Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
33
AKUREYRI
Ferðamannastraumur til Akureyrar;
Veruleg aukning
„ÞAÐ hefur orðið veruleg aukn-
ing- frá því í fyrra og mér sýnist
stefna í að hún verði enn meiri
seinni hluta vetrar,“ sagði Gísli
Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu
Akureyrar, er Morgunblaðið
spurði hann um ferðamanna-
straum til Akureyar í vetur,
sérstaklega með tilliti til svokall-
aðra pakkaferða.
Gísli sagði að aðalferðamanna-
straumurinn hingað norður yfir
veturinn væri í mars, apríl og maí.
Þar spiluðu skíðaferðir mikið inn í
og nú væri til dæmis stórbætt að-
staða í Hlíðarfjalli frá því sem verið
hefur með tilkomu nýrrar lyftu.
„Leikfélagið sýnir svo Kabarett, það
verður örugglega vinsælt, og hér eru
mjög góð hótel. Nú í vikunni verður
sýnd á Stöð 2 mynd um Akureyri,
sem ferðamannabæ að vetri, og við-
vonumst til að það hafi áhrif á að
fólk sæki okur enn frekar heim —
flykkist hingað norður!" sagði Gísli.
Gísli sagði að „stórkostleg aukn-
ing“ hefði orðið á ferðum höfuð-
borgarbúa norður á vetuma
undanfarin ár. „Áður var það þannig
að Akureyringar fóru suður en við
fengum ekkert í staðinn." Hins vegar
yrði nú erfiðara og erfíðara að fá
hótelpláss í Reykjavík fyrir farþega
að norðan. Svo mikið væru um Norð-
urlandabúa í helgarferðum syðra.
Á hótelunum á Akureyri hefur
aðsókn verið góð í vetur og lítur vel
út með pantanir fyrir sumarið að
sögn forráðamanna þeirra.
62 sóttu um 11 íbúðir:
„Langmesta sem ég man“
— segir Hákon Hákonarson formað-
ur stjórnar verkamannabústaða
SEXTÍU og tvær umsóknir bár-
ust um ellefu íbúðir sem stjórn
verkamannabústaða á Akureyri
auglýsti til sölu en umsóknar-
frestur rann út um mánaðamót-
in. Aldrei hafa borist jafn
margar umsóknir og nú.
„Við auglýstum 12 íbúðir í byrjun
desember. Þá sóttu 43 um og okkur
þótti það mjög mikið þannig að við
bjuggumst við að umsóknimar yrðu
eitthvað færri nú. Svo fór þó ekki.
Þetta er það langmesta sem ég man
eftir síðan ég fór að skipta mér af
þessum málum,“ sagði Hákon Há-
konarson, formaður stjómar verka-
mannabústaða, í samtali við
Morgunblaðið.
Skilyrði fyrir því að menn geti
sótt urh íbúð hjá verkamannabú-
stöðum er sú að þeir eigi lögheimili
á Akureyri, heimilistekjur hafi ekki
farið yflr 1280 þúsund krónur
síðustu þijú árin og að þeir eigi
ekki fullnægjandi húsnæði. Um
ástæðu fyrir þessari miklu eftir-
spurn sagði Hákon: „fyrir það
fyrsta eru vextir lægri hjá okkur —
1% á móti 3% minnst hjá Bygging-
arsjóði ríkisins. Þá er lánshlutfallið
85% hjá okkur á móti 70% á al-
mennum markaði þannig að það er
eðlilegt að þeir sem em að leita sér
að húsnæði skoði þetta."
Verkamannabústaðir hafa nú
keypt tuttugu og þrjár íbúðir sem
verða tilbúnar í lok þessa árs og
byrjun þess næsta og verða þær
auglýstar til umsóknar strax og
þeim ellefu fyrmefndu hefur verið
úthlutað. Nýju íbúðimar tuttugu og
þrjár em í tveimur blokkum, önnur
er Múlasíða 5 en hin Melasíða 5.
Eftirspurn er miklu meiri en fram-
boðið en Hákon sagði verkamanna-
bústaði ekki geta keypt meira á
þessu ári — kaupgeta þeirra mark-
aðist af framlagi Byggingasjóðs
verkamanna og framlagi Akur-
eyrarbæjar.
Velta Kaupfélags Eyfirð-
inga jókst um 23,3% árið 1986
Heildarvelta Kaupfélags Ey-
firðinga í aðalrekstri á árinu
1986 var rúmlega 4,6 milljarðar
króna (4.607,7 milljónir) og jókst
frá fyra ári um 23,3%. Launa-
greiðslur kaupfélagsins í aðal-
rekstri voru á árinu 1986 592,1
milljón króna og jukust um
34,12% frá fyrra ári, að launa-
tengdum gjöldum meðtöldum.
