Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Knattspyrna:
Rummenigge-
bræðurnir með
Bayern Miinchen?
Frá Jóhanni Inga Qunnarsayni í Veatur-Þýskalandi.
SVO gæti farið að bræöurnir,
Karl-Heinz og Michael Rummen-
igge, leiki saman með Bayern
Munchen á nœsta keppnistímbili.
Karl Heinz leikur nú með Inter
Milan á Ítalíu og er talið að ef
liðið endurnýji ekki samning sinn
komi hann aftur til Bayern.
Karl-Heinz Rummenigge hefur
átt við meiðsli að stríða í vetur og
ekki getað leikið mikið með Inter
af þeim sökum. Hann lék ekki með
liðinu í Evrópukeppninni í fyrra-
kvöld af sömu ástæðu. Bayern
fékk á sínum tíma 10 milljónir
marka fyrir kappann. Ef hann kæmi
aftur til Bayern þyrftu þeir aðeins
að greiða Inter 2 miljónir svissne-
skra franka.
„Á sínum tíma var hann stjarna
hjá Bayern. Nú hefur Augenthaler,
Lothar Matteus og Reinhold Mat-
hy tekið við leikstjórninni. Karl-
Heinz Rummenigge er velkominn
aftur ef hann sættir sig við þessar
staðreyndir," sagði Udo Lattek,
þjálfari Bayern Munchen.
Yngri bróðirinn, Michael Rumm-
enigge, hefur ekki staðið undir
þeim væntingum sem við hann
voru gerðar hjá Bayern. Hann
berst nú fyrir því að fá samning
sinn endurnýjaðann. Hann skoraöi
fyrsta mark Bayern gegn And-
erlecht í fyrrakvöld og gæti það
hjálpað honum við endurnýjun
samningsins.
Stóra spurningin er því sú hvort
einn, tveir eða einginn Rummen-
igge spilar með Bayern Munchen
á næsta keppnistímabili.
Handknattleikur:
Deildarkeppni
unglinga um helgina
Á morgun, laugardag, hefst 3.
umferðin í deildarkeppni ungl-
inga í handknattleik. Keppt
verður i 2. og 4. flokki karla og
4. flokki kvenna.
Leikið verður á eftirtöldum
stöðum:
KR-heimilið
2. flokkur karla, 1. deild: Vikingur,
Stjarnan, KR, FH og Grótta. Keppnin
hefst kl. 13. 00 á laugardag og heldur
áfram kl. 10.00 á sunnudag.
fþróttahúsið að Varmá
2. deild karla, 2. deild: HK, Selfoss,
UMFA, ÍBV og IBK. Keppnin hefst kl.
12.00 á laugardag og heldur áfram kl.
10.00 á sunnudag.
íþróttahúsið i Njarðvfk
2. flokkur karla, 3. deild: Fram, Valur,
ÍR, Fylkir og UMFN. Keppnin hefst kl.
13.00 á laugardag og heldur áfram kl.
13.00 á sunnudag.
Róttarholtskóli
4. flokkur karla, 2. deild: Þróttur, Fylkir,
KR, Víkingur, Selfoss og Þór. Keppnin
hefst kl. 13.00 á laugardag og heldur
áfram kl. 09.00 á sunnudag.
íþróttahúsið ( Hveragerðl
4. flokkur karla, 4. deild: Skallagrímur,
l'BK, UMFN, Grótta, Ármann og UFHÖ.
Keppnin hest kl. 10.20 á laugardag og
heldur áfram kl. 09.00 á sunnudag.
Áfftamýraskóli
4. flokkur kvenna, 1. deild: Selfoss,
Fram, UMFG, UMFN, Grótta og ÍBK.
Keppnin hefst kl. 13.00 á laugardag og
heldur áfram kl. 09.00 á sunnudag.
Ásgarður Garðabœ
4. flokkur kvenna, 2. deild: KR, Viking-
ur, UBK, Fylkir, Reynir og Stjarnan.
Keppnin hefst kl. 20.30 i kvöld og held-
ur áfram kl 13.00 á laugardag og
sunnudag.
