Morgunblaðið - 10.03.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 10.03.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Hjálparstofnun kirkjunnar endurreist: Brýnast að berja í trúnaðarbrestma „VIÐ HÖFUM ákveðið að slá striki yfir fortiðina og lítum á það sem brýnasta verkefni okkar að berja í þá trúnaðarbresti sem orðið hafa milli stofnunarinnar og aimennings. Við erum að byija frá grunni,“ sagði Arni Gunnarsson nýkjörinn stjórnarformaður Hjálparstofnunar kirkjunnar á blaðamannafundi í gær. Þar kynnti stjórnin nýja skipu- lagsskrá stofnunarinnar sem samþykkt var á aðalfundi hennar um helgina. Hjálparstofnun mun sem áður starfa á vegum þjóðkirkjunnar og er biskup ísiands verndari hennar. Á fundinum kom fram að allir starfsmenn Hjálparstofnunar hafa látið af störfum. Skuldir eru miklar og lausaflárstaða stofnunarinnar ákaflega slæm. Ámi sagði að nú stefndi í greiðsluþrot yrði ekkert að gert. Hygðist stjómin selja húseign- ina að Engihlíð 9 hið snarasta til þess að geta greitt niður þær skuldir sem hlutust af kaupum á húsinu. Aðrar eignir á stofnunin ekki. Hjálparstofnun hefur gert skuld- bindingar erlendis sem hún ætlar að standa við og þeirra stærst er bygg- ing munaðarleysingjahælis í Haik í Eþíþópíu. Fjárhagsáætlun þess hljóð- ar upp á 9 milljónir króna en af því hefur aðeins ein milljón króna verið greidd. Aðspurður sagði Ámi að ljóst mætti verða af viðbrögðum kirkjunn- ar við gagnrýninni sem Hjálparstofn- unin varð fýrir á síðasta hausti að ýmsu hefði verið ábótavant í rekstri hennar. Hann tók það fram að stjóm- in hyggðist ekki svara fyrir fortíðina. Hún liti á það sem meginverkefni sitt að endurheimta traust almenn- ings og standa við skuldbindingar. Áfallið sem stofnunin hefði orði fyrir mætti ekki bitna á skjólstæðingum hennar. Á aðalfundinum var farið yfir starfsskýrslu stofnunarinnar frá síðasta ári, ársreikningar afgreiddir og kosin ný stjóm. Hana skipa auk Áma, Haraldur Ólafsson alþingis- maður og séra Þorbjöm Hlynur Ámason. Til vara vom kosnir séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir og séra Úlfar Guðmundsson. í skipulagsskránni sem samþykkt var á aðalfundinum era verkefni Hjálparstofnunarinnar skýrt afmörk- uð. Tekjur hennar munu sem áður verða framlög styrktarmanna, fyrir- tækja og hins opinbera. Ákvæði em VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Við norðurströnd landsins er 1011 milli- bara smálægð sem hreyfist norðaustur. Um 800 km suður af Hvarfi er víðóttumikil 970 millibara djúp lægö sem hreyfist norður. SPÁ: Suðaustan og sunnan gola eða kaldi (3-5 vindstig). Skýjað og dálítil rigning eða súld vestast á landinu en bjart veður austan- til. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Sunnan- og suAuestan itt og hiti aðeins yfir frostmarki. Skúrir eða slydduél á suður- og vest- urlandi en víðast þurrt fyrir norðan. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hiti 7 veóur skýjað Reykjavík 7 úrk.fgr. Bergen 2 skýjað Helsinki 0 ióttskýjað Jan Mayen 0 þokumóða Kaupmannah. -1 léttskýjað Narssarssuaq S skýjað Nuuk -1 skýjað Osló -1 léttskýjað Stokkhólmur -2 þokumóða Þórshöfn 6 skýjað Aigarve 18 skýjað Amsterdam 2 mistur Aþena 4 skýjað Barcelona 13 þokumóða Berlfn 1 heiðskfrt Chlcago -1 frostúði Glasgow vantar Feneyjar 2 þokumóða Frankfurt 0 mistur Hamborg 0 heiðskfrt Las Palmas 25 léttskýjað London 5 mistur Los Angeles 14 alskýjað Lúxemborg 1 heiðskfrt Madrfd 18 skýjað Malaga 21 skýjaö Mallorca 16 þokumóða Mlami 18 skýjað Montreal -7 snjókoma NewYork 10 skýjað Parfs 5 léttskýjað Róm 10 hálfskýjað Vfn -6 snjókoma Washington 11 rlgnlng Winnipeg -28 heiðskfrt , * Morgunblaðið/Þorkell Arni Gunnarsson ogf Haraldur Ólafsson stjórnarmenn með herra Pétri Sigurgeirssyni biskupi íslands og verndara Hjálparstofnunar kirkjunnar á blaðamannafundi í gær. um að fé sem safnað er til sérstakra verkefna skuli renna til þeirra óskipt að frádregnum söfnunarkostnaði og framlagi í rekstrarsjóð stofnunarinn- ar. Tekjur rekstrarsjóðs verða að jafnaði 8% af öllu söfnunarfé, auk fijálsra framlaga, vaxta og fjár- magns