Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
53
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
,691100 KL. 13-14
IFRÁ MÁNUDEGI
]TIL FÖSTUDAGS
Gorbachev veit ekki hvað
frjáls verkamaður er
Nú er mér skemmt þegar Gorba-
chev er alltaf að fræða mann og
leiða í allann sannleika um lífið í
Hver er
skáld?
Hver er skáld? Skáld er sá
sem hugsar nýjar eða snjallar
hugsanir og sem tekst að búa
þær í orð, og að raða orðunum
saman á listrænan hátt.
En skáld eru fleiri en þeir sem
raða saman orðum á listrænan
hátt. Sum skáld búa hugsunum
sínum listrænt form í stáli, tré
og steini, önnur í litum og línum.
Enn önnur skáld búa hugsun-
um sínum form í vélum, sem
snúast og létta erfíði af þreytt-
um höndum og sem veita alls-
nægtir úr skauti jarðar.
Hveijir eru skáld? Hvar eru
mörkin? Hveijir leggja fram
drýgstan skerf til fegrunar
mannlífs? Hver yrkir ekki í
lífsstarfi sínu, hvert sem það er?
Móðirin, læknirinn, húsmóðir-
inn, bóndinn, iðnaðarmaðurinn.
Eru þetta ekki allt skáld, hvert
á sinn hátt? Yrkja ekki allir
einsskonar ljóð úr efniviði þeim,
sem lífíð færir þeim í hendur?
Hvert er fegursta ljóðið? Getur
nokkur skorið úr um það?
Ingvar Agnarsson
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugfur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir Iáti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Rússlandi, en líklega ekki útvarps-
hlustendur, því fjölmiðlar okkar
hafa aðeins leyft sanntrúuðum
stalínistum og svo þessum sem
þurft hafa að þakka dýrar trakter-
ingar í Rússlandi, að lýsa lífinu þar
í sveit og þetta hefur alltaf verið
sami hallelújasöngurinn.
Svona hefur þetta verið allar
götur síðan að kona ein sem til
Russlands fór var svo stálheppin
að fá að skoða part af afmælis-
gjöfum Stalíns þegar hann varð
sjötugur og þær fýlltu 54 herbergi.
Aldrei fá fjölmiðlamir sér annan
fréttaskýranda um ástandið í Aust-
ur-blokkinni en vinnumann á
Þjóðviljanum, og allir sem þar vinna
— þeirra hjörtu slá á Volgubökkum
— eins og skáldið sagði. Þetta eiga
þeir að vita sem ábyrgð bera á fjöl-
miðlunum. Mér finnst það hart að
Gorbachev, sem ekki veit hvað frjáls
verkamaður er, skuli kvarta yfir
slæmum aðbúnaði á vinnustöðum í
Russlandi. Ég veit að það er ekki
af hugulsemi við verkamennina
heldur hitt, að vinnuskilyrðin hafa
verið slík, að vinnuafköstin minnka
stöðugt og það eyðileggur efnahag
rússnesku þjóðarinnar.
Ekki alls fyrir löngu gaf frétta-
skýrandi íjölmiðlanna okkar lýsingu
á rússneskum verkamanni og komst
að þeirri niðurstöðu að kjör hans
væru sambærileg við það sem hér
gerist. Hann minnist ekki á sjúkra-
húsin fyrir verkamennina, ekki á
eftirlitsmennina frá KGB og ekki á
ferðafrelsið sem verkstjóramir
ráða, og hann minnist ekki á vinnu-
aðbúnaðinn.
Fjölmiðlamir okkar hafa eytt öll-
um sínum tíma í skandínavíska
vandamálaáróðurinn sem allur er
til höfuðs frjálshyggjunni og henni
Húsmóðir segist munu þakka
Gorbachev ef fyrir hans tilstillan
dragi úr hinni „rauðu tjöru“ í
ríkisfjölmiðlunum.
lýst sem höfuðóvin mannkynsins.