Vogaskóli
4. flokkur kvenna, 3. deild: FH, UFHÖ,
Ármann, HK, UMFA. Keppnin hefst kl.
13.00 á laugardag og heldur áfram kl.
09.00 á sunndag.
Knattspyrna:
Berthold
til Verona
VESTUR-ÞÝSKI landsliðsmaður-
inn í knattspyrnu, Thomas
Berthold, mun að öllum líkindum
leika með Verona á Ítalíu næsta
keppnistímabil.
„Það er meira en 99 % öruggt
að Berthold leiki með Verona. Við
höfum þegar komið okkur saman
um kaupverðið," sagði Gunther
Berthold, faðirThomasar. En hann
er umboðsmaður hans.
Thomas Berthold er 22 ára og
leikur með Frankfurt og var einn
besti leikmaður vestur-þýska
landsliðsins í úrslitakeppni HM í
Mexíkó í fyrra. Hann er bakvörður
en getur einnig leikið á miðjunni.
Ekki vildu þeir feðgar gefa upp
kaupverðið en blöð í Þýskalandi
segja að hann verði keyptur á 2,4
milljónir marka eða um 50 milljón-
ir íslenskar krónur.
IMBA
ÚRSLIT í NBA-deildinni í körfu-
knattleik sem fram fóru í Banda-
ríkjunum í fyrrakvöld:
Boston Ceitics — Utah Jazz 123:105
Buliets —NewJersey Nets 117:114
New York Knicks — Philadelphia 102:99
Chicago Bulls — Detroit Pistons 125:120
Milwaukee Bucks — Clippers 110:100
Dallas Mavericks — Denver 115:107
L A. Lakers — Seattle 138:124
Houston — Sacramento Kings 108:102
• Klaus Fischer, fyrrum lands-
liðsmaður Vestur-Þýskalands,
hefur tekið frá skóna að nýju og
leikur með Bochum.
Ficher tekur
fram skóna
KLAUS Fischer, fyrrum landsliðs-
maður Vestur-Þýskalands, hefur
tekið fram skóna að nýju. Hann
er 37 ára og lék með Bochum i'
fyrra og hafði endanlega lagt
skóna á hilluna.
Leikmönnum Bochum hefur
ekki gengið vel að koma knettinum
í net andstæðinganna í vetur og
gripu því til þess ráðs að fá Ficher
aftur. Ficher, sem leikið hefur 512
deildarleiki og skorað 69 mörk, tók
vel í þessa málaleitan og er byrjað-
ur að æfa. Hann fær að æfa eins
og honum hentar og mun leika í
fremstu víglínu. Búist við að hann
leiki sinn fyrsta leik eftir hálfan
mánuð.
Símamyndir/Reuter
• Franski hlauparinn Bruno Marie Rose er
einn þeirra sem telur að frjálsíþróttir séu fyrst
og fremst til að stunda utanhúss en hann kepp-
ir samt innanhúss til þess að halda sér í æfingu.
Hér kemur hann fyrstur f mark á nýju heims-
meti í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramót-
inu innanhúss. Hann ætlar að bæta tíma sinn
á fyrsta heimsmeistaramótinu innanhúss sem
hefst i dag. Á myndinni hér til hliðar fagnar
Svfinn Patrick Sjöberg sigri f hástökki en hann
hefur verið iðinn við kolann í vetur og ætlar sér
stóra hluti um helgina.
Frjálsar íþróttir:
Falla mörg heims-
met á fyrsta heims-
meistaramótinu
innanhúss?
EKKI er ólfklegt að mörg heims-
met f frjálsum íþróttum innan-
húss falii f dag og um helgina
þegar fyrsta heimsmeistaramó-
tið innanhúss verður haldið f
Indianapolis. Frjálsíþróttamenn í
Evrópu taka nú í æ rfkari mæli
þátt f innanhússmótum og þá eru
stóru stjörnurnar taldar með en
þær hafa hingað til ekki verið of
hrifnar að taka þátt f innanhúss-
mótum. Ein af ástæðunum telja
fróðir menn vera að heimsmet
fengust ekki skráð innanhúss og
því að litlu að keppa. Um áramót-
in var þessu breytt og nú geta
menn sett heimsmet í stað þess
að ná „besta árangri ársins inn-
anhúss“ eins og það hét áður.
