið staðfest af stjóm RTZ Metals". Vínarfundurinn um öryg-g-i ogf samvinnu: Islendingar flytja tillögn um mannréttindamál - Sovétmenn sýni virðingn fyrir mannréttindum í verki, sagði utanrfldsráðherra MATTHÍAS Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, sagði á Alþingi í gær, að Sovétmenn yrðu að sýna það í framkvæmd að þeir hefðu breytt um stefnu í mannréttinda- málum og ekki væri aðeins um áróðursbragð að ræða. Ráðherrann lét þessi ummæli falla við umræður um þingsályktunartil- lögu sjálfstæðismanna um mannrétt- indamál. Hann upplýsti, að íslend- ingar hefðu gerst meðflutningsmenn að tillögu á Vínarfundinum um ör- yggi og samvinnu, þar sem hvatt er til þess að ákvæði Helsinski-sáttmál- ans frá 1985 um mannréttindi séu virt. Friðrik Sophusson (S.-Rvk.) fylgdi tillögunni úr hlaði. Hún hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fordæma brot á mannréttindaákvæðum Hels- inki-sáttmálans og felur ríkisstjóm- inni að vinna að því að mannréttinda- mál fái aukið vægi á þriðja framhaldsfundi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem nú stendur yfir í Vín, og einnig á sérfræðingafundum eða öðrum fram- haldsfundum ráðstefnunnar sem ákveðnir verða í Vín.“ Þingmaðurinn fjallaði almennt um mannréttindi og Helsinki-sáttmálann sérstaklega. Hann gat þess að Sovét- menn hefðu ekki staðið við ákvæði sáttmálans um mannréttindi og taldi mikilvægt, að lýðræðisríkin létu Sov- étmenn ekki komast upp með að nota mannréttindi sem skiptimynt í viðræðum um afvopnunarmál. í máli þingmannsins kom fram, að í desember s.l. áttu hann og Kristín Halldórsdóttir (Kl.-Rn.) frumkvæði að því, að formenn allra þingflokkanna á Alþingi rituðu Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, bréf og hvöttu hann til þess að leyfa nokkrum krabbameinssjúklingum að fvlytjast úr landi. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) fagnaði því, að mannréttinda- mál kæmu á dagskrá þingsins. Hann kvaðst styðja tillöguna efnislega, en taldi mikilvægt að inn í hana yrði bætt ályktun um mannréttindabrot utan þess svæðis sem Helsinki-sátt- málinn tekur til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.