Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Aðalsteinn Þor-
geirsson — Minning
Fæddur 19. janúar 1916
Dáinn 26. febrúar 1987
Þegar fregnin um andlát afa
barst okkur til eyrna voru tilfinn-
ingamar blandaðar sorg og söknuði
ásamt örlitium létti yfir því að bar-
áttan væri á enda og hann hefði
nú fengið frið. Afí, sem hafði verið
hraustur og friskur allt sitt líf, varð
að berjast við erfiðan sjúkdóm
síðustu mánuðina og láta loks und-
an. í þessari baráttu kom sterkur
persónuleiki hans skýrt fram, því
þótt heilsunni hrakaði og líkamlegt
þrek minnkaði, þá styrktist vilja-
þrek hans og andlegt atgerfí.
Á stundu sem þessari reikar hug-
urinn aftur í tímann og minningam-
ar streyma fram. Fyrstu
minningamar um afa og ömmu eru
frá Korpúlfsstöðum en þar var afí
bústjóri og stjómaði af miklum
myndarskap. Lífíð á Korpúlfsstöð-
um var ævintýraheimur í huga
okkar bamanna því þar var svo
margt að gerast. Frá þessum tíma
em minningamar hjúpaðar ævin-
týralegum ljóma og því stóra
samfélagi sem þama myndaðist
með afa sem miðpunkt munum við
aldrei gleyma.
Þegar amma og afí fluttu frá
Korpúlfsstöðum og afí hætti bú-
störfum, bjó hann til nýjan ævin-
týraheim fyrir okkm bömin, sem
var hesthúsið hans í Mosfellssveit.
Þar eyddum við ófáum stundum
með honum sem var óþreytandi að
leiðbeina okkur og kenna. Hann var
bamgóður og þreyttist aldrei á að
hafa okkur í kringum sig, jafnvel
þótt við væmm stundum óstýrilát
og erfíð. í hesthúsinu var oft margt
um manninn, þar lék afí við hvem
sinn fíngur og var hrókur alls fagn-
aðar. Kímni hans og léttleiki naut
sín hvergi betur því þar var hann
á heimavelli.
Afí og amma skiluðu miklu og
góðu ævistarfí. Þau eignuðust átta
böm sem öll em á lífi, tuttugu og
þijú bamaböm og níu bamabama-
böm, þannig að í dag eiga þau
Qöratíu afkomendur. Þau áttu gott
og myndarlegt heimili sem ætíð
stóð öllum opið og þar hefur fjöl-
skyldan átt margar ógleymanlegar
ánægjustundir.
Afí var sterkur og hrífandi per-
sónuleiki, skapmikill og hikaði ekki
við að segja sína meiningu. Hann
kom hreint og beint fram, var létt-
ur í lund, „húmoristi" og hafði yndi
af að umgangast annað fólk. Hann
var vinur vina sinna og taldi ekki
eftir sér að hjálpa öðmm. Heima
fyrir var hann rólyndur og hjarta-
hlýr og hjá honum var gott að vera.
Elsku amma, þegar þú stendur
nú ein, vonum við að Guð gefí þér
styrk til að standast þessa erfíð-
leika, og að góðu minningamar
muni deyfa sárasta söknuðinn. Við
biðjum guð einnig að styrkja
langömmu sem missir nú sitt fyrsta
bam.
Þegar við kveðjum afa óskum
við þess að okkur beri gæfa til að
erfa eitthvað af hans góðu eiginleik-
um.
Við viljum færa starfsfólki deild-
ar A-7 á Borgarspítalanum alúðar-
þakkir fyrir þá nærgætni og
umhyggju sem það sýndi afa í veik-
indum hans.
Guð blessi minningu afa.
Barnabörn
Okkur langar að skrifa örfáar
línur til að minnast Aðalsteins Þor-
geirssonar eða afa eins og við
heyrðum hann alltaf kallaðan.
Það er ljóst að þama er stórt
skarð sem verður vandfyllt ef það
verður þá nokkumtímann.
Afí var heillandi persónuleiki sem
tók okkur vel frá fyrstu kynnum.
Það er skemmtilegt að minnast
þess að við fyrstu kynni kom hann
fram við okkur öil á sama hátt, það
er að segja með þeirri kímni og
stríðni sem hann var þekktur fyrir.
Þessi eiginleiki var það sem ávallt
hreif okkur mest í fari hans.
Afí var alltaf hrókur alls fagnað-
ar hvar sem hann var og kom til
dyranna eins og hann var klæddur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við afa og vottum ömmu
okkar dýpstu samúð.