sem fæst eftir sérstökum § áröflunarleiðum. Ámi sagði að markmið þessa yrði að draga skýrar línur milli hjálpar- starfsins og reksturs stofnunarinnar. Hver söfnun verður gerð upp sérstak- lega og reikningsyfirlitið birt opin- berlega. Almenningi á þannig að gefast kostur á því að fylgjast ná- kvæmlega með því hvemig fénu er varið. Daglegur rekstur verður sem áður í höndum framkvæmdastjóra og stjórnar sem fulltúaráð Hjálparstofn- unar skipar. Varðandi allar meirihátt- ar skuldbindingar, sem ekki eru nánar skilgreindar í skipulags- skránni, ber ennfremur að leita heimildar Kirkjuráðs. Hvalatalning> við strendur íslands Bandaríkjamenn hafa áhuga á þátttöku TALSVERÐAR líkur eru nú tald- ar á því, að Bandaríkjamenn taki þátt í talningu á hvöluni hér við land á þessu ári. Áhugi þeirra þar að lútandi kom fram á fundi Dr. Calio, aðstoðarviðskiptaráðherra Bandaríkjanna, með Halldór Ás- grímssyni, sjávarútvegsráðherra. Dr. Calio og fylgdarmenn hans kynntu sér veiðar og vinnslu hér, skiptust á upplýsingum um haf- rannsóknir við fiskifræðinga og rætt var á hvern hátt ísland og Bandaríkin gætu aukið samvinnu á sviði fiskveiðimála og rann- sókna á því sviði. „Við gerðum doktor Calio og fylgd- armönnum hans grein fyrir hvalataln- ingu sem við förum út í á þessu ári í samvinnu við fleiri þjóðir,“ sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgunblaðið. „Þeir sýndu mikinn áhuga á því að fá að taka þátt í taln- ingunni með því að senda vísinda- menn eða skip hingað til þátttöku. Það eru því allar líkur á þáttöku Bandaríkjamanna í þessu, með hvaða hætti sem það verður. Það er mikill áherzlu munur innan Alþjóða hvalveiðiráðsins um for- gangsverkefni. Við teljum það forgangsverkefni að hefja endurmat á stofnstærðum hvala, aðrir vilja fyrst setja ströng skilyrði um veiðar í vísindaskyni. Við teljum að fyrst þurfi að meta stofnstærðina og síðan setja reglur byggðar á því mati. Við vitum um aukinn áhuga Bandaríkjamanna og fleiri þjóða á þessu og hér á landi verður fundur vísindamanna um þessi mál um miðjan mánuðinn. Til þessa fundar var boðað á síðasta ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins að frum- kvæði okkar íslendinga, sem við teljum að hafí orðið til að setja frek- ari þrýsting á _gang þessara mála,“ sagði Halldór Asgrímsson. Þyrla sótti slasaðan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann til Djúpavogs aðfaranótt sunnudagsins, en mað- urinn hafði fengið höfuðhögg við vinnu sína um borð í togaranum Sunnutindi. Loftskeytamaður á Homafirði hringdi í stjómstöð Landhelgisgæsl- unnar um kl. 2 um nóttina og sagði að Sunnutindur væri á leið til lands með slasaðan skipveija. Maðurinn var talinn hættulega slasaður og missti hann meðvitund öðm hvom. Þyrlan var höfð til taks ásamt lækni og síðar um nóttina var flogið til Djúpavogs. Þaðan var maðurinn síðan fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík. Þar lenti þyrlan klukkan rúmlega átta á sunnudagsmorgun. Maðurinn mun nú vera á batavegi. Þórir Bergsson, tryggmga stærðfræðingur látinn ÞÓRIR Bergsson, trygginga- stærðfræðingur, lést á Lands- spítalanum í Reykjavík laugardaginn 7. mars síðastliðinn á 58. aldursári. Þórir var fæddur 2. júlí 1929, sonur hjónanna Bergs Jónssonar, sýslumanns og síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði, og Guðbjargar Lilju Jónsdóttur. Hann lauk prófi í trygg- ingastærðfræði og statistik frá Hafnarháskóla árið 1959. Hann starfaði um skeið hjá Almennum tryggingum h.f. en frá 1961 starf- aði hann sjálfstætt við trygginga- fræðilega og statistiska útreikn- inga. Jafnframt var hann um skeið skólastjóri Tryggingaskólans. Þórir sat í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem fulltrúi Sambands íslenskra stúdenta er- lendis á 7. áratugnum og hann var formaður Félags íslenskra trygg- ingastærðfræðinga frá 1984 til dauðadags. Þórir ritaði margar Þórir Bergsson. greinar í blöð og tímarit um trygg- inga-, lána- og lífeyrissjóðamál. Þórir var kvæntur Björgu Her- mannsdóttur og áttu þau fjögur böm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.