Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1987 Nýr samning- ur við presta STJÓRN- og fulltrúaráð Presta- félags íslands samþykkti í gær nýjan kjarasamning við ríkisvald- ið, sem gildir frá 1. mars í ár til áramóta 1988/89. Samningurinn er á svipuðum nótum og nýgerður samningur við sjúkrahúslækna og felur í sér um 5% meðaltals- hækkun launa við gildistöku, en um 18-20% hækkun á samnings- tímanum. Áfangahækkanir á þessu ári eru þær sömu og í samn- ingi ASÍ ogVSÍfrá því i desember og byrjunarlaun hækka sérstak- lega umfram önnur laun vegna flokkatilfærslna. Geir Waage, formaður Prestafé- lagsins, sagði að byijunarlaun presta hækkuðu við samninginn úr 42.827 í 48.690 krónur á mánuði. Þá eru í samningnum ákvæði vegna sérstöðu presta hvað varðar óreglulegan vinnutíma og vegna sérþjónustu- embætta, sem eru nokkur. Endur- skoðunarákvæði eru í samningnum verði launahækkanir á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Prestar fá áfram greitt sérstaklega fyrir embættisverk og hækkar gjaldskrá- in nú um 5,24%. Í Prestafélaginu eru um 120 fé- lagar og hefur félagið ekki verk- fallsrétt. Níu kókaín- neytendur hand- teknir í Keflavík Alls 20 manns flæktir í málið Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Umbúðir utan af kókaíni, sprautur, vasahnífar og önnur tæki, sem fundust við húsleit í Keflavík um helgina. Óleyfileg aukaefni í mat heyra til undantekninga - segir forstjóri Hollustuverndar ríkisins ÞAÐ HEYRIR til undantekninga að fyrirtæki séu kærð fyrir að nota óleyfileg efni I matvæli og matvælaiðnaður hér á landi upp- fyllir yfirleitt sett skilyrði, að sögn Arnar Bjarnarsonar forsljóra Hollustuverndar ríkisins, enda hafi menntun stóraukist innan þeirr- ar starfsgreinar. Morgunblaðið sagði frá því síðastliðinn sunnudag að Hollustu- vemd ríkisins hefði kært tvö fyrir- tæki, Sláturfélag Suðurlands og Fiskiðjuna Arctic hf. til ríkissak- sóknara fyrir að nota óleyfileg efni í matvæli. í samtali við Morgun- blaðið sagði Öm Bjamason forstjóri Hollustuvemdarinnar að þessar kærur, og kæra á hendur K. Jóns- son á Siglufírði síðastliðið haust, væru þær fyrstu vegna óleyfilegra aukaefna í langan tíma og heyrðu því til undantekninga. Þau efni sem kært var yfir, súlfíð í hamborgurum frá SS og rotvamarefnið hexameth- ylentetramin í vömm Arctic og K. Jónsson, væm síðan ekki bráð- hættuleg en gætu valdið kvillum þegar fram í sækti og raunar væm mörg rotvamarefni varasöm. Örn sagði að reynt væri að setja reglur um notkun slíkra efna sem hægt væri að fara eftir með góðu móti og ekki væri tekið strangt á brotum sem verða vegna mistaka og leiðrétt strax. Ef hinsvegar væri um alvarleg og ítrekuð brot að ræða væri tekið harðar á málunum. Sem dæmi um farsæla lausn á slíku máli tók Öm nitrit sem notað var í óleyfílegu magni í saltkjöt um tíma. Nokkrar leiðir vom reyndar til að stemma stigu við því með því meðal annars að uppfræða fram- leiðendur um áhrif efnisins. Síðan var fundin einföld lausn til að hafa stjóm á nitritmagni í lqotinu, sú að nota salt blandað nitriti í hættu- lausum hlutföllum svo ef of mikið salt var notað, og þar með of mikið nitrit, var kjötið óætt. Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér athugasemd vegna frettar Morgunblaðsins um kæm vegna súlfíðs í hamborgurum. Þar kemur fram að Sláturfélagið hafi um árabil keypt tilbúna krydd- blöndu frá Englandi og sé sú kryddblanda í samræmi við reglu- gerðir enskra yfirvalda um mat- vælavinnslu. Notkun þeirrar kryddblöndu hafí hinsvegar verið hætt fyrir 4 mánuðum. Einnig er tekið fram að súlfíðið gufí upp við steikingu og hverfi því að mestu leyti úr hamborgurunum. Að auki sé súlfíð í ýmsum neysluvömm sem hér em seldar, svo sem rauðvíni, þurrkuðum ávöxtum og ýmsum ávaxtasöfum. Þegar þetta var borið undir Örn Bjamason sagði hann að kæran vegna súlfíðsins hefði verið byggð á mælingum sem framkvæmdar vom af öðmm en Hollustuvemdinni og þaðan hefði verið staðfest að súlfíð fyndist í hamborgurunum. Það væri engin afsökun að efnið kæmi frá öðmm löndum því þar gæti ýmislegt verið leyft sem ekki er leyft hér. Öm sagði síðan að öll efni sem sett em í matvæli brotni niður í önnur efni við meðferð eða meltingu en það væri ekki að ástæðulausu að einstök efni væm bönnuð. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Þorstein Jónsson fram- kvæmdastjóra Arctic hf. Hann sagði að hann hefði ekki vitað um neina kæm fyrr en hann sá fréttina í Morgunblaðinu og hún hefði því komið sér mjög á óvart. Þorsteinn sagðist að vísu hafa notað hexa- methylentetramin í kavíar sem ætlaður var til útflutnings á mark- aði þar sem efnið er leyfílegt, og umframframleiðsla hefði verið seld í búðir hérlendis sem hefðu verið mistök. Notkun efnisins hefði síðan verið hætt í ágúst síðastliðið sumar. Þorsteinn sagði að Hollustu- vemdin hefði gert athugasemdir við kavíarinn í október en hefði þá að hans mati fengið fullnægjandi skýr- ingar og síðan hefði hann ekkert af málinu frétt fyrr en hann las um kæmna í Morgunblaðinu. Keflavfk. FÍKNIEFNALÖGREGLAN í Keflavík réðst aðfaranótt laugardagsins inn í hús við Hafnargötu með kúbein að vopni. Grunur lék á að íbúar hússins hefðu óhreint mjöl í pokahorninu. Inni í húsinu voru 9 manns, sem flestir voru meira og minna undir áhrifum fíkniefna. Þegar fólkið varð vart við umgang lögreglumannanna reyndi það að losa sig við fíkniefn- in, en lögreglumennirnir voru snarari í snúningum og tókst að koma í veg fyrir það. Fólkið var allt hand- tekið, sett í járn og fært í fangageymslur lögreglunn- ar. Rannsókn leiddi í ljós, að fólkið hafði verið að neyta kókaíns og bámst böndin að 27 ára Njarðvík- ingi, sem við yfirheyrslu viður- kenndi að hafa flutt efnið inn frá Bandaríkjunum. Lögreglan fór síðar um nóttina í húsið til frekari rannsóknar og þegar að var komið, hafði verið brotizt inn í það. Þar inni fundu lögreglumennimir tvær stúlkur úr Reykjavík, 18 og 21 árs, sem vom rænulitlar eftir fíkniefna- neyzlu. Einnig fundust sprautur og talsvert magn af amfetamíni í fór- um þeirra. Þær höfðu ætlað að heimsækja íbúa hússins og em ekki taldar tengjast kókaínmálinu. Alls var fíkniefnalögreglan með 20 manns í haldi um helgina, sem flæktust í mál þetta. Leita varð á náðir lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli um fangelsispláss. Óskar Þórmundsson, lögreglufulltrúi ávana- og fíkniefnamála í Keflavík, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sjaldgæft væri að kókaín væri tekið af fólki hér á landi. Efnið væri dýrt og kostaði grammið 10.000 krónur. Maðurinn, sem flutti efnið inn, hefði ekki komizt í kast við fíkniefnalögregluna fyrr. Hann hefði sagt við yfirheyrslu, að með því að flytja efnið til landsins og selja það, hefði hann ætlað að drýgja tekjumar. BB Léstaf slysförum PILTURINN, sem varð fyrir