Helga Sigurðardóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hallmundur Marvinsson
Það var á fimmtudagsmorgun
25. febrúar sl. að okkur Ingu bár-
ust fréttir um lát vinar okkar,
Aðalsteins Þorgeirssonar. Kvöldið
áður hafði ég hitt Þorstein son hans
uppi í Víðidal, fréttin kom mér því
ekki á óvart. Hvíldin er góð þeim,
sem þreyttir em.
Kunningsskapur okkar Alla, en
svo var hann oft kallaður, hefur
staðið í þijátíu og þijú ár eða í ald-
arþriðjung. Það er langur tími
góðrar vináttu.
Fyrstu kynni okkar vom tengd
hestum sem við báðir höfðum
ánægju af. Alli var þá ráðsmaður
í Nesi á Seltjamamesi, en þar fékk
ég, árið 1954, ásamt öðram aðstöðu
til að koma upp hesthúsi og byggð-
um við það áfast við hús Alla,
þannig að í gegnum hans hús var
farið til að komast í okkar. Við rið-
um oft út saman um Seltjamame-
sið, fómm austur fyrir bæinn þegar
daginn tók að lengja og í sumarferð-
ir saman í hópi góðra félaga, þegar
báðir gátu því viðkomið. Marga
fjallvegi höfum við farið á hestum
og víða höfum við tjaldað og legið
saman í leitarmannakofum og notið
þess að spjalla, áttað okkur á leið-
um, á ám og ljöllum og stundum
dregið okkur saman til að vaka
yfír hestunum. Skörð hafa komið í
þennan ferða- og vinahóp, sum stór,
og enn fjölgar þeim.
Alli átti marga gæðinga um dag-
ana og hann naut þess að hafa við
þá gott samband. Hann fór vel á
hesti og þeir fóm vel undir hjá
honum. Hann hafði líklega mesta
ánægju af yfírferðarhestum, svona
eins og til dæmis Skjóna þegar
hann var upp á sitt besta, þá gust-
aði stundum af þeim.
Mörg atriði koma í huga minn,
þegar ég hugsa til ferðalaga okkar
Alla, en efst er mér líklega í minni,
þegar við eitt sinn riðum suður
Kjöl og komum að Tungufljóti í
miklum vexti. Það skiftir jafnan
miklu að maður hafí trú á því, sem
maður gerir hveiju sinni, og í þetta
skipti, þegar við stóðum þama á
bakkanum til að átta okkur á Fljót-
inu, þá fékk Alli trú á Nasa sem
var með í ferðinni. Hann lagði á
hann og yfír beljandi strauminn
fóm þeir léttilega.
Alli var farsæll í sínu lífshlaupi,
hann hafði svo sterka trú á því sem
hann ákvað að gera hveiju sinni,
að hann kom því oftast glaður í
höfn. Ég hef dáðst að þessum eigin-
leika hans og því hvað hann fór
Aðalsteini vel.
Alli var félagsvera eins og þær
era bestar. Hann hjálpaði mörgum
sem hjálpar þurftu og gerði það
með gleði. Hann tók virkan þátt í
félagsmálum hjá Fáki og síðar
Herði, þar sem hann hefur í nokkuð
mörg undanfarin ár gegnt for-
mennsku. Þar nutu sín hæfileikar
hans til að laða að sér fólk og fá
það til samvinnu. Aðalsteinn var
oft kjörinn á Landsþing hesta-
manna og eiga margir ánægjulegar
endurminningar frá þingsetu sinni
með honum.
Lífshlaup Alla, ætt og uppmna
ætla ég ekki að rekja, þar sem ég
veit að það verður gert af öðmm.
Við Ingigerður sendum aldraðri
móður hans, eiginkonu og fólkinu
hans öllu, innilegar samúðarkveðjur
um leið og við þökkum fyrir áfang-
ann sem við saman fengum að
ganga.
Hjaltí Pálsson
Mig langar að minnast tengda-
föður míns, Aðalsteins Þorgeirsson-
ar, með nokkmm orðum.
Alli fæddist vestur í Önundarfírði
19. janúar 1916, og var því 71 árs
þegar hann lést. Við hittumst fyrst
í Nesi á Seltjamamesi, þar sem
hann var bústjóri vorið 1957. Ég
þá nítján ára unglingur en hann í
blóma lífsins. Ég var að stíga í
vænginn við Þorgerði dóttur hans
og hafði vonast til að hann tæki
mér tveim höndum. En þrautin var
þyngri en ég hélt því Alli átti marg-
ar myndarlegar dætur og gætti
þeirra vel. Þama kynntist ég strax
þeim eiginleika sem ég mat mest í
fari hans en það var hversu hreint
og ákveðið hann kom fram, laus
við sýndarmennsku og uppgerð.
Mér tókst að vinna traust hans og
eftir það myndaðist sterk vinátta
milli okkar sem aldrei bar skugga á.
9
rpráðlijstiars^r',n9- -------'
. - - sÆTÚM8-s