Þetta kom fram á Félagsráðs-
fundi KEA sem haldinn var í
fyrradag.
Í skýrslu sem lögð var fram á fé-
lagsráðsfundinum kom fram að
veltuaukningin var mjög misjöfn
eftir rekstrarsviðum en yfirleitt var
hún með eðlilegu móti. Nokkrir
þættir urðu til þess að draga heild-
arveltuna niður, má þar nefna
olíuverðslækkun, minnkandi véla-
sölu vegna samdráttar í landbúnaði,
svo og minnkandi áburðarsölu.
Minnkandi hráefni til Fiskvinnslu-
stöðvarinnar í Hrísey dró niður
veltuaukningu í sjvarútvegi, svo og
lágt gengi á bandarískum dollara.
„Að öllu þessu athuguðu má segja,
að veltuaukning félagsins hafí verið
með eðlilegu móti,“ segir í skýrsl-
unni.
Birgðaaukning
Vörubirgðir KEA í verslun, iðn-
aði og þjónustu, sjávarútvegi og
landbúnaðarafurðum voru í árslok
1986 1.022,1 milljón króna og
höfðu aukist um 21,4% frá árslok-
um 1985. Hér er um óafskrifaðar
birgðir að ræða. í skýrslunni segir:
„fiskbirgðir lækkuðu beinlínis um
nærfellt 40 milljónir króna vegna
hraðra afskipana á freðfiski og salt-
físki, svo og vegna sölu á verulegum
hluta skreiðarbirgða. Birgðir í versl-
unarstarfsemi jukust í takt við
verðbólguna, birgðir í iðnaði og
þjónustu lækkuðu nokkuð, en birgð-
ir landbúnaðarafurða jukust um
43,6%, úr 359,7 milljónum króna í
516,4 milljónir."
Á árinu tók Mjólkursamlag KEA
á móti 1.759.518 lítrum mjólkur frá
250 mjólkurframleiðendum. Nokk-
ur minnkun varð á árinu, eða um
2,99%. Meðalfita mjólkurinnar
hækkaði milli ára, úr 3,97% í 4,00%.
Mjólkurflutningar gengu vel á ár-
inu, ekin vegalengd var 277.509
kílómetrar, sem er heldur minna
en árið áður. Á hvem kílómetra
vom fluttir 78,4 lítrar sem er um
hálfum lítra meira en 1985.
99,52 allrar mjólkur
í fyrsta flokk
„Flokkun mjólkurinnar var áfram
mjög góð og framleiðendum til mik-
ils sórna," segir í skýrslunni. í 1.
flokk fóm 99,52 %. 103.956 lítrar
fóm í 2. og 3. flokk, þar af 13
þúsund lítrar í 3. flokk eða 0,06%.
1985 fóm 99,17% í 1. flokk þannig
að milli ára batnaði flokkunin enn.
Meðalgmndvallarverð fyrir
framleiðslusvæði Mjólkursamlags
KEA á árinu 1986 var 25,12 kr. á
lítra en árið áður kr. 20,71 og hef-
ur því hækkað um 21,29% á milli
ári. Þess má og get.a að birgðabreyt-
ingar í Mjólkursamlaginu vom þær
helstar að í árslok 1986 höfðu
smjör/smjörvabirgðir lækkað um
u.þ.b. 36 tonn. Sala á smjörva er
nú orðin svipuð og á smjöri eða
50-55 tonn á mánuði. Því hefur
verið fluttur rjómi frá Húsavík,
Sauðárkróki og Blönduósi til að
fullnægja eftirspum.
Ostabirgðir hafa vemlega aukist.
Þær vom að verðmæti rúmlega 165
milljónir króna um síðustu áramót,
á móti u.þ.b. 103 milljónum áramót-
in þar á undan. Birgðaþunginn
hefur því aukist um 60% — um 62
milljónir króna.
Grunnskólalögin:
Skólamenn vilja góð-
an tíma til umsagnar
Skólastjórar og kennarar á
Norðurlandi eystra samþykktu á
fundi í Þelamerkurskóia nýlega
að beina þeim eindrægnu tilmæl-
um til menntamálaráðuneytis að
nýsamið frumvarp til laga um
grunnskóla yrði rækilega kynnt
starfsmönnum skólanna, sveitar-
stjórnarmönnum og almenningi
áður en það kemur til kasta al-
þingis.
