Morgunblaðið - 06.03.1987, Page 55

Morgunblaðið - 06.03.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 55 Tvö vítaskot í lokin - og Keflavík vann Njarðvík INGÓLFUR Haraldsson tryggði Keflvíkingum sigur gegn Njarðvíkingum, 83:81, í úrvals- deildinni í gœrkvöldi með því að skora úr tveimur vítaskotum eftir að venjulegur leiktími var liðinn Staðan í hálfleik var 47:44. Leik- urinn var spennandi frá upphafi til enda, Keflvíkingar voru betri í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar í þeim síðari, en þeir mistu boltann klaufalega til Keflvíkinga á síðustu sekúndunum og reyndist það afdrifaríkt. Ólafur Gottskálksson lék ekki með ÍBK að þessu sinni vegna meiðsla en UMFN var með alla sína menn. Þrátt fyrir það náðu Keflvíkingar príðisgóðum leik, þeir voru rólegir og ákveðnir og höfðu öruggt frumkvæði í fyrri hálfleik. IBKvann Haukar unnu ÍS í 1. deild kvenna í körfu f gær og þá vann ÍBK lið UMFG 52:45 eftir að staðan hafði verið 23:19 í hálfleik. Stúdínur voru mjög óhressar með framkvæmd leiksins í gær. Mikill ruglingur var á stigatöflunni og töldu þær að tekin hefðu verið af þeim stig í fyrri hálfleik. Úrslitin urðu 47:44 og 24:22 í leikhléi. Njarðvíkingar náðu síðan undir- tökunum í síðari hálfleik en Keflvík- ingar gáfust aldrei upp og gripu tækifæriö í lokin þegar allt stefni í sigur UMFN. Staðan var 81:81, Njarðvíkingar með boltann og 23 sekúndur til leiksloka. Á klaufalegan hátt mistu þeir boltann til Keflvíkinga sem brunuðu upp og í miklum darraðar- dansi undir körfunni var brotið á Ingólfi Haraldssyni í þann mund sem leiktíminn rann út. Hann skor- aði af öryggi úr báðum vítaskotun- um. Bestir hjá ÍBK voru þeir bræður Gylfi og Hreinn Þorkelssynirog Jón Kr. Gíslason. Hjá Njarðvík voru Kristinn Einarsson, Valur Ingi- mundarsson og Jóhannes Krist- björnsson bestir. BB Leikurinn ítölum Keflavík 5. mars. Úrvalsdeildin í körfu. ÍBK - UMFN 83:81 (47:44) 7:7, 13:13, 23:15, 26:23, 35:27, 37:34, 45:36, 47:44, 54:52, 56:55, 58:59, 60:60, 62:66,68:68, 73:74, 79:79, 81:81,83:81. STIG ÍBK: Gylfi Þorkelsson 23, Jón Kr. Gíslason 19, Hreinn Þorkelsson 15, Guð- jón Skúlason 12, Sigurður Ingimundarson 8, Ingólfur Haraldsson 4, Falur Haröarson 2. STIG UMFN: Kristinn Einarsson 21, Valur Ingimundarson 18, Jóhannes Kristbjörns- son 12, Árni Lárusson 11, Teitur Örlygs- son 6, ísak Tómasson 5, Hreiðar Hreiöarsson 4, Helgi Rafnsson 4. Enn kaupir Everton Frá Bob Hennessy á Englandi. EVERTON keypti í gær Wayne Clarke frá Birmingham fyrir 300.000 pund og er þá Everton búið að eyða um tveimur milljón- um punda í kaup á nýjum leik- mönnum á þessu keppnistima- bili. Derwall hættir Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni f Vestur- Þýskalandi. JUPP Derwall, fyrrum landsliðs- þjálfari Vestur-Þýskalands, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari tyrkneska liðsins Galatasaray eft- ir þetta keppnistímbil. Derwall er nú 60 ára og segist ekki vilja falla niður dauður á vara- mannabekknum. Hann bendir þar til dæmis á Jack Stein, fyrrum þjálf- ara Skota, sem lést meðan á leik Skota og Wales stóð í fyrra. Hann er þjálfari Galatsaray sem er í 2. sæti tyrknesku deildarinnar og segist hann vilja enda feril sinn þar. „Skemmtilegast væri þó að liðið yrði meistari undir minni stjórn," sagði Derwall. Hann sagð- ist aðspurður ekki hafa áhuga á að þjálfa í Bundesligunni. í kvöld TVEIR leikir verða í körfunni í kvöld. Fram leikur við KR f Haga- skóla klukkan 20 í úrvalsdeildinni og KR tekur síðan á móti UMFN á sama stað klukkan 21.30 í 1. deild kvenna. Morgunblaðið/Júlíus • Egill Jóhannesson skorar hér eitt marka sinna í leiknum gegn UBK í gær. Til varnar er Sigþór Jóhann- esson. Egill lék nú með að nýju eftir meiðsli og stóð sig vel. Stálheppnir Blikar logðu Framara Clarke er 26 ára sóknarmaður og bróðir Allan Clarke sem lék með Leeds hér á árum áður. Það meki- lega við þessi kaup er að Birming- ham fær ekki nema 150.000 pund. Hinn helmingurinn af kaupverðinu rennur til Wolves en þegar Clarke var seldur þaðan árið 1984 var samið um að félagið fengi 50% söluverösins ef hann yrði seldur frá Birmingham. Raddir eru uppi um að Mo Jo- hnston muni ganga frá samningum við ítalska félagið Roma um helg- ina og kaupverðið só 400.000 pund. Ekki er þó enn búið að stað- festa þetta en