Sannleikurinn er hinsvegar sá að
loka verður Austur-blokkinni því
allur almenningur þar vill komast
í frelsið. Ég er að vona að herför
Gorbachevs hafi þau áhrif að ríkis-
fjölmiðlamir geti sóma síns vegna
lofað almenningi að heyra eitthvað
frá skáldunum í Austur-blokkinni,
ekki síst nú þegar Pastemak er
loksins tekinn f skáldatölu. Ég
myndi þakka Gorbachev ef fyrir
hans tilstilli drægi eitthvað úr þess-
ari eilífu rauðu tjöru sem dembt er
sí og æ yfír mann í ríkisfjölmiðlun-
um okkar, sem eiga þó að kallast
hlutlausir.
Húsmóðir
Óviðeigandi að skrifa
ekki undir fullu nafni
Kæri Velvakandi,
Ég minnist þess að fyrir allmörg-
um árum kom í Velvakanda klausa
frá húsmóður, þar sem hún kvart-
aði yfir gestagangi á heimili sínu.
Ég skrifaði þá svar og fannst
mjög óviðeigandi af henni að skrifa
ekki undir fullu nafni, svo fólk
HEILRÆÐI
Varmatap er eitt það hættulegasta við að falla í sjó. Því er nauð-
synlegt að vita hvemig líkaminn bregst við kulda og þekkja ráð til
að tefja fyrir skaðvænlegum áhrifum hans.
Sjómenn: Á neyðarstund gefst ekki tími til að lesa leiðbeiningar.
Lærið um ofkælingu og vamir gegn henni.
gæti varað sig á að gjöra henni
ekki ónæði með heimsóknum. Sama
finnst mér núna hjá þessari frú sem
skrifaði greinina Hótel Ókeypis,
Hún á að skrifa undir fullu nafni
og ekkert vera að fela sig.
Ég get nú ekki séð að 300 dagar
komi út úr þessu reikningsdæmi
hennar heldur 227. En hvað um
það, ég er ekki svo sterk í reikningi.
Það var þó gott að heyra að hún
væri í Svíþjóð, þá getur maður var-
að sig á því að fara ekki þangað.
Virðingarfyllst,
Marta Tómasdóttir
Mávahlíð 25
Mikil hækkun
hjá VISA
Guðmundur skrifar:
Nú um mánaðarmótin fékk ég
að venju reikningsyfirlit frá VISA
og greiddi skuldir mínar að sjálf-
sögðu á gjalddaga. Ég veitti því
eftirtekt, að þóknun VISA fyrir að
senda viðskiptavinunum þetta yfir-
lit hefur verið hækkuð úr 35
krónum í 50. Þessi hækkun um 15
krónur nemur 43 prósentum og það
er allhá tala.
Ég kannast ekki við, að VISA
hafi tilkynnt sérstaklega um þessa
hækkun, en vel má vera að það
hafi farið fram hjá mér. Hvað sem
því líður fínnst mér hækkunin vera
of mikil og ekki í samræmi við aðr-
ar verðhækkanir að undanfömu.
Getur VISA upplýst, hvers vegna
þessi hækkun er til komin?
Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim sem glöddu
mig með heimsóknum, blómum og gjöfum á
níutíu ára afmœli minu 21. febrúar.
GuÖ blessi ykkur öll.
Marta Kjartansdóttir,
Setbergi,
Stokkseyri.
Innilegt þakklœti til barna minna, tengda-
barna, barnabarna og systra minna og mágs,
frœndfólks ncer og fjœr, vina og kunningja sem
heiÖruÖu mig meÖ ncerveru sinni, blómum,
gjöfum og skeytum á 80 ára afmælisdaginn
22. febrúar si, og gerÖu mér daginn ógleyman-
legan. GuÖ blessi ykkur.
Dóróthea Óiafsdóttir,
Skúlagötu 76, Reykjavík.
Verslunin Smáfólk
er flutt úr Austurstræti 17 (kjallara) í Iðnaðar-
húsið, Hallveigarstíg 1.
Sængurfatnaður í úrvali fyrir börn og fullorðna.
Verslunin Smáfólk,
Hallveigarstíg 1, sími 21780
■;A
i
wm
Vorsendingin
komin
frá
MODELLE
Úrval af
fallegum
slæðum.
tískuverslun,
Barónsstíg 18, s: 23566.
Blaóburóarfólk
óskast!
AUSTURBÆR MIÐBÆRII
Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata
Leifsgata Laufásvegur 2-57
Lindargata
40-63a o.fl.__________
PlóirjpmMáfcáífr