bif- reið á Reykjanesbraut í síðustu viku, lést á Borgarspítalanum á föstudag. Hann hét Sigurbergur Jóhannsson, til heimilis að Grund í Höfnum. Sigurbergur heitinn var fæddur 8. febrúar 1973 og var því nýorðinn 14 ára. Hann var að fara í skíðaferða- lag með skólasystkinum sínum um hádegi á miðvikudag þegar slysið varð. Rútan sem unglingamir voru í stansaði á Reykjanesbraut til móts við Hnoðraholt í Garðabæ. Pilturinn hljóp út á veginn og varð fyrir bif- reið sem ók norður brautina. Sigurbergur Jóhannsson Verkfallsboðunum fjölgar NOKKUR félög háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hafa boðað verk- fall síðar i þessum mánuði og atkvæðagreiðsla er í gangi í nokkrum félaganna, þar sem leitað er heimildar félagsmanna til verkfalls- boðunar. Félagar í Sálfræðingafélaginu greiddu atkvæði um helgina. 37 manns höfðu atkvæðisrétt og 34 greiddu atkvæði. 27 sögðu já við verkfalli, en sjö nei. „Við vonum það heitt að það þurfi ekki að koma til verkfalls, því auðvitað er þetta al- gjört örþrifaráð hjá svona félagi. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verkfall kemur verst niður á skjólstæðingum okkar,“ sagði Júllus Bjömsson, sem er fyrir samninga- nefnd Sálfræðingafélagsins. Félag íslenskra fræða hefur einnig boðað verkfall frá og með 23. mars. Félagið Útgarður, en að því eiga aðild þeir sem ekki hafa rétt til aðild- ar að öðmm félögum innan BHMR, felldu hins vegar að boða til verk- falls með 21 atkvæði gegn 20. 4 seðlar vom auðir, en 61 hafði atkvæð- isrétt. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur í kvöld hjá Félagi náttúmfræðinga og Félagi bókasafnsfræðinga. Þá hefur HÍK boðað verkfall ffá og með 16. mars og Félag háskólamenntaðra hjúkmnarfræðinga og sjúkraþjálfar- ar frá og með 19. mars. Landsfundur Sjálf stæðisf lokksins: Formaðurinn endurkjörinn með 97,8% gildra atkvæða ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins var endur- kjörinn formaður flokksins á Iandsfundi á sunnudag, með 946 atkvæðum, sem er 97,8% gildra atkvæða. Friðrik Sophusson vara- formaður flokksins var einnig endurkjörinn, með 851 atkvæði, sem er 89,7% gildra atkvæða. Fögnuðu landsfundarfulltrúar þess- ari niðurstöðu með langvinnu lófataki. Miðstjómarkjör fór einnig fram síðdegis á sunnudag og vom úr- slit þess kynnt í lokahófí fundarins um miðnætti í fyrrakvöld. Geir Hallgrímsson, Jónas Haralz og Björg Einarsdóttir vom í mið- stjóm, en þau gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Davíð Oddsson borgarstjóri hlaut flest atkvæði í miðstjómarkjörinu. Þeir sem náðu kosningu í mistjóm em: 1. Davíð Oddsson, 853 atkvæði. 2. Bjöm Þórhallsson, 842 at- kvæði. 3. Einar K. Guðfínnsson, 833 atkvæði. 4. Davíð Scheving Thorsteins- son, 714 atkvæði. 5. Gunnar Ragnars, 678 at- kvæði. 6. Theódór Blöndal, 641 at- kvæði. 7. Sigríður A. Þórðau-dóttir, 638 atkvæði. 8. Katrín Fjeldsted, 637 at- kvæði. 9. Erlendur Eysteinsson, 635 atkvæði. 10. Sigurður M. Magnússon, 617 atkvæði. 11. Sigurður Einarsson, 577 atkvæði. Pétur Sigurðsson alþingismað- ur sat í miðstjóm, en hann náði ekki kjöri að þessu sinni, kom næstur að atkvæðamagni á eftir Sigurði Einarssyni, með 518 at- kvæði. María E. Ingvadóttir hlaut 483 atkvæði. Fjórir nýir mið- stjómarmenn vora þvf kjömir nú: Theódór Blöndal, Sigríður A. Þórðardóttir, Erlendur Eysteins- son og Sigurður M. Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.