Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 41
41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Frá sambandsþingi Ungpmennasambands Borgarfjarðar. Morgunbiaðið/Bemhard
Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar:
Húsnæðismál og
lottó aðalumræðuefnið
Kleppjárnsreylqum.
SAMBANDSÞING Ungmennasambands Borgarfjarðar var að þessu
sinni haldið laugardaginn 28. febrúar i Brautartungu í Lundareykja-
dal og var ungmennafélagið Dagrenning gestgjafi ásamt Lunda-
reykjadalshreppi. Starfssvæði UMSB er Borgarfjarðar- og
Mýrasýsla. Fjöldi félaga er 13 og félagar eru 1.114. Gestir fundar-
ins voru Hannes Þ. Sigurðsson varaforseti ÍSÍ, Sveinn Gestsson frá
Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, Guðfinnur
Ólafsson frá Sundsambandi íslands, Ingólfur Hjörleifsson ritstjóri
Skinnfaxa og Sigurður Þorsteinsson framkvæmdastjóri UMFI.
Sambandsstjóri, Sigríður Þor-
valdsdóttir, flutti skýrslu stjórnar
og drap á það helsta sem fram fór
á árinu. Allt starf var með líkum
hætti og undanfarin ár. Helst var
undan því að kvarta að formanna-
fundir eru illa sóttir, þýðir það samt
ekki að deyfð sé í félagsstarfinu.
Fréttabréf UMSB kom út sjö sinn-
um á árinu. Ingimundur Ingimund-
arson í Borgamesi er framkvæmda-
stjóri UMSB. Húsnæðismál eru
alltaf ofarlega á baugi, á síðastliðnu
vori tók UMSB á leigu húsnæði
undir skrifstofu sambandsins. Um
verslunarmannahelgina stóð UMSB
að dansleikjum í Logalandi, gengu
dansleikirnir vel þó hagnaður væri
lítill. Einnig stóð félagið fyrir einum
unglingadansleik og sumarbúðum á
Varmalandi. íþróttamaður Borgar-
Qarðar var valinn 2. janúar 1987
og var það hin kunna íþróttakona
íris Grönfeld. í skýrslu fram-
kvæmdastjóra kom fram að ekki
hefði verkefnaskortur háð starf-
seminni heldur á hinn veginn.
„í Borgarfj arðarhéraði er mikið
af efnilegu íþróttafólki sem þarf að
hlúa að. Einnig þarf að efla félags-
lega þáttinn. Með því gerum við
Ungmennasamband Borgarfjarðar
að sterku sambandi en til þess að
svo megi verða má engan veikan
hlekk fínna í keðjunni," sagði Ingi-
mundur Ingimundarson.
Iþróttir skipa að sjálfsögðu
stærstan þátt í allri starfsemi innan
UMSB. Mörg mót voru á vegum
félagsins. Árangur í íþróttum er
alltaf að verða betri og sést það
best með því að lesa skrá yfir Borg-
arfjarðarmet í íþróttum, eru þau
flest í kringum og eftir 1980. Tvö
met eru mjög gömul, það er Borgar-
fjarðarmet Kára Sólmundarsonar í
þrístökki og langstökki síðan 1951
og 1000 metra boðhlaup sem sveit
Reykdæla setti á landsmótinu á
Þingvöllum 1957 en sveitina skip-
uðu þeir Jón Blöndal, Vigfús
Pétursson, Hinrik Guðmundsson og
Magnús Jakobsson. Fyrsta íþrótta-
mótið á vegum UMSB var haldið á
Hvítárbakka 10. ágúst 1913, þar
fór fram flokkakeppni í sundi og
glímu.