A fundinum var einnig samþykkt
að beina þeim tilmælum tii ráðu-
neytis að frestur til að skila
umsögnum og athugasemdum við
frumvarpið yrði lengdur verulega,
helst til næsta skólaárs, svo að
mönnum gæfist ráðrúm til að ræða
málið, mynda sér skoðanir um það
og setja þær fram áður en Alþingi
afgreiðir ný grunnskólalög þar sem
hér er um að ræða starfsgrundvöll
kennara og nemenda um langa
framtíð.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ljubojevic þungt hugsi andspænis Gylfa Þórhallssyni, formanni Skákfélags Akureyrar, en hann
var einn þeirra sem gerði jafntefli við stórmeistarann. Fyrir aftan Gylfa má sjá Tómas Inga Olrich,
sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar, og á
myndinni er einnig Sigbjörn Gunnarsson, sem er númer tvö á lista Alþýðuflokksins.
Fjölteflið í Lóni:
Þrír lögðu Ljubojevic
FJÖLTEFLIÐ við júgoslavn-
eska stórmeistarann Ljubomir
Ljubojevic í Lóni í fyrrakvöld
var mjög vel heppnað. Teflt var
á 40 borðum. Júgoslavinn vann
33 skákir, gerði 4 jafntefli og
tapaði 3 skákum.
Þeir sem náðu að vinna kapp-
ann voru Rúnar Berg, Smári
Ólafsson og Jón Björgvinsson.
Þeir Rúnar og Smári eru báðir
rúmlega tvítugir að aldri, en Jón
hefur verið lengi í eldlínunni hjá
Skákfélagi Akureyrar og er fyrr-
um Akureyrarmeistari. Sigurskák
Rúnars Berg þótti mjög glæsileg
- hann fórnaði hrók í lokin og
vann með svokölluðu „glans-
partýi". Eins og áður sagði náðu
fjórir jafntefli, það voru Bogi Páls-
son, sem er aðeins 15 ára, Amar
Þorsteinsson, Hjörleifur Halldórs-
son og Gylfi Þórhallsson, formað-
ur Skákfélags Akureyrar. Að sögn
Margir ungír skákmenn mættu júgoslavneska stórmeistaranum.
Hér sést hann andspænis tveimur þeirra. Lengst til vinstri er Jón
Björgvinsson, einn þeirra sem náði að vinna Ljubojevic.
Gylfa tókst fjölteflið mjög vel,
Ljubojevic var vandvirkur og gaf
sér góðan tíma, enda var fjölteflið
óvenju langt. Það hófst klukkan
átta á miðvikudagskvöldið og lauk
ekki fyrr en klukkan hálf þrjú
aðfaramótt fimmtudagsins. Stóð
því í sex og hálfa klukkustund.
FÖSTUDAGUR
6. mars
§18.00. Á heimleió. Bandarísk bíó-
mynd með T elly Savalas og
Michael Constantine í aðalhlut-
verkum. Pete Panakos (Savalas)
hefur eytt 35 árum í að öngla
saman fyrir ferð til heimabæjar
sins í Grikklandi. Þessi langþráði
draumurverðurað veruleika en
þorpsbúar eru ekki mjög hrifnir
af bandariskum lífsmáta hans.
19.30. Hardy gengiö. Teiknimynd.
19.55. Um víða veröld. Fréttaskýr-
ingaþáttur i umsjón Þóris
Guömundssonar.
§20.20. Sigri fagnaö (ATimeTo
Triumph). Sjónvarpsmynd frá CBS
ergreinirfrá óvæntum atvikum í
lífi hjóna nokkurra. Eiginkonan
gerist atvinnuhermaður til að sjá
fjölskyldunni farboröa, en eigin-
maðurinn er eftir heima og annast
börn og buru.
§22.00. Benny Hill. Breskurgaman-
þáttur.
§22.30. Alaskagull (North To Al-
aska). Bandarískur vestri með
John Wayne og Stewart Granger
íaðalhlutverkum. Myndin gerist i
Alaska í kringum f 890. Tveir gull-
grafarar hafa heppnina með sér
og hyggjast njóta afrakstursins.
En ókunnur maður birtist á sjónar-
sviðinu og dregur þá til tíöinda.
§00.30. Blóðbaðið i Chicago 1929
(St. Valentine's Day Massacre).
Bandarísk kvikmynd frá 1967 með
Jason Robards, George Segal og
Ralph Meeker í aöalhlutverkum. Á
bannárunum í kringum 1930 réði
mafían ríkjum í undirheimum
Chicago. Glæpaflokkar, með Al
Capone og Bugs Moran i farar-
broddi, skiptu borginni (tvö
umráðasvæði. Sifelld innbyrðis
átök flokkanna náðu hámarki í
blóðbaðinu mikla þ. 14. febrúar
1929. Bönnuð börnum.
02.10. Dagskrárlok.