Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Minning: Knut Frydenlund utanríkisráðherra Við hið sviplega fráfall Knuts Frydenlund, utanríkisráðherra, hafa Norðmenn misst einn fremsta og virtasta leiðtoga þjóðar sinnar. Hann fór með utanríkismál í fjórum ríkisstjómum, og naut bæði virðing- ar og trausts um allan heim. Hann var persónugervi raunhæfrar og friðsamlegrar utanríkisstefnu Nor- egs og vildi leysa öll vandamál með sanngimi og samningum. íslendingar hafa við lát Fryden- lunds misst góðan vin, sem kom meira við sögu utanríkismáia okkar en flestir vita, og ávallt á jákvæðan hátt. Hann sá yfir stormasamt Norður-Atlantshafíð að Norðmenn og íslendingar yrðu að hafa með sér náið og traust samband. Hann sá einnig, að sama gilti um aðrar þjóðir við þetta haf, og hjálpaði til að leysa deilur, sem hans eigin þjóð var ekki aðili að. Frydenlund gekk í norsku ut- anríkisþjónustuna 1952 og hóf framabraut sína sem sérfræðingur á því sviði, þar sem hún reis hæst. Hann var um skeið aðstoðarmaður Halvard Lange, hins merka utanrík- isráðherra Norðmanna árin eftir styijöldina. Er líklegt að þar hafí hann fyrst lært, hve nauðsynleg samstaða Norðmanna og íslendinga var í utanríkis- og öryggismálum. íslenskir leiðtogar ráðguðust oft við Lange á þeim árum. Frydenlund varð eftirmaður læri- föður síns og kosinn á þing í Oslo. Jóhanna Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 8. ágúst 1906 Dáin 24. febrúar 1987 í dag kl. 10.30 verður Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrum starfs- maður í Sundhöll Reykjavíkur, jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Jóhanna bjó alla sína tíð í Reykjavík og ólst þar upp hjá föð- ur sínum, Guðmundi Kristmunds- syni sjómanni, og konu hans, Guðríði Davíðsdóttur, ásamt bræðr- um sínum, Valtý, fyrrum bónda, nú starfsmanni á Orkustofnun og Matthíasi, fyrrv. póstmeistara í Reylqavík. Jóhanna lifði mikið umbótaskeið í sögu Reykjavíkur. Hún kunni frá mörgu að segja um lífið í borginni, frá atvinnuástandi fyrri tíma og lífsbaráttu sem mörgum reyndist hörð. Ung trúlofaðist hún Benedikt Jónssyni frá Lambhól í Reykjavík og eignuðsut þau eina dóttur, Guð- ríði Erlu, vorið 1928. Benedikt útskrifaðist sama vor úr Stýri- mannaskólanum og brúðkaup var fyrirhugað um haustið. Það var því bjart framundan. En þá dró ský fyrir sólu. Benedikt fór til sjós um sumarið og veiktist þar af berklum. Hann var á Vífílsstöðum í rúm tvö ár ásamt bróður sínum er líka hafði veikst af þessum skæða sjúkdómi. í árslok 1930 létust þeir báðir með dags millibili. Með Benedikt kynnt- ist Jóhanna stórri og góðri fjöl- skýldu sem reyndist henni ávallt vel og hún mat mikils. Á þeim erfíðu tímum kreppuár- anna er í hönd fóru var Erla móður sinni mikill styrkur. Erla giftist Georg Mike Bedinger, miklum öðl- ingsmanni, og hafa þau búið í Kalifomíu. Dætur þeirra, Jóhanna og Linda, em báðar giftar og bú- settar í Bandaríkjunum. Áður hafði Erla eignast son, Benedikt Jónsson, sem ólst upp hjá Jóhönnu ömmu sinni og hefur reynst henni sem góður sonur alla tíð. Benedikt er rafvélavirki og flokksstjóri í Jám- blendiverksmiðjunni á Gmndar- tanga. Margar ferðimar hafa þær mæðgur, Jóhanna og Erla, og fjöl- skyldur þeirra farið milli heimsálfa til að njóta samvista. Ástríki Jóhönnu á fjölskyldu sinni og bræðra sinna var mikið. Til- hlökkunin var mikil þegar von var á frænku, eins og við kölluðum hana, að Miðdalskoti er við bjugg- um þar. Það jók líka á gleði heimsókna hennar í sveitina er Matthías hafði reist sumarhús þar í túnfætinum. Og alltaf tók hún á móti okkur opnum