Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 06.03.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Frá hófinu sem haldið var í tilefni útskriftarinnar. Sagastrðnd: Sérhæft fiskvinnsluf ólk hjá Rækjuvinnslunni hf. Skagaströnd. NÝLEGA var útskrifað sérhæft fiskvinnslufólk, 20 starfsmenn Rækjuvinnslunnar hf. á Skaga- strönd. Hafa þessir starfsmenn sótt 10 námskeið á undanfömum mánuð- um auk starfsþjálfunar á vinnu- stað. Markmið þessara námskeiða er að bæta vinnubrögðin við vinnsl- una og er því mikið lagt upp úr gæðamálum þar sem aukin gæði skapa meiri verðmæti sem skila sér síðan í betri launakjörum. í hófi sem haldið var í tilefni af útskriftinni afhentu Vilhjálmur Egilsson frá Vinnuveitendasam- bandi íslands og Sævar Bjamason, formaður Verkalýðsfélags Skaga- strandar, fólkinu skírteini þess efnis að það megi nota starfsheitið sérhæfður fiskvinnslumaður. - ÓB Morgunblaðið/Ólafur Hópurínn sem útskrifaðist, Vilhjálmur Egilsson fremst til vinstri og Sævar Bjarnason til hægrí. Morgunblaðið/Gísli Hafsteinn Vilhjálmsson umboðssali á ísafirði við stæður af Sanitas- gosdrykkjum sem hann býður nú á sama verði og í Reykjavík. Gosdry kkj aver ð lækkar á Isafirði Ísafirði. í NIÐURSTÖÐUM verðlagsstofnunar að undanförnu hefur komið í Ijós að verðlag á gosdrykkjum er víða mjög hátt úti á landi. Ein af ástæðum þess er að landsbyggðin hefur verið látin bera dreifingar- ^•kostnað gosdrykkjaverksmiðjanna í Reykjavík ofan á dreifingar- kostnað heima fyrir. Sumstaðar þar sem samkeppni hefur ríkt t.d. á Akureyri hafa þó sumar tegundii verið seldar á sama verði og í Reykjavík. Nú hefur Sani- tas hf. ákveðið að bjóða viðskipta- vinum sínum á norðanverðum Vestfjörðum sama verð og í Reykjavík fyrir framleiðsluvörur sínar, sem eru í einnota umbúðum. Að sögn Hafsteins Vilhjálmsson- ar umboðsmanns Sanitas á Isafirði var kveikjan að þessum breytingum sú, að Samband íslenskra sam- vinnufélaga gerði samning við Sanitas um að dreifa gosdrykkjun- um út af lager sínum til kaupfélag- vanna í landinu, en kaupfélögin njóta þeirra sérkjara að þurfa ekki að greiða flutningsgjöld af vörum frá Sambandinu. Við þessar aðstæður er hlutur kaupmannaverslananna orðin svo afskiptur að þeir töldu sig ekki geta við unað, og samþykkti stjórn Kaupmannafélags Vestfjarða á fundi sl. mánudag að beina þeim tilmælum til félagsmanna sinna að kaupa ekki vörur af Sanitas að óbreyttu. Hafsteinn hafði þá þegar hafið samningsviðræður við Sani- tas, sem lyktaði með því að byijað var að dreifa einnota umbúðum með gosdrykkjum frá Sanitas á Isafirði á sama verði og í Reykjavík sl. þriðjudag. _ úlfar ítaioachf Steinar gefur út þrjú „Eurovision-lög“ syngur lag Ólafs Hauks Símonar- sonar „Sofðu vært“, en hún er landsmönnum að góðu kunn fýrir söng sinn með Spilverki þjóðanna hér áður fýrr og óperusöng nú seinni árin. Það er ný hljómsveit sem flytur lag Friðriks Karlssonar, Gunn- laugs Briem og Birgir Bragasonar „Lífíð er lag“. Það er hljómsveitin Model sem er skipuð Eiríki Hauks- syni (söngur), Friðriki Karlssyni (gítar), Gunnlaugi Briem (tromm- ur), Eddu Borg Ólafsdóttur (híjómborð, söngur), Ernu Þórar- insdóttur (söngur) og Evu Al- bertsdóttur (söngur). Þessir sex hljómlistarmenn hafa allir unnið saman áður að hinum ýmsu verk- efnum, en þetta er í fyrsta sinn sem þau starfa öll í einni og sömu hljómsveitinni. (Fréttatilkynning) í TENGSLUM við Eurovision- söngvakeppnina hefur hljóm- plötuútgáfan Steinar hf. tryggt sér öll réttindi á þremur af þeim 10 lögum sem keppa til úrslita hér heima þann 23. mars næstkomandi. Þetta eru lögin: „Norðurljós“ eftir Gunn- ar Þórðarson við texta Ólafs Hauks Símonarsonar, „Lífið er lag“ eftir þá Friðrik Karlsson, Gunnlaug Briem og Birgi Bragason og „Sofðu vært“ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þessi þrjú lög verða öll gefin út á litlum plötum strax að keppn- inni aflokinni. Það er Eyjólfur Kristjánsson sem syngur lag Gunnars Þórðarsonar „Norður- ljós“. Eyjólfur var söngvari Bítla- vinafélagsins og er um þessar mundir að syngja í uppfærslunni „Allt vitlaust" á Broadway. Sigrún (Diddú) Hjálmtýsdóttir raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar | Akranes — bæjarmálefni Almennur fundur um bæjarmálefni veröur haldinn í sjálfstæðishúsinu við Heiöargeröi mánudaginn 9. mars kl. 21.00. Bæjarfulltrúar flokks- ins mæta á fundinn. Stjórn fulltrúaráðsins. Reykjaneskjördæmi Aðalfundur kjördœmisráðs Sjálfstœðis- flokksins l Reykjaneskjördæmi verður haldinn I Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi, laugardaginn 14. mars 1987 og hefst kl. 9.00 fyrir hádegi. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting á lögum kjördæmisráðs. 3. Alþingiskosningarnar. Frummælandi Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra. Stjórn kjördæmisráðs. HFIMDALl.UR Mannúð og markaðsbúskapur Fyrirhugað er að fara af stað með les- og umræðuhring á vegum Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik. Þar verða tekin fyrir stefnuatriði Heimdallar og Sjálfstæðisflokksins og þau reifuð. Fengnir verða í rabb ýmsir kunnáttumenn í stjórnmálum, einn- ig verður stuðst við ákveðnar bækur um sjórnmál. Hér er tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á því að ræða vítt og breitt um frjálslyndar stjórnmálakenningar o.fl. Áhugasamir geta skráð sig eða leitað upplýsinga hjé Sjálfstæðis- flokknum í síma 91-82900 á skrifstofutíma fyrir þriðjudaginn 10. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.