líklegt er að hann fari til Ítalíu og líti á aðstæður. BREIÐABLIKSMENN hljóta að vera dómurunum Þorsteini Ein- arssyni og Þórði Sigurðsyni æfinlega þakklátir fyrir dómgæsl- una i leik þeirra við Fram í gærkvöldi. Þeir fóru á kostum og hreinlega gáfu Blikunum bæði stigin í leiknum með mjög slakri dómgæslu og í sfðari hálfleik var hún UBK mjög í hag. Það voru fleiri sem fóru á kost- um í síðari hálfleik því Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Kópa- vogsbúa varði þá mjög vel og á mikilvægum augnabllkum og átti hann ekki minni hlut en dómararn- ir í sigrinum. Leikurinn fór annars rólega af stað og Framarar höfðu forystu allan fyrri hálfleikinn, mest fimm mörk, en í síðari hálfleik jöfnuðu Blikar fljótlega en góður kafli hjá Fram kom þeim aftur þremur mörkum yfir. Síðari hluti síðari hálfleiks var hrein martröð fyrir Fram. Hvað eftir annað dæmdu dómararnir heimamönnum vítaköst að því er virtist af ástæðulausu á sama tíma og eins brot hinum megin voru ekki þess virði að flauta á þau. Merkilegt að Framar skyldu þó geta einbeitt sér að leiknum því Leikurinn ítölum Digranesi 5. mars. 1. deildin í handbolta. UBK - Fram 29:27 (11:15) 1:0, 1:3, 3:4, 5:5, 5:8, 9:10, 10:11, 10:15, 11:15, 15:16, 17:17, 17:20, 22:22, 25:24, 28:26, 28:27, 29:27. MÖRK UBK: Jón Þórir Jónsson 11/8, Þórður Davíðsson 5, Aðalsteinn Jónsson 3, Svafar Magnússon 3, Björn Jónsson 3/1, Ólafur Björnsson 2, Kristján Halldórs- son 2. MÖRK FRAM: Birgir Sigurðsson 6, Her- mann Björnsson 5, Egill Jóhannesson 4, Agnar Sigurðsson 4/2, Ragnar Hilmars- son 3, Per Skaarup 3, Julius Gunnarsson 1, Tryggvi Tryggvason 1. fæstir hefðu tekið þessu mótlæti með slíku jafnaðargeði. Einu sinni sauð þó uppúr hjá þeim. Er staðan var 28:27 fengu þeir vítakast og var Agnar Sigurðs- son tilbúinn að taka það en þá flautar dómarinn töf á hann. Undir- ritaður heyrði ekki í flautunni og greinilega fæstir leikmenn en Blik- ar brunuðu upp í hraðaupphlaup og skoruðu síðasta mark leiksins. Blikar voru slakir í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleiK Einstaklingsframtakið var látio ráða í sókninni og vörnin var ein- beitingarlaus. í síðari hálfeik breyttist liðið mikið til hins betra. Jón Þórir skoraði mikið úr vítum en alls fengu Blikar 11 vítaköst á móti þremur sem Fram fékk. Jón Þórir mátti ekki gera sig líklegan til að reyna að fara inn úr horninu því þá flautuðu dómararnir og dæmdu víti, sem hann skoraði síðan úr. Þórður Davíðsson lék einnig vel þegar hann kom inná í síðari hálfleik og svo auðvitað Guðmundur Hrafkelsson. Hjá Fram stóðu flestir sig þokkalega. Birgir á línunni, Egill fyrir utan og Hermann í horninu. Vörn þeirra varði mörg skot frá sóknarmönnum Blika og undir venjulegum kringumstæðum hefðu þeir hlotið laun erfiðis síns, en það voru engar venjulegar að- stæður í gærkvöldi. -SUS Liðum fjölgað í Litlu bikarkeppninni FIMM lið hafa til þessa tekið þátt i Litlu bikarkeppninni í knatt- spyrnu, en nú hefur verið ákveðið að fjölga þeim f átta og breyta keppnisfyrirkomulaginu. Mörgum finnst þessi keppni hafa verið afar litlaus, þó í henni hafi verið allt að fjögur 1. deildar- lið í senn, en ÍA, UBK, FH, Haukar og ÍBK hafa tekið þátt. Því hefur þremur liðum verið bætt við, Víði, Selfossi og Stjörnunni. Keppnisfyrirkomulagið verður einnig annað. Liðunum er raðað í tvo riðla eftir lokastöðu síðasta íslandsmóts. Þannig leika að þessu sinni saman í riðli ÍA, Víðir, UBK og Stjarnan annars vegar og ÍBK, FH, Selfoss og Haukar hins vegar. í riðiunum leika allir við alla, en síðan verður leikið um sæti, efstu liðin í hvorum riðli leika um 1. sætið, næst efstu um 3. sætið og svo framvegis. Litla bikarkeppnin hefst um miðjan apríl og úrslitaleikurinn verður 9. maí, en mótanefnd skip- uð fulltrúum ÍBK, UBK og FH sér alla framkvæmd keppninnar um og raðar niður leikjum. J.G. sjma HÓNUSIA GREIÐ SLUKORTAÞ J ÓNU STA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! Leikir 7. mars 1987 K 1 X 2 1 Charlton - West Ham 2 Chelsea-Arsenal 3 Coventry - She’f. Wed. 4 Liverpool - Luton 5 Man. Utd. - Man. City 6 Newcastle - Aston Villa 7 Norwich - Wimbledon 8 Tottenham - Q.P.R. 9 Birmingham - Sunderland 10 Brighton - Derby 11 Stoke - Ipswich 12. W.B.A. - Portsmouth Hringdu straxí 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.