ömm örmum er leiðir lágu í bæinn til náms eða vinnu. Ekki var húsrýminu fyrir að fara en hjartarýmið var nóg sem var mest um vert. Er hin glæsilega stofnun, Sund- höll Reykjavíkur, tók til starfa í ásbyrjun 1937 réðst Jóhanna þar til starfa. Áður hafði hún unnið við fiskverkun sem þá var oftast stund- uð úti við, svo geta má nærri að viðbrigðin vom mikil. í Sundhöllinni Kjartan Jóhanns- son — Kveðjuorð Fæddur 19. apríl 1907 Dáinn 7. janúar 1987 Með nokkmm orðum langar mig að minnast með þakklæti Kjartans Jóhannssonar læknis, sem kom sem héraðslæknir til Kópavogs 1963. Var ég ófrísk af yngsta syni mínum og var það með hálfum huga, að ég fór að hitta nýja lækninn, sem ég vissi, að hafði haft með stjóm- mál að gera og setið hafði á Alþingi. Hann kynnti sig og hef ég aldrei fyrr hitt jafn traustvekjandi mann og hvarf mér strax allur kvíði, og var Kjartan læknir sem lærifaðir minn eftir það. Eftir mikil veikindi með drenginn kom í Ijós á öðm ári, að hann var seinni til en önnur böm og vissum við aldrei hvemig honum myndi reiða af. Alltaf mátti ég hringja í Kjartan lækni og var svarað með hlýlegri röddu af Jónu konu hans, hvort sem var á nóttu eða degi. Kjartan var kominn um leið og er okkur alltaf minnisstætt hvað hann var varfærinn með drenginn, meðan beðið var eftir sjúkrabílnum, og taldi hann í okkur kjark. Gekk þetta svona næstum í tíu ár, minnst einu sinni á ári. Þar til þessi tíðu krampaköst hættu eft- ir mikla meðferð. Nú er hann orðinn glaður ungur maður hér í Kaup- mannahöfn og gengur í skóla fyrir þroskahefta, en hann man alltaf eftir Kjartani lækni. Þegar ég sýndi honum úr blaði mynd og las fyrir hann lát Kjartans læknis, sagði hann: Nú er Kjartan læknir hjá Jesú og Olof Palme. Eins og ég hef sagt var Kjartan læknir sem besti ráðgjafi fyrir okk- ur fjölskyldumar. Hann hafði alltaf tíma til að hlusta og þegar ég kom með drenginn minn, sem var byijað- ur í Öskjuhlíðarskóla og mér var sagt, að það væri ekki hægt að kenna honum að lesa, reikna eða þekkja á klukku, sagðist Kjartan læknir hafa vitað það, en hann hef- ur svo margt annað, sagði Kjartan, sem hann getur kennt ykkur fjöl- skyldunni. Þetta hefur verið okkar Ráðherratímabil hans, frá 1973 til síðustu stundar, mótaðist af örlaga- ríkum málaflokkum, olíumálum og landhelgismálum, auk hinnar við- kvæmu og erfíðu stöðu Noregs í öryggismálum. vann Jóhanna í 40 ár og eignaðist þar marga góða vini meðal starfs- fólks og gesta. Það hefur áreiðan- lega verið Ián fyrir Sundhöllina að fá Jóhönnu til starfa því hún var mjög samviskusöm og skapgóð og var einkar lagið að umgangast böm og unglinga. En oft er erilsamt á ganginum þegar beðið er eftir sund- tímum og reynir þá á þolgæði og stjómsemi afgreiðslufólksins. Við þökkum samfylgdina sem var einstaklega ljúf og geymum minn- ingu um góða frænku. Guð blessi hana. Erlu, Benna og fjölskyldum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ingunn Valtýsdóttir kennsla og leiðarljós í öll þessi ár, þar sem drengurinn hugsar enn eins og sex ára bam. Við sendum frú Jónu og fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Halldóra Þórðardóttir og fjölskylda, búsett í Kaupmannahöfn. Uppbygging olíuvinnslu úti fyrir ströndum Noregs var flókið og við- kvæmt mál. Afla þurfti mikillar, nýrrar þekkingar og móta skyn- samlega stefnu heima fyrir og gagnvart erlendum aðilum. Landhelgismálin vora umsvifa- ihikil vegna hinnar löngu strand- lengju Noregs, Svalbarða og Jan Mayen. Þurftu Norðmenn að semja við margar þjóðir um markalínur og síðan um auðlindimar. Deilan við Sovétríkin um