Húsnæðismál og Lottó var aðal
umræðuefni fundarins. Voru fund-
armenn nokkuð einhuga um að
UMSB skyldi koma sér upp eigin
húsnæði og nota tekjur þær sem
Lottó gefur af sér til að greiða
það. UMSB hefur verið boðið að
kaupa aðstöðu í þjónustumiðstöð á
Bjarkarbraut 6 í Borgarnesi sem
er verið að byggja, en í þessu húsi
munu Samtök sveitarfélaga, Bruna-
bótafélag Islands, Fræðsluráð
Vesturlands, Fasteignamat ríkisins,
Kennslugagnamiðstöðin, tannlækn-
ar, Verfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen og Þroskaþjálfun Vestur-
lands hafa aðsetur. 22 tillögur voru
samþykktar á þinginu.
UMSB verður 75 ára á þessu ári
og er því tækifæri að gera stórátak
í húsnæðismálum. Stjórn UMSB
skipa: Sambandsstjóri Sigríður Þor-
valdsdóttir Hjarðarholti, Björn
Júlíusson Hvanneyri, varasam-
bandsstjóri, Gísli Einarsson ritari,
Ásbrún 8, Guðjón Viggóson vararit-
ari Rauðasandi, Svava Kristjáns-
dóttir gjaldkeri, Hvanneyri og
Sæunn Oddsdóttir varagjaldkeri,
Steinum.
— Bernhard
Brids
Arnór Ragnarsson
Reykjanesmót í
tvímenningi
Dagana 14.—15. marz verður
spilað Reykjanesmót í tvímenningi.
Eru það Suðumesjafélögin ásamt
Hafnfírðingum og Kópavogsbúum
sem etja kappi saman. Spilað verð-
ur í Þinghóli og hefst keppnin kl.
13 á laugardag.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Sl. mánudag, 23. febrúar, hófst
hinn árlegi barómeter-tvímenning-
ur félagsins og er spilað í einum
22 para riðli. Staðan eftir fyrsta
kvöldið er þannig:
Ólafur Torfason — Bjöm Svavarsson Stig
59
Ú!ul"r ^'s'ason — Sigurður Aðalsteinsson r o OO
Einar Sigurðsson — Björgvin Víglundsson 50
Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 38
Guðni Þorsteinsson — Halldór Einarsson 28
Guðbrandur Sigurb. — Kristófer Magnússon 27
Nýlega er lokið einmennings- og
fírmakeppni hjá félaginu og urðu
úrslit þessi:
Stig
Ólafur Ingimundarson 211
Þorsteinn Þorsteinsson 210
Sverrir Jónsson 206
Í firmakeppninni urðu úrslit eftir-
farandi: Stig
Börkur hf. 115
Rafmagnsveitur ríkisins 113
Prentsmiðja Hafnarfjarðar 113
Vélsmiðja Hafnarfjarðar 111
Steinmark 108
Hagvirki hf. 106
Blikktækni hf. 104
Asiaco hf. 104
íslandsmótið í sveitakeppni 1987
Dregið hefur verið í riðla í ís-
landsmótinu í sveitakeppni, undan-
rásum er verða spilaðar á Loftleið-
uni 3-—5- aPríl nk. Eru
þeir þannig skipaðir:
A-riðill:
Páll Valdimarsson, Reykjavík
Samvinnuferðir/Landsýn íslm.m.
Ásgrímur Sigurbjömsson, Siglufirði
Sveit Norðurlands vestra
Gunnar Berg, Akureyri
Sveit Pólaris, Reykjavík
B-riðill:
Sigurður Steingrímsson, Reykjavík
Sigfús Öm Ámason, Reykjavík
Ragnar Jónsson, Kópavogi
Sigfús Þórðarson, Selfossi
Sveit Atlantik, Reykjavík
Jón Hjaltason, Reykjavík
C-riðill:
S.S. Byggir, Akureyri
Ólafur Lárusson, Reykjavík
Guðni Ásmundsson, ísafírði
Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík
Jón Hauksson, Vestmannaeyjum
Jón Skeggi Ragnarsson, Hörnafirði.