Hinn aukni áhugi kom berlega í
Ijós á Evrópumeistaramótinu sem
haldin var í Lievin í Frakklandi í
febrúar. Þar mættu flestir þeir
bestu í Evrópu og áhorfendur létu
sig ekki heldur vanta því meðal-
talsaðsókn var um 3.500 áhorf-
endur á dag.
Þó svo margir Evrópubúar hafi
verið á móti innanhússmótum, ta-
lið þau eitthvað ómerkilegri en mót
sem haldin eru á sumrin utanhúss,
eru nokkrir sem leggja mesta
áherslu á innanhússmótin. Þeirra
á meðal er hollenski spretthlaupar-
inn Nelli Cooman-Fiere en hann á
heimsmetið, 7.00 sekúndur, í 60
metra hlaupi. „Ég hugsa aðeins
um innanhússmót. Ég hef engann
áhuga á að keppa á heimsmeist-
aramótinu í Róm í sumar."
Þeir eru þó fleiri sem telja innan-
hússmót tilvalin til að halda sér í
æfingu yfir vetrarmánuðina.
„Frjálsar íþróttir eru fyrst og
fremst íþrótt til að stunda undir
berum himni. Innanhússmótin eru
góð til þess að halda sér í æf-
ingu," segir franski spretthlaupar-
inn Bruna Marie-Rose.
Hástökkvarinn knái frá Svíþjóð,
Patrick Sjöberg, telur innanhúss-
og utanhússmótin jafn mikilvæg.
Hann jafnaði á dögunum heims-
met Sovétmannsins Igor Paklin í
hástökki utanhúss með því að
stökkva 2.41 metra innanhúss.
Sjöberg segir mótin inni og úti
jafna hvort annað upp og að hann
komi sterkari í útimótin með því
að keppa inni yfir vetrarmánuðina.
En hvað sem menn segja um
muninn á innimótum og útimótum
er Ijóst að margir sem standa sig
vel inni gengur miður þegar út er
HERMANNSMÓTIÐ, Visa-bikar-
mót SKÍ, fer fram f Hlíðarfjalli við
Akureyri á morgun, laugardag,
og á sunnudaginn.
Keppni hefst kl. 10.30 báða
dagana. Á morgun keppa konur í
stórsvigi en karlar í svigi og öfugt
á sunnudaginn. Allir bestu skíða-
menn landsins verða á meðal
komið. Gott dæmi um þetta er að
inni er ekki keppt í 100 metra
spretthlaupi heldur 60 metrum.
Þeir sem hafa gott start og stutta
fætur geta náð langt í 60 metrum
en eiga síðan erfiðara uppdráttar
síðustu 40 metrana þegar út er
komið. Þetta á til dæmis við um
Cooman-Fiere frá Hollandi en hún
er mjög sterk í 60 metra spretti
en síðan skjótast þær langleggj-
uðu fram úr henni í 100 metrunum.
Heike Drechsler, heimsmeistari
í langstökki inni og úti, segist hafa
gott og gaman af því að keppa á
báðum vígstöðum. „Með því að
vera að allt árið tekst manni að
laga tæknina hjá sér og með au-
kinni tækni éru meiri líkur á að mér
takist að stökkva aðeins lengra og
það veitir ekki af þegar hver milli-
meter skiptir orðið máli. Auðvitað
verð ég stundum þreytt á þessu
öllu en ef ég tæki mér frí þá yrði
svo erfitt að byrja aftur."
keppenda.
Lambagangan, sem er hluti ís-
landsgöngunnar 1987, verður
haldin á morgun og hefst keppni
á Súlumýrum kl. 12.00. Auk tíma-
tökunnar er fyrirhuguð hópferð
undir leiðsögn frá Súlumýrum inn
í Lamba. Gengið verður frá ösku-
haugunum kl. 10.00.
VlSA-bikarmót SKÍ:
Hermannsmótið