stór svæði á Barentshafi er enn óleyst og fram- vinda Svalbarðamála að ýmsu leyti óljós. En deilum um línu milli Jan Mayen og íslands tókst að leysa. Hún stóð 1978—80 og fór Knut Frydenlund sjálfur með samninga fyrir land sitt. Hann flaug með föra- neyti til íslands, og fyrstu lotur viðræðna gengu engan veginn vel í ráðherrabústaðnum við Tjömina. Við íslendingar gerðum harðar kröfur, en lögfræðingar og sjó- mannafulltrúar Noregs stóðu þverastir fyrir. Við hurfum í lokin frá ítrastu óskum okkar, en mest var fórn Norðmanna, er þeir féllust á að ísland fengi óskertar 200 mílur, þótt norska krafan hefði ver- ið um miðlínu. Þeir gáfu eftir 25.000 ferkílómetra af loðnusjó, eins og fjórðung íslands. Þama var Knut Frydenlund að verki, og hann vissi, hvað hann var að gera. Hann var að byggja upp samstöðu og vináttu þjóðanna, og forða báðum frá stórdeilu, sem hefði haft alvarlegar afleiðingar. Fiyden- lund hlaut harða gagnrýni vissra hópa í Noregi, en það leið ekki á löngu, uns allir sáu, að skynsemin hafði ráðið, friðurinn var báðum nauðsynlegur. Samningar ríkjanna um auðæfí á hafsbotni, sem gerðir vora síðar, era fyrirmynd á alþjóða mælikvarða. Stjómviska Frydenlunds og hug- rekki var í þessu máli bæði fyrir _____________________________45 Noreg og ísland sögulegt afrek, sem ekki mun gleymast. Hann hafði nokkram áram áður komið við sögu landhelgismála okk- ar á annan hátt. Þorskastríðin við Breta vora stærra og örlagaríkara mál. Þar gegndi Frydenlund mikil- vægu hlutverki sáttasemjara, því að bæði íslendingar og Bretar bára sérstakt traust til hans. Nú hafa örlögin hagað því svo, að bæði hann og Einar Ágústsson, þáverandi ut- anríkisráðherra okkar, hafa verið skyndilega burtu kallaðir, og er því' óvíst, að sú saga verði öll skráð. Ég hafði mikil kynni af Knut Frydenlund um langt árabil og sat andspænis honum við borðið í Jan Mayen-deilunni. Ég hef ekki kynnst betri manni að starfa með (eða á móti). Aldrei brást stiliing hans eða vinsemd. Aldrei skorti hann þolin- mæði eða þekkingu. Hann var stundum kallaður Prúðmennið frá Drammen heima fyrir og fjandmenn átti hann fáa eða enga í norskri pólitík. Hann naut hvarvetna virðingar, enda hafði hann einstæða reynslu og yfírsýn yfír þau mál, sem hann sýsl- aði með. Éitt sinn sátum við í garðinum við embættisbústað hans í Osló og ræddum um sambúð Norð- manna og Islendinga, í skugga Jan Mayen. Við urðum sammála um, að nú væri ekki lengur hægt að byggja samskipti þjóða okkar ein- göngu á Snorra Sturlusyni. Nú yrði að taka mið af aðstæðum og tækni okkar tíma. Ég hitti Knut Frydenlund í síðasta sinn á þingi Norðurlanda- ráðs í Helsinki tveim dögum fyrir andlát hans. Hann var jafn spurall og áhugasamur um íslensk málefni og alltaf áður. En nú er hann all- ur. Líklega verður ýmsum hugsað til þess, að hann skrifaði fyrir nokkram áram bók endurminninga. Hún bar heitið: Litla land, hvað nú? Benedikt Gröndal Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð I Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er auösýndu samúö og vináttu við fráfall móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURfÐAR HELGADÓTTUR, Melabraut 3, Seltjarnarnesi. Margrét Siguröardóttir, Agúst Jónsson, Svala Sigurðardóttir, Þorbjörn Karlsson, Dóra Sigurðardóttir, Guömundur Einarsson, Guðbjörg Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Verslun okkar verður lokuð föstudaginn 6. mars frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar AÐALSTEINS ÞORGEIRSSONAR. Hústré, Ármúla 38. p 'A 8 Gódcm daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.