D-riðilI:
Aðalsteinn Jörgensen, Reykjavík
Pálmi Kristmannsson, Egilsstöðum
Ingi Steinar Gunnlaugss., Akranesi
Sveit Delta, Reykjavík
Sigurður Sigurjónsson, Reykjavík
Sigmundur Stefánsson, Reykjavík
Opna stórmótið
á Akureyri
Skráning í opna stórmótið, sem
spilað verður á Akureyri helgina
21 —22 mars nk., stendur yfir.
Skráð er hjá stjóminni á Akureyn
og hjá Bridssambandi íslands.
Stórglæsileg verðlaun em í boði;
kr. 40.000 fyrir 1. sætið, kr. 30.000
fyrir 2. sætið, kr. 20.000 fyrir 3.
sætið og kr. 10.000 fyrir 4. sætið.
Að auki er spilað um silfurstig.
Tímarit Máls
og menningar
helgað fjölmiðlum
FYRSTA hefti Tímarits máls og
menningar 1987 er komið út.
Aðalefni þess eru fjórar greinar
um fjölmiðla, einkum útvarp og
sjónvarp, nú þegar ríkisreknir
ljósvakamiðlar standa á tímamót-
um, ekki aðeins hér á landi
heldur i grannlöndum okkar lika.
Birt er nær óbreytt erindi Stefáns
Jóns Hafsteins sem hann flutti á
rás 1 nýlega og nefnir Kreppu í
ríkisfjölmiðlun. Stefán Jón þýðir
líka grein eftir breskan kennara
sinn og ljölmiðlaspeking, Nicholas
Garnham. Einar Örn Benediktsson
fjölmiðlafræðingur, kunnari sem
Kuklari og Sykurmoli, rekur afdrif
menningarstefnu ríkisútvarpsins
frá upphafi, og Þorbjöm Broddason
skrifar um Samvitundina og ljós-
vakann, úttekt á sambýli þjóðar og
ríkisútvarps sem hefur verið frið-
sælt og hamingjusamt til þessa.
Halldór Laxness er 85 ára í vor.
Af því tilefni birtir tímaritið í tveim
hlutum grein eftir Peter Hallberg
sem heitir: Listin að ljúka sögu.
Hallberg tekur fyrir allar skáldsög-
ur Halldórs og skoðar þær í ljósi
þess hvernig þær enda, lætur enda-
lokin bregða nýrri birtu á alla
söguna. Fyrri hluti greinarinnar er
í þessu hefti, seinni hlutinn verður
í maí-heftinu.
Ljóð í tímaritinu eru eftir Sigurð
Pálsson, Gyrði Elíasson, Einar Má
Guðmundsson, Jacques Prévert (í
þýðingu Sigurðar Pálssonar), Jorge
Luis Borges (í þýðingu Sigurðar
A. Magnússonar), Nínu Björk
Árnadóttur, Kristján Jóh. Jónsson
og Gunnar Hersvein Sigursteins-
son. Auk þess kynnir Sjón suður-
afríska skáldið Breyten Breyten-
bach fyrir íslendingum.
Löng smásaga er eftir ensku
skáldkonuna Margaret Drabble sem
kom í heimsókn til Ísiands fyrir
tæpu ári. Sagan heitir Hassantum-
inn og valdi höfundur hana sérstak-
lega handa tímaritinu. Önnur
smásaga er eftir nýliða og heima-
mann. Saknað eftir Ágúst Sverris-
son. Örsagan Nóvembermorgunn
er einnig eftir nýliða á þessu sviði,
Ágústu Snæland, en hún hefur lagt
hönd á aðrar listgreinar.
Þorleifur Hauksson minnist
Snorra Hjartarsonar í heftinu, einn-
ig em ritdómar eftir Pál Valsson,
Guðmund Andra Thorsson, Mar-
gréti Eggertsdóttur og Dagnýju
Kristjánsdóttur og ádrepa eftir Ein-
ar Kárason.
Tímaritið er 128 bls. og prentað
í Odda. Kápu hannaði Teikn. Rit-
stjóri er Silja Aðalsteinsdóttir.
(Úr fréttatilkynningu)
Norræn ljósmyndasýn-
ing í Norræna húsinu
í ANDDYRI Norræna hússins
hefur verið opnuð sýning, sem
ber yfirskriftina Norrænar ljós-
myndir ’85. Á sýningunni er
úrval mynda eftir ljósmyndara
frá Islandi, Danmörku, Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð.
Markmiðið með sýningunni er að
sýna listræna ljósmyndun frá sem
flestum sjónarhornum og að styrkja
stöðu ljósmyndalistarinnar með til-
liti til annarra greina myndlistar-
innar.
Frumkvæðið að sýningunni átti
Finn Thrane, forstöðumaður Ljós-
myndasafnsins (Museet for Foto-
kunst), sem hefur aðsetur í nýrri
listamiðstöð (Brandts klædefabrik)
í Óðinsvéum, en hún var opnuð 1.
janúar sl. Myndirnar á sýningunni
voru valdar af Gert Garmund, en
hann ferðaðist ásamt Esther Ny-
Mótsstjórn verður í höndum Ólafs
Lárussonar en útreikning (á tölvu)
mun Margrét Þórðardóttir sjá um.
Mótið er opið öllu bridsáhugafólki,
svo lengi sem húsrúm leyfír. Spilað
verður í Félagsborg og hefst spila-
mennska kl. 10 á laugardagsmorg-
un. Þess má geta, að meðal
keppenda eru þegar skráðir til leiks
m.a. Þórarinn Sigþórsson, Valur
Sigurðsson, Jón Baldursson, Þorák-
ur Jónsson, Hrólfur Hjaltason,
Björn Theodórsson, forseti BSÍ, o.fl.
Opna stórmótið
í Sandgerði
Vegna mikillar þátttöku í opna
stórmótinu, sem Bridsfélagið Mun-
inn í Sandgerði í samvinnu við
Samvinnuferðir/Landsýn á Suður-
nesjum, gengst fyrir laugardaginn
7. mars, hefur verið ákveðið að
fjölga keppendum úr 32 pörum upp
í 34 pör. Spilafjöldi eykst því um 4
spil. Er þetta gert í samráði við
stjórnanda mótsins, Ólaf Lárusson.
Spilað verður í samkomuhúsinu
í Sár.d^rð: o" hefst Hep?ni w- n
árdegis. Áríðandi er að skráðir
keppendur mæti til leiks, því þurft
hefur að vísa keppendum frá. Mjög
góð verðlaun eru í boði, m.a. eru
1. verðlaun utanlandsferð á vegum
SL.
holm um Norðurlönd og völdu þau
ljósmyndir eftir 58 ljósmyndara.
Afraksturinn var um 350 ljósmynd-
ir, en á sýningunni í Norræna
húsinu verður ekki nema brot af
þeim myndum eða 57 myndir.
Islendingarnir sem eiga myndir
á sýningunni eru Guðmundur Ing-
ólfsson, Ólafur Lárusson, Jóhanna
Ólafsdóttir, Valdís Óskarsdóttir,
Sigurgeir Sigurjónsson, Jim Smart
og Páll Stefánsson.
Sýningin verður opin á opnun-
iitíma hússins kl. 9—19 alla daga
nema sunnudaga kl. 12—19 til 23.
mars.
(Fréttatilkynning)
-27=997,-
Vdrumarkaðurinn hf.
=—I NÝJABÆ-EIÐISTORGI
SlMI 622-200
FULLKOMIN VÉL
A
FRÁBÆRU VERÐI
Heitt og kalt vatn,
400/800 snúningar,
íslenskar merkingar
á stjórnborði,
18 þvottakerfi,
sjálfstætt hitaval.